Fréttablaðið - 06.03.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.03.2004, Blaðsíða 1
FJÖLMIÐLAR Á hverjum degi les 69,4 prósent landsmanna Fréttablaðið að meðaltali samkvæmt nýrri fjöl- miðlakönnun Gallups. Þetta er meiri lestur en nokkurt dagblað hefur fengið síðan mælingar hófust. Til samanburðar þá var meðallestur Morgunblaðsins 56,3 prósent og DV 17,1 prósent. Öll blöðin bæta við sig í lestri; Frétta- blaðið flestum lesendum en DV hlutfallslega mestu. Sem fyrr er Fréttablaðið mest lesið alla daga, af öllum aldurshóp- um, báðum kynjum og í öllum landshlutum. 91 prósent landsman- na lásu blaðið einhvern tímann í vikunni sem könnuð var og 94 pró- sent íbúa á suðvesturhorninu. Meðallestur Fréttablaðsins er meiri en meðaláhorf ríkissjón- varpsins. Það eru fleiri sem lesa Fréttablaðið á hverjum degi en horfa á Sjónvarpið. Fréttablaðið er því vinsælasti fjölmiðill landsins. „Það er ánægjulegt að sjá að dagblaðalestur eykst,“ segir Gunn- ar Smári Egilsson, ritstjóri Frétta- blaðsins. „Mér sýnist aukin sam- keppni gera blöðin hressari og laða fleiri lesendur að þeim. Samkeppn- in á líklega eftir að aukast á næstu mánuðum lesendum til hagsbóta – og vonandi ánægju.“ Sjá nánar bls. 4 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 50 Tónlist 38 Leikhús 38 Myndlist 38 Íþróttir 49 Sjónvarp 52 LAUGARDAGUR DAGURINN Í DAG 6. mars 2004 – 65. tölublað – 4. árgangur HAMLAR ÚTSKRIFTUM SJÚK- LINGA Heimahjúkrunardeilan er nú farin að tefja útskriftir sjúklinga af Landspítalanum. Sáttafundir í gær báru engan árangur. Reynt verður að leita lausna um helgina. Sjá síðu 2 DÆMDUR FYRIR NAUÐGUN Þrítug- ur maður var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að nauðga og beita fyrrum sambýliskonu sína ofbeldi. Sjá síðu 6 TÖKUM Á BATMAN LOKIÐ Hollywoodstjörnurnar og erlendu kvik- myndagerðarmennirnir sem starfað hafa hér á landi undanfarna viku hafa nú yfirgef- ið landið. Alls störfuðu um 200 manns á tökustað. Sjá síðu 8 KERRY LEITAR John Kerry hefur hafið leit að varaforsetaefni sínu fyrir komandi kosningabaráttu. Fjölmörg nöfn hafa þegar verið nefnd. Sjá síðu 12–13 Sérsveitin í brennidepli ● 43 ára í dag Sigmundur Ernir: ▲ SÍÐA 16 Fer í leikhús á Akureyri ● passar ömmubörnin Guðrún Helgadóttir: ▲ SÍÐA 54 Laugardags- kvöld ● átti von á þessu Pétur Jóhann Sigfússon: ▲ SÍÐA 50 Svínasúpan vinsæl samkvæmt Gallup Miklar umræður hafa verið um sérsveit lög- reglunnar undanfarið. En hvað gerir sér- sveitin og er ástæða til að stækka hana? ▲ SÍÐA 18 og 19 ● bílasölusvæði við klettháls Hvenær á að skipta um tímareim? bílar o.fl. Jón Pétursson: ▲ SÍÐUR 34 og 35 VEÐRIÐ Í DAG NÝR SKAMMTUR AF HLÝJU LOFTI Er á leiðinni með tilheyrandi úrkomu. Því þykknar smá saman upp þegar líður á daginn, fyrst vestan til og síðan austan til. Dagurinn í dag er sá kaldasti í bili. Sjá síðu 6. Öryggismál: Klink og bank opnar sig Hampiðjuhúsið er iðandi af sköpunar- krafti eftir að því var breytt í vinnustofur fyrir listamenn. Þar verður opið hús í dag. FH MÆTIR VAL Þrír leikir verða í Remax-deild kvenna. ÍBV tekur á móti KA/Þór klukkan 13, Fram mætir Stjörnunni klukkan 15.30 og FH sækir Val heim klukk- an 16. Í Remax-deild karla, 1. deild, tekur Afturelding á móti ÍBV. SÍÐA 20 ▲ ÓK MEÐ KRANANN UPPI Vegfarendur ráku upp stór augu þegar þeir sáu brotinn vörubíl við Arnarnesbrúnna í gær. Bílnum hafði verið ekið með áfastan kranann í uppréttri stöðu undir brúna. Ekki vildi betur til en svo að kraninn rakst í brúna og grind vörubílsins brotnaði við höggið þannig að hús bílsins vísaði upp í loft. Bílstjórann sakaði ekki. Aðeins flísaðist upp úr brúnni. Listir: EFNAHAGSMÁL Útlit er fyrir að ríkis- stjórnin þurfi að grípa til skatta- hækkana til þess að greiða fyrir ábyrgð ríkissjóðs í skuldbindingu lífeyrissjóða ríkis og sveitarfélaga segir Gylfi Arnbjörnsson, hag- fræðingur og framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Að sögn Gylfa hefur ábyrgðin aukist um 91 milljarð á stjórnar- tímabilinu, þrátt fyrir að þegar hafi 60 milljarða afrakstur einkavæð- ingar verið greiddur úr ríkissjóði til þess að standa undir skuldbind- ingum lífeyrissjóðanna. Hann segir áfallnar skuldbind- ingar sjóðanna vera 253 milljarða króna umfram eignir en ef framtíð- arskuldbindingar sjóðanna séu teknar með hafi heildarskuldbind- ingar numið um 317 milljörðum umfram eignir í árslok 2002. Að sögn Gylfa er útlit fyrir að ástand- ið hafi ekki batnað á síðasta ári en nákvæmar tölur liggi ekki enn fyr- ir. Helsta ástæðan fyrir þessari þróun er aukning lífeyrisbyrðar í kjölfar launahækkana og bendir Gylfi á að þegar samið verður um almennar launahækkanir muni útgjöld sjóðanna aukast enn frekar sökum tengingar lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna við meðal- laun. Hann segir greiðslu úr ríkis- sjóði skref í átt til lausnar á vand- anum, en ef réttindum verði ekki breytt og sjóðunum útvegaðar eðli- legar greiðslur muni hallinn halda áfram að aukast. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að stofn- unin hafi í ársskýrslum sínum á liðnum árum bent á að huga þurfi að stöðu lífeyrissjóða með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga. Eftirlitið hafi vakið athygli á að þessir sjóðir séu ekki undir lagakröfum um jafn- vægi milli eigna og skulda lífeyris- sjóða og að huga þurfi sérstaklega að stöðu þeirra lífeyrissjóða sem séu með ábyrgð sveitarfélaga sem standa veikt. „Við fylgjumst með þessum sjóðum en þar sem þeir eru ekki undir þessum lagakröfum eru tak- mörkuð úrræði í höndum Fjármála- eftirlitsins,“ sagði hann ennfremur. Már Guðmundsson, aðalhag- fræðingur Seðlabanka Íslands, sagði stofnunina ekki hafa kannað þetta mál enda séu málefni ein- stakra sjóða ekki í höndum bank- ans. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra vill ekki tjá sig um málflut- ning ASÍ að svo stöddu. sda@frettabladid.is Þörf á skattahækkun Ábyrgð ríkissjóðs vegna skuldbindinga lífeyrissjóða ríkis og sveitarfélaga hefur aukist um 91 milljarð króna að viðbættum þeim 60 milljörðum sem þegar hafa verið greiddir úr ríkissjóði. Framkvæmda- stjóri ASÍ telur skattahækkanir eina úrræðið. Fjármálaeftirlitið hefur ítrekað vakið athygli á vandanum. Fjölmiðlakönnun Gallups: Fréttablaðið setur Íslandsmet Osama bin Laden: Leitin efld WASHINGTON Sveitir Bandaríkjahers sem leita að hryðjuverkaforingjan- um Osama bin Laden á fjalla- svæðinu á l a n d a m æ r u m Pakistan og A f g a n i s t a n setja aukinn kraft í leit sína á næstu vikum. Að sögn CNN verður rafrænt eftirlit með svæðinu aukið verulega og njósnaflug sömuleiðis. Meðal annars verður notast mikið við ómannaðar njósnaflugvélar sem bera mynda- vélar, radar og flugskeyti sem skjóta má að farartækjum ef leit- armenn telja sig hafa fundið bin Laden eða samstarfsmenn hans. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M BIN LADEN Bandaríkjaher hyggst setja aukinn kraft í leitina að hryðju- verkamanninum. SKULDIR AUKAST Þróun áfallinna lífeyrisskuldbindinga gagn- vart eignum í B-deild Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins 1998–2002 HEIMILD: ÁRSREIKNINGUR LSR 1999–2002 137.277 140.745 165.371 169.114 187.021 1998 1999 2000 2001 2002 Dalvík: Banaslys í Kalsárdal SLYSFARIR Banaslys varð í Kalsár- dal við Dalvík í gærkvöldi. Tutt- ugu og fjögurra ára brottfluttur Dalvíkingur lést í vélsleðaslysi í dalnum sem er um 15 kílómetrum norðan við Dalvík Að sögn lögreglunnar var mað- urinn á vélsleða ásamt tveimur öðrum þegar hann lenti í sjálfheldu uppi í fjalli. Félagar mannsins hringdu í lögregluna um klukkan 18 og voru á annan tug björgunar- sveitarmanna strax sendir á stað- inn. Aðstæður voru mjög erfiðar í dalnum vegna snjós og mikils klaka og tók það björgunarsveit- armennina nokkurn tíma að komast á slysstað. Maðurinn hafði velt sleðanum og var úrskurðaður látinn um klukkan 20. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.