Fréttablaðið - 06.03.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.03.2004, Blaðsíða 6
6 6. mars 2004 LAUGARDAGUR ■ Ísrael ■ Ísrael GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 71.4 -0.03% Sterlingspund 129.86 -0.53% Dönsk króna 11.69 0.09% Evra 87.09 0.09% Gengisvísitala krónu 121,61 0,41% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 610 Velta 11.809 milljónir ICEX-15 2.562 -0,05% Mestu viðskiptin Pharmaco hf. 371.493 Kaupþing Búnaðarbanki hf. 225.578 Landsbanki Íslands hf. 176.398 Mesta hækkun Fjárfestingarfélagið Atorka hf. 3,85% Samherji hf. 1,92% Kaldbakur, fjárfestingarfélag hf 1,74% Mesta lækkun Líf hf -6,31% Medcare Flaga -5,61% Straumur Fjárfestingarbanki hf -2,34% Erlendar vísitölur DJ* 10.588,3 0,0% Nasdaq* 2.049,9 -0,2% FTSE 4.547,1 -0,3% DAX 4.126,1 -0,2% NK50 1.455,7 -0,2% S&P* 1.155,5 0,1% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hvað leggur íslenska ríkið til miklafjármuni í uppbyggingarstarf í Írak? 2Hvaða knattspyrnulið rak GuðjónÞórðarson þjálfara í vikunni? 3Hvaða alþingismaður sagði: HerraBjörn Bjarnason þér eruð enginn Bruce Willis? Svörin eru á bls. 54 Héraðsdómur Reykjaness: Bónusræningjarnir sættu málsmeðferð DÓMSMÁL Meðferð í máli tveggja ræningja, vitorðsmanns og byssu- eiganda var í Héraðsdómi Reykja- ness í gær. Ræningjarnir ruddust inn í Bónusverslun í Kópavogi vopnaðir haglabyssum. Ógnuðu þeir starfsfólki og neyddu einn starfsmann til að opna peninga- skáp sem innhélt rúmlega 600 þús- und krónur. Ræningjarnir tveir komu inn í vöruafgreiðslu verslunarinnar eft- ir lokun með hulin andlit. Hvor um sig var vopnaður afsagaðri hagla- byssu og ógnuðu þeir fjórum starfsmönnum verslunarinnar með byssunum og skipuðu inn á kaffistofu. Þar á meðal var vit- orðsmaður þeirra og var honum skipað niður á hnén eins og sam- starfsmönnum hans. Þeir veifuðu byssunum og hótuðu fólkinu lífláti. Einum starfsmannanna var skipað inn á skrifstofu til að opna pen- ingaskáp og afhenda poka sem innihélt peningana. Ræningjarnir héldu á brott og hafði verið ráð- gert að vitorðmaðurinn fengi hluta ránsfengsins. Ræningjarnir og vitorðmaður- inn eru allir á tuttugasta aldursári. Sá sem lánaði ræningjunum afsög- uðu haglabyssurnar er átján ára. ■ Nauðgaði fyrrum sambýliskonu Þrítugur maður var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í Héraðs- dómi Reykjavíkur fyrir að nauðga og beita fyrrum sambýliskonu sína ofbeldi. Hann hélt henni nauðugri í nokkrar klukkustundir. DÓMSMÁL Þrítugur maður var dæmdur í þriggja og hálfs árs fang- elsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir kynferðisbrot og ofbeldi gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni sem er ellefu árum yngri en hann. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða konunni um fjórtán hundruð þúsund í skaðabætur. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa svipt þáverandi sambýlis- konu sína frelsi í fimm og hálfa klukkustund í maí í fyrra. Hann bæði hótaði og beitti hana líkam- legu ofbeldi og ógnaði henni með hnífum. Meðan á frelsissviping- unni stóð þröngvaði maðurinn kon- unni til samræðis með ofbeldi eða hótunum. Í öll skiptin beitti hann hnífi til að hóta konunni. Maðurinn kom í veg fyrir að konan gæti hringt á lögregluna í nærliggjandi íbúð sem hún hafði leitað í. Hann réðst á hana með líkamlegu ofbeldi í stigagangi hússins og dró hana aftur inn í íbúðina á hárinu. Þar tók hann konuna hálstaki og ógnaði henni með hnífi. Maðurinn neitar sök að öllu nema hann viðurkennir skemmdir sem hann olli á húsmunum konunn- ar. Hann reif í sundur fatnað henn- ar og stakk meðal annars hníf í sófa og dýnu. Eina skýring hans á hnífsstungum í rúmdýnu voru að hann hefði verið vondur. Hann byg- gði vörn sína meðal annars á því að hann og konan hefðu átt samskipti eftir atburðinn. Dómurinn taldi það ekki draga úr trúverðugleika kon- unnar. Lögreglan kom á staðinn eftir að ofbeldið hafði átt sér stað í nokkrar klukkustundir. Lögreglu- mennirnir sáu að eitthvað hefði gengið á í íbúðinni. Maðurinn var staddur á staðnum einungis klædd- ur í þunna peysu og nærbol. Hann var ölvaður, þvoglumæltur og óstöðugur á fótunum að sögn lög- reglu. Dómurinn taldi manninn ekki eiga sér neinar málsbætur. Þá seg- ir að framburður mannsins hafi verið ótrúverðugur og rangur og þótti dómnum brot hans vera stór- felld og hrottafengin. Maðurinn er síbrotamaður og hefur hlotið 22 refsisdóma frá árinu 1991. Fjórir dómanna eru fyrir líkamsárásir, síðast hlaut hann sex mánaða dóm í mars í fyrra. hrs@frettabladid.is Húsasmiðjan og TV: Dæmd til greiðslu DÓMSMÁL Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og dæmdi Húsasmiðjuna og TV fjárfestingafélag til að greiða þrotabúi TL-rúllna, áður Teppa- landi, tæplega 23 milljónir í skaðabætur auk 1,5 milljónir í málskostnað. TL-rúllur vildu skaðabætur úr hendi TV og Húsasmiðjurnar þar sem eignir fyrirtækisins voru ekki lengur til staðar þegar búið var tekið til gjaldþrota- skipta. Talið var að eignum TL- rúllna hafi verið ráðstafað til hagsbóta fyrir Húsasmiðjuna og TV. ■ ÞÉTT Á MIÐUNUM Loðnuveiði gengur vel þessa dagana og skipin fljót að fylla sig. Þessi mynd er tekin í fyrradag á loðnumiðunum undan Ingólfshöfða. Loðnuveiði: Vel veitt við Ingólfhöfða SJÁVARÚTVEGUR Góð veiði er á loðnumiðum undan Ingólfshöfða. Ægir Sveinsson á Víkingi AK seg- ir að skipið hafi komið á miðin um hálfellefu í gærmorgun og verið komið af stað heimleiðis að Skaga um fjórum klukkutímum síðar með fullfermi. Ægir segir að traffíkin á mið- unum sé ekki mikil þar sem veið- in sé góð og skipin fljót að fylla sig en um miðjan dag í gær voru 26 nótaskip á loðnuveiðum sam- kvæmt upplýsingum frá Tilkynn- ingaskyldu skipa. ■ LANDAMÆRUNUM LOKAÐ Ísra- elskar hersveitir lokuðu landa- mærunum á Vesturbakkanum og Gaza- ströndinni af ótta við árásir palest- ínskra vígamanna. Landamær- unum verð- ur lokað á meðan gyð- ingahátíðin Purim stendur yfir og verða þúsundir palest- ínskra verkamanna að sitja heima. EVRÓPUSAMBANDIÐ STYRKIR PALESTÍNUMENN Evrópusam- bandið ætlar að verja sem svarar um 87 milljónum íslenskra til að tryggja aðbúnað um 13.000 Palestínumanna á Gaza-strönd- inni sem hafa misst heimili sín vegna aðgerða ísraelskra örygg- issveita. Síðan í október 2000 hef- ur ísraelski herinn jafnað við jörðu heimili um 15.000 Palest- ínumanna á Gaza-ströndinni. ANNAR RÆNINGJANNA Annar ræningjanna í fylgd lögreglu á leið inn á lögreglustöðina í Kópavogi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Tryggingafélagið Vörður fær starfsleyfi: Bjóða lægri iðgjöld VIÐSKIPTI Viðskiptaráðherra hefur afhent Verði vátryggingafélagi leyf- isbréf til starfrækslu á alhliða vá- tryggingastarfsemi. Félagið byggir á grunni félags með sama nafni sem starfrækt hefur verið á Akureyri frá árinu 1926. Í lok síðasta ár fjárfesti Hringur, sem er að hluta til í eigu Baugs Group, í Verði. Í frétt frá Verði kemur fram að félagið bjóði heimilum og fyrirtækj- um upp á almennar skaðatryggingar og að markmið félagsins sé að lækka tryggingargjöld heimila og fyrir- tækja. Höfuðstöðvar Varðar eru á Akur- eyri en opnað hefur verið útibú í Reykjavík að Skaftahlíð 24. Þessu til viðbótar rekur félagið fimm sölu- umboð víða um landið. Að sögn Bald- vins Valdimarssonar, markaðsstjóra félagsins, er markmið þess að fjölga viðskiptavinum en ekki endilega starfsmönnum sem eru tólf. Lítil yfirbygging sé hluti af því að geta boðið upp á ódýrari tryggingar. ■ FYRSTA TRYGGINGIN SELD Sigurður V. Sveinsson, útibússtjóri Varðar í Reykjavík, afhendir Jóhannesi Jónssyni fyrsta tryggingaskírteini Varðar hf. í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.