Fréttablaðið - 06.03.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 06.03.2004, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 6. mars 2004 Guðjón A. Kristjánsson: Vont að missa duglegt fólk STJÓRNMÁL Guðjón A. Kristjáns- son, formaður Frjálslynda flokks- ins, segir að Sig- urðar Inga Jóns- sonar, sem hefur sagt sig úr flokkn- um vegna óánægju með Magnús Þór H a f s t e i n s s o n , verði saknað úr flokksstarfinu. „Það er alltaf vont að missa dug- legt fólk. Það er hins vegar ljóst að það er þingflokk- urinn sem skiptir með sér verkum og ekki annarra að segja til um það. Sigurður Ingi verður að sitja uppi með sínar skoðanir á mönnum og málefna- tilbúnaði þeirra og ég get ekki lagt dóm á það hvernig hann metur orð og frásagnir annarra,“ segir Guðjón. ■ Peningabréf – Góð og örugg skammtímaávöxtun 5,0% Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans eða í síma 560 6000. Peningabréf Landsbankans gefa einstaklingum, fyrirtækjum, sveitarfélögum og öðrum fjárfestum tækifæri til að ná góðri og öruggri ávöxtun þó að fjárfest sé til mjög skamms tíma. * Nafnávöxtun 01.02.2004–29.02.2004 á ársgrundvelli. Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upp- lýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.landsbanki.is Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 39 23 3 /2 00 4 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 39 23 3 /2 00 4 www.landsbanki.is Rússland: Föngum fækkar MOSKVA, AP Föngum í rússneskum fangelsum hefur fækkað um nær fjórðung á síðustu árum, að sögn rússneska dómsmálaráðuneytisins. Á þessum árum hefur föngum fækkað um 245.000 og eru nú 844.100 fangar í rússneskum fang- elsum, tæplega þrefaldur íbúafjöldi Íslands. Ástæður fangafækkunarinnar segir dómsmálaráðuneytið laga- breytingar og umbætur í réttar- kerfinu. Mest er breytingin í gæslu- varðhaldsfangelsum, þar sem föng- um hefur fækkað um nær helming. Þrengsli í rússneskum fangelsum hafa lengi verið mikil og sjúkdómar smitast greiðlega fanga á milli. ■ Margrét Sverrisdóttir: Harmar ákvörðun Sigurðar Inga STJÓRNMÁL „Ég harma þá ákvörðun og upphlaup Sigurðar Inga Jónsson- ar að segja sig úr Frjálslynda flokknum. Það er eftirsjá að honum, enda kom hann vel fyrir og vann ötullega fyrir flokkinn. Það er alltaf leiðinlegt þegar svona mál koma upp,“ segir Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins. Sigurður Ingi sagði sig úr flokknum vegna uppsafnaðrar óánægju með Magnús Þór Haf- steinsson, varaformann og nýskip- aðan þingflokksformann Frjáls- lynda flokksins, sem hann segir margoft hafa farið yfir strikið í ræðu og riti. Sigurður Ingi telur sig ekki eiga samleið með forystu sem telji slíka framkomu viðunandi. ■ GUÐJÓN Guðjón segir að Sigurðar Inga verði saknað úr flokksstarfinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.