Fréttablaðið - 06.03.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 06.03.2004, Blaðsíða 12
12 6. mars 2004 LAUGARDAGUR ■ Ferðaþjónusta ■ Evrópa SKOTARNIR MÆTTIR Ítalir og Skotar eigast við í rúgbíleik í Róm í dag. Stuðningsmenn skoska liðsins eru mættir til Rómar og voru áberandi á göt- um og skemmtistöðum borgarinnar í gær. Hjónavígslur samkynhneigðra: Hundruð giftinga í Portland OREGON, AP Hundruð samkyn- hneigðra para hafa verið gefin sam- an í Portland í Oregon síðan borgar- yfirvöld úrskurðuðu að lög sem bönnuðu slíkar giftingar brytu í bága við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Tveir borgarstjórar í New York ríki hafa lýst því yfir að þeir ætli sér að heimila giftingar fólks af sama kyni. Borgar- og sveitarstjórar í fjór- um ríkjum Bandaríkjanna hafa sett spurningamerki við lögmæti þess að banna hjónavígslur homma og lesbía. George W. Bush forseti hef- ur lýst því yfir að hann sé hlynntur því að gerð verði breyting á stjórn- arskránni til að banna hjónabönd samkynhneigðra í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Í kjölfar yfirlýsing- ar Bush hefur skapast mikil um- ræða um stöðu samkynhneigðra í Bandaríkjunum og hafa sumir líkt henni við jafnréttisbaráttu blökku- manna á sínum tíma. ■ John Kerry var ekki fyrr búinn aðryðja síðasta alvörukeppinaut sínum úr vegi og tryggja sér út- nefningu demókrata sem forseta- efni þeirra í kosningunum í nóvem- ber en hann setti í gang vinnu sem miðar að því að velja varaforseta- efni hans. Til að stýra þeirri vinnu valdi hann Jim Johnson, fyrrum að- stoðarmann Walter Mondale sem var varaforseti Jimmys Carter og er þaulvanur málum í Washington. Keppinautar og forsetafrúr Meðal þeirra sem hafa verið nefndir sem varaforsetaefni Kerrys er John Edwards, sá keppinautur hans um útnefninguna sem hélt lengst út. Þá væri reyndar komin upp skrýtin staða því báðir voru nefndir í tengslum við val Als Gore á forsetaefni árið 2000. Margir telja Suðurríkjamanninn Edwards gott mótvægi við Norðurríkjamanninn Kerry auk þess sem áherslur þeirra í efnahagsmálum eru ólíkar en aðrir hafa sagt áhrif Edwards ná skammt út fyrir heimaríki sitt. Þá hefur nafn fyrrum forsetafrúarinnar Hillary Rodham Clinton verið nefnt. Vin- sældir hennar eru talsverðar en óvinsældirnar ekki síður. Sennilega hefur hún sterkast aðdráttarafl í Norðausturríkjunum sem Kerry getur unnið án hennar hjálpar. Ein af skemmtilegri hugmynd- unum sem hafa heyrst að undan- förnu er sú að Kerry velji sem vara- forsetaefni repúblikanann John McCain, sem atti kappi við Bush um forsetaútnefningu demókrata fyrir fjórum árum. Sú kenning er afskap- lega langsótt en reyndar er eitt for- dæmi fyrir því að forsetaefni og varaforsetaefni komi hvort úr sín- um flokknum. Það var árið 1864, meðan á borgarastríðinu stóð og þá buðu repúblikanar og demókratar fram sameiginlegan lista. Afslappaður öryggisventill Það hefur reyndar löngum verið umdeilt hversu miklu máli varafor- setaefni skipti í kosningabaráttu. Embættinu var löngum lýst sem einu því afslappaðasta í bandarísk- um stjórnmálum, varaforseti þyrfti ekkert að gera nema passa sig á að segja ekkert sem kæmi sér illa fyr- ir forsetann og vera að auki tilbúinn að taka við ef forsetinn félli frá eða gæti ekki sinnt störfum sínum. Dan Quaile, sem var varaforseti George Bush eldri, þótti með ein- dæmum seinheppinn þegar kom að því að orða hlutina og varð aðhlát- ursefni margra en skaðaði forsetann vart að ráði. Meira kom til kasta þeirra Harrys S. Truman og Lyndons B. Johnson, sem tóku við eftir að for- setar þeirra létust. Gerald Ford varð forseti þegar Richard Nixon sagði af sér en var aldrei varaforsetaefni í kosningabaráttu; hann var skipaður í það embætti þegar varaforseti Nixons neyddist til að segja af sér. Helsta dæmið sem hefur verið nefnt um að val á varaforsetaefni hafi ráðið einhverju um úrslit for- setakosninga er meira en 40 ára gamalt. Í því er Lyndon B. Johnson eignaður sigur Johns F. Kennedy í Texas 1960 og þar með í forseta- kosningunum sem voru einhverjar þær tvísýnustu í sögunni. Breytingar í seinni tíð Lengi vel reyndu forsetaefni flokkanna að velja varaforsetaefni með ólík stefnumál og af öðrum slóðum en þeir sjálfir. Þetta hafa tveir síðustu forsetar látið ógert. Bill Clinton og George W. Bush völdu báðir varaforsetaefni með svipuð viðhorf en meiri reynslu af störfum í Washington þar sem þeir sjálfir þekktu minna til. Þeir vara- forsetar hafa báðir haft meiri áhrif en flestir forverar þeirra. Valið á varaforsetaefnum hefur oft reynst erfitt og því skiptir miklu að hafa sér til aðstoðar menn sem forsetaefnin treysta. Eftir að Geor- ge W. Bush tryggði sér útnefningu repúblikana fyrir fjórum árum fékk hann gamlan aðstoðarmann föður síns, Dick Cheney, til að stýra nefnd sem kannaði hvert yrði besta vara- forsetaefnið. Niðurstaðan þá var sú að Cheney varð varaforsetaefni Bush. Hann er þó undantekningin og því varla ráðlegt að veðja á að Jim Johnson verði fyrir valinu nú. ■ Féll í hendur yfirvalda: Var í al-Kaída JEMEN Öryggissveitir í Jemen hafa handtekið einn af forystumönnum hryðjuverkasamtakanna al-Kaída, að sögn þarlendra embættismanna. Hermenn með herþyrlur og fjölda brynvarinna bifreiða um- kringdu hóp herskárra múslima í fjalllendi í Jemen. Abdul Rauf Nassib var handtekinn ásamt sex öðrum mönnum sem grunaðir eru um að hafa átt aðild að árás á bandarískt herskip árið 2000. Sautján bandarískir hermenn féllu í árásinni. Nassib komst einn lífs af þegar bandaríski herinn gerði flug- skeytaárás á bifreið í austurhluta Jemen í nóvember 2003. Sex aðrir meintir liðsmenn al-Kaída féllu í árásinni. ■ Nauðgaði sjö konum: Sagðist vera samkyn- hneigður BRETLAND Fyrrum járnbrautar- starfsmaður hefur verið fundinn sekur um að hafa misþyrmt og nauðgað fjölda kvenna og ungra stúlkna í suðausturhluta Englands. Antoni Imiela, sem er 49 ára, var dæmdur fyrir sjö nauðganir í Kent, Surrey, Lundúnum og Hert- fordshire og mannrán og tilraun til að nauðga tíu ára stúlku í Birmingham. Imiela neitaði öllum sakargiftum. Hann sagðist vera samkynhneigður og hélt því fram að lögreglan hefði komið fyrir sönnunargögnum til að bendla hann við glæpina. Öll fórnarlömb Imielas báru vitni fyrir dómi, börnin í gegnum myndsendi. Sakfelling Imiela var einnig byggð á niðurstöðum DNA- rannsóknar. ■ GISTINÓTTUM FÆKKAR Á NORÐ- URLANDI Gistinóttum á hótelum í janúar fjölgaði lítillega milli ára eða um 0,5% samkvæmt Hag- stofu Íslands. Þær voru 24.400 í janúar 2003 en 24.530 í janúar síðastliðnum. Á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum fjölg- aði gistinóttum um tæp 11%. Á Suðurlandi fjölgaði þeim um 8% en á Norðurlandi fækkaði þeim um 24%. NÝGIFTIR FEÐUR Börnin fengu að vera viðstödd þegar feður þeirra, Stephen Knox og Eric Warshaw, gengu í hjónaband í Portland. MAÐURINN MEÐ HATTINN Hattur Reds Lackey vakti athygli Johns Kerry á kosningafundi. Á honum er asninn, einkenni demókrata, og auglýsingaspjöld frá Kerry. Fréttaskýring BRYNJÓLFUR ÞÓR GUÐMUNDSSON ■ skrifar um val á varaforsetaefni fyrir bandarísku forsetakosningarnar. John Kerry hefur hafið leit að varaforsetaefni sínu fyrir komandi kosn- ingabaráttu. Fjölmörg nöfn hafa þegar verið nefnd, sum líkleg og önnur afar langsótt. Embætti varaforseta var löngum talið eitt af þeim þægi- legri þar sem varaforsetinn þarf ekkert að gera nema því aðeins að forsetinn falli frá eða geti ekki sinnt embætti sínu. Leitin að varaforsetanum MEÐ HUGSANLEGU VARAFORSETAEFNI John Kerry kom fram á kosningafundi í Flórída með öldungadeildarþingmanninum Bill Nelson. Nelson hefur verið nefndur sem hugsanlegt varaforsetaefni og er sagður geta ráðið úrslitum í Flórída. FÆKKAR UM FJÓRÐUNG Rúmlega fjórðungi færri sóttu um pólitískt hæli í Hollandi í fyrra en árið áður. Hælisleitendum hefur fækkað úr 43.600 árið 2001 í 13.402 í fyrra. Hertar reglur um innflytjendur, sem hafa verið settar síðustu ár, mun vera ástæðan sem og minni vonir um að hæli verði veitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.