Fréttablaðið - 06.03.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 06.03.2004, Blaðsíða 13
13FÖSTUDAGUR 14. mars 2003 Margir nefndir WESLEY CLARK Hershöfðinginn fyrrver- andi höfðaði sterkt til margra demókrata sem töldu hann mótvægi Bush í varnar- og örygg- ismálum. Hann fékk þó lítið fylgi í forkosningunum og lenti í vandræðum með að útskýra mál sitt. Gæti höfðað til miðjumanna og íhalds- manna. HILLARY ROD- HAM CLINTON Forsetafrúin fyrrverandi er frægasti kandídatinn en einnig sá umdeild- asti. Einn af þeim demókrötum sem njóta mest fylgis en mætir víða harðri mót- stöðu. Skapaði sér miklar óvinsældir með framgöngu sinni í heilbrigðis- umbótatilraunum Bills Clinton. JOHN EDWARDS Þessi fyrrum lítt þekkti öldungadeildarþing- maður skapaði sér nafn með frammistöðu sinni í forkosningum demókrata. Höfðar sterkt til óháðra kjósenda og repúblik- ana. Rætur hans í Suðurríkjunum og áherslur í efnahagsmálum myndu skapa mótvægi við Norðurríkjamanninn Kerry. BOB GRAHAM Í síðustu forsetakosn- ingum réðust úrslitin í Flórída, heimaríki Gra- ham sem hefur aldrei tapað kosningum þar á 35 ára stjórnmálaferli sínum. Kerry hefur áður sagt að Graham kæmist á lista allra þeirra sem kynnu að þurfa að velja sér varaforsetaefni. MARY LANDRIEU Vann mikinn sigur þegar hún tryggði sér endur- kjör sem öldungadeild- arþingmaður Lousiana fyrir tæpum tveimur árum. Þá lagði hún að velli frambjóðanda repúblikana sem Bush studdi dyggilega í ríki þar sem íbú- arnir hallast mjög að repúblikönum. FRANKLIN RAINES Háttsettur embættis- maður í ríkisstjórn Bills Clinton og efnahagsráð- gjafi í forsetatíð Jimmys Carter. Var nefndur sem hugsanlegt varaforseta- efni Als Gore fyrir fjórum árum en er lítt þekktur á landsvísu. Talinn geta hjálpað Kerry að ná til minnihlutahópa. BILL RICHARDSON Ríkisstjórinn í Nýju Mexíkó yrði fyrsta vara- forsetaefni Bandaríkj- anna sem ætti rætur að rekja til rómönsku Am- eríku og ætti að höfða til fjölmennasta minni- hlutahóps Bandaríkjanna og kjósenda í suðvesturríkjum Bandaríkjanna. Var orkumálaráðherra í stjórn Clinton. ROBERT RUBIN Fyrrum fjármálaráðherra sem margir forystu- menn í efnahagslífinu telja eiga mikinn þátt í efnahagsuppsveiflunni á síðasta áratug. Á að baki langan feril á Wall Street og starfar nú sem einn af helstu stjórnendum fjár- málarisans Citigroup. Skipan stjórnar Náttúrurannsóknarstöðvar við Mývatn: Vekur furðu fyrrverandi stjórnarformanns STJÓRNMÁL „Skipan nýs stjórnarfor- manns kemur mér spánskt fyrir sjónir. Ég átti von á því að verða áfram stjórnarformaður eftir að leitað var til mín og ég var til- nefndur síðasta sumar. En með bréfi frá 30. janúar síðastliðnum var tilnefningin afturkölluð án skýringar og Davíð Egilson, for- stjóri Umhverfisstofnunar, til- nefndi sjálfan sig sem stjórnarfor- mann stöðvarinnar,“ segir Gísli Már Gíslason prófessor en til 1. mars síðastliðins hafði hann verið stjórnarformaður Náttúrurann- sóknarstöðvarinnar við Mývatn frá árinu 1987, og setið í stjórn frá ár- inu 1978. Mörður Árnason, Samfylking- unni, vakti athygli á því á Alþingi í vikunni að nýskipaður stjórnarfor- maður væri ennfremur forstjóri Umhverfisstofnunar, einnar helstu undirstofnunar umhverfisráðherra. „Þetta er undarleg stjórnsýsla og vægast sagt illur þefur af þessum vinnubrögðum,“ sagði Mörður og krafði umhverfisráðherra um svör við því hvort um væri að ræða dóm- greindarleysi og hringlanda hjá for- stjóra Umhverfisstofnunar eða óeðlileg afskipti ráðherra. „Mér finnst alls ekkert óeðli- legt þótt forstjóri Umhverfis- stofnunar, Davíð Egilson, sitji í stjórninni sem formaður,“ sagði Siv Friðleifsdóttir. ■ Siv Friðleifsdóttir um mótmæli Landeigendafélagsins: Eðlilegt að bíða með málið LAXÁRVIRKJUN „Fyrst þessi ályktun kemur fram, þar sem lýst er and- stöðu við bráðabirgðaákvæðið í frumvarpinu um verndun Laxár og Mývatns, þá liggur það í hlut- arins eðli að beðið verður með málið. Samkvæmt ákvæðinu fær Landeigendafélagið neitunarvald og hefur auðvitað mikið um hækk- un Laxárstíflu að segja,“ segir Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra. Siv segir að nú geti Landsvirkj- un og Landeigendafélagið vænt- anlega rætt saman og meðan svo sé bíði málið í umhverfisnefnd þingsins. „Það er eðlilegt að málið í heild bíði eftir að þessir aðilar hafi rætt saman,“ segir Siv. ■ SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Umhverfisráðherra bendir á að samkvæmt bráðabirgðaákvæði Laxárfrumvarpsins fái Landeigendafélagið neitunarvald og hafi auð- vitað mikið um hækkun Laxárstíflu að segja. FRÉTTAB LAÐ IÐ /G VA GÍSLI MÁR GÍSLASON Gísli Már, prófessor við Háskóla Íslands, segir að skipan nýs stjórnarformanns komi sér spánskt fyrir sjónir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.