Fréttablaðið - 06.03.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 06.03.2004, Blaðsíða 24
24 6. mars 2004 LAUGARDAGUR FEÐGARNIR „Við grínumst í vinnunni. Alveg hiklaust,“ segir Sig- urður, „en það er aldrei gert af óvirðingu gagnvart aðstandendum eða hinum látna. Við gerum grín hver að öðrum og líka að hinum í faginu.“ Rúnar Geirmundsson rekur útfararþjónustu í félagi við syni sína, Sigurð og Elís. En hvernig ætli sé að sinna svo viðkvæmri þjónustu? Hvert er viðhorf þeirra til lífsins? Óttast þeir dauðann? Eru þeir trúaðir? Hvernig er stemningin á vinnustaðnum? Í návígi við dauðann Þeim er vel til vina, feðgunumRúnari Geirmundssyni og son- um hans Sigurði og Elís. Það er líka eins gott því annars er hætt við að þeir ættu í basli með að vinna sam- an. Þekkt eru hranaleg samskipti feðga sem vinna saman erfiðis- vinnu en slíkt má ekki í fagi Rúnars, Sigurðar og Elísar. Útfararstjórn krefst nefnilega aga og fágaðrar framkomu. Rúnar stofnaði Útfararþjónust- una árið 1990 og hafa synir hans tveir verið viðloðandi fyrirtækið með einum eða öðrum hætti frá upp- hafi. Sigurður, sá eldri, var ungling- ur þegar þetta var og byrjaði strax að hjálpa pabba sínum við kistu- flutning og annað slíkt. Elís var bara polli þegar fyrirtækið var stofnað en rétti fram hjálparhönd um leið og hann hafði burði og getu til. 150 útfarir á ári Áður en Útfararþjónustan var stofnuð vann Rúnar í Kirkjugörð- um Reykjavíkur og þar öðlaðist hann þekkingu og reynslu af út- fararstjórn. „Ég skrapp í heim- sókn til félaga míns sem þá vann í Kirkjugörðunum. Það var mikið að gera, mörg andlát höfðu orðið og ég var umsvifalaust drifinn í vinnu,“ segir Rúnar, sem hafði nokkrum árum áður lokið námi í bólstrun. Þetta var í ársbyrjun 1983 þannig að hann á rétt rúm 20 ár að baki í faginu. „Ég byrjaði á líkbílnum og sem bólstrari en síð- ar sinnti ég verkstjórn í garðvinn- unni á sumrin og var að endingu yfir grafatökunni.“ Rúnar kom sumsé víða við á ár- unum hjá Kirkjugörðun Reykja- víkur og lætur vel af vinnunni þar. En hvernig æxlaðist það að hann stofnaði sína eigin útfarar- þjónustu? „Það var nú séra Ön- undur Björnsson sem stakk því að mér að stofna útfararstofu og ég lét verða af því.“ Fyrsta árið var rólegt hjá Rún- ari, hann hafði raunar ekki meira að gera en svo að hann gat um leið sinnt starfi framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Fylkis. Hann minnir að fyrsta árið hafi hann komið að 20 útförum en nú, 14 árum síðar, eru þær um 150 á ári. Kemst upp í vana eins og annað Sigurður og Elís eru svo að segja aldir upp við útfarir enda var rætt um vinnu föðurins við eldhús- borðið á æskuheimili þeirra eins og gengur og gerist. Þeir voru því ekki blautir á bak við eyrun þegar þeir hófu störf hjá pabba. Sigurður segir þó að fyrstu lík- húsferðirnar hafi verið strembnar. „Auðvitað var erfitt til að byrja með að fara í líkhúsin og sækja lík,“ segir hann „en það hefur van- ist eins og annað í þessu starfi.“ Flest kemst upp í vana já, en ekki allt. „Það er alltaf mjög óhuggulegt að fást við lík eftir slys, sérstaklega ungt fólk sem farið hefur í slysum,“ segir Sigurður. Hann er samt ekki á því að vinnan með hinum látnu hafi breytt honum eða hugarfari hans: „Það hafði miklu meiri áhrif á mig að eignast barn,“ segir hann og lítur á son sinn Stefán Elís sem verður fjög- urra ára í sumar. Ástæðulaust að óttast lík Elís man ekki þá stund sem hann sá lík í fyrsta sinn en heldur að hann hafi verið orðinn sextán eða sautján ára. „Jújú, auðvitað breyttist þetta svolítið eftir að maður fór að fást við líkin. Það er aðeins öðruvísi en að bera kistur á milli bíla,“ segir hann en leggur áherslu á að sér hafi hvorki fund- ist það óþægilegt né óeðlilegt. Rúnar rifjar líka upp hvernig hann vígði drengina sína til starf- ans. „Við töluðum saman um þetta sem ákveðið verkefni sem þurfti að vinna. Lík er ekkert sem menn þurfa að vera hræddir við. Þetta er í raun bara skel sem fólk er hætt að nota og sálin er farin eitthvað annað.“ Rúnar segir að það eina sem þeir hafi í huga sé að ganga frá líkinu endanlega með virðingu og þeirri viðhöfn sem við á. Trúin Rúnar og Elís svara neitandi þegar þeir eru spurðir hvort þeir séu trúaðir. Sigurður segist hins vegar trúa en telur að hans guð eigi ekki umboðsmann á Laugaveginum og vísar þar til Biskupsstofu. „Ég er hins vegar mjög trúaður og held að guð sé eitthvað náttúruafl. Það má segja að minn guð sé Móðir náttúra. Og ég held alls ekki að við séum hér í einhverju tilgangsleysi.“ Elís segist trúa á einhvern kær- leik en segir hina hefðbundnu kristnu trú ekki eiga upp á pallborð- ið hjá sér. Rúnar lítur þetta líka sérstökum augum og horfir þá ekki síst til starfsins sjálfs. „Í okkar vinnu verðum við nánast að vera trúlausir til að geta sinnt öllum trúarbrögð- um og við tökum enga afstöðu til ólíkra trúarbragða. Mér finnst engu máli skipta hvort guð er með skegg eða ekki og hvort hann er karl eða kona.“ Óneitanlega kemur þessi afstaða nokkuð á óvart þar sem vinna þeirra þremenninga snýst ekki síst um kristna trú. „Jú, auðvitað er þetta trúarleg athöfn,“ segir Sigurð- ur en bætir við: „Það er bara eins með okkur og fólkið í blómabúðinni, trú manneskjunnar sem setur sam- an vönd fyrir útför skiptir ekki máli.“ Vinna með hjartanu Að upplifa dauða ástvinar er án efa erfiðasta stundin í lífi hverrar manneskju. Samskipti á slíkum stundum geta verið erfið og taka oft á. Það þekkja útfararstjórarn- ir. „Þetta er erfiða hliðin á starf- inu,“ segja bræðurnir. „Kvíði ég einhvers í vinnunni þá er það að standa mig ekki gagnvart að- standendum,“ segir Sigurður og bendir á að þeir séu viðskiptavin- irnir en klárlega ekki hinn látni. Og Rúnar bendir á ögrunina sem í þessu er fólgin: „Þú endur- tekur ekkert í þessu og mátt því ekki gera mistök.“ Hann segir að menn verði að passa sig mjög í samskiptum við aðstandendur enda geti eitt óvarlegt orð sett allt úr skorðum. Í því sambandi rifjar hann upp sögu: „Mér var sagt að prestur hefði eitt sinn á fundi með aðstandendum klórað sér í nefinu og litið um leið á klukkuna. Ég passa mig á að gera ekki slíkt. Augnabliks einbeitingarleysi get- ur kostað trúnaðinn og traustið.“ Og það er bara ein leið til forðast svona lagað. „Við verðum alltaf að gera okkar besta og gera það með hjartanu, fólk finnur ef við gerum það,“ segja þeir. Þeirra dauði Allur gangur er á því hvort fólk óttast dauðann. Hvaða augum líta útfararstjórarnir eigin dauða, þegar þar að kemur? „Ég óttast hann ekki,“ segir Elís, sem lítið hefur hugsað um eigin dauða, hvað þá skipulagt eigin jarðarför. Sigurður hefur hins vegar leitt hugann að þessum málum. „Ég óttast þetta ekki því ég held að það felist enginn sérstakur sárs- auki í því að deyja, ekki nema maður lendi í hræðilegu slysi.“ Hann óttast meira að missa ást- vini sína en eftir umhugsun bætir hann við að reyndar blundi í hon- um ákveðinn ótti gagnvart eigin dauða: „Að skilja eftir fjölskyldu, ég tala nú ekki um lítið barn, er eitthvað sem má hafa áhyggjur af en alls ekki sjálfum dauðanum sem slíkum.“ Hann segist enda ætla að lifa í hundrað ár og njóta lífsins vel. Rúnar segist hvorki hafa hugs- að um eigin dauða né eigin útför. „En það verður örugglega jarðar- för þegar ég fer,“ segir hann og hlær en bætir við að hann hafi þegar gengið frá því að hann verði brenndur. Nauðsynlegt að geta grínast Eins og grín getur verið dauð- ans alvara er hægt að grínast með dauðann. Og slíkt er kannski nauðsynlegt á köflum. Hvað segja feðgarnir um það? „Við grínumst í vinnunni. Alveg hiklaust,“ segir Sigurður, „en það er aldrei gert af óvirðingu gagnvart aðstandend- um eða hinum látna. Við gerum grín hver að öðrum og líka að hin- um í faginu.“ Faggrín er til í út- fararstjórn eins og öðrum grein- um en ómögulegt var að fá þá til að segja einn léttan. „Þetta er auð- vitað vinnustaður og á flestum vinnustöðum tíðkast að grínast,“ segir Elís. Og Rúnar segir þá alltaf reyna að vera létta, öðruvísi gangi þetta ekki upp. Taka drengirnir við? Þekkt er að útfararþjónustur eru víða fjölskyldufyrirtæki og ganga mann fram af manni. Sig- urður og Elís eru ekki vissir um að taka endanlega við stjórn fyrir- tækisins þó að karli föður þeirra hugnist óneitanlega slík tilhugs- un. „Við höfum báðir sinnt þessu með öðru, auk þess að hafa leyst pabba af í hans fríum,“ segja bræðurnir. „En hvort við gerum þetta að aðalstörfum í framtíðinni er óráðið.“ Rúnar segist hins veg- ar vel sjá fyrir sér að strákarnir taki alfarið við fyrirtækinu eftir einhver ár. „Minn draumur er að þeir taki yfir og ég fái að vera með þeim,“ segir hann, viss um að framtíð Útfararþjónustunnar sé í góðum höndum sona sinna. bjorn@frettabladid.is SIGURÐUR OG ELÍS „Auðvitað var erfitt til að byrja með að fara í líkhúsin og sækja lík,“ segir Sigurður, „en það hefur vanist eins og annað í þessu starfi.“ Lík er ekkert sem menn þurfa að vera hræddir við. Þetta er í raun bara skel sem fólk er hætt að nota og sálin er farin eitthvað annað. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.