Fréttablaðið - 06.03.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 06.03.2004, Blaðsíða 32
Í þessari viku eru liðin hundraðár frá fæðingu dr. Seuss. Bækur hans hafa selst í fleiri eintökum en verk nokkurs annars barna- bókahöfundar, eða um hálfan milljarð eintaka. Á árunum 1937 til 1991 skrifaði hann rúmlega 40 bækur sem hafa verið þýddar á um tuttugu tungumál. Þær eru ríkulega myndskreyttar, venju- lega af honum sjálfum. Tvær bækur eftir dr. Seuss hafa komið út á íslensku, Kötturinn með hatt- inn og Þegar Trölli stal jólunum. Í Bandaríkjunum er dr. Seuss í miklum metum og frá árinu 1998 hefur sérstakt lestrarátak verið þar í landi á afmælisdegi Seussar, sem er 2. mars. Fyrsta bók sem eitt af hverjum fjórum börn- um í Bandaríkj- unum les er eft- ir dr. Seuss. Hafnað af 27 bókaforlögum Dr. Seuss fædd- ist í Springfield, Massachusetts og hét réttu nafni Theodore Seuss Geisel. Hann var menntaður í Bandaríkj- unum og Bretlandi en hætti námi í bókmennt- um við Oxford þegar hann sá engan tilgang í því. Á háskólaárunum byrjaði hann að nota Seuss sem dulnefni. Seinna bætti hann dr. framan við nafnið og sagði ástæðuna þá að faðir hans hefði ætíð óskað þess að sonur sinn yrði langskólageng- inn og öðlaðist doktorsnafnbót. Í byrjun leit ekki út fyrir að hann myndi öðlast fótfestu í bók- menntaheiminum því 27 bókafor- lög höfnuðu fyrstu bók hans. Random House gaf bókina loks út. Forstjóri fyrirtækisins, Bennett Cerf, sagði eitt sinn: „Ég hef gefið út bækur fjölmargra frægra höf- unda, frá William Faulkner til John O'Hara, en það er bara einn snillingur á rithöfundalista mín- um. Hann heitir Ted Geisel (dr. Seuss).“ Árið 1948 keyptu hann og eig- inkona hans útsýnisturn í Kali- forníu. Þar lokaði hann sig inni á vinnustofu sinni 8 tíma á dag, oft með hettu á hausnum sem hann kallaði „hugsanahettu“. Dr. Seuss var barnlaus og þótt ævistarf hans væri að skrifa fyrir börn þá var hann aldrei sérlega hændur að þeim. Þau fylltu hann óöryggi því hann vissi aldrei hverju mátti búast við af þeim og að hverju þau myndu spyrja. Byltingarkennd áhrif Dr. Seuss hafði byltingarkennd áhrif á barnabókaskrif. Sagt hef- ur verið að hann hafi með bókum sínum drepið sterílar barnatýpur. Verk hans einkennast af snjöllu rími, óvæntum söguþræði og upp- reisnargjörnum hetjum sem sýna ekki alltaf á sér geðfelldar hliðar. Sjálfur sagði hann: „Ef mér væri boðið í mat með sögupersónum mínum myndi ég ekki mæta.“ Hann sagði að hugmyndir kæmu til sín þegar hann byrjaði að krassa á blað: „Ég hripa nokkur dýr á blað og ef þau bíta hvert annað þá veit ég að bókin verður góð.“ Bók hans, Kötturinn með hatt- inn, varð nokkurs konar skyldu- lesning eftir að bókin Why Johnny Can't Read eftir Rudolf Flesch kom út árið 1955 en þar var því haldið fram að leiðinlegar bækur heftu lesskilning barna. Í grein, undir sama nafni, í tímaritinu Life, fjallaði rithöfundurinn John Hersey um nauðsyn líflegra mynda í barnabókum og þar var dr. Seuss sérstaklega hrósað. Barnabók um vígbúnaðar- kapphlaup Kötturinn með hattinn er mest selda bók dr. Seuss ásamt Green Eggs and Ham en þá bók skrifaði dr. Seuss eftir að for- stjóri Random House veðjaði við hann að hann gæti ekki skrifað bók og notast ein- ungis við 50 orð. Dr. Seuss vann veðmálið leikandi en fékk aldrei borgaða þá 50 dali sem veðjað var um. Umdeildasta bók hans er The Butter Battle Book, sem kom út árið 1984. Hún er dulbú- in saga um vígbúnaðar- kapphlaup stórveldanna. Í stað Bandaríkjanna og Sovétríkjanna eru það Yooks og Zooks sem eru ósammála um það hvort borða eigi brauð með smjör- inu ofan á brauðsneiðinni eða undir henni. Sagan endar á auðri síðu þar sem lesendum gefst kostur á að ímynda sér nið- urstöðuna af þessum stigvaxandi ágreiningi. Bókin var á metsölu- lista New York Times í sex mán- uði – á fullorðinslistanum. Sjón- varpsmynd eftir bókinni var sýnd í Sovétríkjunum árið 1990 og dr. Seuss sagði í gríni að eftir það hefði stórveldið byrjað að liðast í sundur. Auk þess að skrifa barnabækur vann Dr. Seuss að teiknimynda- gerð, var auglýsingateiknari og gerði heimildarmyndir. Hann var að skrifa fram á dauðadag og lést árið 1991, 87 ára gamall. Fjöl- margar teiknimyndir hafa verið gerðar eftir bókum hans og tvær leiknar myndir. Hvernig Trölli stal jólunum varð tekjuhæsta kvikmynd í Bandaríkjunum árið 2000 með Jim Carrey í aðalhlut- verki en myndin Kötturinn með hattinn með Mike Myers var sögð af sumum gagnrýnendurm vera versta mynd ársins í Bandaríkj- unum árið 2003. Það var alveg ör- ugglega ekki dr. Seuss að kenna. kolla@frettabladid.is 32 6. mars 2004 LAUGARDAGUR ■ Bækur Metsölulisti Bókabúða Máls og menningar, Eymundssonar og Pennans ALLAR BÆKUR 1. Lífshættir fugla - útsölubók. David Attenborough 2. Bókin um viskuna og kærleikann - útsölubók. Dalai Lama 3. Öxin og jörðin - tilboð. Ólafur Gunnarsson 4. Villibirta Liza Marklund 5. Sálmabók Ýmsir höfundar 6. Orð í gleði Karl Sigurbjörnsson 7. Einhvers konar ég - tilboðsverð. Þráinn Bertelsson 8. Alkemistinn - útsölubók. Paulo Coelho 9. Samræður við Guð - útsölubók. Neale Donald Walsch 10. Bókin um bjórinn. Roger Protz SKÁLDVERK - INNBUNDNAR BÆKUR 1. Öxin og jörðin - tilboðsverð. Ólafur Gunnarsson 2. Sálmabók Ýmsir höfundar 3. Alkemistinn - útsölubók. Paulo Coelho 4. Í leit að glötuðum tíma - útsölubók. Marcel Proust 5. Glæpur og refsing - útsölubók. Fjodor Dostojevskí 6. Ilmurinn - útsölubók. Patrick Süskind 7. Samúel - útsölubók. Mikael Torfason 8. Birtan á fjöllunum - útsölubók. Jón Kalman Stefánsson 9. Öreindirnar - útsölubók. Michel Houellebecq 10. Vetrarferðin - útsölubók. Ólafur Gunnarsson SKÁLDVERK - KILJUR 1. Villibirta Liza Marklund 2. Svo fögur bein Alice Sebold 3. Vetrardrottningin Boris Akúnin 4. Mýrin Arnaldur Indriðason 5. Meistarinn og Margaríta Mikhail Búlgakov 6. Þetta er allt að koma Hallgrímur Helgason 7. Annað tækifæri James Patterson 8. Ár hérans Arto Paasilinna 9. Dauðarósir Arnaldur Indriðason 10. Röddin Arnaldur Indriðason Listinn er gerður út frá sölu dagana 25.02.-02.03. 2004 í Bókabúðum Máls og menningar, Eymundssyni og Pennanum. BÓK VIKUNNAR Message to the Planet eftir Iris Murdoch Það verður aldrei nægilega minnt á Iris Murdoch, sem hafði svo einstakt auga fyrir öllu því flókna, fyndna og harmræna í mannlegum samskiptum. Þetta er 24. skáldsaga hennar. Í for- grunni er Marcus Valla, stærð- fræðisnillingur sem virðist vera búinn að missa vitið. Eða er hann kannski kraftaverka- maður? Þeir sem standa honum næst spyrja sig þessa um leið og þeir glíma við eigin vandamál. Lausnir liggja ekki í augum uppi en allir leita svara. Vitræn og skemmtileg. Byltingarkennd barnabókaskrif SLEGIST UM BÓK Á NETINU Öðru hvoru berast sögur afskyndilegum frama alls óþekktra höfunda: Bandarískur unglingur skrifar ævintýrasögu sem skoppar upp vinsældalista New York Times og breskur ellilífeyrisþegi skrifar skáld- sögu sem bókaforlög bjóða stór- fé fyrir. Nú hefur frést af fyrstu skáldsögu 64 ára gamallar breskrar bóndakonu sem þykir líkleg til að slá í gegn. Charmian Hussey, býr á bóndabæ nálægt Cornwall. Hún lauk við bók sína, The Valley of Secrets, árið 1987 en útgefendur höfðu engan áhuga á bók um barn í dular- fullu húsi í Cornwell sem finnur frásagnir gamals frænda frá ferðum hans um Amazon regn- skógana. Það var ekki fyrr en 10 árum seinna sem Hussey gerði aðra tilraun til að koma bók sinni á markað og það var Saint Piran Press sem gaf bókina út í 225 innbundnum eintökum, auk 3000 í kiljuformi. Bókin seldist vel. En það var lofsamlegur tímaritsdómur sem hleypti verulegu lífi í áhuga á bókinni og eftir að hrifningarfullar um- sagnir birtust á vefnum fór hún að seljast grimmt á uppboðsvef- um. Menn eru reiðubúnir til að borga allt að 1000-2000 pund fyrir innbundið eintak. Einn safnari segist hafa misst af fyrstu eintökunum af Harry Potter og bókum Philips Pullm- ans um Lýru og hafi gætt þess vandlega að ná í eintak af þess- ari bók. Þess má geta að eintak af fyrstu prentun af Harry Potter selst í dag á allt að 25.000 pund. Þessi gríðarlegi áhugi á The Valley of Secrets hefur vakið at- hygli virtra bókaforlaga eins og Random House, Faber & Faber og HarperColllins sem eru sögð tilbúin til að kaupa útgáfurétt- inn. Saint Piran Press ætlar að senda frá sér 4000 viðbótarein- tök af bókinni um miðjan þenn- an mánuð. Eftir það er gert ráð fyrir að stórt útgáfuforlag tryggi sér réttinn og sendi á markað að minnsta kosti 30.000 eintök af bókinni. ■ Sagt og skrifað Margir furða sig á úthlutun úrLaunasjóði rithöfunda þetta árið, en þar er gengið ansi frek- lega framhjá mörgum öndvegis- höfundum þjóðarinnar sem eru skyndilega stimplaðir sem hálf- drættingar á við höfunda sem njóta hvorki svipaðrar virðingar eða vinsælda. Guðjón Friðriksson er virtasti ævisagnahöfundur þjóðarinnar og hefur þrisvar sinnum fengið Ís- lensku bókmenntaverðlaunin fyr- ir verk sín. Það er sannarlega ástæða til að taka undir það sem Páll Baldvin Baldvinsson sagði í dómi um síðara bindi ævisögu Jóns Sigurðssonar: Höfundur eins og Guðjón Friðriksson á að vera á launum allt árið við að skrifa sín- ar metnaðarfullu ævisögur. Út- hlutunarnefnd Listamannalauna tekur greinilega ekki undir þetta sjónarmið. Guðjón var með starfslaun í heilt ár en er nú lækk- aður og fær einungis laun í hálft ár, væntanlega í tilefni Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Einar Kárason hefur verið í blússandi stuði síðustu árin. Bók hans Stormur var tilnefnd til Ís- lensku bókmenntaverðlaunanna og var ein af metsölubókum árs- ins. Hann er lækkaður niður í hálft ár, væntanlega vegna þess- ara hressilegu vinsælda. Hall- grímur Helgason hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2002 fyrir Höfund Íslands sem fékk meiri umfjöllun en algengt er með íslenskar skáldsögur. Þetta árið fær hann einungis starfslaun í hálft ár, væntanlega vegna allrar athyglinnar sem hann hefur hlotið síðustu árin. Pétur Gunnarsson hefur í áratugi haft ritstörf að að- alstarfi. Hann er að vinna að sínu stóra verki, Skáldsögu Íslands, þegar hann er skyndilega lækkað- ur og fær starfslaun í hálft ár. Hugsunin á bak við sjóðinn hlýtur að vera að skapa ákveðið öryggi fyrir hóp atvinnuhöfunda. Það er engin sýnileg ástæða fyrir því að setja Einar Kárason, Hall- grím Helgason, Guðjón Friðriks- son og Pétur Gunnarsson skyndi- lega á hálf rithöfundalaun. Menn hljóta að spyrja sig að því af hver- ju það hafi verið gert. Eru þessir höfundar að gjalda fyrir vinsæld- ir og virðingu? Fá rithöfundar mínusstig fyrir að bækur þeirra skuli seljast og verðlaunaðar? Það er ekki einkennilegt að menn skuli spyrja sig þessa eftir furðu- lega niðurstöðu nefndarinnar sem skipar Launasjóðinn. ■ Á prenti KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR ■ veltir fyrir sér úthlutunum úr Launasjóði rithöfunda. Vinsælir höfundar settir út í horn Hundrað ár eru liðin frá fæðingu dr. Seuss, sem samdi meðal annars hinar rómuðu bækur um Trölla sem stal jólunum og köttinn með hattinn: DR. SEUSS Tuttugu og sjö bókaforlög höfnuðu fyrstu bók hans en enginn barnabókahöfundur hefur selt verk sín í fleiri eintökum. Ef mér væri boðið í mat með söguper- sónum mínum myndi ég ekki mæta. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.