Fréttablaðið - 06.03.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 06.03.2004, Blaðsíða 34
bílar o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur bí lum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: bilar@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Sæll Jón Heiðar! Ég heiti Kristín og á í vandræð- um með bílinn minn. Hitamælir- inn rís stundum óvenju mikið í bílnum, sérstaklega þegar ég er búin að keyra langar vegalengdir. Hvað heldur þú að sé að bílnum mínum? Blessuð og sæl Kristín! Bílar sem eiga það til að of- hitna við mikið álag eða á lang- keyrslu en virðast vera í góðu lagi þess á milli eru lýsandi dæmi um bíla með tærða vatnskassa. Það sem gerist er að kæliblöðin á milli vatnsganga í vatnskassan- um tærast og detta úr og þegar kæliblöðin eru farin verður lítil sem engin kæling á vatninu sem rennur um vatnskassann. Þegar svona er komið er nauðsynlegt að skipta um vatnskassa eða fara með hann í viðgerð á vatnskassa- verkstæði og fá þá til að skipta um kælihluta vatnskassans (ele- mentið). Það kostar langoftast minna en að fá nýjan vatnskassa. Eitt gleymist stundum að skoða þegar vandamál koma upp í kæli- kerfum bíla. Það er að skoða tapp- ann á vatnskassanum. Tappinn er í lykilhlutverki þegar bíllinn fer að hitna, því hann er eins konar þrýstiventill og sér um að þrýst- ingurinn á vatnskerfinu sé réttur. Ef tappinn stendur á sér getur myndast of mikill þrýstingur í kerfinu, sem aftur veldur leka á óheppilegum stöðum. Vantar þig góð ráð? Sendu Jóni Heiðari póst á bilar@fretta- bladid.is Góð ráð JÓN HEIÐAR ÓLAFSSON ■ segir hitamæli sem hátt rís lík- lega eiga sér or- sakir í tærðum vatnskassa. Allt sem bíllinn þarf fyrir veturinn Michelin • Cooper • Loftbóludekk • Ódýr jeppadekk • Bremsuklossar • Bremsuviðgerðir Smur, bón og dekkjaþjónustan Sætúni 4, sími 562 6066 Opið virka daga frá kl. 8-18 UMFELGUN OG BALANSERING VETRARDEKK Þvottur og bón • Olís smurstöð • Rúðuþurrkur • Allar perur • Rafgeymar Vinnuvélanámskeið Kvöldnámskeið. Námskeiðsstaður, Þarabakki 3. 109 Reykjavík (Mjódd). Verð 39.900.- Upplýsingar og innritun í síma: 894-2737 Flest verkalýðsfélög styrkja nemendur á vinnuvélanámskeið, einnig atvinnuleysistryggingasjóður Hvenær á að skipta um tímareim? Handbók bílsins hefur svörin Það fréttist aðeins of oft af bif-reiðaeigendum sem lenda í því að bíllinn gefist upp án sýni- legrar ástæðu. Eftirköst eru þá oftar en ekki hressileg fyrir pyngjuna þegar bíllinn þarf á spítala í flókna viðgerð með til- heyrandi kostnaði. Eina helstu ástæðu þessa er oft að finna í út- runnum líftíma tímareimarinnar, en því miður átta sig ekki allir á því hvað tímanum líður eða þá kílómetrafjöldanum, sem annars er strangt til tekinn í fyrirmæl- um handbókar bílsins. Í handbók- inni er uppgefinn endurnýjunar- tími tímareimar viðkomandi bíla- tegundar og þá annað hvort í ára- fjölda eða kílómetrafjölda. Al- geng fyrirmæli eru 60 þúsund kílómetrar eða þrjú ár. „Þó verða bíleigendur alltaf að hafa í huga hversu mikið bíllinn er keyrður miðað við aldur,“ segir bifvéla- virkinn Jón Pétursson í Bílaverk- stæðinu Knastási í Kópavogi. „Sé bíll lítið keyrður en kannski orð- inn fimm, sex ára og handbókin uppgefur kílómetrafjölda vegna tímareimarskipta, er nauðsyn- legt að skoða ástand tímareimar- innar. Hún eldist og slitnar af elli þótt bílinn sé ekki mikið keyrð- ur.“ Tímareimar eru tenntar og flatar, gerðar úr trefjastyrktu gúmmíi, og knýja kampás bílsins frá sveifarásnum. Þegar tíma- reim er komin á tíma má búast við að hún slitni, sem nær undantekn- ingarlaust veldur alvarlegum skemmdum á vélinni þegar stimplarnir rekast upp undir opna ventlana og brjóta þá eða beygja. Slíkum skemmdum fylgir hár við- gerðarkostnaður, sem auðveld- lega má forðast með reglulegu viðhaldi. „Það kostar reyndar alltaf skildinginn að skipta um tímareim því í sumum bílum þarf á sama tíma að skipta um legur og vatnsdælu, en mjög mikilvægt er að brýna fyrir fólki að hugsa vel um bílinn sinn og fylgjast með fyrirmælum um sína tegund í handbókinni,“ segir Jón, sem leggur áherslu á að bílategundir séu einnig mjög mismunandi þeg- ar kemur að tímanum til að skipta um tímareim. „Sumir bílar þola reyndar að fara aðeins fram yfir, en aðrir geta skemmst mikið og jafnvel sungið sitt síðasta ef tímareimin fer.“ ■ Tærður vatnskassi JÓN PÉTURSSON BIFVÉLAVIRKI Algengt er að tímareimina þurfi að endurnýja eftir 60 þúsund kílómetra eða þrjú ár. SÉÐ OFAN Í SKIPTINGU TÍMAREIMAR Best að skipta í tíma til að forðast óheyri- legan viðgerðarkostnað. BÚIN AÐ VERA Slitin tímareim þar sem tennurnar eru farnar af. VOLVO CONCEPT CAR-YCC Fyrir rúmu ári efndu Volvo-verksmiðjurnar til samstarfs milli hundruða kvenna sem starfa hjá verksmiðjunum. Verkefni kvennanna var að hanna bíl sem þjónaði þörfum þeirra. Afraksturinn er Volvo Concept Car-YCC (YCC stendur fyrir Your Concept Car), sem er 215 hestafla bíll sem er auðvelt að leggja, halda hreinum og eiga við á allan hátt. Bíllinn var frumsýndur á alþjóðlegri bílasýningu í Genf fyrr í vikunni. Nýju Evrópusambandslöndin íAustur-Evrópu heyja nú harða baráttu um að ná til sín fram- leiðslufyrirtækjum. Til dæmis kepptu Pólland og Slóvakía um risabílaverksmiðju Hyundai. Í fyrra töpuðu Pólverjar baráttu við Tékka um bílaverksmiðju. Bæði löndin höfðu meðal annars boðið skattafríðindi og ókeypis land und- ir verksmiðjuna en Slóvakía vann á lægri launa- k o s t n a ð i . Raunar eru launin þar lægst í nýju Evrópusambandslöndunum. Hyundai fylgir hér fordæmi fjöl- margra bílaframleiðenda sem hafa reist verksmiðjur í Austur-Evrópu. Tilgangurinn er að vera nálægt vesturevrópska markaðssvæðinu en um leið langt frá launatöxtum þess. Í verksmiðjunni í Slóvakíu verða framleiddir meira en 200.000 bílar á ári frá árinu 2006. Hyundai er meðal stærstu bíla- framleiðenda heims og í örum vexti. Í fyrra seldust meira en milljón Hyundai-bílar og í ár stefna þeir að því að verða með- al fimm s t æ r s t u b í l a f r a m - l e i ð e n d a heims. ■ HYUNDAI TERRACAN Hyundai reisir verksmiðju í Slóvakíu á næstu árum. Hyundai-verksmiðja til Slóvakíu: Mun framleiða 200.000 bíla á ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.