Fréttablaðið - 06.03.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 06.03.2004, Blaðsíða 36
36 6. mars 2004 LAUGARDAGUR GLÆPAFORINGI HUGSAR Nú styttist í það að Tony Soprano, fjöl- skylda hans og glæpahyski, komi aftur á skjáinn hér á landi. Nýjasta serían, sú fimmta í röðinni, fer í loftið í Bandaríkj- unum á sunnudag. Hér sést leikarinn James Gandolfini hugsi í fjárhættuspili. TÓNLIST Sögur um andlát hljóm- sveitarinnar Andlát hafa verið stórlega ýktar. Sveitin vann Mús- íktilraunir árið 2001, náði hóphyl- li og lítil sena óx í kringum þá. Svo beið fólk eftir plötu... og beið lengi. Frumraunin er loksins komin, þremur árum seinna, og heitir því viðeigandi nafni Mors Longa sem þýðir „Dauðinn er langur“. Aðdáendum sveitarinnar finnst líklegast biðin eftir dauðanum hafa verið lengri. „Það var alltaf ætlunin hjá okkur að gera þetta nokkrum mánuðum eftir Músíktilraunir en það var alltaf eitthvað meira og meira klúður hjá okkur,“ segir Sigurður Trausti Traustason söngvari Andláts. „Við hentum nokkrum upptökum sem við vor- um aldrei ánægðir með. Við erum loksins komnir með þetta al- mennilega núna.“ Siggi segir plötuna gjörólíka þeirri sem hefði komið út á sigurárinu og að hún sé að öllu leyti betri. „Nýjustu lögin eru allt öðruvísi og svo skiptum við um trommara eftir Músíktilraunir. Það breytir hljómsveitum svo rosalega mikið og við erum eigin- lega orðin allt önnur sveit eftir það.“ Það var svo í gegnum töfra- mátt Netsins sem Andlát komst á plötusamning hjá tékkneska þungarokksfyrirtækinu Hope Well Records. Þeir framleiða plötuna og dreifa um Evrópu. Liðsmenn Andláts fengu send 500 eintök sem seld eru í plötubúðum á Laugarveginum. „Sá sem á það fyrirtæki fann heimasíðuna okk- ar á Netinu og náði í nokkur lög. Hann fílaði þetta það vel að hann hafði samband við okkur. Við sendum honum þær upptökur sem við vorum búnir með þá og fengum samning,“ segir Siggi og lofsyngur Internetið. Fyrirtækið hefur einnig skipulagt tónleikaferðalag um Evrópu sem hefst í maí. Andlát heimsækir Þýskaland, Belgíu, Tékkland, Pólland, Austurríki og Frakkland. Í dag leikur Andlát með sænsku þungarokkssveit- inni Amon Amarth í Tónlistar- þróunarmiðstöðinni á Granda. Útgáfutónleikar fyrir Mors Longa verða haldnir í Norður- kjallara MH, 26. mars næstkom- andi. ■ Demi Moore og Ashton Kutcherhafa komist að samkomulagi um hver eigi að vera svaramaður hans í væntanlegu brúðkaupi þeirra. Það er enginn ann- ar en Bruce Willis, fyrrum eiginmað- ur Demi. Hann og Ashton urðu mestu mátar um það leyti sem leikarinn ungi og Demi byrjuðu að hittast fyrst. Oft hefur sést til þeirra þriggja úti á lífinu saman eða í fríi með börnin. Leikkonan Sarah Jessica Parkerhefur snúið sér að skriftum eftir að framleiðslu á sjónvarpsþáttun- um Sex and the City lauk. Hún segist vera hálfn- uð með sína fyrstu bók og að nú leiti hún að út- gefenda. Bókin fjallar um sjón- varpsleikkonu á niðurleið sem fær annað tækifæri. Til þess neyðist hún til að ljúga til um aldur og fyrri reynslu en fær það svo allt í bakið. Parker vonast til þess að ein- hver kaupi svo kvikmyndaréttinn af bók hennar. Leikkonan Christina Riccigreindi frá því í viðtali á dög- unum að hún og Óskarsverð- launaleikkonan Charlize Theron hefðu átt erfitt með að taka upp lesbíukossaatriðin í myndinni Monst- er fyrir hlátra- sköllum. Þær sprungu sífellt úr hlátri vegna þess að gervitennur Theron voru sífellt að detta úr henni. Auðvitað bætti stúlkan því við að það hefði verið einstaklega ljúft að kyssa stöllu sína. Ástralska poppsöngkonan HollyValance er flutt aftur heim til sín frá Bretlandi eftir að það varð ljóst hvert ferill hennar stefndi. Stúlkan óttast að samningi sínum við Warner verði rift og því ákvað hún að flýja heim. Aðdáendur Holly úr Nágrönnum geta kætt sig við þær fréttir að hún mun líkleg- ast færa sig aftur yfir í leiklistina. Aðdáendur popplaga hennar verða að bíta í það súra epli að stúlkan hafi jafnvel sungið sitt síðasta. Leikarinn Ethan Hawke sagði ísjónvarpsviðtali að metnaður hefði rústað hjónabandi sínu og leikkonunnar Umu Thurman. Hann sagði það erfitt líf að vera giftur manneskju sem vill vera kvikmyndastjarna og að ástandið batni lítið ef báðir makar væru í þeim leik. Hann sagði einnig að það væri ömur- legt að allur heimurinn vissi af hjónabandserfiðleikum þeirra hjóna. Já, það er erfitt líf að vera kvikmyndastjarna. Forræðisdeilan á milli fyrrumleikarahjónanna Alec Baldwin og Kim Basinger hefur verið leyst. Baldwin vildi fá helmings- rétt á tíma átta ára dóttur þeirra hjóna, Ireland. Fjölmiðlum hefur ekki verið sagt frá því hvernig deilan var leyst en þó er vitað að Basinger hefur líklegast gefið eitthvað eftir af kröfum sínum. Vinsældir Janet Jackson íBandaríkjunum halda áfram að dvína eftir að hún missti brjóst sitt út á úr- slitaleik NFL, bandaríska ruðn- ingsboltans. Nú hefur Disney fyr- irtækið látið fjar- lægja Mikka Mús styttu úr Dis- neyWorld í Flór- ída sem er stílaður eftir söngkon- unni. Svo virðist vera sem Janet þyki ekki mjög fjölskylduvæn þessa daganna. Enn berast fréttir af því að Mich-ael Jackson sé í meðferð við áfeng- isdrykkju og eitur- lyfjanotkun. Hann er í sérmeðferð hjá suður-amerískum heilara sem segist geta læknað krabbamein. Jackson er sagður hafa verið háður verkjalyfjum lengi. ANDLÁT Dánartilkynning Andláts er ekki handan við hornið. Fyrsta breiðskífan er komin út og það er bjart framundan hjá sveitinni. Pondus eftir Frode Øverli Í skjóli næt- ur... Skikkjuklæddur verndari borgar- innar... Þeir sögðust ætla að sofa á þessu... svo hlógu þeir bara að mér! Kannski fíla þeir þetta! Þú getur alltaf látið þig dreyma! Kafteinn RÚMTEPPI ANDLÁT Vann Músíktilraunir árið 2001 en síðan hefur lítið spurst til þeirra. Nú er fyrsta breiðskífan, Mors Longa, loksins komin út. Andlát lifir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.