Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 1
Kynþáttafordómar Íslendinga MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 42 Tónlist 42 Leikhús 42 Myndlist 42 Íþróttir 38 Sjónvarp 44 SUNNUDAGUR STÓRLEIKUR Á AKUREYRI Fjórir leikir verða í úrvalsdeild Remax- deildar karla í handbolta. Klukkan 17 tek- ur KA á móti Haukum en klukkan 19.15 mætast ÍR - Stjarnan, HK - Valur og Fram - Grótta KR. Einn leikur verður í Remax- deild kvenna. Haukar mæta Víkingum. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 7. mars 2004 – 66. tölublað – 4. árgangur VILL SKERÐA KJÖRIN Formaður efnahagsnefndar Alþingis segir að semja hefði átt um breytingar á launakjörum rík- isstarfsmanna í stað tengingar lífeyrisrétt- inda við almenn laun. Sjá síðu 2 LÍTIÐ ÞOKAST Lítið hefur þokast í sam- komulagsátt í heimahjúkrunardeiluni þrátt fyrir fundahöld undangenginna daga og þreifingar í allan gærdag. Sjá síðu 2 TITRINGUR Á NESINU Talsmaður Valhúsaskóla segir framlengdan umsóknar- frest um stöðu skólastjóra vantraustsyfirlýs- ingu á núverandi skólastjóra. Margir íhuga uppsagnir. Sjá síðu 4 STRANGUR HEMILISFAÐIR Osama bin Laden, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna al-Kaída, er strangur heimilisfaðir sem spil- ar blak í frístundum og hefur gaman af ljóðum, að því er fram kemur í kanadískri heimildarmynd. Sjá síðu 2 KJARAMÁL Rammi að nýjum kjara- samningi á almennum vinnu- markaði liggur fyrir. Samninga- nefndir atvinnurekenda annars vegar og Starfsgreinasambands- ins og Flóabandalagsins hins vegar funduðu um málið í allan gærdag. Málið er á mjög viðkvæmu stigi og þess vegna vildu fulltrúar stéttarfélaganna og atvinnurek- enda ekki tjá sig um það í gær- kvöldi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er reiknað með því að nýir kjarasamningar verði undirritaðir í kvöld en það er þó háð því hvað kemur út úr fundi verkalýðsleiðtoganna og ríkis- stjórnarinnar klukkan þrjú í dag. Á fundinum verður rætt um hækkun atvinnuleysisbóta og líf- eyrismál. Heimildir herma að til- tölulega góð sátt sé um atvinnu- leysisbæturnar en að lífeyris- málin gætu sett strik í reikningin. Útspil ríkisstjórnarinnar er talið ráða úrslitum um hvort samning- arnir verði undirritaðir. Eftir fundinn með ríkisstjórn- inni munu stóru samninganefndir Starfsgreinasambands Íslands og Flóabandalagsins þinga í sínum hópi og fara yfir stöðuna. Sam- kvæmt heimildum blaðsins kveður samningurinn á um að almennar launahækkanir verði í kringum 3% á ári miðað við fjögurra ára samningstíma. Sennilega verður samið um 3,25% launahækkun strax við undirritun. Þetta þýðir að á samningstímabilinu munu laun hækka um 12 til 13%. Fréttablaðið greindi frá því á miðvikudaginn að atvinnurekendur hefðu upphaf- lega boðið 8,45% launahækkun á fjórum árum en stéttarfélögin hefðu viljað um 18% hækkun. trausti@frettabladid.is Samkvæmt skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins eru Íslendingar haldnir kynþáttafordómum. Að minnsta kosti þrjú félög sem kenna sig við þjóðernishyggju eru starfandi hér á landi. Viðmælendum Fréttablaðsins ber þó flestum saman um að kynþáttahatur hérlendis sé í mýflugumynd. SÍÐA 24–25 ▲ Ríkisstjórnin ræður úrslitum Drög að nýjum kjarasamningi liggja fyrir. Verkalýðsleiðtogar funda með ríkisstjórninni í dag. Niðurstaðan úr þeim viðræðum ræður úrslitum um hvort samningar verði undirritaðir í kvöld. Markús Örn Antonsson: Efasemdir um löggjöf SUNNUDAGSVIÐTAL „Ég er mjög efins um að við náum skynsamlegri nið- urstöðu um opinber afskipti af eign- arhaldi,“ segir Markús Örn Ant- onsson útvarps- stjóri, spurður um álit sit á hugsanleg- um lögum um eign- arhald á fjölmiðl- um. „Það sem ég óttast mest er að slík lagasetning byði því heim að menn færu í kring- um hana og til yrði neðanjarðar- starfsemi: ný fyrirtæki stofnuð með nýjum nöfnum og auðmenn í stöð- ugum feluleikjum. Það tel ég ekki af hinu góða.“ Nánar á síðum 22-23 Tónleikar: Pixies á leiðinni TÓNLIST Hljómsveitin Pixies er á leið til Íslands. Hún mun spila í Kapla- krika 26. maí og verða það fyrstu tónleikarnir í nýrri tónleikaferð, en hljómsveitin kemur nú saman eftir tíu ára hlé, aðdáendum hennar – sem eru fjölmargir hér á landi – til mikillar gleði. Hljómsveitin er án efa ein áhrifamesta popphljómsveit síðari ára. Nánar á síðum 20-21 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IR KI R AG N AR SS O N HVASST SUNNAN OG VESTAN Annars staðar allhvasst, einkum síðdegis. Mikil rigning sunnan og vestantil, sér í lagi síðdegis. Lægir eitthvað í kvöld, en þó má búast við vindasömum dögum fram undan. Sjá síðu 6. MARKÚS ÖRN Vill ekki opinber afskipti af eignarhaldi. Hvernig á að spara? Gunnar Baldvinsson, forstöðumað- ur lífeyrissviðs eignastýringar Ís- landsbanka, hefur skrifað bókina Verðmætasta eignin. Hún er góður lestur fyrir alla þá sem vilja byggja upp eignir og sjóði fyrir efri árin, en þar er í mörg horn að líta. Hrafnkell Flóki Einars- son, ellefu ára, hélt fyrst að tónlist föður síns, Einars Arnar Benediktssonar, væri tæknivilla. Hrafnkell spilar á trompet í hljómsveit Einars, Ghostigital. Faðir og sonur í hljómsveit ▲ SÍÐA 26 og 27 SÍÐA 16 OG 17 ▲ BRAK BJÖRGUNARSKIPSINS VIÐ SELATANGA Flak björgunarskipsins Arun fannst austan við Grindavík í gærmorgun og var það gjörsamlega ónýtt. Missir skipsins gæti seinkað áformum Landsbjargar um fjölgun björgunarskipa umhverfis landið. Sjá nánar á bls. 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.