Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 10
Talsverðrar spennu hefur gættsíðustu daga, sérstaklega í vesturbæ Reykjavíkur, vegna áhuga knattspyrnumannsins Veigars Páls Gunnarssonar á að flytja til Noregs og leika með þar- lendu félagi. Áhugi hans á að fara til Noregs er efni í sérstaka grein en hitt er annað mál að knattspyrnumenn hafa gengið kaupum og sölu á milli félaga um langt árabil. Fé- lögin eignast sumsé leikmennina og ráða yfir þeim á meðan samn- ingur er í gildi. Oftast eru leik- menn látnir spila fyrir eiganda sinn en stundum eru þeir lánaðir annað. Berist gott tilboð eru þeir svo seldir, ýmist til liða í sama landi eða til félaga í öðrum ríkj- um. Verði síðari kosturinn ofan á er um milliríkjaviðskipti að ræða og þau sjálfsagt vegin inn í við- skiptajöfnuðinn við útlönd. Sú var tíðin að knattspyrna var leikur og þeir sem hana stunduðu gerðu það af áhuga og skemmtun. Sú tíð er liðin því nú er knatt- spyrnan orðin eins og hver önnur viðskipti og félögin eins og hver önnur fyrirtæki. Styrkur þeirra er ekki síður metinn í fjárhags- stöðu en gengi á vellinum sjálf- um, eigið fé, hagnaður og skuldir eru jafn mikilvægar stærðir og styrkur varnarinnar, hraði væng- mannanna og markheppni fram- herjans. Um leið og þetta hefur gerst eru knattspyrnumennirnir orðnir eins og hver önnur vara. Keyptir og seldir og seldir og keyptir. Og viðskiptin snúast ekki bara um að efla liðin heldur – og kannski um- fram allt – að laga fjárhagsstöð- una. Grynnka á skuldunum eða auka hagnaðinn. Leikmenn eru jafnvel framleiddir með sölu í huga. Ungir og efnilegir piltar eru þá þjálfaðir sérstaklega til að koma þeim annað, oftast fyrir poka af norskum krónum. Allt eru þetta þekkt sannindi. Mál Veigars Páls er hins vegar af öðrum og sérstæðari toga. Hann er nefnilega ekki í eigu knattspyrnuliðs heldur fjárfest- ingarfélags sem á sitt lögheimili og varnarþing á Kýpur. Fjárfest- arnir keyptu hann frá Noregi, leigðu eða lánuðu til KR og vilja nú selja hann aftur til Noregs. Allt til að hagnast. Það hlýtur að vera óhuggulegt að vera í eigu annarra. Að menn sem hafa það eitt að leiðarljósi að græða peninga ráði næsta áfanga- stað einstaklings, hvar hann vinn- ur og við hvaða aðstæður. Ekkert í þá áttina tíðkast á venjulegum vinnumarkaði. Þar er samið um vinnuframlag gegn launum. Og menn eru frjálsir ferða sinna. Erfitt er að segja hvers vegna í ósköpunum þessi tilhögun hefur orðið ofan á í knattspyrnunni en auðvelt er að segja að fyrirkomu- lagið er ga ga. ■ 10 7. mars 2004 SUNNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Verðmætum breytt í malbik „Samkvæmt rannsókn á húsnæð- is- og búsetuóskum borgarbúa árið 2003 sem unnin var fyrir þró- unar- og fjölskyldusvið og skipu- lags- og byggingarsvið Reykja- víkurborgar á árunum 2002 og 2003 vilja flestir búa í miðbænum eða Vesturbænum og er það eftir- sóttast meðal ungs fólks. Skref hafa verið stigin til að fjölga íbúðum á þessum svæði. Uppbygging Skuggahverfis mun fjölga íbúðum á svæðinu og ger- breyta svæði sem hefur verið lýti á miðborginni. Fyrirhuguð bygg- ing íbúðahúsnæðis fyrir stúdenta í suðausturhluta Skuggahverfis- ins er framfaraskref og mun vega þungt fyrir framtíð miðborgarinn- ar. Vonandi mun þessi þróun halda áfram og fleiri íbúðir fyrir stúdenta og ungt fólkt verði byggðar í miðbænum. Í þessu ljósi er athyglisvert og að sama skapi furðulegt að nýverið auglýsti borgin eftir tilboðum í færslu Hringbrautar. Hin nýja fyrirhugaða Hringbraut er teikn- uð sem sex akreina stofnbraut of- anjarðar frá gatnamótum Snorra- brautar og Miklubrautar niður fyrir Læknagarð og BSÍ og lang- leiðina upp að Melatorgi. Slík sex akreina braut verður því svipuð að stærð og Miklabrautin er frá Grensásvegi að Ártúnsbrekku. Verðmætu byggingarlandi á ein- um eftirsóttasta stað í borginni verður því ef fram heldur sem horfir breytt í malbik og næsta nágrenni við slíka umferðargötu er ekki eftirsótt til búsetu. Ekki er einungis verið að sóa eftirsóttu byggingarlandi heldur er verið að kljúfa miðbæinn frá Háskóla- svæðinu og Vatnsmýrinni. Með slíkum aðgerðum er verulega dregið úr aðdráttarafli Vatnsmýr- innar sem nýbyggingarlands og mun leiða til enn frekari dreifingu byggðarinnar. Hvort sem það er markmið borgarinnar að draga úr aðdráttarafli Vatnsmýrarsvæðis- ins og varðveita flugvöllinn er annað mál. [...] Fá atriði hafa eins mikil áhrif á umhverfi okkar og ásýnd borgar- innar, flesta dreymir vafalaust um miðborg með iðandi mannlífi með ungum sem öldnum á vappi. Við viljum geta farið um miðborg- ina og verið stolt af henni. En til að ná því markmiði verðum við að koma í veg fyrir að þessari fáránlegu hugmynd um færslu Hringbrautarinnar verði hrundið í framkvæmd.“ BERGLIND HALLGRÍMSDÓTTIR Á DEIGLAN.COM ■ Af Netinu Að eiga mann Smáa letriðBJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON ■ spáir í kaup og sölu á knattspyrnumönnum. Gallinn við tillögu BjörnsBjarnasonar dómsmálaráð- herra um flutning sérsveitar lög- reglunnar í Reykjavík til Ríkislög- reglustjóra og fjölgun sérsveitar- manna er að hún er ekki sett í sam- hengi við frekari endurskoðun lög- gæslu í landinu. Ráðuneytið vinnur nú að endurskoðun lögreglulaga í samvinnu við lögregluembættin og telja mætti eðlilegt að þessi form- breyting – að færa sérsveitina und- ir Ríkislögreglustjóra – yrði skoðuð samhliða breytingum á lögum um lögregluna, stjórn- skipan hennar og skyldur. Fjölgun sérsveitarmanna mætti að sama skapi ræða í samhengi við mörkun stefnu í lög- gæslumálum. Á undanförnum árum höfum við mátt þola tilviljanakenndar aðgerðir í þessum málaflokki og því miður annars vegar aðgerðir til sparnað- ar og samdráttar í einstökum lögreglu- umdæmum en hins vegar flutning á verkefnum og valdi til Ríkislög- reglustjóra. Þetta hefur gerst í smáum skömmtum þannig að sjald- an gefst tækifæri til víðtækrar um- ræðu um löggæsluna; hvaða að- gerðir séu árangursríkastar til að sporna gegn því að hér vaxi upp öfl- ugir undirheimar og með hvaða hætti megi varðveita – eða endur- vekja – þá tilfinningu að í íslensku samfélagi þurfi borgarar ekki að óttast um líf sitt eða limi á götum úti. Slík umræða þyrfti að spanna forvarnir, sýnileika lögreglunnar, þol samfélagsins gagnvart smá- glæpum og viðbúnað lögreglunnar gegn stórglæpum. Sögulegt hlutverk Björns Það er einn helsti kostur Björns Bjarnasonar sem stjórnmálamanns að hann tjáir sig um löggæslumál og varnarmál eins og hann hafi hugleitt þau. Það er fátítt meðal stjórnmála- manna – sem og reyndar alls al- mennings. Björn er því skiljanlega orðinn hálf hvumpinn á þeim hálf- kæringi sem hann mætir í hvert sinn sem hann vill ræða þessa frum- skyldu ríkisvaldsins; að verja öryggi borgaranna. Það er hins veg- ar ekki til bóta að hann sveigi starf- semi lögreglunnar á þá leið sem hann telur heppilegasta án víðtækr- ar umræðu eða í svo smáum skömmtum að raunverulegt tilefni til heildarendurskoðunar virðist vera fyrir hendi. Björn verður að axla sögulegt hlutverk sitt sem eini íslenski stjórnmálamaðurinn með áhuga á þessu grundvallaratriði ríkisvaldsins; ekki með því að hrinda sínum hugmyndum í fram- kvæmd heldur með því að neyða kollega sína til að axla ábyrgðina með honum og efna til löngu tíma- bærrar umræðu um löggæslumál á Íslandi. Glæpur og refsing Það er hvorki séríslenskt fyrir- brigði né nýtt í sögunni að mönn- um veitist erfitt í stjórnmálum að ræða löggæslu og öryggi borgar- anna. Stjórnmál fóstra hugsjónir, siðfræði og háleitar manngildis- hugmyndir. Í löggæslu ríkisvalds- ins rekast á gagnstæð gildi. Ann- ars vegar er það krafan um öryggi borgaranna og réttur ríkisvaldsins til að tryggja framgang laganna. Hins vegar er það líf einstaklings- ins í skipulögðu samfélagi. Við þekkjum vel af íslenskri umræðu hvernig afstaða manna breytist eftir því frá hvorum sjónarhólnum er horft. Þegar upp kemst um glæp litast tal manna gjarnan af kröfu um að hinn seki verði gripinn og verði úthlutað réttlátri refsingu. Þegar refsing hefur verið kveðin upp snýst afstaðan við og umræða manna litast af löngun til að fyrir- gefa hinum seka. Til að samþætta þessi sjónarmið þyrftum við að finna upp mannúðlegar refsingar og milda löggæslu – en hvort tveggja er líklega öfugmæli. Það er sama þótt við höfum afnumið líkamlegar refsingar, samið lög um réttindi fanga og hvaðeina; mannúðin eltir allar slíkar breyt- ingar uppi og finnur sér nýja víg- stöðu. Mannúðinni verður ekki fullnægt fyrr en hinum seka hefur verið fyrirgefið. Hún gerir í raun ekki meiri kröfur til hans en að hann lofi að vera góður í framtíð- inni. Refsingar á vegum hins opin- bera eru í eðli sínu hefnd – fælnis- áhrif þeirra eru oftast stórlega of- metin – en mannúðin vill fyrirgefa. Við situm því uppi með tvenns kon- ar kröfur; báðar réttmætar en hins vegar algjörlega gagnstæðar. Það er því ekki að furða þótt umræða um löggæslu og framgang laganna geti reynst stjórnmálamönnum erfitt umfjöllunarefni. Hlutverk þeirra er að stilla áhersluna ein- hvers staðar á skalanum frá ofríki lögreglunnar, sem hefur óskoraða heimild til að fylgjast með og skipta sér af borgurunum, yfir í stjórnleysi fyrirgefningarinnar. Það er nefnilega svo að þótt fyrir- gefningin sé okkur nauðsynleg í samskiptum við aðra menn og ver- öldina alla, þá er hún afleitur horn- steinn að réttarríkinu eða störfum lögreglunnar. Þegar kemur hins vegar að því að ræða löggæslu og skylda hluti láta flestir stjórnmála- menn það eftir sér að skreppa und- an og leita skjóls fyrirgefningar- megin í lífinu og fyllast tortryggni gagnvart valdboði lögreglunnar og ríkisvaldsins. Á stundum spinnst umræðan upp í einhverjar ósk- hyggjuhæðir og menn vilja vopna lögregluna með góðum vilja og skilningi – en engum ofbeldistækj- um. Kannski hefur siðferðisgrund- völlur „góða fólksins“ spillst af Hollywood – ekki síður en að við höfum meðtekið hernaðardýrkun- ina þaðan. Getuleysi okkar til að ræða löggæslu af þokkalegu viti afhjúpar ef til vill hvað við erum orðin æði grunn og getulaus: Sum byggja á Steven Seagal þegar hann var harðjaxl og sérsveitarkappi – en hin eru hrifnari af honum eftir að hann varð góður og greip ekki til vopna nema til að verja dýr í út- rýmingarhættu. Gamall ósiður eða nýr vandi Þegar rætt er um þörfina fyrir bætta löggæslu þarf að sjálfsögðu að byggja á einhvers konar grein- ingu á vandanum. Liggur hann í van- getu lögreglunnar til að mæta hryðjuverkaárásum eða vopnuðum glæpum? Eða þarf að leggja meiri áherslu á sýnileika lögreglunnar dags daglega – og einkum að kvöld og næturlagi? Þarf að efla serstök svið löggæslunnar; til dæmis fíkni- efnalögregluna? Geta forvarnir dregið úr þörf á auknum útgjöldum og viðbúnaði lögregluliðsins? Þannig má lengi spyrja – og það er löngu tímabært að stjórnvöld og Al- þingi fari yfir þessi mál og marki skýra stefnu. Við eigum ekki að éta upp tískusveiflur frá útlöndum – eins og virðist hafa verið raunin á þeim árum sem liðin eru frá 11. september 2001. En við eigum held- ur ekki að halda að okkur höndunum og vona hið besta. Það heyrist nú oft að ekki sé það nú víst að glæpum og ofbeldisverkum hafi fjölgað svo mjög á undanförnum árum að það kalli endilega á eflingu löggæslunn- ar. Ég held reyndar að auðvelt sé að sanna hið gagnstæða. Gróf ofbeldis- verk og morð eru fleiri í seinni tíð, auðséð er að undirheimar eru að styrkjast og ofbeldi þar að aukast. En það er heldur ekki svo að það ástand sem ríkti hér áður hafi verið kjörástand. Þótt menn hafi barið hvern annan til óbóta á sveitaböllum er ekki þar með sagt að það sé sá standard sem við viljum hafa á líf- inu í miðbæ Reykjavíkur eftir klukkan tólf á kvöldin. Það er ekkert að því þótt þol samfélagsins gagn- vart ofbeldi fari þverrandi. Það er þvert á móti visst þroskamerki. Þol samfélagsins gagnvart áfengis- drykkju hefur minnkað og ég held að fáir séu til að hallmæla því. Það er ekki svo langt síðan áfengis- drykkja setti ljótan svip á ferming- arveislur og aðrar fjölskylduhátíðir, það þótti til siðs að drekka áfengi á vinnustöðum og þar fram eftir göt- unum. Það er á engan hátt eðlilegt að götulíf Reykjavíkur markist af drykkju, eiturlyfjanotkun og of- beldi. Og það er heldur ekki sjálf- sagt eða óviðráðanlegt að hér dafni og vaxi undirheimalíf sem markar líf fjölda fólks með ofbeldi, kúgun og áþján. Það er ekki varða á leið okkar til nútímalifnaðarhátta heldur á miklu meira skylt við gamlan ósið sem við getum ekki mannað okkur upp í að losa okkur við. Bobby og Lalli Johns Allar þjóðir eiga sér goðsagnir. Bretar vilja til dæmis halda í Bobby – góðlega, óvopnaða lögregluþjón- inn sem er tilbúinn að hjálpa hverj- um sem er. Ef við Íslendingar eig- um einhverjar mótaðar hugmyndir um lögregluþjóna eru þær helst um vitgranna menn og lata. En hug- myndir okkar um lögbrjóta eru mótaðri. Þeir eru góðkunningjar lögreglunnar; óforbetranlegir ólukkumenn sem hafa gott hjarta- lag en ráða illa við sig. Við höfum meira að segja fundið nafn og andlit á þessa goðsögn: Lalla Johns. En eins og Bretar geta ekki byggt lög- gæslu sína á Bobby getum við ekki sniðið íslenska löggæslu að Lalla Johns. Þó að það sé mannlegt að vilja mæta þeim ólukkumanni með skilningi er engin ástæða til að byggja upp þol gagnvart afbrotum eða líta á þau sem eðlilegan hluta samfélagsins. Og enn síður að laga löggæsluna að góðkunningjum lög- reglunnar. Því miður vitum við að alvarlegri glæpum og ofbeldisverk- um fer fjölgandi og það er nauðsyn- legt að mæta þeirri þróun. Það verð- ur hins vegar ekki gert með tilvilj- anakenndum aðgerðum heldur með alvarlegu átaki sem spannar for- varnir, daglega löggæslu og viðbún- að við alvarlegri verkum. Stjórn- völd eru sífellt að efna til átaka í vegamálum og jarðgangagerð – að ekki sé talað um utanríkisþjónustu eða landkynningum. Því miður hef- ur mannlífið hér þróast með þeim hætti að fyrir löngu er tímabært að efna til átaks í löggæslu og við- spyrnu við glæpum og vexti undir- heimastarfsemi. Ef stjórnmála- menn tækju sig saman, hættu gamanmálum og efndu til samtals um þessi mál við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra myndu þeir vinna samfélaginu þarft verk og tímabært. ■ Aðalfundur Samfylkingarinnar á Akureyri verður haldinn laugardaginn 13. mars kl 17.00 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál. Að loknum fundi verður boðið upp á léttar veitingar að tilefni vígslu húsnæðis í breytti mynd. Stjórnin. Samfylkingin á Akureyri Aðalfundur. Sunnudagsbréf GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um löggæslu og öryggi borgaranna. ■ Hugmyndir okkar um lög- brjóta eru mót- aðri. Þeir eru góðkunningjar lögreglunnar; óforbetranlegir ólukkumenn sem hafa gott hjartalag en ráða illa við sig. Við höfum meira að segja fundið nafn og andlit á þessa goðsögn: Lalla Johns. Björn Bjarnason vantar viðmælanda

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.