Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 11
11SUNNUDAGUR 7. mars 2004 Úlfaþytur um orkumál Það geta verið áhöld um hvortrétt sé að æra óstöðuga. Ég ákvað nú samt að gera það að þessu sinni og svara með ör- fáum orðum grein Hjálmars Árnasonar alþingismanns í Mbl. 25. feb. sl. Tilefni greinar hans er að á borgarstjórnarfundi 19. febrúar sl. kom nýtt skipulag raforkumála á Íslandi lítillega til umræðu og þar lét ég þau orð falla að íslensk stjórnvöld hefðu sofið á verðinum þegar tilskipun ESB um innri markað fyrir raf- magn var í undirbúningi. Svipuð orð viðhafði borgarfulltrúinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Það er ekki tilviljun að það var sam- hljómur í því sem við sögðum því bæði höfum við átt sæti í stjórn Landsvirkjunar þar sem málið hefur verið rætt á þessum nótum. Enginn a la carte samningur Ég átti satt að segja ekki von á að þessi ummæli myndu valda neinum úlfaþyt en raunin varð önnur. Hjálmar Árnason skrif- aði fyrrnefnda grein í Mbl. þar sem hann fór mikinn, sakaði mig um „óvönduð vinnubrögð“, „upphrópanir“ og „ótrúlega van- þekkingu“. Minna mátti það ekki vera! Efnislega segir Hjálmar að íslensk stjórnvöld hafi margítrekað reynt að fá undanþágu frá þessari tilskipun, spurt ESA og orkunefnd Evr- ópuþingsins en allt komið fyrir ekki. Ég er ekkert hissa á því. Eftir að tilskipun er orðin að veruleika þá stendur hún og það er ekki hægt að teygja hana og sveigja að vild hvers og eins. Við getum heldur ekki ákveðið einhliða hvort við gerumst aðil- ar að slíkum tilskipunum eins og Kolbrún Halldórsdóttir lætur að liggja í grein í Mbl. sama dag. EES-samningurinn er ekki a la carte eins og glöggt kom fram í umræðunni þegar hann var gerður. Þegar nýjar tilskipanir eru í undirbúningi er hins vegar hægt að hafa áhrif á efni þeirra og þá skiptir máli að beita sér. Það gera ESB-löndin og EES- löndin líka þótt þau hafi tak- markaðri aðgang að þeirri vinnu. Íslendingar verða að fylgjast grannt með undirbún- ingsvinnu á þeim sviðum sem snerta okkur mest og reyna að gæta íslenskra hagsmuna á því stigi. Framtíðarskipan Í skýrslu iðnaðarráðuneytis- ins um framtíðarskipan orku- mála frá árinu 1996 er m.a. fjallað um tillögu að tilskipun ESB um innri markað fyrir raf- magn. Þar er sagt frá því að fyr- ir liggi málamiðlunartillaga inn- an ráðherraráðs ESB sem muni ná til alls EES-svæðisins. Í til- lögunni sé gert ráð fyrir að hægt sé að sækja um undanþág- ur frá mikilvægum ákvæðum hennar vegna lítilla einangr- aðra raforkukerfa. „Slík kerfi eru skilgreind þannig að raf- orkunotkunin sé minni en 2500 Gwh jafnframt því sem innan við 5% árlegrar orkunotkunar sé mætt með samtenginum við önnur raforkukerfi.“ Tekið er fram að undanþáguákvæðið eigi jafnframt við um Lúxemborg. Okkar raforkunotkun er þre- falt meiri og því tekur þetta ákvæði ekki til okkar. Íslenska kerfið er ekki samtengt öðrum raforkukerfum, og því ættu forsendur undanþáguheimildar að vera augljósar. Þegar lesið er hvernig t.d. Lúxemborg hefur staðið vörð um sína hags- muni vaknar sú spurning óhjá- kvæmilega hvað hafi verið gert af okkar hálfu á undirbúnings- stigi þessarar tilskipunar til að fá í hana skilgreiningu sem Ís- lendingar gætu hagnýtt sér ef þeir svo kysu? Lítið, svara þeir sem til þekkja. ■ Andsvar INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR ■ svarar grein Hjálmars Árnason- ar um orkumál.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.