Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 14
Hinn sérvitri og mjög svo um-deildi kvikmyndaleikstjóri Stanley Kubrick dó úr hjartaáfalli á þessum degi árið 1999, nokkrum dögum eftir að hann hafði lokið við gerð síðustu myndar sinnar, Eyes Wide Shut, með leikarahjón- unum Tom Cruise og Nicole Kid- man í aðalhlutverki. Kubrick var annálaður fyrir smámunasemi sína og hafði verið í óratíma að fullklára myndina þannig að menn voru farnir að spá því að honum myndi ekki endast ævin til að ljúka verkinu. Kvikmyndaáhorfendur skipt- ast almennt í tvennt í afstöðu sinni til verka Kubricks og telja hann ýmist snilling eða hundleið- inlegan langrullumoðara. ■ Lífið er allt eitt ævintýri og þaðþarf ekki að gera mikið til þess að eiga góðar stundir með börnun- um sínum og það er meðal annars þetta sem við erum að reyna að koma á framfæri við íslenska feður á vefnum,“ segir Sveinn Hjörtur Guðfinnson, ritstjóri og forsvarsmaður vefsíðunnar pabbar.is. Það getur verið flókið að vera pabbi enda ýmis vandamál sem fjölskyldufeður verða að ráða fram úr bæði í samskiptum við börn sín og maka. „Hugmyndin kviknaði hjá mér þegar ég var að verða pabbi. Við hjónin fórum í gegnum glasafrjóvgun og það tek- ur mjög á og þá komst ég að því að mig vantaði alltaf upplýsingar sem getur verið erfitt að nálgast.“ Ég settist því niður með góðu fólki og við lögðum drög að heimasíðu þar sem karlar gætu, rólegir og ófeimnir, nálgast margvíslegan fróðleik um föðurhlutverkið og annað sem snýr að konunum þeirra en þeir eru feimnir við að ræða við þær.“ Á vefnum er spjallsvæði þar sem karlar og konur geta komið saman og rætt allt milli himins og jarðar en Sveinn leggur áherslu á að á pabbar.is líðist engar æru- meiðingar og árásir á fólk birtar í skjóli nafnleyndar. „Mér finnst spjallið á sumum kvennavefjum einkennast af árásum á karlmenn þar sem allt virðist ganga út á að gera lítið úr okkur. Við ætlum ekki að taka þátt í neinu slíku og ætlum okkur því alls ekki að vera eitthvert vígi karlrembunnar. Við göngum hins vegar út frá gagn- kvæmri virðingu og heiðarleika gagnvart öllum manneskjum og hendum öllum þeim út af spjallinu sem virða það ekki.“ Þegar talið berst að gagn- kvæmri virðingu dregur Sveinn fram mynd af bandaríska leikar- anum Steve Martin, sem hann segir gott dæmi um mann sem flokkar fólk ekki eftir tekjum eða stétt. „Ég sendi honum bréf í rælni þar sem hann leikur í uppá- haldsbíómyndinni minni; Planes, Trains and Automobiles. Ég sagði honum frá Íslandi og hvatti hann til að koma hingað einhvern tím- ann. Hann svaraði mér nánast um hæl, þakkaði mér fyrir bréfið og sendi með áritaða mynd sem var stíluð á mig persónulega.“ Steve Martin hefur gert nokk- uð af því að leika fjölskyldufeður, til dæmis í myndunum Parent- hood og Cheaper by the Dozen, þannig að hann getur verið fyrir- mynd íslenskra feðra í fleiri en einum skilningi. „Við erum einmitt með leik í gangi á vefnum núna þar sem hægt er að vinna miða á Cheaper by the Dozen þar sem Steve leikur mann sem er einn heima með 12 börn. Þetta er fín mynd þannig að það er um að gera að taka þátt, skella sér í bíó með börnunum og hafa gaman af lífinu.“ ■ 14 7. mars 2004 SUNNUDAGUR Besta vinkona mín er ÞórdísÞorleifsdóttir sminka hjá No Name,“ segir Ellý Ármannsdóttir þula. „Hún er þriggja barna móð- ir og á tvö stjúpbörn en hún hefur reynst þeim góður vinur. Ég dáist að henni. Hún er alltaf til staðar þegar ég þarf á henni að halda og nennir að hlusta. Hún hvetur mann þegar gengur vel og stend- ur við hliðina á manni þegar geng- ur illa. Hún er sannur vinur. Hún er líka heilari af guðs náð en er bara ekki búin að átta sig á því. Við erum búnar að þekkjast í sjö ár en við kynntumst í svoköll- uðum mömmuhóp. Þar vorum við tíu stelpur saman úr öllum áttum með litlu börnin okkar.“ Ellý segir að Þórdís sé góður hlustandi en talar Ellý þá mikið? „Nei, alls ekki og það er alveg eins gott að leita til hennar. Hún er algjör klettur. Alveg ótrúlega kraftmikil, ofsalega dugleg, já- kvæð og hress. Ég get alveg hald- ið áfram að tala svona um hana lengi í viðbót. Hún er rosalega orkumikil og alltaf í góðu skapi.“ En hvað er þetta með heilunina, er Þórdís jafn góð og vinkona henn- ar vill vera láta? „Hvað á maður að segja. No comment? Ætli ég sé ekki nokkuð góð að vissu leyti.“ ■ TAMMY FAYE BAKKER Þessi ameríski sjónvarpspredikari er 62 ára í dag. 6. mars ■ Þetta gerðist STANLEY KUBRICK ■ Þessi sérlundaði kvikmyndaleikstjóri dó 70 ára gamall. 7. mars 1999 Besti vinur minn ELLÝ ÁRMANNSDÓTTIR ■ getur alltaf leitað til Þórdísar Þorleifs- dóttur vinkonu sinnar, sem er bæði góður hlustandi og heilari. ■ Afmæli Ásta Sylvía Björnsdóttir, Eskihlíð 35, er látin. Sigrún Pálsdóttir, Grandavegi 47, lést 1. mars. Þorgerður Kristjánsdóttir, Mánahlíð 9, Akureyri, lést 1. mars. Hannes Ágúst Hjartarson lést 2. mars. Jens Markússon, Hlíf I, Ísafirði, lést 3. mars. Bryndís Björnsdóttir Birnir lést 4. mars. Íris Lilja Sigurðardóttir lést 4. mars. Magnús Ölversson, sjómaður, lést 4. mars. 1307 Játvarður I Englandskonungur deyr. 1530 Páfinn neitar Hinrik VIII Bretakon- ungi um skilnað frá drottningu sinni. 1876 Alexander Graham Bell fær einka- leyfi í Bandaríkjunum fyrir talsím- anum sínum. 1933 Clarence Darrow finnur upp borð- spilið Matador. 1957 Súez-skurðurinn er opnaður aftur eftir að Egyptar höfðu lokað hon- um í fjóra mánði. 13.30 Gestur Sæmundsson, Ægisgötu 31, verður jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju mánudaginn 8. mars. ■ Jarðarfarir SVEINN HJÖRTUR GUÐFINNSSON „Það er verkefni allra að halda fjölskyldunni saman. Foreldrarnir og börnin verða að leggja sitt af mörkum og það verða allir að gera sitt til að halda ljósinu logandi,“ segir Sveinn, sem telur leikarann Steve Martin vera dæmi um mann sem hefur náð langt á þess að gleyma því hvað skiptir raunverulega máli. „Það er enginn munur á mér og honum nema hann á fleiri milljónir og lokaðan garð.“ Pabbar.is SVEINN HJÖRTUR GUÐFINNSON ■ Heldur úti heimasíðu ásamt nokkrum félögum sínum. Þar geta pabbar leitað svara við hinum ólíkleg- ustu spurningum sem brenna á þeim. Pabbaleikarinn Steve Martin er í miklu uppáhaldi hjá Sveini. Á ÆFINGU Í HÁSKÓLABÍÓI Kristinn Sigmundsson og Eivör Pálsdóttir verða meðal söngvara á afmælistónleikum Söngskólans í Reykjavík í Háskólabíói í kvöld og annað kvöld.Steve Martin er fínn all STANLEY KUBRICK Sérvitur einfari. ELLÝ OG ÞÓRDÍS Hafa verið góðar vinkonur í sjö ár og geta alltaf leitað hvor til annarrar. Jákvæðar og hressar vinkonur Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á undirstöðuatriðum myndbandsgerðar allt frá því að breyta hugmynd í handrit og fínpússa myndbönd með ýmsum effektum. - Fáðu allt út úr vélinni sem sölumaðurinn sagði að væri hægt! - Kvöld og helgarnámskeið hefst 13. mars. - Lengd: 36 stundir - Stgr.verð: 29.900 Ert þú einn af þeim sem átt stafræna upptökuvél og langar til að læra að vinna efnið sem þú tekur upp í þínu eigin „stúdíói“? NÁMSGREINAR: - klipping - hljóðsetning - Textavinnsla - Tökutækni - Effectar - Verkefnavinna Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur er 56 ára. Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistar- maður er 51 árs. Anna Kristine Magnús- dóttir blaðamaður er 51 árs. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Sérvitringur deyr ■ Andlát

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.