Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 15
Íslandsmeistarakeppnin Tískan2004 verður haldin á Broadway í dag undir slagorðinu „Verum glöð og hugsum jákvætt“. Það eru tímaritið Hár og fegurð og Pétur Melsted sem standa fyrir keppn- inni en Pétur hefur blásið til þess- arar tískuveislu í um það bil 30 ár. „Það sem er nýtt í þessu núna er að við munum útskrifa Íslands- meistara stílista en þeir sem keppa um þann titil fá tvær klukkustundir til að gera gagn- gerar breytingar á módelinu sínu. Það er allt tekið með í reikning- inn; snið á fötum, hárgreiðsla, förðun og hvað sem er annað. Svo verðum við líka með hæfileika- keppni barna 12 ára og yngri og 12 ára og eldri,“ segir Anna Gunn- arsdóttir, sem alla jafna kennir sig við útlitið, en hún hefur verið Pétri til halds og trausts í ár. „Það verður banastuð allan daginn en húsið opnar klukkan níu og lokar ekki fyrr en klukkan ell- efu um kvöldið. Það kostar 1.000 krónur inn og fólk getur svo kom- ið og farið eins og því sýnist á meðan á keppninni stendur.“ ■ Í dag Íslenskt starfsfólk svarar fyrirspurnum Spænskar fasteignir á Grand Hótel kl 14 til 18 Viltu vinna kr. 265.000 ísl* innborgun í hús á Spáni ?? www.perlainvest.com * 3000 evrur Komdu og taktu þátt! Einn heppinn þátttakandi verður dreginn út í lok kynningar. PERLA fasteignasalan þín á Spáni SUNNUDAGUR 7. mars 2004 Skákfélagið Hrókurinntryggði sér sigur á Íslands- móti skákfélaga fyrir síðustu umferð sem tefld var í gær- kvöldi. Þetta er þriðja árið í röð sem Hrókurinn fer með sigur á Íslandsmótinu. A-sveit Hróksins sigraði b- sveit Skákfélags Akureyrar 8-0 á laugardaginn og þar með var tit- illinn í höfn. Þegar síðasta um- ferð hófst var því staðan þannig að a-sveit Hróksins var efst með 40 vinninga, a-sveit Hellis var í öðru sæti með 32 vinninga og a- sveit TR í því þriðja með 31 vinn- ing. C-sveit Hróksins hafði jafn- framt tryggt sér sigur í 2. deild, en Haukamenn leiddu í 3. deild og börðust um sigurinn við KR í loka- umferðinni. B-sveit Taflfélags Garðabæjar leiddi í 4. deild og var þar í baráttu við d-sveit Hróksins um sigur. ■ Skák ÍSLANDSMÓT SKÁKFÉLAGA ■ fór fram í MH á laugardaginn og þar tryggði Hrókurinn sér Íslandsmeistaratitil- inn þriðja árið í röð. Tíska ÍSLANDSMEISTARAMÓTIÐ Í TÍSKU ■ fer fram á Broadway í dag. ÍSLANDSMÓT SKÁKFÉLAGA Regina Pokorna tefldi fyrir Hrókinn á síðari hluta mótsins sem fór fram í MH í gær en Hrókurinn tryggði sér Íslandsmeistaratitil- inn fyrir lokaumferðina. Keppt í tísku Hrókurinn Íslandsmeistari Dalvegi 6-8 · 201 Kópavogur · Sími 535 3500 Nánari uppl‡singar á www.komatsu.is Komatsu tekur forystuna 3 ára ábyrg› Endurkaup F Y R S T I R T I L A ‹ B J Ó ‹ A TÍSKA Það verður keppt í öllu milli himins og jarðar sem við kemur tísku á Broadway í dag; naglaásetningu, hárlitun, greiðslu, fatagerð og förðun.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.