Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 17
sinn í lífeyrissjóðum. Sjóðirnir senda virkum sjóðfélögum yfirlit, en algengt er að fólk hafi á lífsleið- inni greitt í fleiri en einn sjóð. „Í bókinni hvet ég menn til að gera eins og fyrirtæki; að loka einu sinni á ári vegna birgðatalningar. Skoða stöðuna.“ Alltaf hægt að gera eitthvað Það er hægt að fá upplýsingar frá lífeyrissjóðunum um áunnin réttindi og færa inn í reiknivélina. Maður er jú hvort eð er að fara að taka saman upplýsingar fyrir skatt- framtalið. „Útgáfutími bókarinnar var einmitt miðaður við það að nú eru margir að fara yfir fjármál sín fyrir skattframtalið.“ Skattframtal- ið og upplýsingar um lífeyrisrétt- indi og stöðu sparnaðar ættu að geta gefið hverjum og einum nokkuð góða mynd af fjárhagsstöðunni. „Maður þarf að gefa sér tíma í þetta.“ Hann bendir á að lífeyris- sjóðirnir geti aðstoðað fólk við að afla sér upplýsinga. Því nær sem dregur starfslokun- um, því erfiðara verður að breyta miklu um kjörin á efri árum. Það er þó alltaf hægt að búa í haginn fyrir sig. „Þeir sem eiga tuttugu ár eftir af starfsævinni geta gert töluvert mikið.“ Gunnar bendir á að á miðj- um aldri hafi skuldir lækkað og meira svigrúm skapast til að leggja til hliðar. Þá skipti máli að skoða hver staðan sé og skilgreina hversu mikið þurfi að leggja fyrir til að ná þeim sparnaði sem menn telja sig þurfa. Þar kemur reiknivélin að góðum notum. Erfiðir tímar og tækifæri Gunnar hefur unnið við eigna- stýringu lífeyrissjóða frá 1988. Markaðirnir sveiflast og veislur breytast í timburmenn. Árið í fyrra var fjárfestum gott en þrjú árin þar á undan voru einhver ver- stu ár sem þekkst hafa á fjármála- mörkuðum. „Fyrir langtímafjár- festa eins og lífeyrissjóði eru svona sveiflur ekki slæm tíðindi. Aðalatriðið er að velja eignasam- setningu miðað við tímalengd. Niðursveiflan þýðir fyrir lang- tímafjárfesta að fjárfestingarnar eru ódýrari.“ Hann neitar því ekki að tími niðursveiflunnar hafi ver- ið erfiður. „Þetta var erfiður tími að ganga í gegnum. Það var sér- staklega leitt að sjá eignir þeirra rýrna sem voru komnir nálægt því að byrja að taka lífeyri. Ég hafði ekki áhyggjur af þeim sem voru yngri.“ Gunnar segir ráðlegging- una til þeirra sem voru með hátt hlutfall hlutabréfa í eignasafni og áttu skammt eftir til starfsloka hafa verið að minnka áhættu í áföngum. „Þeir sem fóru eftir þeim ráðleggingum eru ánægðir í dag. Ávöxtun síðasta árs vann til baka hluta þess sem tapaðist í nið- ursveiflunni. Það er enn nokkuð eftir, en það mun koma.“ Tíminn er vinur þeirra sem spara reglu- lega og lengi. Menn þurfa að meta raunsætt hversu mikla áhættu í eignasamsetningu þeir eru tilbún- ir að taka. „Okkar hlutverk er að leggja kosti og galla á borðið. Við ráðleggjum fólki að leggja áherslu á að vanda sig við að skilgreina fjárfestingarstefnuna. Ráðlegging okkar er að velja eignasamsetn- ingu eftir aldri og huga sérstak- lega að áhættudreifingu, t.d. með því að velja sjóði. Við gefum ráð- leggingar en hver er sinnar gæfu smiður.“ haflidi@frettabladid.is 17SUNNUDAGUR 7. mars 2004

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.