Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 18
London er miðpunktur útrásarÍslendinga á erlenda markaði. Baugur, Bakkavör og KB banki hafa lagt í mik- lar fjárfersting- ar í Bretlandi. Þá hefur Lands- bankinn fjárfest í Bretlandi og Pharmaco stefn- ir á skráningu í kauphöllinni í London. Flugfé- lagið Atlanta er einnig orðið um- svifamikið á Bretlandseyjum. Forvitni breskra fjölmiðla er vakin. Einkum eru það kaup ís- lenskra fjárfesta á skráðum og óskráðum félögum sem vekja at- hygli. Þar ber hæst fjárfestingar Baugs í sérvöruverslun og kaup KB banka á hlutabréfum í Singer and Friedlander. Baugur náði athygli fjármála- pressunnar bresku í vikunni. L e i k f a n g a v e r s l a n a k e ð j a n Hamleys sem er að stærstum hluta í eigu Baugs gerði styrktar- samning við Formúlu 1 lið BMW Williams. Nafn Hamleys mun prýða framhluta keppnisbíla liðs- ins. Financial Times segir upphæð samningsins vera 500 þúsund pund eða 65 milljónir króna. Bresk blöð greindu frá samningn- um og ræddu við Jón Ásgeir Jó- hannesson, forstjóra Baugs. Dag- inn eftir var Jón Ásgeir meðal frummælenda á ráðstefnu þar sem helstu forkólfar sérvöru- verslana Bretlands báru saman bækur sínar. Ráðstefnan var á vegum tímaritsins Retail Week. Smásalan í blóðinu Financial Times ræddi við Jón Ásgeir að þessu tilefni undir fyr- irsögninni: „Forstjóri Baugs sér fyrir sér afskráningu smærri sér- vöruverslana.“ Jón Ásgeir segir í samtali við fréttamann Financial Times að hann sjái fyrir sér að fé- lög með veltu undir 500 milljón- um punda verði tekin af skráðum markaði. Regluverk markaðarins sé of flókið og kostnaðarsamt til þess að þau eigi erindi á markað. Í þessari þróun hyggst Baugur taka fullan þátt og hefur þegar gripið tækifæri sem hafa gefist. Í erindi sínu á ráðstefnu Retail Week fór Jón Ásgeir yfir fjárfest- ingar Baugs í smásöluverslun í Bretlandi. Spurningin sem Jón Ásgeir velti fyrir sér var hvort það skipti máli hverjir fjárfestu í smásöluverslun. „Við erum smásalar, það er í blóðinu,“ sagði hann og lagði áherslu á að það þýddi að fjár- festingarnar væru í rekstri en ekki verðbréfum. Baugur hugsaði til lengri tíma en almennir fjár- festar. Áhersla Baugs í fjárfestingum í Bretlandi hefur verið að vinna með stjórnendum fyrirtækjanna og gera þá að hluthöfum með sér í fyrirtækjunum. „Við veitum stjórnendum skilyrðislausan stuðning, en förum fram á góðan árangur í staðinn.“ Jón Ásgeir lýsti ennfremur fjárfestingar- stefnu Baugs. „Við leitum fyrir- tækja með góða þriggja til fjög- urra ára rekstrarsögu og trausta stjórnendur. Reynsla Baugs af fjárfestingu í Bonus Dollar Store í Bandaríkjunum varð fyrirtækinu lexía. Sú fjárfesting tapaðist. „Við keyptum fyrirtækið úr greiðslu- stöðvun. Við höfum lært að það að kaupa fyrirtæki á þeirri forsendu einni að þau séu ódýr borgar sig ekki þegar til lengri tíma er litið. Komin til að vera Jón Ásgeir segir ástæðu þess að Baugur valdi Bretland til út- rásar vera að mörg áhugaverð tækifæri leyndust á markaðnum. Þar væru sterk vörumerki sem væru þekkt um allan heim. Eign- arhald fyrirtækja væri með þeim hætti að fagfjárfestar væru sterkir í hópi eigenda. Þeir væru líklegri til að vilja selja fyrir rétt verð en fjölskyldur sem væru til- finningalega tengdar fyrirtækj- um. „Við leitum sterkra stjórnenda og gleymum ekki hvaðan við komum,“ sagði Jón Ásgeir og benti á að yfirbygging Baugs væri lítil. Áhersla væri á að beita nýjustu upplýsingatækni til þess að geta stöðugt fylgst með ár- angri rekstrarins. „Við höfum VIÐSKIPTI Í liðinni viku lögðu þing- menn úr öllum flokkum, undir for- ystu Einars K. Guðfinnssonar Sjálf- stæðisflokki, fram tvö frumvörp um breytingar á lögum um verð- bréfaviðskipti annars vegar og hlutafélagalögunum hins vegar. Markmið frumvarpanna er að styrkja stöðu smærri hluthafa í fé- lögum til dæmis með því að banna fyrirtækjum að kaupa eignir af stjórnendum og hluthöfum nema að undangengnu óháðu mati. Í tillögun- um er einnig lagt til að ef viðskipti með félög á markaði eru undir til- teknu viðmiði séu kallaðir til óháðir aðilar til að meta verðmæti félags- ins ef yfirtöku- eða innlausnar- skylda myndast. Umræða um stöðu hluthafa, stórra og smárra, hefur verið mjög í brennidepli á síðustu misserum. Frjáls og skilvirkur markaður Í hagfræðinni er að finna nokkur skilyrði þess að frjáls markaður teljist vera skilvirkur. Þessi skilyrði lúta meðal annars að því að full- komnar upplýsingar séu til staðar og að virkur markaður sé til staðar með allar vörur. Þetta þýðir í raun að forsenda skilvirks markaðar sé að svo mikill fjöldi þátttakenda sé með allar markaðsvörur að enginn einn aðili geti haft afgerandi áhrif á verðmyndun og að allir þátttakend- ur hafi jafnmikinn aðgang að upp- lýsingum sem geta haft áhrif á verðmat. Raunveruleikinn er hins vegar gjarnan nokkuð langt frá því að uppfylla þessi skilyrði en ströngum reglum um upplýsingaskyldu félaga á markaði og lögum um vernd minnihlutahluthafa er ætlað að beina mörkuðum í átt til aukinnar skilvirkni. Kauphallir stuðla að skilvirkni Kauphallir gegna mikilvægu hlutverki við að tryggja skilvirkni markaða og það er regla fremur en undantekning að kauphallir setji að- ildarfélögum sínum miklum mun strangari skilyrði heldur en kveðið er á um í lögum. Þegar félög taka ákvarðanir um að leita til opinna markaða um fjármögnun og gefa al- menningi kost á að kaupa hluti verð- ur í raun til samningur á milli fyrir- tækisins og aðila á markaði þar sem forsendan er að fyrirtækið tryggi fjárfestum ítarlegar og heiðarlegar upplýsingar um allt sem varðað get- ur starfsemi félagsins. Hneyksli kalla á endurskoðun Á undanförnum misserum hafa fjölmörg hneykslismál komið upp er varða misnotkun fyrirtækja- stjórnenda á trúnaði. Frægast er bandaríska fyrirtækið Enron en þar komst upp um svikamyllu sem hald- ið var uppi af stjórnendum félags- ins og endurskoðunarfyrirtæki þess, Arthur Andersen. Markmið samsærisins var að flytja fjármagn frá hefðbundnum hluthöfum á markaði í vasa stjórenda og stærstu hluthafa. Niðurstaða þess máls get- ur orðið alvarleg viðvörun til ann- arra sem stunda óvönduð vinnu- brögð. Útlit er fyrir að stjórnendur Enron lendi í fangelsi, sem bætist ofan á sektir og atvinnu- og æru- missi. Endurskoðunarfyrirtækið Andersen fór beinustu leið á haus- inn enda rúið öllu trausti eftir hneykslið. Mál sem þessi eru mjög alvar- legt áfall fyrir markaðinn í heild og því er háttsemin litin alvarlegum augum af stjórnvöldum en ekki síð- ur aðilum á markaði sem hafa ríka hagsmuni af því að almenningur geti borið traust til fyrirtækja sem skráð eru í kauphallir. Allir geti tekið þátt í markaði Gylfi Magnússon, dósent í hag- fræði við Háskóla Íslands, segir að vandinn sem skapist við að aðgreina hagsmuni hluthafa og stjórnenda sé gamalt viðfangsefni sem víða sé til umfjöllunar. „Þessi umræða um sjtórnunar- hætti og hluthafa endurspeglar að það hafa komið upp nokkur slæm mál þar sem farið hefur illa og nú er verið að leita að leiðum um allan heim til að draga úr líkunum á mis- notkun og gera kerfið allt saman skilvirkara,“ segir Gylfi. Hann seg- ir mikilvægt að markaðir séu þess eðlis að sem flestir geti tekið þátt í þeim. „Það er hægt að hugsa sér mark- að þar sem aðeins fagfjárfestar þora og hafa einhverja ástæðu til að fjárfesta en ég held að það sé alveg ljóst að slíkur markaður ætti miklu erfiðara með að afla fjár og yrði á allan stað óskilvirkari,“ segir hann. Traust á markaði nauðsynlegt Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, tekur undir að 18 7. mars 2004 SUNNUDAGUR ■ Viðskipti Stóru hagsmunir smáu hluthafanna Heiðarleg vinnubrögð fyrirtækja eru forsenda skilvirks markaðar – og áföll síðustu misseri hafa kallað á endurskoðun bæði hjá stjórnvöldum og mörkuðum víða um heim. Innheimtu- og greiðsluþjónusta ÁRANGUR - ÖRYGGI - HAGRÆÐI 533 3377 www.innheimta.is ÁTTU ÚTISTANDANDI KRÖFUR? VILTU BÆTA FJÁRSTREYMIÐ? London efst á baugi Fjárfestingar Baugs í Bretlandi hafa vakið athygli. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, leitar nýrra tækifæra í Bretlandi og segir fyrirtækið komið til að vera. Á KAPPAKSTURSBRAUTINNI Merki leikfangaverslanakeðjunnar Hamleys mun þeysa um brautir Formúlu 1 kappakstursins. Baugur á 92% í Hamleys. „Við leitum sterkra stjórn- enda og gleymum ekki hvaðan við komum. FJÁRFESTINGAR BAUGS Í BRETLANDI Verkefnafjárfestingar: Óskráð félög: Hamleys Oasis Julian Graves Skráð félög: Big Food Group Somerfield House of Fraser Sjóðsfjárfestingar: Selfridges Mothercare JJB Sport

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.