Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 21
SUNNUDAGUR 7. mars 2004 Þeir Joey Santiago auglýstu eftir bassaleikara í dagblaði og sögðust vera undir áhrifum frá rokksveit- inni Hüsker Dü og þjóðlagasveitinni Peter, Paul & Mary, sem var upp á sitt besta í upphafi sjöunda áratug- arins. Kim Deal svaraði og var ráð- in. Hún hafði þá áður spilað í bíl- skúrssveitinni The Breeders ásamt tvíburasystur sinni Kelly. Það var svo Kim sem stakk upp á David Lovering á trommur en hann þekkti hún lítillega. Nafnið „Pixies“ fann Joey af handahófi í orðabók en orðið þýðir smáálfar á íslensku. Hetja Charles var Iggy Pop og var hann því snemma ákveðinn í að taka upp listamannsnafn. Charles bjó til Black Francis út frá hugmynd afa síns, sem hafði stungið upp á nafn- inu Frank Black. Sveitin gat sér fljótt gott orð á tónleikasenunni í Boston og komst í feitt strax snemma árs 1987 þegar hún hitaði upp fyrir Throwing Muses. Þar sá umboðsmaðurinn og upptökustjórinn Gary Smith þau á sviði og bauðst til þess að taka upp nokkur demó. Átján lög voru hljóð- rituð á þremur dögum og var þeim komið í hendurnar á öllum helstu lykilmönnum senunnar í Boston. Til þess að gera langa sögu stutta heill- aðist Ivo Watts, yfirmaður 4AD í Englandi, svo mikið af demóinu að hann flýtti sér að gera samning við sveitina og gaf svo út átta laga þröngskífuna Come on Pilgrim nokkrum mánuðum síðar. Upptök- urnar þar eru af hinu upphaflega18 laga demói og sagan segir að ekkert hafi verið fiktað í þeim fyrir útgáf- una. Snjóboltinn óstöðvandi Fyrsta breiðskífa Pixies, Surfer Rosa, kom út um vorið 1988 og höfðu Pixies beðið sérstaklega um liðsinni upptökustjórans Steve Al- bini sem þá var þekktastur fyrir vinnu sína með indie-rokksveitinni Big Black. Platan fékk góða dóma, sérstaklega í Bretlandi, og komst í spilun á bandarísku háskólastöðv- unum. Vinsældirnar í Bretlandi urðu strax töluverðar og platan komst inn á lista yfir söluhæstu plötur landsins það árið. Eftir stanslaust tónleikaferðalag í átta mánuði var farið beint inn í hljóðverið og breiðskífan Doolittle hljóðrituð ásamt breska upptöku- stjóranum Gil Norton. Platan var öllu léttari í yfirbragði og lög eins og „Monkey Gone to Heaven“ og „Here Comes Your Man“ urðu til þess að auka hróður sveitarinnar. MTV og aðrar meginstraumsstöðv- ar treystu sér þó ekki til þess að setja lögin í dagspilun. Pixies átti alltaf meiri vinsæld- um að fagna í Evrópu en í Banda- ríkjunum. Sveitin þótti afbragðs tónleikasveit þó að liðsmenn hafi aldrei þótt neitt séstaklega líflegir á sviði. Black Francis stóð iðulega grafkyrr á sviðinu á meðan Kim Deal átti það til að skjóta bröndur- um til áhorfenda á milli laga. Kímni liðsmanna skilaði sér þó iðulega til aðdáenda með furðulegum uppá- tækjum, eins og endurspeglast í þeirri staðreynd að Pixies átti það til að flytja lög sín í stafrófsröð á tónleikum. Aðdáendur urðu þó snemma var- ir við bresti innan sveitarinnar. Það spurðist snemma út að samstarf Black Francis og Kim Deal væri stormasamt og fyrsta staðfesting þess var snemma árs 1990 þegar Pixies fór í frí. Francis gaf Kim Deal sjaldnast tækifæri til þess að koma lögum sínum í gegn hjá Pixies og nýtti hún sér tækifærið og endurlífgaði sveit sína The Breeders til þess að fá út- rás fyrir sínar eigin lagasmíðar. Hún fékk til liðs við sig Tanyu Donnelly úr Throwing Muses og bassaleikarann Josephine Wiggs úr Perfect Disaster. Fyrsta plata sveit- arinnar, Pod, kom út sumarið 1990. Smáálfarnir leggjast í dvala Síðust tvær plötur Pixies eru að miklu leyti sólóplötur Black Franc- is. Hann var dolfallinn aðdáandi brimbrettarokksins og áhrif þess í Pixies-lögunum urðu enn meiri. Bossanova kom út árið 1990 og fékk mjög blendnar móttökur gagn- rýnenda. Þyngra var yfir plötunni og minna um vænlega útvarps- smelli. Spennan á milli Deal og Francis jókst til muna og á síðustu tónleikum Pixies í London á tón- leikaferðinni sem fylgdi í kjölfar út- gáfunnar lýsti bassaleikarinn því yfir uppi á sviði að þetta yrðu síð- ustu tónleikar sveitarinnar. Eftir það aflýsti sveitin öllum fyrirhug- uðum tónleikum í Bandaríkjunum vegna „ofþreytu“. Eitthvað hefur sambandið þó batnað því um vorið 1991 var aftur farið í hljóðverið til þess að hljóð- rita nýja skífu. Síðasta plata sveit- arinnar, Trompe Le Monde, fékk af- bragðs dóma og var sögð afturhvarf til Surfer Rosa. Aðdáendur söknuðu þó raddar Kim Deal, sem þurfti að sætta sig við það að syngja örfáar bakraddir á allri plötunni. Aftur fékk hún ekki að koma sínum lögum að. Eftir að hafa hitað upp fyrir U2 á Zoo TV-tónleikaferðinni tilkynnti Pixies að aftur ætti að fara í frí. Skömmu síðar sagði Black Francis frá því í útvarpsviðtali að sveitin væri hætt. Hann hafði þá ekki sagt hinum liðsmönnum sveitarinnar frá ákvörðun sinni. Kim Deal sneri sér alfarið að The Breeders og sló aftur í gegn með lag- ið Cannonball. Black Francis breytti nafni sínu í Frank Black og hóf sóló- feril sinn, sem var blómlegur í fyrstu áður en hann hvarf endanlega í meðalmennskuna. Það var svo seint í fyrra sem endurkoma Pixies var tilkynnt. Þá höfðu þau Kim Deal og Black Francis ekki talað saman í rúm 10 ár. Það er tónleikafélagið Hr. Örlyg- ur sem flytur Pixies inn. Tónleik- arnir verða í Kaplakrika þann 26. maí. Samkvæmt sérstökum óskum Pixies mun Einar Örn „Ghostigital“ hita upp. Allar upplýsingar um miðasölu verða auglýstar síðar. biggi@frettabladid.is SAMAN Á NÝ Það var seint í fyrra sem endurkoma Pixies var tilkynnt. Þá höfðu þau Kim Deal og Black Francis ekki talað saman í rúm 10 ár. Black Francis stóð iðulega grafkyrr á sviðinu á meðan Kim Deal átti það til að skjóta brönd- urum til áhorfenda á milli laga. Kímni liðsmanna skil- aði sér þó iðulega til aðdá- enda með furðulegum uppátækjum, eins og endur- speglast í þeirri staðreynd að Pixies átti það til að flytja lög sín í stafrófsröð á tónleikum. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.