Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 23
SUNNUDAGUR 7. mars 2004 ef auglýsinganna nyti ekki við lengur.“ Enn eitt fyrirkomulag í starf- semi RÚV sem gagnrýnt hefur verið er ráðning pólitísks út- varpsráðs og útvarpsstjóra. Markús Örn segist ekki sjá neitt sérstaklega athugavert við þetta. „Það er enginn önnur betri leið,“ segir hann. „RÚV er ríkis- stofnun sem starfar í almanna- þágu og yfirleitt eru stofnanir í kerfinu með kjörna yfirstjórn í umboði almannavaldsins. Á árum áður sátu alþingismenn gjarnan í útvarpsráði og því fyl- gdu líka ákveðnir kostir. Þegar verið var að vinna að uppbygg- inu íslensks sjónvarps kom það sér vel að hafa Benedikt Gröndal alþingismann sem formann út- varpsráðs. Alþingismennirnir Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Þórarinn Þórarinsson og Sigurð- ur Bjarnason sátu einnig í út- varpsráði og beittu sér á hinum pólitíska vettvangi fyrir hags- munamálum Ríkisútvarpsins. Þannig eru margir fletir á þessu máli. Um útvarpsstjórann er það að segja að fleiri en ég hafa átt pólitíska fortíð og í nágranna- löndum hafa ýmsir útvarpsstjór- ar áður verið þátttakendur í störfum stjórnmálaflokka og gegnt trúnaðarstörfum fyrir þá. Þeir hafa hætt þátttöku í pólitík eins og ég.“ Enginn Bláskjár Öðru hvoru heyrast raddir sem fullyrða að RÚV sé stofnun sem hygli sjálfstæðismönnum. Fréttastofa sjónvarps var til dæmis kölluð „bláskjár“ af ein- um þingmanni stjórnarandstöð- unnar. Markús Örn vísar því al- gjörlega á bug að hægri menn hafi greiðari aðgang að RÚV en aðrir. „Það er fráleitt að halda þessu fram,“ segir hann, „en ef menn vilja spekúlera á þessum nótum þá er ljóst að í pólitísku tilliti starfar hér mjög breiður hópur. Því fer víðs fjarri að fólki fái ekki vinnu hér nema það veifi flokksskírteini úr Sjálf- stæðisflokknum.“ Hann segist ekki verða var við afskipti stjórnmálamanna af störfum innan stofnunarinnar, umfram það sem óhjákvæmilegt sé þeg- ar menn hringja til dæmis í fréttamenn eða þáttastjórnend- ur og kvarta yfir rangfærslum eða meðferðinni á sér og sínu mannorði. „Nokkrum sinnum hefur verið rætt meðal starfs- manna að fréttamenn verði var- ir við pólitíska pressu. Þegar ég hef spurst fyrir um þetta hef ég fengið þau svör að einstakir stjórnmálamenn hafi verið að hringja í fréttamenn og gagn- rýna þá fyrir fréttaflutning. Það er spurning hvort við öðru megi búast. Menn eru misjafnlega harðir naglar þegar þeir þurfa að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og síðan er misjafnt hvernig fréttamenn taka því. Fjölmiðlafólk er í viðkvæmri stöðu frammi fyrir sjónum og eyrum almennings. Það þarf þykkan skráp og verður að vera undir það búið að taka gagnrýni en verður um leið að geta skýrt sjónarmið sín og fært rök fyrir þeim. Menn eru líka oft að vinna undir tímapressu og þá geta alltaf orðið einhver mistök.“ Ekki opinber afskipti af eign- arhaldi Það vakti mikla athygli þegar tölvupóstur sem Markús Örn sendi nokkrum samstarfsmönn- um sínum lak út til fjölmiðla en þar gagnrýndi Markús Örn fréttaskýringaþáttinn Spegilinn fyrir vinstrislagsíðu. Hann seg- ir ekkert athugavert við þau skrif. „Ég var ekki að hefja opin- bera umræðu með því að senda tölvupóst til fjögurra náinna samstarfsmanna. Þetta var ábending um að huga að rit- stjórnarlegri röggsemi í sam- ræmi við reglur RÚV um óhlut- drægni og hlutverk dagskrár- gerðarmanna. Gagnrýnin um- ræða á að eiga sér stað innan stofnunarinnar og það er sjálf- sagt að hún komi stundum frá útvarpsstjóranum, sem ber ábyrgð á allri dagskránni. Það kemur svo í hlut næstu yfir- manna viðkomandi dagskrár- manna að meta þá gagnrýni. Ég er að starfa nákvæmlega í sam- ræmi við þær ritstjórnarreglur sem hér gilda.“ Markús Örn hefur efasemdir um gildi þess að setja lög um eignarhald á fjölmiðlum. „Þeir sem vilja slíka löggjöf vísa til þess að hún hafi verið sett víða um lönd. Ég er svo sem ekki ná- kvæmlega kunnugur því. En ég veit að erlendis er miklu meiri opinber stýring og eftirlit með þessum málaflokki að því er snertir dagskrárstefnu, siða- reglur og persónuvernd en hér tíðkast,“ segir hann. „En ég er mjög efins um að við náum skynsamlegri niðurstöðu um op- inber afskipti af eignarhaldi. Það sem ég óttast mest er að slík lagasetning byði því heim að menn færu í kringum hana og til yrði neðanjarðarstarfsemi: ný fyrirtæki stofnuð með nýjum nöfnum og auðmenn í stöðugum feluleikjum. Það tel ég ekki af hinu góða.“ Vildi ekki verða persónugerv- ingur ótryggrar stöðu Markús Örn var ungur að árum þegar hann hóf störf á fjöl- miðlum. Hann byrjaði sem send- ill á Morgunblaðinu en vann þar síðan sem blaðamaður og ljós- myndari. Hann sá um útvarps- þætti og var fréttamaður hjá Sjónvarpinu. Leiðin lá um tíma út í pólitíkina. Hann var borgar- fulltrúi 1970-1985 og borgar- stjóri í Reykjavík á árunum 1991-1994 en hafði þá verið út- varpsstjóri í sex ár. „Það var sér- stök aðstaða á þeim tíma í borg- arstjórninni og það þurfti að leysa ákveðinn forystuvanda hjá borgarstjórnarflokki sjálfstæð- ismanna,“ segir hann. „Sá vandi kraumaði undir allan tímann sem ég var borgarstjóri og leystist ekkert þó að ég hefði verið kall- aður til. Ég hafði ekki tekið þátt í kosningaslagnum en þurfti að einbeita mér að framkvæmd hinna og þessara kosningalof- orða sem aðrir samherjar höfðu gefið. Það var gengið ansi langt varðandi ýmis fjárútlát í sam- bandi við framkvæmdir á ýms- um sviðum. En ég ákvað að sjálf- sögðu að standa við það sem aðr- ir höfðu lofað kjósendum og vann að framkvæmd og útfærslu þeirra mála. Síðan fórum við að fá þetta í hausinn vegna útgjalda fram úr áætlunum á sama tíma og tekjur borgarsjóðsins voru að lækka í krónutölu á milli ára vegna slæms atvinnuástands í landinu.“ Ekki löngu fyrir borgar- stjórakosningar 1994 ákvað Markús Örn að víkja fyrir Árna Sigfússyni. Um það segir Mark- ús: „Mér fannst óþægilega mik- ið um það af hálfu félaga minna og pólitískra samherja að gera mig að persónugervingi fyrir ótrygga stöðu Sjálfstæðisflokks- ins í borginni og ákvað því að kveðja þá og gefa öðrum sem hafði verið nátengdari þessum samvirka hópi ný tækifæri. Síð- an hafa verið gerðar ýmsar til- raunir með breytingu á forystu sjálfstæðismanna í borginni og staðan í dag er óbreytt frá kosn- ingaúrslitunum 1994.“ Heldurðu að þú munir stjórna RÚV þar til þú ferð á ellilaun? „Já. Ef Guð lofar. Ég er ný- kominn á virðulegan sjötugsald- ur en í sjálfu sér finnst mér ég ekki vera degi eldri en þegar ég var nýorðinn fimmtugur. Það er ekkert sem ætti að vera því til fyrirstöðu að ég starfaði hér áfram til sjötugs og jafnvel 75 ára, þegar búið verður að lyfta þaki af starfsaldri. Þetta er nú sagt í gríni og til þess ætlað að hroll setji að samstarfsmönnum mínum. Nema ég fari annars að skipta mér af pólitík á forsend- um ellilífeyrisþega. Hver veit?“ kolla@frettabladid.is UM AFNOTAGJÖLDIN „Þegar grannt er skoðað verður ekki annað séð en að afnotagjöldin séu skásti kosturinn. Ég er ekki hrifinn af þeirri hugmynd að setja Ríkisútvarpið á fjárlög og óttast að fjárveitingar til Ríkisútvarpsins yrðu skornar niður milli ára vegna þess að brýn verkefni í öðrum málum yrðu látin ganga fyrir. Ítök stjórnmálamanna í rekstri stofnunarinnar myndu um leið aukast og það yrði ekki af hinu góða.“ Ég var ekki að hefja opinbera umræðu með því að senda tölvupóst til fjögurra náinna sam- starfsmanna. Þetta var ábending um að huga að rit- stjórnarlegri röggsemi í sam- ræmi við reglur RÚV um óhlutdrægni og hlutverk dagskrárgerðarmanna. Gagn- rýnin umræða á að eiga sér stað innan stofnunarinnar og það er sjálfsagt að hún komi stundum frá útvarps- stjóranum, sem ber ábyrgð á allri dagskránni. Það kemur svo í hlut næstu yfirmanna viðkomandi dagskrármanna að meta þá gagnrýni. Ég er að starfa nákvæmlega í samræmi við þær ritstjórnar- reglur sem hér gilda. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.