Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 40
FÓTBOLTI Manchester United tryggði sér sæti í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í gær þegar liðið lagði Fulham, 2–1, á Old Trafford. Það blés þó ekki byrlega fyrir ensku meisturunum því Frakkinn Steed Malbranque kom gestunum yfir úr vítaspyrnu þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður eftir að Wes Brown hafði brotið á Luis Boa Morte. Leikmenn Manchester United voru þó ekki lengi að jafna metin því að hollenski marka- hrókurinn Ruud van Nistelrooy skoraði aðeins tveimur mínútum seinna eftir góðan undirbúning Paul Scholes og Ryan Giggs. Van Nistelrooy var síðan aftur á ferð- inni á 62. mínútu en þá skoraði hann af stuttu færi eftir undirbúning Cristiano Ronaldo og Darren Fletcher. Hollendingurinn, sem var mjög ósáttur við að vera hvíldur í deildarleiknum gegn Fulham um síðustu helgi, sagði eftir leikinn að hann hefði þurft að sanna sig fyrir Alex Ferguson á nýjan leik. „Það var langt síðan ég hafði spilað og mér leið vel. Þetta var mikilvægur sigur fyrir okkur því að hann þýðir að við erum komnir í undanúrslitin. Stundum eru leik- menn og knattspyrnustjórar ósammála um það hvort leikmenn þurfi á hvíld að halda því ég vil spila alla leiki en það þýðir ekki að ég þurfi að spila alla leiki. Það var að mínu mati leiðinlegt að spila ekki gegn Fulham um síð- ustu helgi. Ég hef hins vegar spil- að flesti leiki af öllum leikmön- num liðsins á þessu tímabili og því er ég sennilega sammála stjór- anum um að hvíla mig þótt það sé hundleiðinlegt,“ sagði van Nistel- rooy eftir leikinn. „Þetta var stórleikur fyrir okkur. Við vorum undir og náðum að komast aftur inn í leikinn. Stuðningsmenn okkar stóðu allan tímann með okkur og gerðu þetta að frábærum degi. Enska bikar- keppnin er frábær keppni og sennilega þekktasta bikarkeppni í heimi. Við vildum komast á rétt ról eftir lélegt gengi að undan- förnu og vonandi gefur þessi sigur okkur sjálfstraust fyrir leikinn gegn Porto á þriðju- daginn,“ sagði van Nistelrooy. Ótrúlegir yfirburðir Bikarmeistarar Arsenal tóku Portsmouth í bakaríið, 5–1, á heimavelli síðarnefnda liðsins í gær. Frakkinn Thierry Henry og Svíinn Freddie Ljungberg skor- uðu tvívegis hvor og Kolo Toure skoraði eitt. Gamla brýnið Teddy Sheringham minnkaði muninn fyrir Portsmouth á lokamínútu leiksins en hann hafði komið inn á sem varamaður stuttu áður. Yfirburðir leikmanna Arsenal voru með ólíkindum og skipti engu þótt Robert Pires og Dennis Bergkamp væru hvíldir. Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, var sáttur eftir leikinn enda færðust hans menn nær þriðja bikarmeistaratitlinum í röð. „Við spiluðum þennan leik frábærlega og ég get ekki verið annað en sáttur við mína menn. Þeir sýndu mikinn karakter og héldu áfram í síðari hálfleik þrátt fyrir að leikurinn væri nánast búinn í hálfleik,“ sagði Wenger. Harry Redknapp, knattspyrnu- stjóri Portsmouth, hristi bara höfuðið eftir leikinn. „Ég sagði það fyrir leikinn og segi það aftur að Arsenal er að mínu mati með besta liðið í Evrópu í dag og eins og sást áttum við aldrei möguleika. Þeir hafa hreina snillinga innan sinna raða og ég gæti best trúað því að þetta lið vinni deildina, bikarinn og Meistaradeild Evrópu í vor,“ sagði Redknapp en hann og hans menn eiga erfiða fallbaráttu fram undan. ■ 40 7. mars 2004 SUNNUDAGUR GAIL DEVERS Sigraði í 60 metra hlaupi á Heims- meistaramótinu í Búdapest. Frjálsar íþróttir ENSKA ÚRVALSDEILDIN Úrslit: Birmingham-Bolton 2–0 1–0 Forssell (24.), 2–0 Hughes (72.). Staðan: Arsenal 27 20 7 0 53:18 67 Chelsea 27 18 4 5 48:21 58 Man. Utd 27 18 4 5 51:25 58 Newcastle 27 10 12 5 38:28 42 Birmingham 27 11 9 7 30:29 42 Charlton 27 11 7 9 38:34 40 Liverpool 26 10 9 7 38:29 39 Aston Villa 27 10 7 10 32:32 37 Fulham 27 10 6 11 39:38 36 Tottenham 26 10 4 12 39:42 34 Bolton 27 8 10 9 32:42 34 Southampt. 27 8 9 10 27:27 33 Middlesbr. 26 8 7 11 28:34 31 Everton 27 7 8 12 33:39 29 Blackburn 27 7 7 13 39:44 28 Man. City 27 6 9 12 36:39 27 Portsmouth 26 6 6 14 29:40 24 Wolves 27 5 9 13 24:52 24 Leicester 27 4 11 12 37:51 23 Leeds 27 5 7 15 26:53 22 ENSKI BIKARINN Man. Utd.-Fulham 2–1 0–1 Steed Malbranque, víti (23.), 1–1 Ruud Van Nistelrooy (25.), 2–1 Ruud Van Nistelrooy (62.). Portsmouth-Arsenal 1–5 0–1 Thierry Henry (25.), 0–2 Freddie Ljungberg (42.), 0–3 Kolo Toure (45.), 0–4 Thierry Henry (50.), 0–5 Freddie Ljungberg (57.), 1–5 Teddy Sheringham (90.). ENSKA 1. DEILDIN Úrslit: Burnley-Preston 1–1 Crystal Palace-Reading 2–2 Gillingham-Nott. Forest 2–1 Rotherham-Bradford 1–2 Stoke-Watford 3–1 West Brom-Coventry 3–0 West Ham-Walsall 0–0 Wigan-Crewe 2–3 Staðan: Norwich 33 18 10 5 50:27 64 West Brom 35 18 10 7 49:30 64 Wigan 34 15 12 7 48:35 57 Sheff. Utd 34 16 7 11 50:41 55 West Ham 34 13 15 6 46:32 54 Ipswich 34 15 8 11 62:54 53 Millwall 34 14 11 9 41:33 53 Reading 35 15 8 12 44:47 53 Sunderland 31 14 9 8 41:31 51 C. Palace 35 14 9 12 55:50 51 Coventry 35 12 13 10 44:39 49 Preston 34 14 8 12 50:43 50 Stoke 34 14 8 12 49:46 50 Cardiff 34 12 10 12 53:43 46 Crewe 34 12 8 14 43:46 44 Rotherham 34 10 11 13 40:47 41 Watford 34 10 10 14 40:47 40 Burnley 35 9 13 13 47:56 40 Nott. Forest 35 9 11 15 42:45 38 Walsall 35 9 11 15 36:47 38 Gillingham 33 11 7 15 35:46 40 Derby 34 8 11 15 35:54 35 Bradford 35 8 5 22 29:52 29 Wimbledon 33 5 3 25 28:66 18 Þurfti að sanna mig Hollenski markahrókurinn Ruud van Nistelrooy skoraði bæði mörk Manchester United gegn Fulham á Old Trafford í gær og tryggði liðinu sæti í undanúrslitum bikarsins. TVEGGJA MARKA MAÐUR Hollendingurinn Ruud van Nistelrooy skoraði bæði mörk Manchester United gegn Fulham í gær og fagnar hér öðru markana ásamt Cristiano Ronaldo. MIKAEL FORSSELL Finninn markheppni sést hér fagna fyrra marki Birmingham í gær. Birmingham vann Bolton í ensku úrvalsdeildinni í gær: Upp í fimmta sætið FÓTBOLTI Birmingham skaust upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeild- arinnar í gær þegar liðið bar sig- urorð af Bolton, 2–0, á St. Andrews, heimavelli sínum. Finninn Mikael Forssell skor- aði fyrra markið á 24. mínútu, hans fjórtánda í deildinni á tíma- bilinu, og Bryan Hughes gull- tryggði sigurinn á 72. mínútu með öðru marki. Birmingham er nú taplaust í síðustu átta deildar- leikjum og var sigurinn í gær sætur fyrir Steve Bruce, knattspyrnustjóra liðsins, sem var að stýra liðinu í sínum hundr- aðasta leik. Bruce var himinlifandi eftir leikinn og hrósaði sínum mönnum í hástert. „Ég þreytist aldrei á að segja hvað ég er stoltur af þessum strákum. Sú staðreynd að við skulum vera fyrir ofan Liverpool segir meira en mörg orð um strákana mína,“ sagði Bruce. Leikmenn Bolton eru með böggum hildar eftir tapið gegn Middlesbrough í úrslitum enska deildabikarsins um síðustu helgi og voru arfaslakir. Jay-Jay Okocha, fyrirliði liðsins, var tekinn af velli um miðjan síðari hálfleik og kórónaði slakan leik með því að strunsa beint í bún- ingsklefann í bræði sinni. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.