Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 46
Frídagurinn minn getur í raunlent á hvaða degi sem er. Í starfi óperusöngvarans veltur frí- dagurinn á því hvenær tónleikar eru haldnir, en þeir geta verið hvaða vikudag sem er,“ segir Hulda Björk Garðarsdóttir óperu- söngkona, sem um þessar mundir tekur þátt í uppfærslunni á Brúð- kaupi Fígarós sem sýnd er í Ís- lensku óperunni. Sýning var á Brúðkaupi Fíg- arós í gærkvöldi. Hulda Björk segist ekki eiga neina möguleika á að hvíla sig í dag þrátt fyrir að löngunin sé til staðar. Óskastaðan sé að liggja með tærnar upp í loft- ið og leika sér síðan með fjöl- skyldunni. „Ég þarf að undirbúa mig fyrir tvenna tónleika, annars vegar hádegistónleika í Íslensku Óperunni á þriðjudag og hins veg- ar tónleika sem haldnir eru dag- inn eftir í Salnum Kópavogi. Frídeginum er því varið við æf- ingar og nótnalestur.“ Hulda segist finna fyrir vori í lofti. „Eins og undanfarnir dagar eru búnir að vera finnst mér freistandi tilhugsun að keyra út úr bænum. Ég og maðurinn minn erum hvorugt borgarbörn. Sveit- in, fjöllin og náttúran kalla því sterkt á okkur. Við erum bæði mikið fyrir útiveru og reynum hvað við getum að sinna því áhugamáli á frídeginum.“ Hulda Björk var fastráðin við Íslensku óperuna í ársbyrjun 2003 og hafa hlutverk hennar þar verið hirðmey lafði Macbeth í óperunni Macbeth, Madama Butterfly og Elvira í óperutvennunni Madama Butterfly & Ítalska stúlkan í Alsír og nú síðast Súsanna í Brúðkaupi Fígarós. „Eins og staða söngvara er í landinu tel ég forréttindi að vera með fastráðningu. Fá stöðugildi bjóðast söngvurum hér á landi miðað við aðra lista- menn og má þá nefna hljómlist- armenn. Þrátt fyrir mikinn fjölda atvinnusöngvara hér á landi erum við því miður ekki komin svo langt á leið að eiga fleiri fastar stöður. Leiðin fyrir flesta liggur því út.“ ■ 46 7. mars 2004 SUNNUDAGUR Vikan sem er fram undan verð-ur erilsöm, en það er allt í lagi. Þá mun spenningur liggja í loftinu á þriðjudag því klukkan níu um morguninn hefst miðasala á Netinu í fyrsta sinn í sögu List- hátíðar. Fljótlega mun koma í ljós hvaða atriði það eru sem njóta mestra vinsælda. Ég hef grun um hvað það verður en ég vil samt ekki segja það strax upphátt. Það er gaman að spá í spilin og segja eftir á: „Ég vissi það“,“ segir Guð- rún Kristjánsdóttir, kynningar- stjóri Listahátíðar í Reykjavík. Guðrún segir að vinnuálagið eigi eftir að vaxa jafnt og þétt fram að Listahátíð. „Ég hef stund- um líkt Listahátíð við blóm sem springur út á vorin. Um leið og það gerist mun ég uppskera allt sem á undan er gengið. Ég hef í hyggju að fara á sem flesta list- viðburði. Sumir eru reyndar tvisvar en ég hugsa að ég láti duga að fara bara annað skiptið,“ segir hún og hlær. Sama dag og miðasalan verður opnuð á þriðjudag verða nákvæm- lega 35 ár liðin frá því að Lista- hátíð í Reykjavík var formlega stofnuð. Áhugi erlendra blaða- manna hefur vaxið jafnt og þétt og fjölmargir hafa boðað komu sína til landsins. „Aukinn áhugi á Íslandi á þarna einhvern hlut að máli. Þá kemur til með að skipta máli fyrir framtíðina að hér eftir verður hátíðin haldin árlega. Þeg- ar viðburðir á borð við Listahátíð verða samfelldir er eins og fleiri frétti af þeim og um leið mun listaheimurinn hér á landi fá byr undir báða vængi.“ ■ Vikan sem verður GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR ■ kynningarstjóri Listahátíðar Reykjavíkur. Erill mun einkenna vikuna. Frídagurinn HULDA BJÖRK GARÐARSDÓTTIR ■ óperusöngkona ætlar að verja frídeginum í nótnalestur og æfingar. Imbakassinn Fréttiraf fólki Spenningur fylgir opnun miðasölu ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Mikhail Fradkov. ÍA. Batman. Fjöllin og sveitin kalla HULDA BJÖRK GARÐARSDÓTTIR Hulda Björk syngur hlutverk Súsönnu í Brúðkaupi Fígarós, sem Íslenska óperan sýnir um þessar mundir. Þetta er í annað sinn sem hún syngur þetta hlutverk. Fyrsta skiptið var í London. Þetta stöff er í toppklassa! Ég á ’edda líka í rauðu og grænu! Ekki í bláu, en ég get svo sem reddaðí! GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR „Ég hef stundum líkt Listahátíð við blóm sem springur út á vorin. Um leið og það gerist mun ég uppskera allt sem á undan er gengið.“ Spjallþáttastjórnandinn Gísli Marteinn Baldursson og Mikael Torfason, rit- stjóri DV, mættust í sögulegu símaviðtali í þættinum King Kong á Skon- rokki í gærmorgun. Báðir eru með kjaftinn fyr- ir neðan nefið þannig að það sem átti að verða stutt spjall teygðist í klukku- stundarlanga kappræðu og umsjónar- mennirnir Steinn Ármann Magnús- son og Jakob Bjarnar Grétarsson máttu sín lítils meðan hinir munn- hjuggust. Gísli Marteinn klykkti svo út með því að sér fyndist það alls ekki svo galið að hann yrði framtíð- arleiðtogi Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup er Svínasúpan vinsælasti þáttur Stöðvar 2 með 26,8% áhorf. Óskar Jónasson leikstjóri segir allt á huldu um hvort fram- hald verði á gerð súpunnar en hún hefur verið ritskoðuð vegna ljóts orðbragðs og nektar. Aðdá- endur þáttanna voru því frekar svartsýnir á framhaldið en nýj- ustu tölur gætu breytt útlitinu. Ég er reiður... KRISTINN SNÆLAND LEIGUBÍLSTJÓRI ...vegna þess að það er útlit fyrir það að þessir grænmetisforstjórar sem læddust um í Öskjuhlíðinni verði ekki dæmdir fyrir það sem þeir létu fyrirtækin gera. Þetta hlýt- ur að þýða það að ég geti drepið mann með skóflu og látið svo dæma skófluna. Það er mergurinn málsins. Þetta situr á sál minni og mér finnst eins og þjóðfélagið sé að misþyrma mér ef þessir menn verða ekki dæmdir í fangelsi. Fréttiraf fólki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.