Fréttablaðið - 08.03.2004, Síða 1

Fréttablaðið - 08.03.2004, Síða 1
● ber uppi lágmenningarkvöld Russ Meyer: ▲ SÍÐA 26 Meistari ljós- bláu myndanna KJARASAMNINGAR „Ég er sáttur og held að þegar menn fara að skoða þetta í rólegheitum þá sé þetta mjög merkilegur samningur. Í fyrsta sinn er tekið á samtrygging- arhluta lífeyrissjóðanna, við erum að koma með nýja launatöflu sem er mikil framtíð í og við fáum festu í starfsmenntamálum og síðan er búið að endurraða hverju einasta starfi inn í nýja launatöflu,“ sagði Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambandsins á mið- nætti þegar skrifað hafði verið und- ir nýjan kjarasamning milli Starfs- greinasambandsins og Samtaka at- vinnulífsins sem gildir til næstu fjögurra ára. Í sama streng tók Sigurður Bessason, formaður Eflingar stétt- arfélags, eftir að Flóabandalagið hafði undirritað nýjan kjarasamn- ing við Samtök atvinnulífsins. „Að vísu er það þannig að þegar við komum að svona samningsgerð, þá er það þannig á endanum að við verðum að meta heildina, bæði smátt og stórt. Víst hefði ég viljað sjá launatölurnar hærri en við erum að semja hér til langs tíma og til stöðugleika. Síðan er ég sannfærður um að það er mikið verðmæti fólgið í nýju launatöflunni. Þegar sá hluti er skoðaður með þá held ég að við munum sjá hér verulegar breyting- ar á launatölum almennt inni í samningunum. Í heildina tekið þá er þetta nokkuð góður samningur,“ sagði Sigurður Bessason. Ari Edwald segir að Samtök at- vinnulífsins geti þokkalega vel við unað þótt sú launa- og kostnaðar- hækkun sem í samningunum felist sé nokkru meiri en atvinnulíf ná- grannalandanna búi við. Samningarnir fela í sér ríflega 15% kostnaðarhækkun fyrir at- vinnurekendur á samningstíman- um. Almenn laun hækka strax um 3,25% og að auki um 1% samkvæmt nýrri launatöflu. Á næsta ári hækka laun um 3%, 2006 um 2,5% en þá bætist einnig við 1% vegna nýrrar launatöflu. Árið 2007 hækka laun um 2,25%. Þá hækkar framlag atvinnurek- enda í lífeyrissjóði í 8% á samnings- tímanum. Orlofs- og desemberupp- bætur hækka í samræmi við al- mennar launabreytingar. Þá hækka lágmarkslaun strax úr 93.000 krón- um í 100.000 krónur. Sjá nánar bls. 4 the@frettabladid.is MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 MÁNUDAGUR BARÁTTUDAGUR KVENNA Al- þjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag. Af því tilefni verður haldinn opinn fundur í BSRB-salnum að Grettisgötu 89 klukkan 17. Þar verður meðal annars flutt erindi um konur í friðarferli og uppbyggingu. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VINDASÖM VIKA FRAMUNDAN Og blaut en ákaflega hlý. Í dag verður víða allhvasst eða hvasst og eins og spárnar líta út þennan daginn lægir ekki að neinu gagni fyrr en á föstudaginn. Sjá síðu 6. 8. mars 2004 – 67. tölublað – 4. árgangur ● fíknin getur drepið hvern sem er Þorsteinn Jónsson: ▲ SÍÐA 30 Kvikmyndaði sorgarsögur í Byrginu Guðbjartur ÍS 16: ▲ SÍÐA 18 Áhöfnin sem skoraði á Vigdísi DEILAN LEYST Nýr aksturssamningur Heilsugæslunnar og starfsmanna í heima- hjúkrun var undirritaður í gær. Formaður BSRB segir mikinn létti að deilan skuli vera leyst. Sjá síðu 2 ÓTTAST NIÐURSKURÐ Skólastjórn- endur framhaldsskólanna óttast niðurskurð á fjárveitingum í kjölfar bréfs frá Mennta- málaráðuneytinu. Menntamálaráðherra vís- ar á bug ásökunum um niðurskurð. Sjá síðu 6 ÁTTU EKKI PENING Væntanlegir kaupendur Hótels Arkar gátu ekki greitt umsamda útborgun, að sögn Jóns Ragnars- sonar seljanda hótelsins. Kaupendurnir íhuga málsókn. Sjá síðu 8 HÖFNUÐU RANNSÓKN Tillögu sjálf- stæðismanna um óháða rannsókn í tengsl- um við mál Tetra Íslands var hafnað í stjórn Orkuveitunnar. Guðlaugur Þór Þórðarson telur kaup á Irju hafa verið fáránleg. Sjá síðu 10 BAGDAD, AP Fulltrúar sjía-múslima í framkvæmdaráðinu í Írak segjast munu undirrita bráðabirgðastjórn- arskrána í dag, óbreytta. Fimm sjía- múslimar í ráðinu höfðu neitað að undirrita stjórnarskrána á föstudag vegna andstöðu trúarleiðtogans Ayatollah Ali al-Husseini al-Sistani. Fimmmenningarnir fóru á fund al-Sistanis í helgu borginni Najaf í gær til að reyna að finna lausn á deilunni um innihald stjórnarskrár- innar. Al-Sistani hafði gert athuga- semdir við ákvæði sem gefur kúrd- um í Norður-Írak neitunarvald þeg- ar efnt verður til þjóðaratkvæða- greiðslu um varanlega stjórnarskrá í lok ársins 2005. Fulltrúar kúrda í framkvæmdaráðinu sögðu að það kæmi ekki til greina að breyta þessu ákvæði og því varð að fresta undirritun stjórnarskrárinnar. Eftir fundinn í Najaf lýsti forseti framkvæmdaráðsins því yfir að samkomulag hefði náðst við sjía- múslima og engar breytingar yrðu gerðar á stjórnarskránni. ■ Búið að semja Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið undirrituðu á miðnætti nýj- an kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Samið um 15% launahækk- un næstu fjögur ár. Framlag í lífeyrissjóði hækkar í 8%. Samkomulag náðist við fulltrúa sjía-múslima: Stjórnarskráin undirrituð í dag SAMNINGAR UNDIRRITAÐIR Eftir nokkuð langa og stranga lokalotu kjaravið- ræðna á almennum markaði voru nýir kjarasamningar undirritaðir á miðnætti. Einstök aðildarfélög Starfsgreinasam- bandsins og Flóabandalagsins afgreiða samningana á næstu þremur vikum. SÍF og SH: SÍF kaupir 23% í SH VIÐSKIPTI SÍF hefur keypt 23,16% Ís- landsbanka í Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna. Keypt var á genginu 5,85 og kaupverðið því ríflega tveir millj- arðar króna. Markmið kaupanna er að auka og efla samstarf félaganna, sérstaklega á erlendri grund, að því er fram kemur í fréttatilkynningu vegna við- skiptanna. Landsbanki og Burðarás eru stærstu hluthafarnir í SH, með yfir helmingshlut. Síðasta sumar lýsti bankastjóri Landsbankans því yfir að hann teldi sameiningu félaganna óhjákvæmilega. Líkur eru á því að skriður komist á þau mál í kjölfar kaupa SÍF á þessum hlut. Árni Tómasson og Hjörleifur Jakobsson verða tilnefndir í stjórn SH fyrir hönd nýrra hluthafa en aðalfundur félagsins verður á föstu- daginn. ■ innlit ● fasteignasali vikunnar ▲ FYLGIR BLAÐINU Í DAG Bláber og rjóma utan á húsið Kolbeinn Sigurjónsson: Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 23 Sjónvarp 28 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FORSETI FRAMKVÆMDARÁÐSINS Mohammed Hussein Bahr al-Ulloum, forseti íraska framkvæmdaráðsins, segir að sam- komulag hafi náðst um nýju bráðabirgðastjórnarskrána. ● rennir hýru auga til rannveigar rist Kröfuganga á Haítí: Skotið á fólk á götum úti HAÍTÍ, AP Þúsundir manna söfnuðust saman í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, til að krefjast þess að Jean- Bertrand Aristide, fyrrverandi for- seti landsins, yrði ákærður fyrir spillingu og morð og dreginn fyrir rétt. Að minnsta kosti einn maður lést og fjöldi særðist þegar vopnaðir menn tóku að skjóta á mannfjöldann. Að sögn sjónarvotta voru það her- skáir stuðningsmenn Aristides sem skutu á fólkið. Bandarískir og franskir friðargæsluliðar sem höfðu fylgst með göngunni reyndu að koma særðum til hjálpar. ■ ARISTIDE BRENNUR Kveikt var í skilti með mynd af Jean- Bertrand Aristide, fyrrverandi forseta Haítí, í höfuðborginni Port-au-Prince.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.