Fréttablaðið - 08.03.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.03.2004, Blaðsíða 8
8 8. mars 2004 MÁNUDAGUR Dapurlegt hlutskipti „Það er dapurlegt að þurfa að hafa áhyggjur af fjármálunum eftir starfslok, sérstaklega ef heilsan er í lagi og maður er til- búinn að njóta lífsins.“ Gunnar Baldvinsson, forstöðumaður hjá Íslands- banka, um lífeyrissparnað. Fréttablaðið, 7. mars. Hrygg braut „Hringbrautin er enn á sínum stað. Senn verður hún hrygg braut. En það er ekki of seint að hætta við. Kallið útboðið inn.“ Hallgrímur Helgason rithöfundur, um færslu Hringbrautar. Morgunblaðið, 7. mars. . Skipti konunni „Ég skipti konunni í tíu parta, byrja á tánum og helst svo upp úr.“ Árni Ísleifsson um djasssvítuna „Portrait of a Woman“. Fréttablaðið, 7. mars. Orðrétt Fyrrverandi leigjandi rekstar á Hótel Örk: Segist tapa 2 til 5 milljónum króna VIÐSKIPTI „Mér sýnist að við mun- um tapa 2-5 milljónum króna á þessu,“ sagði Ágúst Ólason sem var búinn taka Hótel Örk á leigu til 15 ára ásamt bróður sínum. Þeir leigðu Hótel Örk af Örk ehf. sem er í eigu Jónasar A.Þ. Jónassonar, sem taldi að hann væri búinn að ganga frá samningum um kaup á hótelinu. Bræðurnir tóku við rekstrinum mánaðamótin janúar - febrúar síðastliðin. Umsamið hafi verið að ef salan til Arkar ehf. gengi ekki eftir myndu þeir leigja reksturinn beint af Jóni Ragnars- syni veitingamanni. Á þriðjudag í síðustu viku hafi óvænt birst tveir menn á hótelinu og bannað sér að fara um hótelbygginguna nema til að yfirgefa hana, því búið væri að selja hótelið öðrum aðilum. „Ég fékk ekki að fara á salernið nema í fylgd,“ sagði Ágúst. Ágúst sagði enn fremur, að þeir bræður ættu allan lager á hótelinu, en væru ekki búinn að fá hann upp- gerðan enn sem komið væri. Þá hefði ekki verið virtur sex mánaða uppsagnarfrestur sem þeir hefðu átt rétt á samkvæmt lögum. „Ég lenti þarna í bæði vopnuðu og óvopnuðu ráni á fáeinum dög- um,“ sagði Ágúst, sem lenti í því fyrir skömmu að verja hótelið fyr- ir tveimur ræningjum og var skor- inn með hníf í þeim átökum. ■ Áttu ekki peninga til kaupa á hótelinu Væntanlegir kaupendur Hótel Arkar gátu ekki greitt umsamda útborgun, að sögn Jóns Ragnarssonar, seljanda hótelsins. Þess vegna hafi hann selt öðrum það. Hann segir heiðursmannasamkomulag um meðferð kaupsamnings hafa verið brotið. VIÐSKIPTI „Sannleikurinn í þessu máli er einfaldlega sá að væntan- legir kaupendur Hótels Arkar voru ekki tilbúnir með umsamda útborgun þegar ganga átti form- lega frá sölunni, þrátt fyrir að þeir hafi fengið 20 daga frest frá þeim tíma sem kaupsamningur kvað á um,“ sagði Jón Ragnarsson veitingamaður um fréttir Ríkis- sjónvarpsins þess efnis að hann hefði selt tveimur aðilum hótel Örk í Hveragerði á sama tíma. Jón sagði algjörlega fráleitt að fara fram með málið á þann hátt sem gert hefði verið, með einhlíta umfjöllun, sem væri í grundvall- aratriðum röng. „Samningur um kaup Jónasar A.Þ. Jónassonar á Hótel Örk var gerður í janúar,“ sagði Jón. „Sam- kvæmt honum átti að greiða 82 milljónir króna þann 30. janúar sl. Þegar átti að fara að borga sögðu væntanlegir kaupendur að þeir væru ekki búnir að afla nægilegs fjármagns. Þeir sögðust greiða þetta að mestu leyti næstu daga, en eigi síðar en 20. febrúar þegar fullnaðargreiðsla útborgunarinn- ar myndi eiga sér stað. Ég féllst á það að gefa þeim þennan frest, einkum í ljósi þess að þeir ætluðu að dreifa þessari greiðslu en ljúka henni endanlega 20. febrúar.“ Jón kvaðst hafa haft samband við þá af og til á tímabilinu, en þeir hafi ekki getað útvegað neina fjármuni á þeim nótum sem um hafi verið samið. Þeir hafi boðið lausamuni upp í, þar á meðal „yfirveðsettar bíldruslur“. Þann 20. febrúar hafi hann mætt á fund til að ganga frá samningn- um og taka við fullnaðarútborg- un. En þá hafi hvorki fasteigna- salinn sem sá um kaupin né kaup- andinn verið mættur. Jón kvaðst hafa beðið í um klukkustund án árangurs. „Síðan fór ég heim og þá hring- ir fasteignasalinn í mig undir klukkan sjö um kvöldið og segir að þeir geti hugsanlega borgað um það bil helming. Ég sagði að þetta væri búið og gert, tíminn væri runninn út og fresturinn sem þeir hefðu fengið líka. Þeir hefðu ekki peninga sem samið hafi verið um og samningurinn því ekki lengur í gildi. Ég myndi því selja öðrum kaupendum sem væru að eigninni. Ég gekk síðan til samstarfs við aðra aðila sem voru tilbúnir til að ganga inn í samninginn.“ Jón kvaðst undrandi á að kaup- samningurinn við Jónas væri kominn í umferð ef svo mætti segja. Hann hafi verið í vörslu lögmanns fasteignasölunnar, Þór- arins Jónssonar. Algjört heiðurs- mannasamkomulag hafi verið gert milli lögmannaaðila um að hann yrði geymdur þar og ekki afhentur nema með samþykki, beggja og ekki fyrr en búið væri að greiða umsamda greiðslu, þ.e. 82 miljónirnar. „En svo afhendir lögmaðurinn þeim samninginn, án þess að fullnaðarútborgun hafi verið grei- dd, sem er vítavert brot á sam- komulagi,“ sagði Jón. „Þeir fóru með hann til sýslumannsembætt- isins og ætluðu að þinglýsa hon- um. En þá var ég bara búinn að selja öðrum. Ég gekk frá þeirri sölu strax daginn eftir að frestur- inn rann út þann 20. febrúar.“ jss@frettabladid.is Fór ekki í bað í tíu ár: Þveginn á miðju torgi KENÍA, AP Nágrannar 52 ára Keníamanns, sem hafði ekki far- ið í bað í tíu ár, tóku sig til og þvoðu hann með valdi. Maðurinn sat bundinn við stól á miðju torgi á meðan fjórir ná- grannar hans þvoðu hann með vatni og sápu. Að sögn dagblaðsins Kenya Times tók það um það bil fjórar klukkustundir að ná af honum öllum skítnum. Þrátt fyrir nokkra mótspyrnu var maður- inn hæstánægður með árangur- inn af þvottinum og hefur heitið því að fara framvegis í bað einu sinni á dag. ■ Héraðskosningar í Austurríki: Haider vann óvænt VÍN, AP Frelsisflokkur austurríska þjóðernissinnans Jörgs Haider vann óvæntan sigur í kosningum í héraðinu Kärnt- en. S a m k v æ m t fyrstu tölum fékk Frelsis- flokkurinn 42,4% atkvæða og er Haider því nokk- uð öruggur um að geta setið áfram í embætti landstjóra í Kärnten. Þjóðar- flokkur Wolf- gangs Schüssel, kanslara Austur- ríkis, beið afhroð í héraðskosning- unum. Frelsisflokkurinn hefur innan við tíu prósenta fylgi á landsvísu. ■ Ert þú gæðablóð? Blóðbankabíllinn verður við Keflavíkurflugvöll í dag, miðvikudag kl. 9.30 - 17.00. ÁGÚST ÓLASON Segist hafa lent í tveimur ránum á skömm- um tíma, öðru vopnuðu, hinu óvopnuðu. Þessi mynd var tekin af honum á Hótel Örk þegar hann var nýbúinn að fást við tvo ræningja sem fóru ruplandi um hótelið og særðu hann með hnífi. HÓTEL ÖRK Styr stendur um söluna á Hótel Örk. Fyrra kauptilboð gekk ekki eftir, þar sem skorti á umsamda útborgun. Hótelið var því selt öðrum. JÓN RAGNARSSON Segir sölu hótelsins hafa verið með eðlilegum hætti eftir það sem á undan var gengið. Sveinn Jónatansson, lögmaður Jónasar A.Þ. Jónssonar: Íhuga bótakröfur og kæru VIÐSKIPTI „Menn telja að þarna sé verið að vanefna fyrri kaup- samninginn við Jónas A.Þ. Jóns- son, sem átti að gilda,“ sagði Sveinn Jónatansson, lögmaður Jónasar, um söluferlið á Hótel Örk. Sveinn sagði, að kaupsamn- ingnum við Jónas hafi aldrei verið rift með formlegum hætti. „Hafi honum verið rift þá tel ég það vera með ólögmætum hætti, þar sem skilyrðum ritun- ar samkvæmt fasteignakaupa- lögum hafi ekki verið fullnægt,“ sagði Sveinn. „Þarna er um að ræða greiðsludrátt upp á einn dag og vanefnd á greiðslu hluta kaupverðs sem nemur um það bil 5% af heildarkaupverðinu. Ég tel að það myndi aldrei verða litið á það sem verulega van- efnd.“ Sveinn sagði að nú væri verið að skoða réttarstöðu Jónasar varðandi þetta atriði. Jafnframt væri verið að athuga hvort sett- ar yrðu fram bótakröfur á Jón Ragnarsson, seljanda hótelsins. Enn fremur væri verið að at- huga réttarstöðu leigutakanna, þar sem fyrrum eigandi hótels- ins hefði verið búinn að taka við leigu fyrir febrúar og því kom- inn á leigusamningur. Loks kæmi til greina að kæra lög- mann seljanda, Axel Kristjáns- son, til Lögmannafélags Íslands, þar sem hann hafi, auk þess að vinna að hagsmunum Jóns, ver- ið hagmunagæsluaðili fyrir Lánasýslu ríkisins í þessu máli. „Umbjóðandi minn er á því að þarna hafi samningur verið brotinn mjög gróflega,“ sagði Sveinn. „Þarna erum við að tala um samning upp á 500-600 millj- ónir.“ ■ MÓTMÆLI Þúsundir mótmæltu áætlun Sameinuðu þjóðanna um sameiningu eyjarinnar. Sameining Kýpur: Meirihlutinn ósáttur KÝPUR, AP Meirihluti íbúa hins gríska hluta Kýpur er ósáttur við áætlun Sameinuðu þjóðanna um sameiningu eyjarinnar, ef marka má skoðana- kannanir. Margir segjast ekki skilja út á hvað áætlunin gengur. Í einni könnun sögðust 63 prósent aðspurðra mundu greiða atkvæði gegn sameiningunni þar sem í áætl- un Sameinuðu þjóðanna væri tekið meira tillit til hagsmuna íbúa hins tyrkneska hluta eyjarinnar. Hlutfall óákveðinna er mjög hátt í flestum könnunum enda viðurkenna margir að þeir skilji ekki hvað felist í áætl- uninni. Stefnt er að því að halda þjóðarat- kvæðagreiðslu um sameininguna fyrir 21. apríl. ■ SIGURVISS Þjóðernissinninn Jörg Haider brosti sínu breiðasta þegar fyrstu tölur voru birtar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.