Fréttablaðið - 08.03.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.03.2004, Blaðsíða 10
10 8. mars 2004 MÁNUDAGUR NAPÓLEON SNÝR AFTUR Franski leikarinn Pierre Martinez brá sér í gervi Napóleons Bónaparte í tilefni af því að 189 ár eru liðin frá því að keisarinn sneri aftur til Frakklands eftir að hafa verið í útlegð á eynni Elbu. Forsetaframbjóðandinn John Kerry: Hefði sent her til Haítí NEW YORK, AP Tilvonandi forseta- efni Demókrataflokksins í Bandaríkjunum gagnrýnir George W. Bush Bandaríkja- forseta harðlega fyrir að hafa ekki gripið til aðgerða til þess að vernda Jean-Bertrand Aristide, forseta Haítí, gegn uppreisnar- mönnunum sem nú hafa náð völdum á eynni. Kerry segir að með aðgerða- leysi Bandaríkjamanna hafi kol- röng skilaboð verið send til þessa heimshluta og það hafi verið skammsýni af hálfu bandarískra stjórnvalda að verja ekki lýð- ræðislega kjörinn leiðtoga gegn uppreisn. Sjálfur segir hann ekki mundu hafa hikað við að senda herlið til þess að skakka leikinn. Talsmenn forsetans segja hins vegar að vandi Aristide hafi verið sjálfsprottinn og hann hafi sjálfur grafið undan lög- mæti sínu í embætti. Kerry lýsti því einnig að hann teldi að völd utanríkis- ráðuneytisins væru óeðlilega lít- il hjá núverandi stjórn og að Colin Powell utanríkisráðherra hafi ekki fengið að rækja hlut- verk sitt á þann hátt sem eðli- legt væri. ■ Stjórn Orkuveitunnar vildi ekki rannsókn Tillögu sjálfstæðismanna um óháða rannsókn í tengslum við mál Tetra Íslands var hafnað í stjórn Orkuveitunnar. Guðlaugur Þór Þórðarson telur kaup á Irju hafa verið fáránleg. TETRA ÍSLAND Tillaga fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í stjórn Orku- veitu Reykjavíkur um að óháður fagaðili yrði fenginn til að meta viðskipti Orkuveitunnar í tengsl- um við Tetra Ísland var felld. Lagt var til að gerð yrði sérstök úttekt á rekstri, viðskiptaáætlunum og fjárhagslegri stöðu Tetra Íslands, áreiðanleika þeirra upplýsinga sem stjórn Orkuveitu Reykjavík- ur hefur fengið um fyrirtækið og því hvort stjórn Orkuveitunnar hafi vísvitandi verið leynd upp- lýsingum. Eins og kunnugt er stendur Tetra Ísland frammi fyrir miklum rekstrarvanda og hefur stjórn félagsins samþykkt heimild til þess að leita formlega eftir nauða- samningum. Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi og stjórnarmaður í Orkuveitunni, segir að því miður séu viðvörunarorð minnihluta Sjálfstæðisflokks að koma í ljós. „Þetta ævintýri allt saman kemur með beinum hætti niður á við- skiptavinum Orkuveitunnar, eins og sýndi sig best þegar OR þurfti að hækka verð á heitu vatni til að refsa Reykvíkingum fyrir gott veður,“ segir Guðlaugur Þór. Í bókun minnihlutans er fullyrt að kaup Línu nets á Irju, sem síð- ar rann inn í Tetra Ísland, fyrir 250 milljónir árið 1999 hafi verið „í senn óskiljanlegur og ábyrgðar- laus gjörningur“. Þegar Irja varð hluti af Tetra Íslandi varð Orku- veitan hluthafi í félaginu, fyrst í gegnum Línu net og síðan beint eftir að hlutur Línu nets var keyptur til Orkuveitunnar. Sjálfstæðismenn segja í bókun sinni að ýmsir þeir sem þekkt hafi til stöðu Irju hafi talið fyrirtækið um þrjátíu milljón króna virði en á þessum tíma hafi félagið tryggt sér samning um rekstur tetra kerf- is eftir að hafa boðið stórlega miklu lægra verð í reksturinn en k e p p i n a u t a r þess. Guðlaugur Þór fullyrðir að þetta undirboð hafi frá upphafi verið dæmt til þess að valda félaginu stór- felldum rekstr- arerfiðleikum. G u ð l a u g u r Þór bendir á að allt fram á síð- asta haust hafi fyrirspurnum m i n n i h l u t a S j á l f s t æ ð i s - flokks um stöðu Tetra Íslands ver- ið svarað með þeim hætti að reksturinn væri í góðu horfi og færi batnandi. Þannig hafi fyrir- spurnum minnihlutans um stöðu félagsins verið svarað í ágúst síð- astliðnum með þeim hætti að „engin ástæða [væri] til annars en að ætla að félagið [Tetra Ísland] [myndi] rétta við nú þegar friður hef[ði] komist á um starfsemina og stjórnendur félagsins [gætu] einbeitt sér að uppbyggingu þess markaðslega.“ „Ég get ekki fundið nein rök fyrir því af hverju menn keyptu þetta fyrirtæki á þessu verði. Eng- in svör hafa komið fram eða nein- ar röksemdir, hvorki þá né nú, sem útskýra af hverju farið var út í jafn fáránleg kaup og raun ber vitni,“ segir Guðlaugur Þór. ■ Lækningar: Rafboð gegn flogaveiki VÍSINDI Vísindamenn í Frakk- landi og víðar eru nú að rann- saka hvort heilagangráður geti hjálpað til að lækna flogaveiki, þunglyndi og ýmiss konar áráttuhegðun. Washington Post greinir frá því að rannsóknir hafi verið gerðar á mönnum. Í rannsókn- unum hefur litlu raftæki, sem sendi nákvæm rafboð á ákveðin svæði í heilanum, verið komið fyrir undir húðinni. Alim-Lous Benabid, taugalæknir við Há- skólann í Grenoble í Frakklandi, segir að rannsóknirnar gefi vís- bendingar um að nýtt skeið sé að renna upp í lækningum á ýmsum sjúkdómum sem hingað til hafa verið taldir ólæknan- legir. ■ FJÖLMENNAR MÓTMÆLAAÐ- GERÐIR Allt að 80.000 manns söfnuðust saman í miðborg Ankara í Tyrklandi til að mót- mæla áformum ríkisstjórnarinn- ar um að umbreyta stjórnkerfi landsins, meðal annars með því að draga úr miðstýringu. Al- menningur óttast að breytingarn- ar muni hafa í för með sér upp- sagnir fjölda opinberra starfs- manna. Báti hvolfdi: Fjórir ferðamenn taldir af BALTIMORE, AP Óttast er að allt að fjórir hafi drukknað þegar báti með 25 manns innanborðs hvolfdi nálægt höfninni í Balti- more í Bandaríkjunum. 22 var bjargað úr sjónum en í gærkvöld var þriggja farþega enn saknað. Ein kona lést á sjúkrahúsi en tveir aðrir farþegar eru enn í lífshættu. Báturinn var í útsýnissiglingu um einn og hálfan kílómetra frá landi þegar snörp vindhviða feyk- ti honum á hvolf. Allir sem um borð voru féllu útbyrðis en hvor- ki farþegarnir né áhöfnin voru í björgunarvesti. Engar líkur er taldar á því að fleiri eigi eftir að finnast á lífi þar sem sjórinn var aðeins um fimm gráðu heitur. ■ JOHN KERRY Hefði viljað að Bandaríkja- menn stöðvuðu uppreisnina á Haítí. ■ Evrópa ORKUVEITA REYKJAVÍKUR OR eignaðist hlut í Tetra Íslandi í gegnum kaup Línu Nets á Irju ehf. Það félag rann svo inn í Tetra Ísland. GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON Vildi óháða rann- sókn á málefnum Tetra Íslands. ÞRIGGJA SAKNAÐ Björgunarmenn leita að fólki nálægt höfninni í Baltimore.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.