Fréttablaðið - 08.03.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 08.03.2004, Blaðsíða 14
14 8. mars 2004 MÁNUDAGUR ■ Evrópa HUGAÐUR KJÚKLINGUR Ungur drengur í Hebron gengur framhjá hermanni með alvæpni í gær. Um helgina var Púrim-hátíðin haldin í Ísrael. Ítrekaðar kvartanir íbúanna hafa engu skilað: Ruslahaugur á Háteigsvegi UMHVERFISMÁL Megn óánægja rík- ir meðal íbúa á Háteigsvegi í Reykjavík vegna umfangsmikils ruslahaugs sem verið hefur við eitt húsanna í götunni um langt skeið. Þeir hafa kvartað yfir þessum sóðaskap við hreinsun- ardeild Reykjavíkurborgar og fleiri þar til bærra aðila en án árangurs, enn sem komið er. „Þar hafa þau svör fengist að ekkert sé hægt að gera þar sem um einkalóð sé að ræða,“ sagði einn íbúanna í gær. „Þetta rusl stingur mjög í augu því gatan okkar er annars snyrtileg.“ „Nágrannar geta orðið fyrir ama og óþægindum frá grann- eignum,“ sagði Sigurður Helgi Guðjónsson hæstaréttarlög- maður, formaður Húseigenda- félagsins. „Þeir eiga kröfu á því að nýting granneignanna sé með þeim hætti að ekki valdi þeim ama og vandræðum, en sé með svipuðum hætti og gengur og gerist í borgarsamfélagi. Menn mega ekki gera lóðina sína að ruslahaug. Þar geta komið til grenndarreglur sem veita ná- grönnum rétt. Einnig geta kom- ið til reglur heilbrigðislöggjaf- arinnar og byggingarlöggjafar- innar. Fólk getur því snúið sér til heilbrigðisyfirvalda og bygg- ingaryfirvalda með vandamál af þessum toga. Hin síðarnefndu geta gert viðkomandi að koma þessu í lag að viðlögðum dag- sektum og jafnvel látið vinna verkið á kostnað viðkomandi.“ ■ Lokað á hryðju- verkamenn Hryðjuverkaárásin 11. september 2001 hefur bein áhrif á löggæslu í íslenskum höfnum. Miðbakkinn verður girtur af við komu skemmtiferðaskipa. Landhelgisgæslan þarf heimild til að leita á skipverjum og farþegum úti á rúmsjó. Flestar hafnir landsins munubreyta starfsemi sinni á næstu mánuðum til að fyrirbyggja árás- ir hryðjuverkamanna í íslenskum höfnum. Í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september 2001 samþykkti Alþjóðasiglinga- málastofnunin að grípa til að- gerða til að hindra að slíkt gæti komið fyrir í siglingum. Gerðar voru breytingar á alþjóðasam- þykkt um öryggi mannslífa á hafi úti til að fyrirbyggja hryðjuverk og aðrar ógnanir á höfunum. Íslendingar eru á meðal þeirra þjóða sem munu taka upp nýtt öryggis- kerfi við hafnir, svokallaða sigl- ingavernd, þann 1. júlí næstkomandi. Það er und- ir hverri höfn komið hvort hún gerist aðili að sigl- ingavernd en bú- ast má við að þær hafnir sem ekki eru aðilar að hinu alþjóðlega öryggiskerfi geti lent í erfiðleikum með að taka við skipum. Fyrir þær hafnir sem verða aðilar að siglingavernd þarf að gera áhættumat og verndará- ætlun sem hvort tveggja þarf að hljóta staðfestingu Ríkislögreglu- stjóra og Siglingastofnunar. Í framhaldi af því þarf að gera ráð- stafanir til að tryggja að farið verði að ákvæðum alþjóða- samþykktarinnar til að tryggja öryggi hafnar- innar og þeirrar starf- semi sem þar fer fram auk þess að hindra að hryðju- v e r k a m e n n nýti sér skipaflutninga til að koma fram áformum sínum um hermdarverk. Hafnir girtar af Þessa dagana eru starfsmenn hafna á námskeiði í Sjómanna- skólanum þar sem sérfræðingar Siglingastofnunar eru að kynna þeim helstu þætti hins nýja ör- yggiskerfis. Í meginatriðum felst siglingaverndin í eftirliti með skipum sem eru í millilandasigl- ingum. Sigurður Áss Grétars- son, forstöðumaður hjá Siglingastofnun, seg- ir að sam- kvæmt nýju ö r y g g i s - kröfunum þurfi að lýsa upp hafnirnar, girða af svæði þar sem millilandaskip komi að, leita á svæðinu og að lok- um hafa eftirlit með svæðinu þeg- ar skip er í höfn. Flugvélar eru vel þekkt skot- mörk hryðjuverkamanna en hins vegar hafa komið upp dæmi þar sem hryðjuverkamenn hafa beint spjótum sínum að skipum og þá helst skemmtiferðaskipum. Kom- um slíkra skipa til Íslands hefur fjölgað mikið síðustu ár en Sig- urður Áss segir ljóst að nú muni þurfa að hafa aukið eftirlit með þessum skipum sem og kaupskip- um. Girða þurfi af hafnarbakkann þar sem skemmtiferðaskip legg- ist að og hafa náið eftirlit með því hverjir fari um borð í skipin. „Þetta verður ósköp svipað og þetta er í fluginu, nema að þetta verður kannski aðeins einfaldara í sniðum,“ segir Sigurður Áss. „Toll- gæslan mun sjá um leit á fólki en mörg af þess- um skipum e r u r e y n d a r með sinn eig- in leitarbún- að. Ég held að mesta breytingin fyrir hafnirnar verði sú að þær þurfi að vera með færan- legar girðingar sem verði settar upp þegar millilandaskipin komi en síðan teknar niður.“ Ríkislögreglustjóri ákveður vástig Siglingastofnun telur að alla jafna muni siglingaverndin ekki hafa mikil áhrif á notendur hafn- anna. Þó megi búast við að umferð verði stýrt meira en verið hafi og að tilteknum svæðum verði lokað fyrir öðrum en þeim sem hafi heimild til að vera þar á ferli. Almenningur í landinu mun verða var við þetta aukna eftirlit að því leyti að ákveðin hafnarsvæði verða lokuð af um tíma eða varanlega. Til dæmis verður Miðbakkinn í Reykjavík girtur af þegar skemmtiferðaskip leggjast þar að. Auk hafnaryfirvalda og Sigl- ingastofnunar leika Tollgæslan, Ríkislögreglustjóraembættið og Landhelgisgæslan stór hlutverk í þessu aukna eftirliti. Þegar ógn steðjar að ákveður Ríkislögreglustjóri hækkun vá- stigs um borð í skipum eða í höfn- um, að höfðu samráði við Siglinga- stofnun og Landhelgisgæslu nema þegar um bráðatilvik er að ræða, þá tekur hann ákvörðun einn. Gert er ráð fyrir að ríkislögreglustjóri leiti til Landhelgisgæslunnar í þeim tilvikum þegar váatvik kem- ur upp í skipi á siglingu utan hafn- armarka. Landhelgisgæsla þarf að hafa heimild til að gera leit á ein- staklingum og um borð í skipi í samræmi við ákvæði alþjóðlegra samþykkta. Sé um alvarleg váat- vik að ræða, svo sem vopnaða af- brotamenn, gíslatöku eða hryðju- verk, kemur sérsveit ríkislög- reglustjórans að viðbrögðum við ógn eða váatviki á sjó. Vegna Sigl- ingaverndarinnar mun ríkið fjár- festa í vopnum og skotheldum vestum fyrir Ríkislögreglu- stjóraembættið og Landhelgis- gæsluna. ■ SJÁLFSTYRKING Á námskeiðinu lærir þú: Að efla jákvæðni og sjálfsöryggi Að greina eigið samskiptamynstur Að byggja upp markviss tjáskipti Höfundar og leiðbeinendur námskeiðs eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal Skráning í síma 562 3075/552 1110 Netfang: psych.center@mmedia.is Vefsíða: www.salfraedistodin.is Sálfræðistöðin RANNSÓKNARSTÖÐIN Rússneska rannsóknarstöðin sökk í hafið þegar sprunga myndaðist í rekísnum. Strandaglópar á Norðurpólnum: Bjargað um borð í þyrlur MOSKVA, AP Tólf rússneskum vís- indamönnum var bjargað um borð í þyrlur eftir að þeir höfðu verið fastir á rekís við Norður- pólinn í fjóra daga. Vísinda- mennirnir, sem voru að rann- saka loftslagsbreytingar við Norðurheimskautið, misstu nær allan búnað sinn og vistir þegar ísinn undir rannsóknarstöð þeir- ra brotnaði og hún sökk í hafið. Tvær rússneskar björgunar- þyrlur lentu á rekísnum eftir að hafa flogið um 700 kílómetra leið frá Svalbarða. Ekkert amaði að vísindamönnunum en þeir voru fluttir til byggða til að- hlynningar. ■ NÍU FÓRUST Í SNJÓFLÓÐUM Snjó- flóð og flóð hafa orðið að minnsta kosti níu manns að bana í austur- hluta Tyrklands. Fjögurra er enn saknað. ■ Fréttaskýring TRAUSTI HAFLIÐASON ■ skrifar um siglingavernd. SIGURÐUR ÁSS GRÉTARSSON Sigurður Áss segir að eftirlit með skemmti- ferðaskipum verði svipað og með farþega- flugvélum. RUSLAHAUGUR Ruslahaugurinn sem sést á myndinni hefur farið mjög fyrir brjóstið á íbúum á Háteigs- vegi. En þeir hafa ekki fengið hann fjar- lægðan þrátt fyrir tilraunir. ■ Suður-Ameríka SKOTBARDAGI Í FÁTÆKRAHVERFI Að minnsta kosti fimm manns féllu þegar skotbardagi braust út milli lögreglu og fíkniefnasala í fátækrahverfi í norðurhluta Rio de Janeiro í Brasilíu. Á meðal þeirra sem létust var fimmtán ára drengur. Talsmaður lögregl- unnar lofaði guð fyrir það að eng- inn lögreglumaður skyldi falla í átökunum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.