Fréttablaðið - 08.03.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.03.2004, Blaðsíða 18
Jörgen Douglas Carlsson, skipamiðlari í Gautaborg, lést 25. febrúar. Hannes Ágúst Hjartarson lést 2. mars. 13.30 Halldóra Ólafsdóttir verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju mánu- daginn 8. mars. 13.30 Sunna Þórsdóttir verður jarðsung- in frá Fríkirkjunni mánudaginn 8. mars. 13.30 Halldór Helgason, Krummahólum 10, verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 8. mars. 18 8. mars 2004 MÁNUDAGUR ■ Andlát ■ Jarðarfarir ■ Afmæli Fyrstu bandarísku landgöngu-liðarnir sem búnir voru til bardaga stigu á land í Suður-Ví- etnam á þessum degi fyrir 39 árum síðan. Á ferðinni var 3.500 manna herlið sem var meðal annars ætlað að tryggja öryggi bandarískrar flotastöðvar og leysa um leið af suður-ví- etnamska hermenn sem þurfti að nota í bardaga. Fyrstu landgönguliðarnir sem komu til landsins voru í fullum herklæðum og báru M-16 vélbyssur. Þeim var tekið fagn- andi af vegfarendum, suður-ví- etnömskum herforingjum, ví- etnömskum stúlkum með blómsveiga og fjórum banda- rískum hermönnum sem báru borða sem á stóð: „Velkomnir, hugrökku landgönguliðar.“ Suður-víetnömsk hernaðaryf- irvöld sem voru fengin til að biðja Bandaríkjamenn opinber- lega um liðstyrk höfðu þó farið þess á leit að hermönunum yrði komið eins hljóðlega inn í landið og frekast væri unnt. Þessi beiðni var virt að vettugi og fagnaðarlætin voru mikil en þetta var upphaf einnar blóðug- ustu og skelfilegustu hernaðar- aðgerðar Bandaríkjamanna í framandi landi. ■ Hver? Ég er lögmaður, femínisti, náttúruvernd- arsinni, útivistarfrík og sveitakona með brennandi áhuga á mannréttindum. Hvar? Ég er stödd í vinnunni, sem er Mandat lögmannsstofa. Hvaðan? Ég rek ættir mínar til Strandamanna og Norðlendinga. Ég er fædd á Selfossi og alin upp í Laugarási í Biskupstungum. Hvað? Það tók okkur tæp fjögur ár að láta verða að veruleika að sameina konur í lögmannsstétt í eitt félag. Helmingur kvenna í lögmannsstéttinni mætti á stofnfund Félags kvenna í lögmennsku, sem var miklu meira en við bjuggumst við. Þarna er kominn kraftur sem við getum virkjað til að efla hlut kvenna í þessari stétt. Hvernig? Við ætlum okkur að verða sýnilegri. Hug- myndin er að mynda tengslanet og efla félagsandann, meðal annars með því að halda keilumót. Þá eru uppi hugmyndir um að standa fyrir umræðum um hagsmuna- mál kvenna í lögmannsstétt. Hvers vegna? Lögmannsstéttin er klassísk karlastétt. Hingað til höfum við ekki fengið kon- urnar sem útskrifast úr lagadeild í þessa stétt þangað sem konur eiga jafn mikið erindi og karlar. Við viljum ýta á eftir þessari þróun og stuðla að því að jöfn- unin í stéttinni verði að veruleika. Hvenær? Frá og með deginum í dag og hættum ekki fyrr en ætlunarverki okkar er náð. Þetta er þarft framtíðarverk, ekki síst fyrir dætur okkar karla og kvenna í lög- mannsstéttinni. SIF KONRÁÐSDÓTTIR Nýkjörinn formaður Félags kvenna í lögmennsku. Fyrrverandi skipverjar á Guð-bjarti ÍS 16 hafa ákveðið að koma saman á Ísafirði þann 3. apríl til að minnast þess að 30 ár eru liðin frá því að togarinn kom til landsins. Þá spillir ekki fyrir að þessi tímamót skuli eiga sér stað í aðdraganda forsetakosn- inga en áhöfnin á Guðbjarti var áhrifavaldur á sínum tíma þar sem hún sendi Vigdísi Finnboga- dóttur skeyti og skoraði á hana að bjóða sig fram. „Nafn Vigdísar var ekki kom- ið í umræðuna þá og hún hefur staðfest það sjálf að áskorunin frá áhöfninni á Guðbjarti varð til þess að hún tók af skarið og bauð sig fram,“ segir Guðmund- ur Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarhafnar og fyrrverandi skipverji á Guðbjarti. „Þetta kom nú bara til af almennum áhuga okkar á því að lyfta for- setaembættinu á femínískan stall og stuðla að jafnrétti. Vig- dís hefur sagt okkur að henni hafi fundist það mikilvægt að fá áskorun frá sjómönnum, af öll- um, þar sem hún var starfandi leikhússtjóri. Þarna gerði hún sér grein fyrir því hversu víð- tækan stuðning hún átti.“ Guðmundur segir að fyrrum skipverjar muni fara í gamal- kunnar stellingar og leggjast undir feld í Tjöruhúsinu á Ísa- firði til að ákveða við hvern af þeim frambjóðendum, sem gefa kost á sér, þeir muni lýsa yfir stuðningi við og fagna síðan nið- urstöðunni yfir kvöldverði á Hótel Ísafirði. Þá útilokar Guð- mundur ekki að áhöfnin muni beita sér fyrir öðru framboði öflugrar konu. „Rannveig Rist hefur þegar verið nefnd í sambandi við for- setaframboð og hún var nú vél- stjóri á Guðbjarti á námsárum sínum. Hún hefði sko örugglega meirihluta atkvæða áhafnar- innar. Við gerum að sjálfsögðu ráð fyrir að hún mæti og finni stuðninginn. Ég er viss um að þessi tími hennar um borð í Guðbjarti hafi vakið áhuga hennar á mekanískum hlutum og ég fullyrði það, hér og nú, að hún væri ekki forstjóri Ísal og stjórnarformaður Símans ef hún væri ekki svona mekanísk í hugsun. En þessi þáttur í fari hennar tók miklum framförum á meðan hún var í þessu skips- plássi.“ Guðmundur segir að árshátíð- Endurfundir GUÐBJARTUR ÍS 16 ■ Fyrrum áhafnarmeðlimir ætla að hitt- ast á Ísafirði í apríl og fagna því að 30 ár eru liðin frá því skipið kom til landsins. Mannskapurinn mun einnig spá í spilin fyrir komandi forsetakosningar en áhöfn- in á Guðbjarti hefur verið örlagavaldur á þeim vattvangi. CLAIRE TREVOR Þessi glæsilega leikkona fæddist á þessum degi árið 1909. 8. mars ■ Þetta gerðist 1702 Anna drottning tekur við völdum í Bretlandi eftir fráfall Vilhjálms III konungs. 1887 Everett Horton sækir um einka- leyfi á útdraganlegu veiðistöng- inni. 1942 Japanskir hermenn ná Rangoon í Burma á sitt vald 1957 Gana fær aðild að Sameinuðu þjóðunum. 1962 Bítlarnir koma opinberlega fram í fyrsta skipti hjá BBC í þættinum Teenager’s Turn. 1971 Gamanleikarinn Harold Lloyd, einn af meisturum þöglu mynd- anna, deyr. 1971 Joe Frazier nær heimsmeistaratitl- inum í þungaviktarhnefaleikum af Muhammad Ali, sem hafði verið ósigrandi fram til þess. 1990 Málflutningur hefst í Íran-Contra réttarhöldunum yfir John Poin- dexter, fyrrum öryggisráðgjafa Reagans Bandaríkjaforseta. 1999 Joe DiMaggio, fyrrum hafnabolta- hetja með New York Yankees og fyrrverandi eiginmaður Marilyn Monroe, deyr í Hollywood. BANDARÍSKIR LANDGÖNGULIÐAR ■ komu til Víetnam fullbúnir til bardaga. 8. mars 1965 Áhöfn forsetatogarans kemur saman á ný Flugdeild Landhelgisgæslunn-ar hefur undanfarið verið við æfingar ásamt áhöfn björgunar- skipsins Ásgríms S. Björnsson- ar sem er í eigu Slysavarnarfé- lagsins Landsbjargar. Tilgangur æfinganna var meðal annars sá að þjálfa Sigurð Ásgeirsson, nú- verandi flugmann og verðandi flugstjóra hjá flugdeild Land- helgisgæslunnar, í aðflugi að skipum og hífingum úr þeim. Einar Örn Jónsson, sem er í áhöfn björgunarskipsins, tók nokkrar myndir af æfingunum þar sem meðal annars má sjá Sigurð einbeittan á svip í flug- stjórasætinu þar sem hann naut handleiðslu Benónýs Ásgríms- sonar yfirflugstjóra Landhelgis- gæslunnar. ■ Slysavarnir LANDHELGISGÆSLAN ■ Þyrlusveitin æfði björgun úr skipum og þjálfaði um leið verðandi flugstjóra. Í læri hjá Benóný SIGURÐ ÁSGEIRSSON Einbeittur á svip á björgunaræfingu. GUÐBJARTUR ÍS 16 Skipið kom til landsins fyrir 30 árum en hefur nú verið selt burt. Fyrrum áhafnarmeðlimir ætla að hittast á Ísafirði í byrjun apríl og halda upp á afmæli skipsins. Þá mun hópurinn leggjast af fullri alvöru yfir komandi forsetakosningar og hugsanlega lýsa yfir stuðningi við frambjóðanda eða skora á einhvern að gefa kost á sér. Það gerðu þeir árið 1980 þegar þeir skoruðu á Vigdísi Finnbogadóttur með sögulegum árangri. Landgönguliðum fagnað í Víetnam FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R VÍETNAMSTRÍÐIÐ Hefur verið bandarískum kvikmynda- gerðarmönum drjúg uppspretta. Hér horf- ist Charlie Sheen í augu við hörmungar stríðsins í Platoon eftir Oliver Stone. ÞYRLUSVEITIN Æfði hífingar úr skipum með aðstoð áhafnarinnar á björgunarskipinu Ásgríms S. Björns- sonar. VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR Hún hafði ekki verið orðuð við forseta- framboð þegar áhöfnin á Guðbjarti sendi henni skeyti og skoraði á hana að fara fram. Vigdís hefur sjálf staðfest það í sam- tölum við áhafnarmeðlimi að áskorun þeirra hafi riðið baggamuninn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.