Fréttablaðið - 08.03.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 08.03.2004, Blaðsíða 23
Erum komnir með mikinn lager af 38" Monster Mudder jeppadekkjum. Verð aðeins 37.500.- Hjólbarðaverkstæði HEKLU • Klettagörðum 8-10 • Sundahöfn • Sími 590 5060 • goodyear@hekla.is JEPPADEKK 38" Monster Mudder 23MÁNUDAGUR 8. mars 2004 Glæsilegt hjá Heiðari Vann gífurlega sterkt mót á Spáni í gær. GOLF Heiðar Davíð Bragason, kylfingur úr Golfklúbbnum Kili, gerði sér lítið fyrir í gær og vann Opna spænska meistaramót áhugamanna í golfi. Heiðar Davíð vann spænska kylfinginn Sebasti- an Garcia örugglega í úrslita- leiknum í gær, 4/2 en hann lagði Spánverja, Portúgala og tvo Breta á leið sinni í úrslitaleikinn. Heiðar Davíð sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann tryði þessu varla ennþá. „Þetta er alveg frábært og það var sérstak- lega gaman að vinna sér inn þátt- tökurétt á Opna spænska meist- aramóti atvinnumanna sem fram fer á Kanaríreyjum í lok apríl. Þar keppi ég við þá allra bestu og það verður gaman að sjá hvar ég stend gagnvart þeim. Ég stefni að því að komast í gegnum niður- skurðinn þar og sjá svo til,“ sagði Heiðar Davíð. Hann sagði að úrslitaleikurinn hefði verið jafn og spennandi þar til að tólftu holu á seinni hring. „Hann missti auðvelt pútt á þeirri holu og eftir það missti hann sjálfstraustið. Ég vann tólftu, fjórtándu og fimmtándu og tryggði mér síðan sigurinn á þeirri sextándu með því að setja niður átta metra langt pútt fyrir fugli,“ sagði Heiðar Davíð. ■ HEIÐAR DAVÍÐ BRAGASON Vann glæsilegan sigur á Opna spænska meistaramóti áhugamanna í golfi í gær. Silja Úlfarsdóttir: Met í 200 metra hlaupi FRJÁLSAR FH-ingurinn Silja Úlfars- dóttir bætti eigið Íslandsmet í 200 metra hlaupi innanhúss á móti í Iowa í Bandaríkjunum á laugardag. Silja hljóp á 23,89 sekúndum, og varð önn- ur í hlaupinu. Fyrra met hennar var 23,96 sekúndur en hún setti það á móti fyrir tveimur vikum. Það kem- ur í ljós í dag hvort árangurinn dug- ar Silju til að komast á meistaramót- ið sem fram fer í Fayetteville í Arkansas um næstu helgi. Silja Úlf- arsdóttir hljóp einnig með 4x400 boðhlaupssveit Clemson-háskólans. Hún hljóp sinn sprett á 52,8 sekúnd- um en sveitin hljóp á 3.35,27 mínút- um og varð í fjórða sæti. ■ Skoski bikarinn: Celtic vann Rangers FÓTBOLTI Henrik Larsson skoraði sig- urmark Celtic, sem sló erkifjend- urna í Rangers út úr skosku bikar- keppninni í gær. Larsson skoraði á 53. mínútu eftir þunga sókn Celtic. Stefan Klos, markvörður Rangers, varði skallabolta Bobo Balde og skot frá Stephen Pearson og Joos Valga- eren sem fylgdu í kjölfarið en kom engum vörnum við þegar Larsson átti fjórða markskot Celtic-manna í sömu sókninni. Með sigrinum komst Celtic í undanúrslit keppninnar eins og Inverness Caledonian Thistle sem vann Motherwell 1-0 og Dunfermline sem vann Partick Thistle 3-0. Aber- deen og Livingston gerðu jafntefli. ■ Enski bikarinn: Sunderland í undanúrslit FÓTBOLTI Sunderland sigraði Sheffield United 1-0 á heimavelli í átta liða útslitum ensku bikar- keppninnar í gær. Með sigrinum komst Sunderland í undanúrslit keppninnar í fyrsta sinn í tólf ár. Tommy Smith skoraði eina mark leiksins á 15. mínútu. Smith hefur reynst Sunderland vel í bik- arkeppninni því hann skoraði eitt marka liðsins í 2-1 sigri á Ipswich í 4. umferð og bæði mörkin í 2-0 sigri á Birmingham City í 5. um- ferð. Hollenski markvörðurinn John Achterberg sá til þess að 2. deild- arlið Tranmere Rovers náði markalausu jafntefli gegn Millwall í 6. umferð bikarkeppn- innar í gær. Tvisvar varði hann skot Ástralans Tim Cahill úr dauðafæri og korteri fyrir leiks- lok varði hann vítspyrnu ástr- alska landsliðsmannsins Kevins Muscat. Millwall var talsvert betri aðil- inn í leiknum en vegna mark- vörslu Achterbergs lifir enn draumur Tranmere Rovers að komast í undanúrslit bikarkeppn- innar í fyrsta sinn. ■ MARKHEPPINN Í BIKARNUM Tommy Smith, fyrir miðri mynd, fagnar marki sínu gegn Millwall. Hann hefur skor- að fjögur mörk í þremur bikarleikjum með Sunderland í vetur. WERDER HELDUR SJÓ Werder Bremen vann 1860 München 2-0 í þýsku Búndeslígunni í gær og heldur sjö stiga forystu sinni á toppi deildarinnar. Króatinn Ivan Klasnic og Grikkinn Angelos Charisteas skoruðu mörkin fyrir Werder, sem hefur komið gríðar- lega á óvart í vetur, en Tékkan- um Roman Tyce í liði 1860 München var vísað af velli um miðjan fyrri hálfleik. KÖLN ENN LANGNEÐST Köln tap- aði 2-0 fyrir Wolfsburg í gær og er enn langneðst í Búndeslígunni. Spánverjinn Diego Klimowicz og Bosníumaðurinn Marko Topic skoruðu mörk Wolfsburg, sem er í áttunda sæti deildarinnar. ■ Þýska Búndeslígan

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.