Fréttablaðið - 08.03.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 08.03.2004, Blaðsíða 25
25MÁNUDAGUR 8. mars 2004 hvað?hvar?hvenær? 5 6 7 8 9 10 11 MARS Mánudagur Tvö lið, einn leikur: Ómetanlegt Skráðu þig á www.kreditkort.is og notaðu MasterCard kortið þitt á tímabilinu 15. febrúar til 30. apríl. Þeir sem hafa ekki aðgang að vefnum geta hringt í MasterCard þjónustuver, sími 550 1500. Í hvert skipti sem þú notar kortið ferðu í pott, svo þú eykur vinningslíkurnar með því einu að nota kortið. Your Game,Their opinion MasterCard - At the heart of the debate Your Game, Their opinion lúxusferð fyrir tvo á úrslitaleik UEFA Champions League?* og tækifæri til að tala við stórstjörnur í boltanum um fótbolta! FÆRÐ ÞÚ *26. maí 2004 Gelsenkirchen, ÞýskalandiSigurvegarar UEFA Champions League 2003: AC Milan Önnur verðlaun Philips 350 GSM sími með MMS og myndavél Þriðju verðlaun Einstakur DVD diskur um fótbolta 'Þinn leikur, þeirra skoðun' LEIKIR  19.15 Keflavík og Njarðvík leika í Keflavík í 1. deild kvenna í körfu- bolta.  19.15 KR leikur við Grindavík í DHL- Höllinni í 1. deild kvenna í körfu- bolta.  19.15 ÍR keppir við ÍS í íþróttahúsi Seljaskóla í 1. deild kvenna í körfubolta. SJÓNVARP  15.20 Ensku mörkin á Stöð 2. Öll mörkin úr leikjum helgarinnar.  16.40 Helgarsportið á RÚV  18.30 Ensku mörkin á Sýn. Öll mörkin úr leikjum helgarinnar.  19.00 Spænsku mörkin á Sýn. Mörkin í leikjum 27. umferðar spænsku úrvalsdeildarinnar.  19.50 Enski boltinn á Sýn. Útsend- ing frá leik Tottenham og Manchester United árið 2001.  21.30 Meistaradeild UEFA á Sýn. Fréttaþáttur um Meistaradeild UEFA.  22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  22.30 Ensku mörkin á Sýn. Öll mörkin úr leikjum helgarinnar.  23.00 Spænsku mörkin á Sýn. Mörkin í leikjum 27. umferðar spænsku úrvalsdeildarinnar.  23.40 Markaregn á RÚV. Mörkin í leikjum 23. umferðar þýsku Búndeslígunnar. Meistarakeppni KSÍ: Fyrsti sigur Vals FÓTBOLTI Bikarmeistarar Vals sigruðu Íslandsmeistara KR 2-1 í Meistara- keppni KSÍ í kvennaflokki í gær. Vals- menn voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik en KR-ingar komu meira inn í leikinn í seinni hálfleik og fengu góð færi undir lokin til að jafna. Nína Ósk Kristinsdóttir skoraði fyrra mark Vals í fyrri hálfleik og Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir bætti öðru marki þeirra við í seinni hálf- leik. Aníta Guðlaugsdóttir minnkaði muninn fyrir KR. Valur sigraði í Meistarakeppninni í fyrsta sinn en félagið hafði tvisvar áður tekið þátt í keppninni. ■ RE/MAX-úrvalsdeild karla í handknattleik í gær: Enn vænkast hagur Valsmanna HANDBOLTI Valsmenn juku forskot sitt í úrvalsdeild RE/MAX-deild- ar karla í fjögur stig í gær með sigri á HK á sama tíma og Hauk- ar töpuðu fyrir KA á Akureyri. Valmenn unnu HK 30-27 í Digra- nesi. Staðan í leikhléi var 20-12 en mestur var munurinn níu mörk. HK tókst að minnka mun- inn í eitt mark, 25-24, en Vals- menn voru sterkari á lokasprett- inum. Markús Máni Maute skor- aði sjö mörk fyrir Val og Heimir Örn Árnason sex en Pálmar Pét- ursson varði 21 skot, þar af tvö víti. Andrius Rackauskas skoraði tíu af mörkum HK og Atli Þór Samúelsson fjögur. Bikarmeistarar KA unnu góðan sigur á Haukum, 31-30, á Akureyri. Haukar höfðu yfir í hálfleik, 17-16, en leikurinn var í járnum allan tímann. Magnús Stefánsson kom sterkur inn í lokin hjá KA-mönnum og skor- aði mikilvæg mörk. Arnór Atla- son var markahæstur hjá KA með níu mörk og Andreus Stelmokas skoraði sex. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Þórir Ólafsson skoruðu sjö mörk hvor fyrir Hauka en Birkir Ívar Guðmundsson varði þrettán skot í marki Hauka. ÍR-ingar unnu Stjörnuna 39- 27 í Austurbergi. Hannes Jón Jónsson og Sturla Ásgeirsson skoruðu níu mörk hvor fyrir ÍR en Gunnar Ingi Jóhannsson og Arnar Jón Agnarsson skoruðu sex mörk hvor fyrir Stjörnuna. Ólafur Gíslason varði 20 skot í marki ÍR, þar af þrettán á fyrsta korterinu í seinni hálf- leik. Fram tókst að knýja fram sigur, 25-21, á Gróttu/KR með góðum endaspretti eftir að leik- urinn hafði verið hnífjafn frá byrjun. Héðinn Gilsson skoraði sex mörk fyrir Fram en Jón Björgvin Pétursson og Arnar Þór Sæþórsson skoruðu fjögur mörk hvor. Egidijus Petkevicius varði nítján skot, þar af tvö víti. Páll Þórólfsson, Þorleifur Björnsson, Magnús Agnar Magnússon og Kristinn Björg- úlfsson skoruðu þrjú mörk hver fyrir Gróttu/KR en Gísli Guð- mundsson varði 20 skot. ■ ÚRSLIT LEIKJA Í GÆR KA - Haukar 31-30 Fram - Grótta/KR 25-21 HK - Valur 27-30 ÍR - Stjarnan 39-27 Valur 7 5 1 1 198:181 19 (8) Haukar 7 4 2 1 224:193 15 (5) ÍR 7 3 1 3 213:200 15 (8) KA 7 4 0 3 213:206 15 (7) Fram 7 3 0 4 196:195 12 (6) Stjarnan 7 2 0 5 179:219 10 (6) Grótta/KR 7 3 0 4 179:186 9 (3) HK 7 2 0 5 187:208 9 (5) Innan sviga eru stigin sem félögin tók með sér úr riðlakeppninni. MAGNÚS STEFÁNSSON Magnús Stefánsson skoraði mikilvæg mörk fyrir KA gegn Haukum. NÍNA ÓSK KRISTINSDÓTTIR Skoraði fyrra mark Vals.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.