Fréttablaðið - 09.03.2004, Page 1

Fréttablaðið - 09.03.2004, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 ÞRIÐJUDAGUR ÍSLENSK REVÍUTÓNLIST „Þegar amma var ung“ er yfirskrift hádegistón- leika Íslensku óperunnar. Þar svífur yfir vötnum andi íslenskrar revíutónlistar. Söngvarar eru þau Hulda Björk Garðars- dóttir sópran, Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópran og Davíð Ólafsson bassi. Á píanó leikur Davíð Þór Jónsson og Hjör- leifur Valsson leikur á fiðlu. Tónleikarnir hefjast klukkan 12.15. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ALLHVASST Í BORGINNI ÁFRAM Eitthvað úrkomuminna þar en verið hefur en víða má þó búast við úrkomu, síst þó Norðaustanlands. Hlýtt um allt land. Lægir á föstudaginn. Sjá síðu 6. 9. mars 2004 – 68. tölublað – 4. árgangur ● fullyrt að þær mæti hingað Sugababes: ▲ SÍÐA 30 Frestuðu tónleik- um á Írlandi ● revíulög í hádeginu Íslenska óperan: ▲ SÍÐA 26 Draumur að vera með dáta ● 41 árs í dag Anna Pálína Árnadóttir: ▲ SÍÐA 16 Tekur því rólega á afmælisdaginn dýrt að halda matarboð? ● góð ráð ingólfs Þorsteinn Guðmundsson: ▲ SÍÐUR 18-19 Konan sér um fjármálin SNÖRP GAGNRÝNI Kristján Ragnars- son kvaddi í gær formannsstól bankaráðs Íslandsbanka eftir tólf ára samfellda setu. Kristján gagnrýndi Landsbanka, Seðla- banka, Alþingi og Fjármálaeftirlit í kveðju- ræðu sinni. Sjá síður 2 SKATTALÆKKANIR Útgjöld ríkisins vegna nýrra kjarasamninga nema þremur milljörðum á ári. Verði samningarnir mót- andi fyrir þá sem á eftir koma skapast skil- yrði til skattalækkunar segir forsætisráð- herra. Sjá síðu 4 KLOFNINGUR Starfsgreinasambandið er klofið í afstöðu til nýs samnings við at- vinnurekendur en sex aðildarfélög skrifuðu ekki undir samninginn í fyrrinótt. Sjá síðu 6 STÚTAR KRAFÐIR BÓTA Trygginga- félögin kröfðu í fyrra 92 ökumenn sem ollu slysum bóta vegna ölvunaraksturs. Meiri- hluti þeirra eða 88 prósent töldust óhæfir til að stjórna ökutæki sínu. Sjá síðu 10 FISKELDI Byggðastofnun hóf í gær að farga tugmilljóna virði af bleikju í gjaldþrota eldisstöð Bleikjunnar á Tálknafirði. Að sögn Hjalta Árna- sonar, lögfræðings Byggðastofnun- ar, er fiskurinn nú verðlaus vegna vaneldis. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur bleikjan verið svelt að mestu í eitt og hálft ár sem telst jafnframt brot á dýraverndar- lögum. Byggðastofnun bar ábyrgð á fisknum sem fyrsti veðréttarhafi í stóran hluta þess tíma. Fyrrverandi eigendur eldis- stöðvarinnar Bleikjunnar segjast ítrekað hafa bent Byggðastofnun á að ekki væri verið að ala fisk- inn, en sökum ósamkomulags um leigugreiðslur til landeiganda hafi stofnunin látið stöðina afskiptalausa og þannig tekist að eyðileggja tugmilljóna króna verðmæti. Í samtali við Fréttablaðið vísar Hjalti þessum ásökunum á bug en segist ekki geta tjáð sig um málið að öðru leyti. Byggðastofnun sé háð lögum um bankaleynd og geti því ekki rætt mál einstakra viðskipta- aðila. Hjalti staðfesti þó að verið væri að farga fiskinum og að hann væri nú verðlaus. ■ fjármál o.fl. FORSETASKIPTI Á HAÍTÍ Boniface Alexandre, fyrrverandi forseti hæstaréttar Haítí, sór í gærkvöld embættiseið sem forseti landsins. Jean- Bertrand Aristide, fyrrverandi forseti sem flýði land fyrir rúmri viku, ítrekaði í gær að hann væri réttkjörinn leiðtogi landsins og stuðnings- menn hans stóðu fyrir mótmælum utan við forsetahöllina í Port-au-Prince og kröfðust þess að hann fengi að snúa aftur. Uppreisnarmenn fögnuðu forsetaskiptunum, brenndu myndir af Aristide og kröfðust þess að hann yrði látinn svara til saka fyrir grimmdarverk sín. BÚNAÐARÞING Félagsmenn í Lands- samtökum kúabænda hyggjast endurskoða aðild sína að Bænda- samtökum Íslands ef formaður þeirra, Þórólfur Sveinsson, tapar kosningum til formanns Bænda- samtakanna sem fram fara í dag. Mótframbjóðandi Þórólfs er Har- aldur Benediktsson, kúabóndi og formaður Búnaðarsamtaka Vest- urlands, og er honum spáð sigri. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er uppi ágreiningur milli fylkinga frambjóðendanna tveggja um framtíðarstefnu Bændasamtakanna og takast þar á búnaðarsamtök og búgreinafélög. Þórólfur og hans stuðningsmenn vilja breyta stefnu sambandsins og einbeita sér að sameiginlegum hagsmunum bænda í alþjóðaum- hverfi og láta búgreinasamböndin sjálf sjá um mál- efni tiltekinna landshluta. Har- aldur og bakhjarl- ar hans eru hins vegar hlynntir því f y r i r k o m u l a g i sem verið hefur og telja fulla þörf á áframhaldandi samstarfi búnað- arsambandanna og búgreinasam- bandanna. „Það er ekki opinber stefna stjórnar LK að kljúfa sig úr Bændasamtökunum hvað sem umbjóðendur okkar ákveða að gera,“ segir Sigurður Loftsson, yf- irlýstur stuðningsmaður Þórólfs og stjórnarmeðlimur LK. „Kúa- bændur munu halda landsfund í vor þar sem ég býst við að úrslit formannskjörsins verði rædd og af- staða tekin í fram- haldi af því. Ef Þórólfur tapar k o s n i n g u n u m verðum við að sjálfsögðu að meta stöðu okkar og hlusta á hvað umbjóðendur okk- ar hafa til málanna að leggja.“ Að- spurður sagðist Þórólfur Sveins- son hafa orðið var við þessa um- ræðu en vildi ekki tjá sig um hana. Alls hafa 49 fulltrúar á Búnað- arþingi atkvæðisrétt. Fulltrúar búnaðarsamtaka, sem orðaðir hafa verið við Harald, eru 29 en fulltrúar búgreina eru 20, en Þórólfur hefur talað máli þeirra. sda@frettabladid.is Byggðastofnun: Bleikju fyrir tugi milljóna fargað Kúabændur hóta klofningi Átök eru um formannskjör Bændasamtakanna. Kúabændur hóta að ganga úr Bændasamtökunum vinni formaður þeirra, Þórólfur Sveins- son, ekki kosninguna. Mótframbjóðanda hans er spáð sigri. Veigar Páll Gunnarsson: KR-ingar og Stabæk ná sáttum FÓTBOLTI KR og Stabæk hafa náð samkomulagi um kaup norska lið- ins á Veigari Páli G u n n a r s s y n i . Kristinn Kjærne- sted, stjórnarmað- ur í KR-sporti, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi að félagið væri kom- ið langleiðina að því að ná sam- komulagi við Stabæk og aðeins ætti eftir að skrifa undir samning. Kristinn sagði að ekkert væri því til fyrirstöðu að Veigar yrði orðinn leikmaður Stabæk í lok þessarar viku, svo framarlega sem hann stæðist læknisskoðun. Hann bætti því við að KR-ingar væru sáttir við málalokin en kaupverðið væri trúnaðarmál. Ljóst væri hins vegar að KR-ingar yrðu engir milljarðamæringar á þessari sölu. ■ Sala á SH tilbúin: Björgólfur sagði nei VIÐSKIPTI Forysta Landsbankans var ekki tilbúin að selja fjárfestum undir forystu Róberts Guðfinns- sonar, stjórnarformanns Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, kjöl- festuhlut í SH. Stjórnendur bank- ans voru búnir að ganga frá sam- komulagi um söluna. Þrír stjórnar- menn Eimskipafélagsins unnu að kaupunum með Róbert. Björgólfur Guðmundsson, for- maður bankaráðs Landsbankans taldi söluna ótímabæra. Talið er að kaupendurnir hafi haft hugmyndir um að selja einingar félagsins. Hugmynd Landsbankans er að vinna að sameiningu SH og SÍF. Bankinn vill hafa hönd í bagga með frekari erlendri sameiningu. Íslandsbanki missti þolinmæð- ina og seldi SÍF hlut sinn í SH fyrir rúma tvo milljarða. Sjá nánar bls. 12 Sprengisandur: Skíðagöngu- manna leitað BJÖRGUNARAÐGERÐIR Björgunar- sveitir frá Hellu og Hvolsvelli leituðu í gær að tveimur frönsk- um ferðamönnum sem áformað höfðu að ganga á skíðum yfir Sprengisand. Frakkarnir höfðu meðferðis NMT-farsíma og höfðu ítrekað reynt að hringja í tengilið sinn á Íslandi í fyrrakvöld en samband slitnað. Dregin var sú ályktun að ekki væri allt með felldu og björgunar- sveitir sendar af stað. Þegar Frétta- blaðið fór í prentun í gær voru leit- arbílar á leið í Nýjadal. Veðurskil- yrði og skyggni var afleitt. Frakkarnir eru sagðir vera vel búnir. ■ Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 23 Sjónvarp 28 FISKELDISSTÖÐIN BLEIKJAN Byggðastofnun hefur hafið förgun á tug- milljóna virði af bleikju í gjaldþrota eldis- stöð á Tálknafirði. Fiskurinn hefur ekki verið alinn í á annað ár. ÞÓRÓLFUR SVEINSSON VEIGAR PÁLL GUNNARSSON HARALDUR BENEDIKTSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.