Fréttablaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 6
6 9. mars 2004 ÞRIÐJUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 70.58 -1.15% Sterlingspund 130.88 0.79% Dönsk króna 11.73 0.34% Evra 87.34 0.29% Gengisvísitala krónu 120,85 -0,32% Kauphöll Íslands Fjöldi viðskipta 400 Velta 9.653 milljónir ICEX-15 2.541 -0,85% Mestu viðskiptin Sölumiðst. Hraðfrystihúsanna 2.027.431 Pharmaco hf. 209.801 Samherji hf. 127.350 Mesta hækkun SÍF hf. 10,71% Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna 7,34% Össur hf 2,07% Mesta lækkun Jarðboranir hf. -6,06% Medcare Flaga -3,76% Pharmaco hf. - 2,66% Erlendar vísitölur DJ* 10.612,7 0,2% Nasdaq* 2.040,3 -0,4% FTSE 4.553,8 0,1% DAX 4.146,0 0,5% NK50 1.459,1 0,0% S&P* 1.157,0 0,0% * Bandarískar vísitölur kl. 17. Veistusvarið? 1Hver er ríkissáttasemjari? 2Deilt er um sölu Hótels Arkar íHveragerði. Hver er seljandinn? 3Hvaða skip er betur þekkt semforsetatogarinn? Svörin eru á bls. 30 AFGANISTAN Hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna í Afganistan eru gagnrýndar harðlega í nýrri skýrslu sem unnin er af alþjóðlegu mannréttindasamtökunum Human Rights Watch. Samtökin halda því fram að bandaríski herinn hafi gerst brotlegur við alþjóðleg lög um mannréttindi. Um 9000 bandarískir hermenn eru í Afganistan og er meginhlut- verk þeirra að berjast gegn upp- reisnarmönnum úr röðum talibana og hryðjuverkasamtakanna al- Kaída. Í skýrslu Human Rights Watch kemur fram að mikill fjöldi óbreyttra borgara hafi fallið í að- gerðum sem hafi miðað að því að hafa hendur í hári uppreisnar- manna enda hafi bandaríski herinn ekki vílað það fyrir sér að varpa flugskeytum á íbúabyggðir. Samtökin segja að bandarískir hermenn hafi handtekið á annað þúsund manns í Afganistan á und- anförnum tveimur árum, margir þessara einstaklinga hafi hlotið illa meðferð og óbreyttum borgurum hafi verið haldið án dóms og laga. Bent er á að bandarísk stjórnvöld hafi ítrekað fordæmt sams konar aðferðir í öðrum löndum. Human Rights Watch hvetja Hamid Karzai, forseta Afganistans, til að þrýsta á bandarísk stjórnvöld að virða mannréttindasáttmála. ■ KJARASAMNINGAR „Menn vildu sjá meira í heildarpakkanum, bæði frá atvinnurekendum og ríkinu. Aðal- vonbrigðin voru þó með útspil rík- isstjórnarinnar í lífeyrismálum,“ sagði Aðalsteinn Baldursson, for- maður Verkalýðsfélags Húsavíkur. Aðalsteinn skrifaði ekki undir nýjan kjarasamning Starfsgreina- sambandsins og Samtaka atvinnu- lífsins um miðnætti á sunnudags- kvöld vegna óánægju með innihald- ið. „Ég vildi hins vegar ekki koma í veg fyrir að samningurinn verði borinn undir félagsmenn og mun því kynna hann í mínu félagi. Ég mun þó hvorki mæla með samn- ingnum né á móti. Það hef ég aldrei gert og geri ekki nú. En verði samn- ingurinn felldur þá er ljóst að það verða átök,“ sagði Aðalsteinn. Hann sagði ómögulegt að spá fyrir um afdrif samningsins en sagðist þó hafa tilfinningu fyrir því að hann verði samþykktur í atkvæðagreiðslu. Fimm önnur félög sátu hjá þeg- ar skrifað var undir samningana á sunnudagskvöld. Þetta voru Vökull á Höfn, Báran Selfossi, Verkalýðs- félagið Stjarnan í Grundarfirði, Verkalýðsfélag Öxarfjarðar og Verkalýðsfélag Akraness. Tæpur þriðjungur samninga- manna lét því samninginn fram hjá sér fara við undirritun á sunndags- kvöld. Athygli vekur að nokkrir þeirra sem skrifuðu ekki undir aðalkjara- samning Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins höfðu þó áður skrifað upp á sérkjarasamn- inga fyrir einstök svið Starfs- greinasambandsins. „Það er auðvitað margt jákvætt í samningnum en annað frekar rýrt í roðinu þar á meðal útspil ríkis- stjórnarinnar. Þá þykja mér al- mennar launahækkanir lágar á samningstímanum,“ sagði Vil- hjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Laun hækka um 3,25 prósent frá 1. mars og að auki um 1% prósent vegna breytinga á launatöflu. Al- menn launahækkun verður þrjú prósent um næstu áramót og 2,50 prósent árið 2006. Þá hækka laun einnig um 1 prósent vegna breyt- inga á launatöflu. Loks hækka laun um 2,25 prósent árið 2007. Samtals hækka laun því um 13 prósent á samningstímanum. Hækkun á framlagi atvinnurekenda í sam- tryggingarlífeyrissjóði úr sex í átta prósent á samningstímanum er metið til 1,1% hækkunar, framlag í starfsmenntasjóði á 0,15 prósent og hækkun slysatrygginga á 0,1 prósent. Kostnaðaráhrif samning- anna eru því metin á rúm 15 prósent á fjögurra ára samnings- tíma. Stéttarfélögin munu á næstu dögum kynna samningana í félög- unum. Flest, ef ekki öll, ætla að efna til allsherjaratkvæðagreiðslu en niðurstaða á að liggja fyrir í lok mars. the@frettabladid.is Medcare Flaga: Vinni sér traust á ný VIÐSKIPTI Þórður Friðjónsson, for- stjóri Kauphallar Íslands, segir eng- um vafa undirorpið að ársuppgjör MedCare Flögu, sem sýndi mun lak- ari rekstur en útboðslýsing hafði gert ráð fyrir, sé óheppilegt fyrir markaðinn. Hann segir þó að þetta sé fyrst og fremst álitshnekkir fyrir félagið sjálft. „Það er fyrst og fremst í hönd- unum á fyrirtækinu sjálfu að ávinna sér traust að nýju með sannfærandi hætti. Við munum horfa til þess hvað gerist á næstu dögum varðandi það efni en það hafi ekki verið teknar ákvarðanir um frekari ráðstafanir að okkar hálfu,“ segir Þórður. ■ BEÐIÐ UM AÐSTOÐ Vegfarendur biðja um aðstoð bandarískra hermanna eftir skotárás í kröfugöngu fyrir framan forsetahöllina í Port-au-Prince Sex skotnir í kröfugöngu: Fréttamaður beið bana HAÍTÍ, AP Bandarískir hermenn á Haítí rannsaka skotárás á kröfu- göngu andstæðinga forsetans Jean- Bertrand Aristide í Port-au-Prince á sunnudag. Að minnsta kosti sex féllu í árásinni, þar á meðal spænsk- ur fréttamaður, og á þriðja tug særð- ust. Hermennirnir skutu á árásar- mennina til að hrekja þá á braut. Spænski fréttamaðurinn Ricardo Ortega var skotinn í mag- ann í árásinni en að sögn sjónar- votta hélt hann áfram að taka mynd- ir þar til hann var fluttur á braut með sjúkrabíl. Hann lést skömmu síðar af sárum sínum. ■ MIÐBORG KABÚL Afganskur götusópari gengur fram hjá konu að betla í miðborg Kabúl. UNDIRRITUN Í HÖFÐABORG Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari fylgist grannt með þegar forsvarsmenn samfylk- inga launamanna, Sigurður Bessason frá Flóabandalaginu og Halldór Björnsson, Starfs- greinasambandinu, skrifa undir samning við Samtök atvinnulífsins. Sex félagar Halldórs í Starfsgreinasambandinu sáu sér ekki fært að skrifa undir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Sex skrifuðu ekki undir samninginn Samningamenn sex aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins skrifuðu ekki undir nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins í fyrrinótt. Höfðu áður gengið frá sérkjarasamningi fyrir einstök svið sambandsins. Bandaríkjamenn sakaðir um mannréttindabrot í Afganistan: Níðast á óbreyttum borgurum SPRENGING Á ÍÞRÓTTALEIKVANGI Einn maður lést og 27 slösuðust þegar sprenging varð á íþrótta- leikvangi í San Salvador. Tvö fót- boltalið frá El Salvador voru að búa sig undir að ganga inn á völl- inn þegar sprengingin varð. Talið er að maðurinn sem lést hafi gert mistök þegar hann hann var að blanda saman eiturefnum í bún- aði sem framleiðir reyk. ■ Suður-Ameríka Samningsbundin fimmtudagsfrí: Má færa til daga KJARASAMNINGAR Samkvæmt ný- gerðum kjarasamningum Starfs- greinasambandsins og Flóabanda- lagsins við Samtök atvinnulífsins, verður heimilt að færa samnings- bundin fimmtudagsfrí til og lengja samfellt helgarfrí. Með samningsbundnum fimmtudags- fríum er átt við uppstigningardag og sumardaginn fyrsta. Heimilt verður að færa þessa frídaga til föstudags eða mánudags en semja verður um tilfærsluna á hverjum vinnustað fyrir sig. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.