Fréttablaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 8
8 9. mars 2004 ÞRIÐJUDAGUR Sláið í klárinn „Hefðbundinn seina- og vand- ræðagangur R-listans við töku ákvarðana um skipulagsmál er helsta hindrunin í vegi þess að Reykvíkingum og öðrum landsmönnum öllum nýtist þetta einstæða tækifæri til að hlúa að hjarta höfuðborgar- innar.“ Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi, Morgunblaðið 8. mars Góði Guð, ekki meiri hlýindi „Þetta ævintýri allt saman kemur með beinum hætti nið- ur á viðskiptavinum Orkuveit- unnar, eins og sýndi sig best þegar Orkuveitan þurfti að hækka verð á heitu vatni til að refsa Reykvíkingum fyrir gott veður.“ Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfulltrúi, Fréttablaðið 8. mars Orðrétt Samantekt ASÍ um lífeyrisskuldbindingar ríkisins: Hjákátleg aðferðafræði og laus við nýjungar LÍFEYRISMÁL „Þetta er hjákátleg að- ferðafræði og verið að draga upp sem svartasta mynd af raunveru- leikanum með því að taka allar framtíðarskuldbindingar og gjaldfella þær,“ segir Páll Hall- dórsson, fomaður lífeyrisnefndar Bandalags háskólamanna, á vef sambandsins. Páll vísar þar til samantektar Alþýðusambands Íslands um líf- eyrisskuldbindingar ríkissjóðs og sveitarfélaga, sem sambandið hefur látið gera. Samkvæmt sam- antekt ASÍ nema áfallnar skuld- bindingar sjóðanna 253 milljörð- um króna umfram eignir, en ef framtíðarskuldbindingar sjóð- anna eru teknar með námu heild- arskuldbindingar um 317 mill- jörðum króna umfram eignir í árslok 2002. „Það kemur ekkert nýtt fram í þessari greinargerð, enda hef- ur þessi kostnaður ríkissjóðs verið reiknaður fram í tímann og innborganir ríkissjóðs síðustu ár verið gerðar til að mæta honum að hluta,“ segir Páll Halldórsson. ■ TETRA ÍSLAND Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, segir enga þörf hafa verið á sérstakri úttekt á málefn- um Tetra Íslands og því hafi tillögu þess efnis, sem fulltrúar Sjálf- stæðisflokks lögðu fram, verið hafnað. Hann segir enga leynd hafa hvílt yfir starfseminni heldur hafi hún þvert á móti verið ítrekað rædd í stjórn Orkuveitunnar. Alfreð segir að nærri lagi væri að rannsaka tengsl Guðlaugs við Símann en Alfreð segir málflutn- ing Guðlaugs um málefni Orku- veitunnar hafa einkennst af því að þar hafi verið hugað að hagsmun- um ríkisfyrirtækisins fremur en hagsmunum Orkuveitu Reykja- víkur. „Það kann að tengjast vin- áttu hans við Ólaf Stephensen, sem áður var blaðafulltrúi Sím- ans,“ segir Alfreð. Hann heldur því fram að Síminn hafi orðið af um 1,5 milljörðum króna í tekjum vegna samkeppninnar við Línu Net. „Ég hef leyft mér að kalla Guð- laug Þór Þórðarson, og hans líka í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðis- flokksins, fornaldarmenn í jakka- fötum sem berjast gegn hvers konar framförum á sviði fjar- skiptamála á vegum Orkuveitur Reykjavíkur,“ segir Alfreð. Hann undrast gagnrýni Guð- laugs á þátttöku Orkuveitunnar í uppbyggingu tetra-fjarskiptakerf- is á Íslandi og bendir á að Lands- virkjun, sem sé stjórnað af flokks- bræðrum Guðlaugs, hafi einnig lagt mikla fjármuni í það verkefni. Nefnir hann að Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, oddviti Sjálfstæðis- flokks í borgarstjórn, sitji í stjórn Landsvirkjunar og veltir því fyrir sér hvort gagnrýni Guðlaugs á málefni Tetra Íslands megi skilja sem árás á Vilhjálm. „Hvort Guð- laugur Þór ætli sér með því odd- vitastólinn sjálfur skal ósagt látið en ég tel tæpast að hann hafi stuðning til þess,“ bætir hann við. Alfreð segir að erfiðleikar Tetra Íslands séu tilkomnir af því að samstarf fyrirtækisins við stjórnvöld um útbreiðslu kerfis- ins hafi ekki gengið sem skyldi. „Þátttaka Guðlaugs Þórs í stjórn Orkuveitunnar er svo sér- stakur kapítuli út af fyrir sig sem sést best á því að starfsfólkið sá ástæðu til að harma framgöngu hans í þessu máli. Ég minnist þess ekki á löngum ferli mínum sem borgarfulltrúi að starfsmenn fyr- irtækja á vegum Reykjavíkur- borgar hafi gripið til þess ráðs. Það segir í raun allt sem segja þarf um þennan borgarfulltrúa,“ segir Alfreð Þorsteinsson. thkjart@frettabladid.is Sænskar þingkonur: Kvarta undan mismunun SVÍÞJÓÐ Meirihluti sænskra þing- kvenna hefur orðið fyrir mismunun í starfi vegna kynferðis, ef marka má könnun sem birt var í Svenska Dag- bladet í gær, á alþjóðlegum baráttu- degi kvenna. Hlutfall kvenna á sænska þinginu er um 45% sem er með því hæsta sem gerist. Yfir 60% þingkvenna segjast hafa upplifað slíka mismunun. Marg- ar halda því fram að karlmenn á þinginu hafi myndað klíkur sem kon- um sé haldið utan við. Aðrar kvarta yfir því að samstarfsmenn þeirra hunsi þær eða sýni þeim lítilsvirð- ingu með því að gleyma nöfnum þeirra. ■ Starfmannafélag Reykjavíkur: Vill betri lífeyriskjör KJARAMÁL Aðalfundur Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar fór fram laugardaginn 6. mars. Á fundinum var samþykkt áskorun um að lágmarkslaun í kjarasamningum fari í 150 þús- und krónur auk þess sem varað var við skattalækkunum þar sem það sé ávísun á þjónustu- gjöld og minni tekjujöfnun í skattkerfinu. Fundurinn fordæmir síendur- teknar uppákomur í heilbrigðis- kerfinu og varar við hugmynd- um um breytt rekstrarform í heilbrigðiskerfinu. Þá var áskorun til Reykjavík- urborgar um að starfsmenn hennar njóti sömu kjara hvað varðar viðbótarlífeyri og starfs- menn ríkisins og launþegar á al- mennum vinnumarkaði njóta. ■ Grunnatriði í upplýsingatækni Windows stýrikerfið Ritvinnsla með Word Excel töflureiknir Tölvupóstur og Internetið Access gagnagrunnur Power Point glærugerð Við hjá NTV höfum með þolinmæði og þrautreyndum kennurum hjálpað þúsundum einstaklinga að stíga fyrstu skrefin í átt að tölvulæsi. TÖK námskeiðin hafa notið mikilla vinsælda hjá okkur bæði hjá byrjendum og þeim sem einhverja undirstöðu hafa. Kennt er á þau forrit sem mest eru notuð heima og í starfi. Allar námsbækur eru á íslensku, sérhannaðar af kennurum okkar fyrir þessi námskeið. Þann 15. mars hefst hagnýtt og skemmtilegt 90 stunda kvöld- og helgarnámskeið þar sem nemendum gefst kostur á að taka TÖK próf og öðlast þar með alþjóðlega viður- kenningu á tölvukunnáttu sinni. Helstu námsgreinar eru: UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS Hlíðasmára 9 - Kópavogi „Ég var haldin mikilli tölvuhræðslu, upplifði sterka minnimáttar- kennd yfir því að kunna ekki á þessi tæki. Þetta var eins og að kunna ekki að lesa!“ Heimahjúkrun að komast í fyrra horf: Allir starfsmennirnir mæta aftur HEILBRIGÐISMÁL Allir starfsmenn heimahjúkrunar, tæplega 40, sem hætt höfðu störfum vegna akst- urssamningsdeilunnar, tilkynntu sig aftur til starfa í gær, sam- kvæmt upplýsingum frá Miðstöð heimahjúkrunar. Þar fengust þær upplýsingar að unnið væri að því að koma þjónustunni í samt lag aftur. Þórunn Ólafsdóttir, hjúkrunar- forstjóri Heilsugæslunnar, sagði, að einhvern tíma tæki að koma þjónustunni í samt lag. Hún yrði smáaukin út vikuna og vonir stæðu til að hún komist í fyrra horf undir næstu helgi. „Það tekur svolítinn tíma að fá starfsmennina aftur inn og koma þeim inn í skipulag,“ sagði hún. „Eftir svona deilur þarf að vinna úr málunum og koma þeim í far- veg. Það erum við að gera núna.“ Spurð um hvort nýir starfs- menn hefðu sótt um, sagði Þórunn að það væri samkomulag aðila að þessir starfsmenn hefðu forgang til starfa, enda væri starfsreynsla þeirra mikilvæg. ■ GERIR LÍTIÐ MEÐ SAMANTEKT ASÍ Páll Halldórsson, formaður lífeyrisnefndar BHM, segir aðferðafræðina í samantekt ASÍ um lífeyrisskuldbindingar ríkisins hjákátlega. ALLIR MÆTA Allir starfsmenn í heimahjúkrun sem hættir voru störfum hafa tilkynnt sig inn til starfa á ný, eftir að hafa setið á deilufundum um skeið. ALFREÐ ÞORSTEINSSON Telur að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks hafi frekar hugað að hagsmunum Símans en Orkuveitu Reykjavíkur í málflutningi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Engin leynd yfir málum Tetra Íslands Alfreð Þorsteinsson telur nær lagi að rannsaka tengsl Guðlaugs Þórs Þórðarsonar við Símann heldur en að fara í gegnum stöðu Tetra Íslands. Alfreð segir Guðlaug gæta hagsmuna Símans fremur en Orkuveitunnar og telur það tengjast vináttu hans við fyrrum upplýsingafulltrúa Símans.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.