Fréttablaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 10
10 9. mars 2004 ÞRIÐJUDAGUR Karlar spenna síður öryggisbelti: Konur eru löghlýðnari UMFERÐ Í umdæmi lögreglunnar á Akureyri voru 67 ökumenn kærð- ir fyrir að nota ekki bílbelti frá áramótum til 28. febrúar, þar af voru 63 karlar og fjórar konur. Farþegarnir voru átta og þar af ein kona. Fyrstu tvo mánuði árs- ins var 51 ökumaður kærður fyrir að nota ekki bílbelti í Reykjavík, þar af voru 40 karlmenn. Farþeg- arnir voru þrír, tvær konur og þrír karlar. Hafa verður til hlið- sjónar að karlar eru fleiri í um- ferðinni auk þess sem þeir aka almennt fleiri kílómetra. „Tölurnar eru í samræmi við aðrar rannsóknir á hegðun karla og kvenna sem sýna það að konur eru almennt löghlýðnari,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræð- ingur. Hún segir það sama sjást á öllum tölum um glæpatíðni. Miklu færri konur eru almennt kærðar fyrir umferðarlagabrot. Skýring- ar segir hún trúlega geta verið bæði uppeldi okkar og menning. „Konur finna meira til ábyrgðar sinnar og eru meðvitaðri um þær hættur sem felast í umferðinni. Það segir okkur að fyrst þarf að beina sjónum að karlmönnum. Auglýsingar um hættur í umferð- inni hafa fyrst og fremst beinst að karlmönnum undanfarið. Þar eru karlmenn lamaðir, búnir að missa útlimi og dánir eftir umferðar- slys.“ Kristín segir þennan mun vera part af áhættuhegðun karla sem sjáist svo víða. ■ TRYGGINGAMÁL Um 88 prósent endur- krafna, sem tryggingafélög áttu á hendur ökumönnum á árinu 2003 voru vegna ölvunaraksturs, að því er fram kemur í ársyfirliti endur- kröfunefndar. Um er að ræða þrig- gja manna ráðherraskipaða nefnd sem kveður á um hvort og að hve miklu leyti beita skuli endurkröf- um. Umferðarlagabrot ökumanna, til dæmis ölvunarakstur, hrað-akstur, geta valdið ökuleyfissviptingu og refsingu í formi sektar eða fangels- is. Tjón, sem verður á ökutæki tjón- valds í slíkum tilvikum, verður hann einnig iðulega að bera sjálfur. Í umferðarlögum er jafnframt svo fyrir mælt að vátryggingafélag, sem greitt hefur bætur vegna tjóns af völdum ökutækja, eignast endur- kröfurétt á hendur þeim, sem tjóni olli af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi. Á árinu 2003 bárust nefndinni samtals 117 ný mál til úrskurðar. Af þessum málum samþykkti nefndin endurkröfu að öllu leyti eða að hluta í 104 málum. Á árinu 2002 var heildarfjöldi mála á hinn bóginn 141, og samþykktar endurkröfur að öllu eða einhverju leyti 131. Í fjárhæðum talið nema þessar endurkröfur samtals tæplega 33 milljónum króna, og er þá einnig tekið tillit til viðbótarendurkrafna í eldri málum. Á árinu 2002 námu samþykktar endurkröfur rúmlega 36 milljónum króna. Hæsta einstaka endurkrafan nam 2.000.000 krónum árið 2003. Sú næsthæsta nam 1.900.000 krónum. Alls voru 16 endurkröfur að fjár- hæð 500.000 krónur eða meira. Ástæður endurkröfu eru langoftast ölvun tjónvalds, það er í 92 tilvikum, eða um 88 prósent end- urkrafnanna. Lyfjaneysla var ástæða endurkröfu í þremur tilvik- um. Í 15 málum voru ökumenn end- urkrafðir sökum ökuréttindaleysis. Vegna stórkostlega vítaverðs akst- urslags eða glæfraaksturs voru átta ökumenn endurkrafðir. Í þeim 92 tilvikum, þar sem mælt var fyrir um endurkröfu vegna ölvunar, reyndust 67 öku- menn, eða 73 prósent, yfir efri mörkum umferðarlaga, það er að segja töldust óhæfir til að stjórna ökutækinu. Í þessum 104 málum voru karlar 76, en konur voru 28 af hinum end- urkröfðu tjónvöldum, eða um 27 prósent. Hlutur kvenna í málum af þessu tagi hefur farið nokkuð vax- andi á síðustu árum. Á árinu 1992 var þáttur kvenna um 14 prósent, en á árinu 2002 voru konur 22 prósent af hinum endurkröfðu öku- mönnum. Ökumenn, 25 ára og yngri, áttu hlut að 43 prósent mála. Árið 2002 áttu þeir hlut að 37 prósent mála. jss@frettabladid.is Baráttudagur kvenna: Miðstöðvar fyrir íraskar konur BAGDAD, AP Ákveðið hefur verið að koma á fót miðstöðvum í Bagdad þar sem íraskar konur geta fengið lögfræðiráðgjöf, læknishjálp og aðstoð við atvinnuleit. Fyrsta mið- stöðin var opnuð í Mansour- hverfinu gær, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að verja sem svarar um 100 milljónum ís- lenskra króna til uppbyggingar mið- stöðvanna. Alþjóðlegu mannrétt- indasamtökin Konur fyrir konur hafa yfirumsjón með verkefninu. ■ Kraftvélar ehf. · Dalvegi 6-8 · 201 Kópavogur · Sími 535 3500 Nánari uppl‡singar á www.komatsu.is 3 ára ábyrg› Endurkaup F Y R S T I R T I L A ‹ B J Ó ‹ A MANNFJÖLDI Fæðingum á Íslandi hefur fjölgað lítillega á milli ára en eru þó ekki nægilega margar til þess að viðhalda mannfjöldanum samkvæmt nýjum tölum Hag- stofunnar. Árið 2003 fæddust 4.142 börn hér á landi, 2.101 drengur og 2.041 stúlka. Þetta eru fleiri fæðingar en árið áður, en þá fæddust hér 4.049 börn. Algengasti mælikvarði á frjó- semi er fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemin þurfi að vera um 2,1 barn til þess að við- halda mannfjöldanum til lengri tíma litið. Undanfarin fimm ár hef- ur Ísland legið nokkuð undir þessu viðmiði og árið 2003 mældist frjó- semin 1,99 börn á ævi hverrar konu samanborið við 1,93 börn ári fyrr. Í allflestum löndum Evrópu er frjósemi umtalsvert lægri en á Íslandi og verður fólksfjölgun þar einkum vegna streymis aðkomu- fólks. Á Írlandi er frjósemi jafn- mikil og á Íslandi. Einungis í tveim- ur Evrópulöndum er frjósemi meiri en hér á landi, í Albaníu og Tyrk- landi. ■ Bensínstríð í Danmörku veldur lokunum stöðva: Stóru félögin loka bensín- stöðvum DANMÖRK Fjöldamörgum hefð- bundnum bensínstöðum með „fullri þjónustu“ hefur verið lokað í Danmörku á síðustu misserum. Í fréttum danska ríkissjón- varpsins, Danmarks radio, hef- ur komið fram að Q8 hefur lokað fjörutíu bensínstöðvum og Statoil hefur lokað um fimmtíu stöðvum. Lokanirnar koma í kjölfar mikils verðstríðs á bensínmark- aði en Danmarks radio segir að neytendur þar í landi hafi vanið sig á að elta verðið og keyri jafnvel dágóðan spöl til þess að kaupa bensínið þar sem verðið er lægst hverju sinni. ■ KONUR NOTA FREKAR BÍLBELTI Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur segir rannsóknir á hegðun karlar og kvenna sýna að konur séu almennt löghlýðnari. ÖKUTÆKJATJÓN Þáttur kvenna og ungmenna undir 25 ára aldri hefur farið vaxandi í umferðaróhöppum þar sem tryggingafélög nýta endurkröfurétt sinn. 92 ökumenn krafðir bóta vegna ölvunaraksturs Ástæður endurkröfu tryggingafélaganna á hendur ökumönnum er langoftast ölvun þess sem veldur tjóninu, eða í 88 prósent tilvika. Einnig koma við sögu lyfjaneysla, ökuréttindaleysi, vítavert aksturslag og hreinn glæfraakstur. FÆÐINGAR Á ÍSLANDI Fæðingum fjölgaði lítillega á milli ára og eru Íslendingar nú þriðja frjósamasta þjóð Evrópu. Fæðingafjöldinn nægir þó ekki til að viðhalda fjölda landsmanna. Fæðingum fjölgar: Erum meðal frjó- sömustu Evrópubúa DAVÍÐ FÆR KRANS Krans var settur á höfuð Davíðsstyttu ítalska myndhöggvarans Michelangelo í tilefni af alþjóðadegi kvenna. Styttan er á verkstæði í Flórens en áætlað er að viðgerð hennar ljúki innan skamms. SAMÞYKKTAR ENDURKRÖFUR 1999–2003 Fjöldi einstaklinga og skipting milli kynja HLUTFALL 25 ÁRA OG YNGRI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.