Fréttablaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 14
Það er vel skiljanlegt að sá samn-ingur sem gengið hefur verið frá milli Starfsgreinasambandsins og atvinnurekenda hljóti misjafnar und- irtektir meðal forystumanna ein- stakra verkalýðsfélaga. Aðstæður á vinnumarkaði eru ekki þær sömu á höfuðborgarsvæðinu og í smærri byggðarlögum á landsbyggðinni; ólíkar á Suðurlandi og Austurlandi og svo framvegis. Félagar í verka- lýðsfélagi þar sem vinnumarkaður er veikur hafa því hag af því að verka- fólk um allt land knýji á um meiri hækkun launataxta en gert er í þess- um samningi. Þetta fólk getur ekki búist við launaskriði á næstu misser- um. Það þiggur laun sem eru nærri launatöxtum. Til að rétta hlut þess þyrfti því að hækka launataxta ræki- lega. Slík hækkun er hins vegar ekki hagur verkafólks á svæðum þar sem atvinnuástand er betra. Mikil hækk- un launataxta getur á slíkum svæðum leitt til uppsagna til að mæta kostnað- arauka fyrirtækjanna, minna launa- skriði og á endanum minni kjarabót- um en hófstilltari hækkanir á kaup- töxtum geta fært verkafólki. Þessi mismunandi staða launþega vekur upp spurningar hvort heilla- vænlegra sé að brjóta upp kjaravið- ræður. Það kerfi sem við höfum búið við áratugum saman byggir á að samið sé fyrir landið allt í senn. Glímt er um hækkanir á kauptöxtum þótt aðeins hluti launþega þiggi laun samkvæmt töxtum – en þeir eru vissulega oftast grunnur einstak- lingsbundinna kjarasamninga. Með því að reyna að semja fyrir alla í einu gerist það að þeir sem lakast standa draga niður kröfur allra. Taxtar miðast við þá sem hafa lökustu samn- ingsstöðuna og hækkanir á þeim því miður einnig. Þessi hópur nýtur vissulega samflotsins með þeim sem hafa sterkari stöðu og fá því meiri hækkanir en þeir gætu sótt óstuddir. En það má velta því fyrir sér hvort ekki megi tryggja þessa jöfnun með betri hætti. Með því að leggja jafn ríka áherslu á kauptaxta og gert er – og magna með því upp efnahagslegt gildi þeirra vegna keðjuverkunar – verður til tregða til að hækka taxt- ana. Og slíkt bitnar fyrst og fremst á þeim sem lakast standa, hafa verstu samningsstöðu og þiggja laun aðeins samkvæmt kauptöxtum. Launakjör annarra sveiflast með hagsveiflunni; þegar vel árar hækka laun þeirra langt umfram taxtabreytingar en þegar kreppir að hægir á launaskrið- inu. Í gegnum árin hefur verið bent á margar aðferðir til að brjótast út úr þeim þunga sem leggst á stóra kjara- samninga heildarsamtaka. Einhverj- ar tilraunir hafa verið gerðar til vinnustaðasamninga en þeir eru enn furðanlega fáir. Verslunarmanna- félag Reykjavíkur hefur rutt nýjar brautir sem byggja á persónubundn- um kjarasamningum og er reynslan af því starfi mjög góð. Þótt það félag búi að því að starfa á því atvinnu- svæði sem er virkara en flest önnur er ekkert sem segir að einhver slík ráð geti ekki leitt til kjarabóta annars staðar. ■ Samtökin Human Rights Watch,eða Mannréttindavaktin, saka Bandaríkjaher um að aftra þróun í átt til lýðræðis og stöðugleika í Afghanistan með ólögmætu hátt- erni sínu þar í landi. Í nýrri skýrslu samtakanna, sem birt var í gær, segir að herinn láti hjá líða að fara eftir lögum og reglum í að- gerðum sínum, noti óeðlilegt vald til þess að framkvæma handtökur, fari illa með gæsluvarðahalds- fanga og haldi þeim jafnan í laga- legu „svartholi“ í óákveðinn tíma án nokkurra réttarhalda. Samtökin benda á að Bandarík- in hafi farið í stríð til þess að koma kúgunarstjórn talibana frá völdum, en nú segja samtökin að raunin sé sú að Bandaríkjamenn sjálfir standi í vegi fyrir því að lög og reglu verði komið á í hinu stríðshrjáða landi. Þungavopn í lögreglu- aðgerðum Samtökin segja að herinn noti ítrekað stór þungavopn, eins og þyrlur og eldflaugar, í aðgerðum sem ekki er að sjá að séu annað en venjulegar lögregluaðgerðir, þar sem markmiðið er að handtaka og færa til yfirheyrslu grunaða glæpamenn í íbúðarhverfum, þar sem ekki eru fyrir hendi nein stríðsátök. „Þessar aðgerðir hafa leitt til dauða saklausra borgara,“ segir í skýrslunni. Samtökin viðurkenna að Bandaríkjamenn eigi oft í höggi við hópa og gengi sem ekki virða neina alþjóðasáttamála um mann- réttindi, en þau fallast ekki á að það séu rök fyrir því að Banda- ríkjaher hagi sér á þennan hátt. Sprengt í stað þess að banka Í skýrslunni eru rakin dæmi um það sem samtökin kalla „kúrekaað- gerðir“ gegn fólki sem „oft og iðu- lega reynast vera löghlýðnir borg- arar“. Bandaríkjaher er þannig í mörgum tilvikum sakaður um að hafa sprengt upp hurðir í stað þess einfaldlega að banka. Í einu slíku tilfelli er sagt frá því þegar hermenn, með þyrlu, réðust inn á heimili Ahmeds Khan og fjöl- skyldu hans í hverfinu Zurmat í Pkatia-sýslu, en það svæði var þá fullkomlega undir stjórn afgönsku ríkisstjórnarinnar. „Við lágum í rúminu,“ sagði Khan við skýrslugerðarmenn. „Allt í einu brast á með miklum hávaða. Þyrlur komu, og við gátum heyrt í þeim fyrir ofan húsið og við heyrð- um líka í vélbyssum. Síðan spreng- du þeir holu í vegginn með eld- flaug.“ Því næst réðust Bandaríkja- menn til inngöngu og króuðu fjöl- skylduna af. „Og svo leituðu þeir í öllu hús- inu, brutu alla glugga, skutu allar hirslur upp og rifu allar hurðir af hjörunum,“ sagði Khan. Engin merki voru um það fyrirfram, seg- ir í skýrslunni, að Bandaríkjaher yrði veitt vopnað viðnám við þessa innrás inn í hús Khans. Því hafi ver- ið lítil ástæða til að leggja ekki bara hús Khans í rúst, heldur einnig nærliggjandi íbúðir. Og hvað þá að skjóta bónda til bana, sem stóð á nærliggjandi akri og sinnti störfum sínum. Afganar nota herinn Í skýrslunni er talið hugsanlegt að í einhverjum tilfellum kunni harkan að skýrast af því að Bandaríkjaher fái ítrekað mis- vísandi vísbendingar frá Afgön- um sjálfum, sem eru sumir farnir að nota hinn uppstökka her til þess að senda á óvildarmenn. Þá er einfaldlega hringt í herinn og lognar upp sakir. Slíkt þykir áhrifaríkt á meðal Afgana til þess að ná sér niður á samborgurum, enda engin furða, ef marka má skýrslu mannréttindasamtakanna Human Right Watch. Bandaríkja- her ræðst á fólkið með þyrlum, stingur því í fangelsi og lætur það dúsa þar án réttarhalda ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um kjarasamninga 14 9. mars 2004 ÞRIÐJUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Þeir sem nú vilja láta sam-þykkja lög um að leyfa stíflu- hækkun í Laxá halda því fram að annars geti engar rannsóknir farið fram við Laxá, Mývatn og Kráká á sandburði eða lífsskil- yrði lax eða silungs. Staðreynd- in er hinsvegar sú að verndar- lögin sem nú gilda um þetta dýr- mæta svæði gera beinlínis ráð fyrir slíkum rannsóknum og hvetja til þeirra. Þegar gengið er á þá sem lýsa áhyggjum af rannsóknarbanni við Mývatn segja þeir megin- atriðið vera að lögin hindri nýj- ar virkjunarframkvæmdir í Laxá og þess vegna fáist Lands- virkjun ekki til að leggja fé í neinar rannsóknir. Það eru sem sé rannsóknir á vegum Lands- virkjunar sem menn hafa áhyggjur af – rannsóknir sem Landsvirkjun er ekki talin styðja nema þær greiddu braut að stífluhækkun. Rannsóknir, já takk Kjarni deilunnar um Laxá er þetta: Landsvirkjun segir að sandburðurinn í Laxá valdi því að virkjunin sé óhagkvæm. Ann- aðhvort verði að hækka stífluna og mynda setlón fyrir sandinn eða þá að leggja Laxárvirkjun niður. Hinn klóki stjórnmála- maður í forstjórasætinu leggur fram tvo kosti illa og treystir því að Þingeyingar velji þann sem til skamms tíma sýnist skárri. En hér skortir einmitt upp- lýsingar og rannsóknir. Í fyrsta lagi verður Landsvirkjun að sanna það fyrir Þingeyingum, löggjafanum og þjóðinni allri að virkjunin sé óhagkvæm án þeirra stórbreytinga sem hugur risafyrirtækisins stendur til á náttúru ár og dals. Í öðru lagi þarf fyrirtækið að sýna fram á að ekki verði ráðið við sandinn með öðrum hætti en þeim að hækka stífluna og moka svo sandinum þaðan burt. Landsvirkjun hefur hvorugt gert, og þaðan af síður umhverf- isráðherrann, sem nú um stund- ir virðist hlaupa á eftir hverjum þeim sem hann telur í einhvern styrk til framhaldslífs á ráð- herrastóli. Frekjugangur, nei takk Eðlileg niðurstaða Laxár- málsins nú er að Landsvirkjun, heimamenn og stjórnvöld sam- einist um þær rannsóknir sem þörf er á um sandburðinn í Kráká og Laxá, ástæður hans, sandmagnið, hugsanlegar lag- færingar á inntalsmannvirkjum stíflunnar, áhrif sandsins á líf- ríki Laxár ofan stíflu og neðan – um leið og Landsvirkjun leggur fram ítarlega greinargerð um rekstur Laxárvirkjunar frá 1983 og þá kosti sem fyrirtækið telur vera í stöðunni, bæði án stíflu- hækkunar og með ýmsum breyt- ingarkostum. Til þessa þarf engar laga- breytingar heldur fjármagn frá fyrirtækinu og almannavaldinu, heiðan hug hjá öllum sem að koma og raunverulegan vilja til niðurstöðu þar sem full virðing er sýnd einhverjum mestu nátt- úruverðmætum á Íslandi. Eða hver eru þau ákvæði laga nr. 36/1974 sem hindra rann- sóknir á sandburði, lífríki, vatnsbúskap? ■ Þingmenn tali skýrt „Ég geri þær kröfur til alþingis- manna að þeir tali skýrt svo ég geti tekið afstöðu til þess sem til umræðu er. Það hafa þeir því miður ekki gert í kvótamál- inu og ekki heldur í þjóðlendu- málinu. Því frábið ég mér þjóð- aratkvæðagreiðslur um þau mál. Ef Össur Skarphéðinsson vill þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnun fiskveiða þá verður hann að segja mér hvað hann vill að ég kjósi um.“ - SIGNÝ SIGURÐARDÓTTIR Á KREML.IS Nektarstaðir og forræðishyggja „Oft vill það brenna við að stjórnmálamenn vilja setja lög og reglugerðir sem stjórna hegðun einstaklinganna og þar með skerða frelsi þeirra. Stjórnmálamenn virðast oft telja sig betur til þess fallna að segja fólki hvað sé gott og hollt fyrir það en fólkið sjálft. Dæmi um slíka forræðishyggju er að ungum stúlkum er bann- að að vinna sem nektardans- meyjar í höfuðborg landsins. Sumir stjórnmálamenn telja að slík iðja sé stúlkum óholl og að þær séu að vinna þessa vinnu af vafasömum ástæðum. Maður veltir því fyrir sér af hverju ráðamenn borgarinnar telja sig vita betur en stúlkurnar sjálfar hvað sé æskilegt fyrir þær, hvaða vinnu þær eiga að vinna. Það er einnig ótrúlegt að búið sé að banna frjáls viðskipti með því að banna rekstur nekt- arstaða. Ef einstaklingur er til- búinn að greiða stúlku fyrir að horfa á hana dansa og fækka fötum í leiðinni og stúlkan er tilbúin til að veita þá þjónustu fyrir tiltekna upphæð – af hverju ættu þá stjórnmála- menn að banna slíkt? Ekki er hægt að sjá að þessi viðskipti skaði aðra þegna í þjóðfélaginu og erfitt er að sjá að það skaði þá sem taka þátt í þeim.“ - HAFRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR Á FRELSI.IS Hver bannar rannsóknir? ■ Af Netinu Bandaríkjaher sakaður um ofstopa Samningar teygðir yfir ólík svæði Úti í heimi ■ Mannréttindavaktin hefur gefið út nýja skýrslu um aðferðir Bandaríkjahers í Afghanistan. Umræðan MÖRÐUR ÁRNASON ■ skrifar um stíflu- hækkun í Laxá. Ekke rt majo nes Ljúfengar Fyrir þá sem eru að hugsa um línurnar heilsusamlokur RUMSFELD Í AFGANISTAN Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna heim- sótti bandaríska hermenn í Afganistan í febrúarlok. Samkvæmt skýrslu mannrétt- indasamtaka bera aðferðir hersins keim af aðferðum kúreka í villta vestrinu. LAXÁRDEILAN Eðlileg niðurstaða Laxármálsins nú er að Landsvirkjun, heimamenn og stjórnvöld sameinist um þær rannsóknir sem þörf er á um sandburðinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.