Fréttablaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 15
15ÞRIÐJUDAGUR 9. mars 2004 Varðandi andsvar Guðfinnu Guð-mundsdóttur, lögfræðings hunda- ræktunarinnar Dalsmynni ehf., birt 25. febrúar síðastliðinn við grein Magneu Hilmarsdóttur sem birt var 16. febrúar langar mig að benda á að Guðfinna fer hvorki með rökstutt né rétt mál þegar hún talar um rakalaus- an þvætting og vankunnáttu Magneu. Magnea hefur kynnt sér skýrslur frá fagfólki varðandi aðbúnað hundanna á umræddu hundabúi ásamt því að hafa komið að Dalsmynni. Einnig hef- ur hún átt mörg viðtöl við ósátta hvolpakaupendur og hefur undir höndum fjölda pappíra varðandi þessi mál. Það sem Magnea vitnar í er heimsókn fólks að Dalsmynni nú á dögunum, þetta fólk er (eins og fram kom í grein hennar) ekki tilbúið að láta nafns síns getið í fjölmiðlum, af ótta við hefndaraðgerðir af hálfu Dalsmynnishjóna, en hefur þrátt fyr- ir það staðfest þennan framburð. Stór orð Það er leitt að vita til þess að sið- menntað fólk skuli leggjast svo lágt sem raun ber vitni. Og á ég þá við lýsingar í grein Guðfinnu á skrifum Magneu þar sem hún talar um „rakalausan þvætting, rangfærsl- ur“ og fleira í þeim dúr, þetta eru stór orð að mínu mati. Í sömu grein lætur Guðfinna frá sér þá fjarstæðu að dýrin séu óhrædd, glaðleg og vel hirt. Það kann að vera að þau hafi fengið aukabað nú á dögunum vegna þessara „leiðinda“ í almenn- ingi út í Dalsmynni, sem eiga að vera sprottin af einskærri öfund í garð þeirra ágætu hjóna. Það er þá hið besta mál ef að dýrin græða eitt- hvað á þessari umfjöllun. Ég hef margoft komið að Dalsmynni og ég get ekki sagt að þau dýr sem ég hafði kynni af þar hafi verið hrein eða glaðleg. Öðru nær. Þarna sá ég litlar pomeranian-tíkur, rakaðar á afturendanum með óklipptar illa farnar klær. Chihuahua-tík sem átti að vera sýningartík, var svo mann- fælin að það var ekki hægt að lokka hana til sín á nokkurn hátt, heldur húkti hún undir borði. Þessari tík fylgdist ég með eftir að hún fékk heimili og það var mikil og erfið vinna að fá hana til að treysta fólki. Óánægðir hundar Það má vel vera að hámenntaður lögfræðingur sem ekki getur skrif- að heiti hundategunda rétt, telji í góðu lagi að geyma þessar „skepn- ur“ í búri án þess að þær fái nokkurn tíma að njóta sín á eðlileg- an hátt en ég spyr: hvers vegna þarf allan þennan fjölda af hundum á eitt hundabú? Dýrin geta ekki haft það gott miðað við þessar aðstæður sem þau búa við; að nokkur skuli láta frá sér þvílíka fjarstæðu. Það ber öllum saman um að hund- arnir séu of margir, samt er ekkert gert í því og starfsfólkinu fer fækk- andi en hundunum fjölgandi. Reglulega hafa verið fjöldasvæf- ingar á hundum frá Dalsmynni en það hefur ekki tekið marga mánuði að fara upp í sama fjölda aftur. Ég hef ekki komið þarna nýlega og ætla ekki að tjá mig um það hvort búið er að fjárfesta í bælum handa hundunum eða hvort þeir hafi feng- ið bað eða skúrað hafi verið í kringum þá. Tel það reyndar líklegt vegna eftirlits dýralækna, sem voru kvaddir til, en mín reynsla af hund- unum þaðan er ekki sú að þeir séu ánægðir, glaðir og óhræddir. ■ Höfum við réttinn? Við erum heppnir, við Íslending-ar, það fer ekkert á milli mála. Á hverjum degi er ég minntur að einhverju leyti á hversu góður um- búnaður er fyrir mannréttindi á Vesturlöndum. Við getum lagt rækt við málefni sem flest önnur lönd geta ekki einu sinni leyft sér. Hér er í hávegum höfð sú regla að allir megi haga gjörðum sínum eftir eig- in höfði, svo fremi sem enginn beri skaða af. Eða því sem næst. Stjórnarskrárviðauki sem bannar hjónabönd Ráðagerðir eru uppi í Hvíta hús- inu um að semja stjórnarskrárvið- auka sem bannar hjónabönd sam- kynhneigðra. Þetta er gert til að sporna við þróun sem borgarstjóri San Francisco hratt af stað þegar hann heimilaði borgaralegar hjóna- vígslur fólks af sama kyni. Ef mið er tekið af þeim ákvörðunum sem George W. Bush hefur tekið í for- setatíð sinni og þeirri afturhalds- semi sem hann stendur fyrir á þetta ekki að koma neinum á óvart. Lík- urnar á því að hann komi þessum viðauka í gegn eru þó óverulegar og er ég feginn því. Það væri nánast fordæmalaust afturhvarf sem ég tel ekki boðlegt nútímasamfélaginu sem við viljum teljast hluti af. Hingað til hef ég talið að megin- þorri Íslendinga væri mér sammála. Umræða og uppfræðsla um samkyn- hneigð og samkynhneigða hefur á undanförnum árum verið með því móti að margir vilja tala um bylt- ingu. Ekki alls fyrir löngu voru menn nánast gerðir útlægir fyrir að koma út úr skápnum, nú er talað í fullri alvöru um að veita hinum sömu rétt til að ættleiða börn. Hlutir sem þessir minna mig á hversu gott er að búa hér, að mestu leyti. Vitlaus spurning Þann 1. mars síðastliðinn sá ég niðurstöðu úr skoðanakönnun Fréttablaðsins sem tekin hafði verið sólahringinn áður á Netinu. Spurning dagsins var: „Á að leyfa hjónabönd samkynhneigðra?“ Samkvæmt henni virtist þjóðin klofin í tvennt í afstöðu sinni. Þessi könnun vakti ugg hjá mér, þó ekki af þeirri ástæðu sem ætla mætti. Ég tek niðurstöður kann- ana á Netinu sjaldnast alvarlega, og sama gildir um þessa. Persónu- lega efa ég að meirihluti Íslend- inga séu á þeirri skoðun að meina ætti fólki af sama kyni að gangast undir borgaralega vígslu. Munur- inn var innan skekkjumarka og auðvelt er að kjósa oftar en einu sinni í svona könnunum. Það sem angraði mig var spurningin sjálf: „Á að leyfa hjónabönd samkyn- hneigðra?“ Höfum ekki rétt til að banna hjónaband Spurningin sem átti að spyrja var: „Höfum við rétt til þess að banna samkynhneigðum að gift- ast?“ Ég ætla mér ekki að svara fyrir hönd trúfélaga sem eiga að fá að byggja siði sína og athafnir á því sem þau telja réttast. Þó ríki og kirkja séu ekki enn aðskilin viljum við engu að síður telja samfélag okkar trúfrjálst, þar sem kennisetningar aldagamalla rita ganga í engu á rétt fólks af mismunandi kyni, kynhneigð eða kynstofni. Því miður er það ekki svo. Staðfest sambúð, hin hýra út- gáfa hjónabands, gefur ekki öll réttindin sem við hin getum búist við. Það er með öllu óverjandi að taka sér rétt til að meina náunga okkar að ganga að eiga þann sem hann elskar. Staðreyndin er einfaldlega sú að þetta kemur okkur ekkert við. Það er tímabært að allir geri sér grein fyrir því. Teljirðu að þetta stríði gegn trú þinni eða siðferðis- kennd áttu allan rétt á þeirri skoð- un en engan rétt til að þröngva henni upp á aðra, síst af öllu með lagabeitingum. Abraham Lincoln sagði eitt sinn að hver sá sem meinaði öðrum um frelsi ætti sjálfur engan rétt á því. Meira en öld er liðin frá því þessi orð voru sögð og þau verða æ sannari. Við verðum öll að beita okkur fyrir því að þau séu í heiðri höfð og spyrja okkur út frá því hvort við höfum virkilega rétt til að banna samkynhneigðum að giftast? ■ HJÖRTUR HARALDSSON ■ skrifar um hjónabönd sam- kynhneigðra. Umræðan Andsvar JÓN GUÐJÓNSSON ■ skrifar um aðbúnað hunda í Dalsmynni. Aðbúnaður í Dalsmynni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.