Fréttablaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 9. mars 2004 Fargjald fyrir börn 1 króna! Gildir aðra leiðina fyrir börn, 2ja til 12 ára, í fylgd með fullorðnum (við bætist flugvallarskattur og tryggingagjald, samtals kr. 333). EGILSSTAÐA 6.100 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og ÍSAFJARÐAR 5.200kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og AKUREYRAR 5.200 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is flugfelag.is 10. – 16. mars VOPNAFJARÐAR/ ÞÓRSHAFNAR 7.500 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og GRÍMSEYJAR 6.500 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 2 39 58 03 /2 00 4 Fargjald fyrir börn 1 króna! Gildir aðra leiðina til 14. mars, fyrir börn, ja til 12 ára, í fylgd með fullorðnum (við bætist flugvallarskattur og tryggingagjald, samtals 333 kr.). Stubburinn sem stekkur hæst Svíinn Stefan Holm er minni en gengur og gerist á meðal hástökkvara en þrátt fyrir það kemst enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Sænski há- stökkvarinn Stefan Holm, sem tryggði sér þriðja heimsmeistara- titilinn í röð í hástökki á HM inn- anhúss í Búdapest um helgina, lík- ist ekki hástökkvara í fremstu röð frekar en ég og þú. Staðalímyndin af hástökkvara er hár og grannur líkami og alveg sérstaklega langir leggir. Holm er grannur en þar lýkur samanburðinum. Hann er ekki nema 1,81 metri á hæð og er minnsti hástökkvarinn sem hefur unnið heimsmeistaratitil. Hann grætur þó ekki smæðina heldur segir hana hafa komið hon- um til góða. „Ef ég væri stærri þá væri tæknin hjá mér líklega ekki jafn góð og hún er. Það er ekki víst að ég hefði hoppað jafn hátt og ég hef gert,“ sagði Holm. Patrick Sjöberg hefur hingað til verið goðsögn á meðal sænskra hátökkvara. Holm var átta ára þegar hann sá Sjöberg keppa fyrst í sjónvarpi. Holm byrjaði að æfa sig sjálfur í hástökki og þótt hann hafi verið efnilegur knatt- spyrnumaður og ísknattleiks- spilari þá var hástökkið alltaf númer eitt. Faðir hans, Johnny Holm, hefur reynst syni sínum stoð og stytta í gegnum ferilinn og þegar hann sá hversu mikinn áhuga Holm hafði á hástökkinu setti hann sig í samband við þjálfara Patricks Sjöberg, Viljo Nousiainsen. „Stefan var alltaf að æfa sig og þóttist vera Sjöberg. Ég setti mig í samband við þjálfara hans og með okkur tókst mikill vinskapur. Viljo þjálfaði Stefan fyrstu árin og kenndi mér að þjálfa. Þess vegna stekkur Stefan nákvæm- lega eins og Sjöberg. Hann kenndi mér allt sem ég kann,“ sagði Johnny, sem hefur þjálfað son sinn undanfarin ár og var með honum í Búdapest um helgina. Holm er gífurlega vinsæll í Svíþjóð enda alþýðlegur með ein- dæmum og skemmtilegur per- sónuleiki. Hann hefur gaman af því að gera grín að sjálfum sér og þreyt- ist seint á því að segja sögu af þegar hann prófaði tugþraut sext- án ára gamall og stökk 2,04 metra í hástökki. „Já, það er rétt að það var fjórum sentímetrum hærra en ég stökk í stangarstökki,“ sagði Holm. Hann hefur aldrei stokkið stangarstökk aftur enda kannski ekki von. Hann er besti há- stökkvari heims í dag – það hlýtur að nægja. oskar@frettabladid.is STEFAN HOLM STÖKK HÆST Svíinn frábæri sést hér fagna sigurstökki sínu í Búdapest en hann hoppaði yfir 2,35 metra. Enska úrvalsdeildarliðið Leicester: Adams heldur áfram FÓTBOLTI Micky Adams, knatt- spyrnustjóri Leicester, ætlar að halda áfram sem stjóri liðsins en sá orðrómur hefur verið í gangi að hann hygðist hætta í kjölfar atviksins á Spáni þar sem þrír leik- menn liðsins eru enn í haldi spænsku lögreglunnar, sakaðir um að hafa nauðgað þremur stúlkum. Adams tilkynnti í gær að hann ætlaði að halda áfram og gera sitt besta til að bjarga félaginu frá falli. „Síðustu dagar hafa verið erf- iðir fyrir alla þá sem tengjast fé- laginu en ég vil að það komi skýrt fram að ég ætla ekki að hætta sem knattspyrnustjóri hjá Leicester. Ég skal hins vegar viðurkenna það að ég hugsaði vel og lengi um mína eigin stöðu eftir nýliðna atburði. Ég hef brýnt það fyrir mínum mönnum að haga sér vel innan vallar sem utan og síðan fæ ég þetta í andlitið. Ég ætla ekki að dæma menn fyrirfram en ég hef miklar áhyggjur af framkomu leikmanna minna. Nú er það undir mér og leikmönnum mínum komið að halda merki félagsins hátt á lofti og gera okkar frábæru stuðn- ingsmenn stolta af félaginu,“ sagði Adams, sem notaði tækifærið og þakkaði stuðningsmönnum félagsins kærlega fyrir allan stuðninginn sem þeir hefðu sýnt honum undanfarna daga. ■ MICKY ADAMS Knattspyrnustjóri Leicester ætlar ekki að gefast upp þótt á móti blási

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.