Fréttablaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 8
8 11. mars 2004 FIMMTUDAGUR Svona er lífið „Ég hefði nú samt ekki trúað því fyrir tíu árum að ég ætti eftir að enda inni á hinu háa Alþingi. En svona er lífið.“ Jón Kr. Óskarsson, eini löggildi eldri borgarinn á þingi, Fréttablaðið 10. mars. Ástfanginn Baski að gefast upp „Ég er búinn að hringja í meira en hundrað Ingunnir bara til þess að sjá hvort heppnin yrði með mér en það hefur litlu skil- að. Ég er við það að gefast upp.“ Javier Santos Garay, ástfanginn Baski í leit að íslenskri stúlku, DV 10. mars. Allt í mínus „Í opinberum rekstri er mögu- legt að reka allt í mínus, jafnvel mörg ár í röð, ríkissjóður borgar hvort eð er reikninginn.“ Kristinn Már Ársælsson, stjórnarmaður í Heimdalli um frelsi í menntamálum, Morgunblaðið 10. mars. Orðrétt SAMKEPPNISMÁL Samkeppnisstofn- un er með til skoðunar hvort starfsemi innheimtufyrirtækisins Intrum Justitia brjóti í bága við samkeppnislög. „Við fengum óformlegar athugasemdir sem snúa að eignar- haldi Intrum,“ segir Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður sam- keppnissviðs Samkeppnisstofnun- ar. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. Intrum er að stærstum hluta í eigu KB banka, Landsbanka Íslands og Sparisjóðanna. Athugasemdirnar snúa að því að fyrirtækið sé hugsan- lega með einokunarstöðu á svoköll- uðum millikröfumarkaði. Vegna eignarhalds síns í Intrum beini bankarnir þrír öllum sínum við- skiptum til fyrirtækisins sem skekki samkeppnistöðuna gagnvart öðrum innheimtufyrirtækjum. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins leikur einnig grunur á að óeðlileg tengsl séu á milli Intrum og Lánstrausts hf. Lánstraust er eina fyrirtækið á landinu sem gef- ur upp upplýsingar um vanskil þannig að öll innheimtufyrirtækin eru háð Lánstrausti að því leyti. Samkeppnisstofnun hefur sent öllum innheimtufyrirtækjum bréf þar sem óskað er eftir afritum af öllum samningum sem þau hafa gert við Lánstraust. Ennfremur hefur stofnunin óskað eftir árs- reikningum fyrirtækjanna fjögur ár aftur í tímann og upplýsingum um tengsl þeirra við bankana. Ís- landsbanki mun vera eini bankinn sem stendur fyrir utan þennan markað en hann beinir viðskipt- um sínum meðal annars til inn- heimtufyrirtækisins Momentum. Hallgerður Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Momentum, segir engin eignartengsl vera milli bank- anna og Momentum. Hún segist vissulega hafa áhyggjur af stöðu mála á markaðnum. Það komi sér því ekki á óvart að Samkeppnis- stofnun sé með mál Intrum til skoð- unar enda sé mörgum spurningum ósvarað varðandi stöðu fyrirtækis- ins á markaðnum. Auk Intrum og Momentum eru AM kredit og Premium á meðal helstu fyrirtækja á innheimtumark- aðnum. Vegna árshátíðar Intrum í Danmörku náðist ekki í forsvars- menn fyrirtækisins í gær. trausti@frettabladid.is Fá ekki greidd laun: Rabbínar í verkfall JERÚSALEM, AP Þúsundir ísraelskra rabbína hófu verkfall í gær til að mótmæla því að stjórnvöld hafa ekki greitt þeim laun síðasta hálfa árið. Þar sem lög krefjast þess að þeir veiti ákveðna þjónustu héldu þeir áfram að gefa fólk saman en að- eins ef fólk væri reiðubúið að giftast á bílastæðum eða gangstéttum. Forystumenn rabbína segja að- gerðir stjórnvalda aðför að trúar- lífi gyðinga. Á undanförnum árum hefur myndast gjá milli þeirra sem telja að trúarbrögð eigi að ráða miklu um þjóðfélagið og þeirra sem vilja takmarka áhrif þeirra á stjórn landsins. ■ Lesbískur barnaníðingur: Þóttist vera piltur BRETLAND Dómstólar í Bretlandi hafa dæmt lesbíska konu, sem fór í gervi unglingspilts til að tæla tólf ára stúlku, í tveggja ára fangelsi. Kelly Trueman, sem er 23 ára, mis- notaði stúlkuna kynferðislega eftir að hafa vingast við hana á skólalóð í Derbyshire sumarið 2003. Trueman taldi stúlkunni og vin- konum hennar trú um að hún væri sextán ára strákur. Eftir að hafa vingast við fórnarlambið og for- eldra hennar fékk hún leyfi til að gista á heimili fjölskyldunnar. Í eitt skipti hélt hún því fram að faðir sinn hefði hent sér út og fékk að búa heima hjá stúlkunni í fimm daga. ■ LEIFSSTÖÐ Alls ferðuðust um 66 þúsund farþegar með flugfélaginu í febrúar Farþegum Icelandair: Fjölgar um 21% FERÐAMÁL Farþegum í áætlunarflugi hjá Icelandair fjölgaði um rúm 21 prósent í febrúar síðastliðnum mið- að við sama tíma í fyrra. Alls ferðuðust um 66 þúsund far- þegar með flugfélaginu í febrúar samanborið við rúmlega 54 þúsund í fyrra. Farþegum til og frá Íslandi fjölgaði um rúm 11 prósent en far- þegum sem flugu með félaginu yfir Norður-Atlantshafið með viðkomu á Íslandi fjölgaði um 51 prósent. Fyrstu tvo mánuði ársins hefur farþegum fjölgað um 14 prósent miðað við fyrstu tvo mánuði síðasta árs. ■ ALÞINGI Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra flutti þingsályktun- artillögu á Alþingi í fyrradag um breytingu á EES-samningnum, en með tillögunni er ríkisstjórninni falið að staðfesta tilskipun um ráðstafanir gegn því að fjármála- kerfið sé notað til peningaþvættis. Þetta kallar á lagabreytingar hér á landi, en ekki er um að ræða breytingar á meginreglum EES- samningsins. Alþingi samþykkti á síðasta ári frumvarp viðskipta- ráðherra um breytingu á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti. Samkvæmt eldri tilskipun var fjármálastofnunum skylt að til- kynna um grunsamleg viðskipti og sýna aðgæslu þannig að koma mætti í veg fyrir að stofnanir væru misnotaðar til peninga- þvættis á ólöglegum fjármunum. Í ljósi fenginnar reynslu hefur framkvæmdastjórn ESB nú ákveðið að endurskoða ákvæði upphaflegu tilskipunarinnar. Það þýðir að gildissvið hennar er rýmkað og nær hún nú einnig til lögfræðinga, fasteignasala og að- ila sem eiga í viðskiptum með eðalmálma. Tilskipunin kallar einnig á breytingar á almennum hegningarlögum hvað varðar svik sem beinast að fjárhagslegum hagsmunum ESB, en slíkar breyt- ingar eru á forræði dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. ■ Þingsályktunartillaga um aðgerðir gegn peningaþvætti: Grunsamleg viðskipti tilkynnt HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Utanríkisráðherra flutti þingsályktun- artillögu á Alþingi um breytingu á EES-samningnum sem kveður á um hertari aðgerðir gegn peningaþvætti á fjármálamarkaði. MILLJÓN DOLLARA SEÐILLINN Hún var heldur bjartsýn konan sem dró upp milljón dollara seðil í stórmarkaði í Suðurríkjum Bandaríkjanna og hugðist borga með honum; hún ætlaðist til að fá afgang upp á nærri eina milljón dollara, andvirði um 70 milljón króna. Konan hefur verið ákærð fyrir seðlafölsun. Hæstu seðlar í Bandaríkjunum eru hundrað doll- ara seðlar. LJÚGA HVERJU SEM ER Þeir sem komu til greina í val á kviðdómn- um sem kveður upp úr um sekt Terrys Nichols sögðust sumir reiðubúnir að ljúga hverju sem er til að komast í kviðdóminn. Þetta sagði einn hugsanlegra kviðdómenda í málinu yfir vit- orðsmanni Timothys McVeigh í sprengjuárásinni í Oklahoma 1995 sem kostaði 160 manns lífið. DREPINN Í VÍGSLUATHÖFN Nær átt- ræður maður hefur verið ákærður fyrir manndráp á vígsluhátíð frímúrarareglu í Bandaríkjunum. Maðurinn dró upp byssu sem hann hélt að væri hlaðin púðurskotum og skaut í andlit þess sem verið var að vígja inn í regluna. Byssan reynd- ist hlaðin alvöru skotum og lést maðurinn samstundis. ■ Bandaríkin ■ Bandaríkin Eignarhald banka í Intrum til skoðunar Samkeppnisstofnun skoðar samkeppnisstöðu innheimtufyrir- tækisins Intrum. Athugasemdir hafa verið gerðar við eignarhald fyrirtækisins. Grunur um óeðlileg tengsl við Lánstraust hf. FYRIRTÆKI TIL SKOÐUNAR Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, seg- ir stofnunina hafa fengið óformlega athuga- semdir sem snúi að eignarhaldi Intrum. ALÞINGI „Full ástæða er til að vara við að of geyst sé farið í erlend- um lántökum með breytilegum vöxtum. Allt bendir til þess að þeir hækki þegar fram líða stundir og vaxtabyrði lánanna aukist að sama skapi. Við þetta getur bæst gengisáhætta,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra í utandagskrárumræðu um skuldastöðu þjóðarbúsins á Alþingi í gær. Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum, benti á að er- lendar skuldir næmu á annað þúsund milljarða króna og spurði forsætisráðherra meðal annars um mat á þróun þeirra og greiðslustöðu þjóðarbúsins í ljósi mikillar útlánaþenslu. Davíð sagði að erlendar skuldir viðskiptabankanna hefðu aukist um 300 milljarða króna í síðasta ári. Þessi mikla lántaka hefði farið fram við óvenju hagstæð vaxtaskilyrði. „Stór hluti erlendra lána hef- ur farið í að fjármagna yfirtök- ur og umbrot á fyrirtækjamark- aði,“ sagði Davíð og skoraði á innlánsstofnanir að taka mark á vinsamlegum og skynsamlegum ábendingum og aðvörunum Seðlabankans. Varðandi aukna lántöku heimilanna í erlendum gjaldmiðli sagði Davíð: „Heimilin taka ákvarðanir sínar um slíkt í ljósi aðstæðna og væntinga. Það er engu að síð- ur rétt að vara við slíkri þróun, þótt það sé líka varasamt að grípa fram fyrir hendur á fólki og setja því skorður til láns- fjáröflunar.“ ■ DAVÍÐ ODDSSON Í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær um skuldastöðu þjóðarbúsins varaði forsætis- ráðherra heimilin við of mikilli lántöku í erlendrum gjaldmiðli, en sagði það einnig varasamt að grípa fram fyrir hendur á fólki í þessum efnum. Davíð Oddsson í utandagskrárumræðum á Alþingi: Varar við aukinni lántöku

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.