Fréttablaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 16
16 11. mars 2004 FIMMTUDAGUR FORSETINN AFLAR FJÁR George W. Bush Bandaríkjaforseti veifar til blaðamanna á flugvellinum í Waco í Texas. Bush fór til Dallas og Houston í gær til að safna fé í kosningasjóð sinn. HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðisráðu- neytið og Landlæknisembættið vilja að hugað verði sérstaklega að tilfinningalegum og geðrænum vanda barna og unglinga, að því er fram kemur í nýrri og yfirgrips- mikilli skýrslu fagráðs embættis- ins og heilbrigðisráðuneytisins um áherslur til heilsueflingar, sem kynnt var í fyrradag. Embættið vill að leitað sé skipu- lega að einstaklingum í áhættu og úrræði sköpuð til að leysa vanda- málin áður en í óefni sé komið. Í heilbrigðisáætlun 2010 er áætlað að 22 prósent Íslendinga eldri en fimm ára þjáist af geð- röskunum af ýmsu tagi. Eitt af að- almarkmiðum heilbrigðisáætlun- arinnar er að draga úr tíðni sjálfs- víga um 25 prósent. Bent er á að hvetja þurfi ríki og sveitarfélög til að marka sér heilsueflingarstefnu og beita heil- brigðismati við undirbúning allra ákvarðana sem varða líf og heilsu íbúanna. Markviss fjölskyldu- stefna og skipuleg fjölskylduvernd séu þar mikilvægir þættir. Enn fremur er bent á að stuðn- ingur við skólakerfi, kennarastétt- ir og menntun séu líklegri leið til að bæta heilsu og vellíðan, heldur en efling heilbrigðiskerfisins. Nauðsynlegt sé að efla þekkingu á lýðheilsu í landinu. Eitt af for- gangsverkefnum heilbrigðisyfir- valda ætti að vera að efla heilsu- gæsluna sem máttarstólpa heilsu- verndar og forvarnarstarfs. ■ TILLÖGUR Í MENNTAMÁLUM Fulltrúar Heimdallar, félags ungra sjálf- stæðismanna, afhentu Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra tillögur félagins í menntamálum í fyrradag. Tillögur Heimdallar: Skólagjöld jákvæður kostur MENNTAMÁL „Með tilkomu sam- keppni í háskólaumhverfinu hef- ur það komið á daginn að ríkisrek- inn háskóli er að verða undir í baráttunni um nemendur, þjón- ustu og aðstöðu.“ Svo segir í aðfaraorðum Heimdallar, félags ungra sjálfs- ræðismanna, að tillögum í menntamálum, sem afhentar voru menntamálaráðherra í fyrradag. Í tillögunum er víða komið við í skólakerfinu, m.a. fjallað um skólagjöld, faglegt frelsi, stytt- ingu náms til stúdentsprófs, fjár- hagslegt frelsi og verknám. Í tillögunum eru skólagjöld talin jákvæður kostur og með þeim fjárfesti einstaklingurinn í eigin framtíð. Lögð er áhersla á að námskrá grunnskóla þurfi að taka mið af einstaklingsþörfum, þan- nig að hæfileikar hvers og eins séu sem best ræktaðir. Hvað varð- ar samræmd próf þurfi þau að vera í öllum greinum eða engri, svo komist verði hjá því að mis- muna nemendum. Alltof oft gerist það að mjög greindir nemendur á öðrum sviðum en slík próf taki til búi við brostna sjálfsmynd vegna lágra einkunna á samræmdu prófi. Þá sé áhyggjuefni að sam- ræmd stúdentspróf geti steypt framhaldsskólana í sama mót. Loks er undirstrikað að auka beri tækifæri til verknáms, ekki síst á grunnskólastigi – með frelsi. ■ Ferju saknað: Yfir 100 um borð MADAGASKAR, AP Ferju með á annað hundrað manns innanborðs hefur verið saknað síðan á sunnudag þegar fellibylur gekk yfir Madaga- skar. Ferjan Samson fór frá Comoros-eyjum á sunnudag og átti að koma til Madagaskar á mánu- dag. Staðfest hefur verið að að minnsta kosti átján manns hafi lát- ist af völdum fellibyljarins Galifo og yfir 50.000 misst heimili sín. Yfirvöld á Madagaskar hafa óskað eftir alþjóðlegri neyðaraðstoð en mikill skortur er á tjöldum, mat- vælum og lyfjum auk farartækja til að flytja gögn til afskekktra héraða. ■ HEILBRIGÐISYFIRVÖLD Heilbrigðisráðherra og landlæknir kynntu áherslur til heilsueflingar á fundi með fréttamönnum í fyrradag. Heilsueflingarstefna heilbrigðisyfirvalda: Áhersla á velferð barna og unglinga FORSÆTISRÁÐHERRAR Skiptar skoð- anir eru um réttmæti útgáfu bók- ar ríkisins um forsætisráðherra Íslands sem gefin verður út í til- efni 100 ára afmælis heimastjórn- ar. Ráðgert er að bókin komi út á síðasta degi Davíðs Oddssonar í forsætisráðherrastóli 15. septem- ber. Fréttablaðið hafði samband við fulltrúa allra stjórnmála- flokka og fékk þá til að tjá sig um útgáfustarfsemina. ■ 1. Mér finnst skemmtilegt að heyra að eigi að gefa þetta rit út og fagna því mjög. 2. Ég held nú að kostnaðar- áætlun hljóti að liggja fyrir í stórum dráttum. Menn gera sér grein fyrir því hvað það kostar að gefa út svona bækur en hversu nákvæmt það er er ekki meginatriði enda hleypur ekki á stórum upphæðum. 3. Það var mikið um að vera á afmælisdeginum sjálfum og komu menn því ekki öllu í verk. Ég bendi á að árið 1974 var ákveðið að gefa út Íslandssög- una en við erum enn að því í dag. 1. Ég tel tímabært að gefa út þessa bók enda hafa margir ágætir menn gegnt þessu starfi gegn um tíðina. Ég hef þó áhyggjur af því að kostnaður verði of mikill. 2. Mér finnst það mjög slæmt og hef áhyggjur af að þetta verði alltof kostnaðarsamt. Til að mynda kostuðu bækurnar um stjórnarráðið og ráðuneytin 50 milljónir. Eins ættu bækur sem gefnar eru út á kostnað almennings að vera seldar á mjög lágu verði svo fólk geti notið þeirra eða gera þær að- gengilegar á Netinu. 3. Það bendir náttúrlega til þess að Davíð vilji gera sjálfum sér eitthvað til hátíðabrigða. Ég vona þó að hann fái ekki stærri sess en hinir í þessari bók. Þetta lyktar af því að hann vilji nota tækifærið og hampa sínum ferli með tilvísun til ferils annarra en allir vita að hans ferill er lengst- ur allra forsætisráðherra. 1. Þar sem ég er mikill áhuga- maður um sögu fagna ég því að fá á samanþjappaðan hátt frá ólíkum sjónarhornum með ólík- um pennum sögu forsætisráðu- neytisins á mestu uppgangs- tímum í sögu þjóðarinnar. 2. Ég trúi ekki öðru en menn hafi slegið á einhvern kostnað, gef mér það að menn hafi áætl- að tiltekna upphæð til verksins. 3. Mér finnst útgáfudagurinn bara mjög eðlilegur. Það eru ákveðin tímamót þegar sá for- sætisráðherra þjóðarinnar sem lengst hefur setið fer úr stóli. Þetta eru tímamót í sögu stjórn- sýslunnar. 1. Ég tel að sagnfræði eigi að nálgast öðruvísi en á þennan hátt. Þannig á að skrifa sögu stjórnmálanna en ekki sögu rík- isstjórna, hvað þá einstakra for- sætisráðherra. Til samanburðar myndum við skrifa sögu heil- brigðismála en ekki einstakra heilbrigðisráðherra. Í sögu stjórnmála undanfarinna ára og sögu stjórnarráðsins verður ein- stakra stjórnmálamanna víða getið og það mun sannarlega eiga við um Davíð Oddsson, en það er allt annar handleggur. 2. Það er fráleitt að ráðast í verkið án þess að slík áætlun sé gerð. 3. Þetta er eflaust mikill dagur i lífi Davíðs Oddssonar og ef mönnum finnst Íslandssagan standa og falla með sjálfum sér er eðlilegt að menn velji dag við hæfi. Hins vegar finnst mér synd og skömm að Halldór fái ekki að vera með því þetta kann að verða eina forsætisráð- herrasagan sem skrifuð verður. 1. Ég fagna útgófu bóka um merkileg efni. Mér finnst hins vegar óþarft að ríkið sé að stofna bókaútgáfu. Það er eitt furðulegt við þessa bók. Forsæt- isráðherra var fyrst til 1917 þannig að það embætti á ekk- ert afmæli núna á þessu ári. Ef menn eru að fagna 100 ára setu innlendra ráðherra væri við hæfi að gefa út bók um alla ráðherrana. 2. Ég trúi ekki að það gerist. Ég lagði inn fyrirspurn til forsæt- isráðherra 12. febrúar þar sem ég spurði meðal annars um kostnað og kostnaðaráætlun. Það hefur tekið hann mánuð að undirbúa svarið. 3. Hvað finnst þér? Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins: Skemmtilegt framtak Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins: Til hátíðabrigða fyrir Davíð Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins: Fagnar framtakinu Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna: Vitlaus nálgun Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar: Ekki afmælisár forsætisráðherra- embættisins sda@frettabladid.is Fimm stjórnmálamenn voru spurðir eftirfarandi: 1. Finnst þér þörf á að gefa út bók um forsætisráðherra Íslands? 2. Hvað finnst þér um að ráðist hefur verið í gerð ritsins án þess að kostnaðaráætlun liggi fyrir? 3. Hvaða skoðun hefur þú á útgáfudegi bókarinnar? Rit um forsætisráðherra Íslands verður gefið út á kostnað ríkisins á frá- farardegi Davíðs Oddssonar úr forsætisráðherrastóli 15. september. Ekki hefur verið birt kostnaðaráætlun vegna verksins. Fulltrúar allra flokka segja skoðun sína á útgáfustarfseminni. Skiptar skoðanir um ráðherrabók

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.