Fréttablaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 23
23FIMMTUDAGUR 11. mars 2004 Ég held að hér verði mjögspennandi að vinna,“ segir Gunnar Salvarsson, nýr upplýs- ingafulltrúi Tryggingastofnunar. Hann byrjaði einungis í síðustu viku en segir engu að síður að starfið leggist vel í sig, þetta sé áhugaverður málaflokkur sem sé mikið í umræðunni. „Það verður því spennandi að stjórna kynningarmálum Trygginga- stofnunar.“ Gunnar hefur unnið á flestum gerðum fjölmiðla; blöðum, út- varpi og sjónvarpi, auk þess sem hann hefur nú um tíma starfað við kynningarstörf. Það færist í vöxt að fjölmiðla- fólk snúi sér að almannatengslum fyrir fyrirtæki, líkt og Gunnar hefur gert, en hann segir þetta vera eðlilega þróun. „Fyrirtæki í dag eru að reka litlar fréttastofur á sínum stofnunum. Það er þörf fyrir þessa þekkingu sem blaða- menn hafa og það er ekkert at- hugavert við að fyrirtæki leiti til sérfræðinga á þessu sviði. Við þekkjum hvaða kröfur eru gerðar á ritstjórnum og hvernig á að mat- reiða efni þannig að það flýti fyr- ir blaðamönnum. Það væri meiri hætta á ferðum ef auglýsinga- og markaðsfólk sæi um kynningar- starfið. Kynningarstarf og mark- aðsstarf á ekki samleið og á ekki að blanda saman. Fjölmiðlar greina mjög fljótt hvort efni sem berst frá fyrirtækjum eða stofn- unum er því marki brennt að það sé markaðsefni frekar en kynn- ingarefni. Kynningarstörf byggj- ast á að viðkomandi stofnun sé gerð trúverðug.“ ■ Tímamót GUNNAR SALVARSSON ■ Orðinn upplýsingafulltrúi Tryggingastofnunnar. Kynningar- og markaðsmál blandast illa GÍSLI RUNÓLFSSON Skipstjórinn á Bjarna Ólafssyni AK. Gerði tilraun til að draga Baldvin Þorsteinsson EA á flot á strandstað en varð frá að hverfa þegar taug milli skipanna slitnaði. Hver? Ég er fyrst og fremst Skagamaður. Svo er ég rólyndismaður, sem er stundum ágætis eiginleiki að hafa úti á sjó. Hvar? Ég er staddur undir Ingólfshöfða. Hvaðan? Ég er frá Akranesi. Hvað? Ég vil helst vera á hestbaki einhvers staðar en á ekki marga hesta, ekki nema sjö. Við fórum út núna 2. janúar þannig að á þessum tíma árs hef ég lítinn tíma til að sinna þeim en hugsa um þá þegar ég er í landi. Þess á milli á ég ágætis vini sem passa þá fyrir mig. Hvernig? Ég reyni á sumrin að fara í lengri hesta- ferðir og hef komist upp í að vera 24 daga. Ég fer mikið í hálfsmánaðartúra á sumrin og fer einna helst Fjallabaksleiðir. Hvers vegna? Það er allt öðruvísi að fara inn í landið en að vera úti á sjó. Þetta er rólegt og afslappandi. Hvenær? Bara þegar tími gefst og þegar ég er í landi. Konan segir að ég taki hestana fram yfir hana. ■ Persónan N‡skr. 2.1999, 2000cc vél, 5 dyra, bsk, blár, ekinn 142 þ. Verð kr. 1.130 þús Subaru Legacy Wagon kr. 24.571 í 48 mánuði N‡skr. 11.1997, 1341cc vél, 3 dyra, bsk, rauður, ekinn 92 þ. Verð kr. 380 þús. Hyundai Accent og þú eignast bílinn kr. 8.677 í 48 mánuði og þú eignast bílinn N‡skr. 5.1997, 1500cc vél, 3 dyra, sjsk, dökkblár, ekinn 95 þ. Verð kr. 590 þús Mazda 323 Glx og þú eignast bílinn kr. 12.973 í 48 mánuði GUNNAR SALVARSSON Yfir hundrað umsækjendur sóttu um starf upplýsingafulltrúa Tryggingastofnunar. Gunnar byrjaði í síðustu viku. DOUGLAS ADAMS Höfundur leiðarvísis puttaferðalangsins um vetrarbrautina fæddist á þessum degi árið 1952 og hefði því orðið 52 ára í dag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.