Fréttablaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 30
Stórleikararnir Ashley Judd,Andy Garcia og Samuel L. Jackson koma saman í myndinni Twisted, þar sem Ashley Judd fer með hlutverk Jessicu Shepard, nýráðins rannsóknarlögreglu- manns í leit að raðmorðingja. Sér til undrunar kemst hún að því að fórnarlömb morðingjans eru allt saman karlmenn sem hún hefur ný- lega átt náið samneyti við. Rannsóknin á morðmálinu verð- ur þeim mun snúnari þegar félagi hennar, leikinn af Andy Garcia, fer að haga sér undarlega og yfirmað- ur hennar, Samuel L. Jackson, er beðinn um að taka hana úr rann- sókninni þar sem hún er grunuð um aðild að morðunum. Allar vís- bendingar leiða til hennar og Jessicu fer sjálfa að gruna að hún sé morðinginn sem hún hefur verið að eltast við. Saga aðalpersónunnar flækist verulega við að faðir henn- ar var fjöldamorðingi og því hefur yfirmaður hennar í lögreglunni skipað sess í huga Jessicu sem nokkurs konar föðurímynd. Þrátt fyrir að vera spennu- mynd um hugsanlegt óminni aðalleikkonunnar segir leik- stjórinn að kynferðislegir undir- tónar myndarinnar sveipi mynd- ina óvenjulegri dulúð. Leikstjóri myndarinnar er Philip Kaufman, sem áður hefur leikstýrt myndum eins og Ris- ing Sun með þeim Sean Connery og Wesley Snipes, Henry and June sem skartaði meðal annars Umu Thurman og The Unbear- able Lightness of Being sem byggð var á skáldsögu Milan Kundera. ■ 11. mars 2004 FIMMTUDAGUR Tell me something, my friend. You ever dance with the devil by the pale moonlight? - Erkióvinur Leðurblökumannsins gerði þessum nýja Ís- landsvini lífið leitt í Batman eftir Tim Burton. Jókerinn var alltaf með einhverjar skemmtilegar setningar á hraðbergi og þessa notaði hann iðulega áður en hann kálaði fólki og þannig heyrði Bruce Wayne þessi orð fyrst þegar hann horfði á foreldra sína skotna til bana.. Bíófrasinn Hvernigfannst þér... ■ Kvikmyndir ■ Kvikmyndir JÓKERINN ...Lost in Translation? „Hún var bara ógeðslega flott, ekki síst vegna þess að það sem maður hélt að myndi gerast gerðist ekki. Það er líka svolítið merki- leg saga á bak við hana Coppola og hvernig hún er að meika það núna og það eykur kannski enn á hrifninguna. Ég fór samt ekki með neinar vænting- ar á myndina og varð ekki fyrir neinum vonbrigðum, heldur þvert á móti. Það hafði sitt að segja að plottið kom á óvart og ég er svekkt yfir því að Bill Murray hafi ekki fengið Óskarsverðlaunin og er hissa á Akademíunni, sem er 50+, að svíkja sinn mann, að ég tali nú ekki um að- dáendur hans.“ Hulda Bjarna, dagskrárstjóri Létt 96,7. ...Big Fish? „Ég hef séð alveg fínar myndir í bíó. Síðast sá ég þá ágætu kvikmynd Lost in Translation en þar áður sá ég Something’s Gotta Give og Big Fish. Allar þessar myndir hafa verið mér til ómældrar ánægju. Af þess- um myndum var Big Fish sú mynd sem heillaði mig mest og er þar á ferðinni mynd sem nýtir sér miðillinn til hins ýtrasta og bæði saga og mynd fá að njóta sín. Ég er á leiðinni að fara að sjá Cold Mountain og hlakka mikið til.“ Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður. Bræðurnir Bobby og PeterFarrelly hittu beint í mark með Dumb&Dumber, frumraun sinni á hvíta tjaldinu árið 1994. Þar fóru þeir Jim Carrey og Jeff Daniels á kostum í hlutverkum æskufélaganna Lloyd Christmas og Harry Dunne. Þeir félagarnir voru ekki beinlínis gæfulegir, grjótheimskir og utangátta, en samt tókst þeim að snúa á glæpa- menn og vinna hjarta sætu stelpunnar. Farrelly-bræður tefla nú fram öðru kostulegu tvíeyki í gaman- myndinni Stuck On You sem verð- ur frumsýnd á föstudaginn. Að þessu sinni eru þó ekki hálfbjánar á ferðinni heldur bræður sem hafa náð langt í lífinu og allt leik- ur í höndunum á. Það eina sem flækir tilveru þeirra er að þeir eru síamstvíburar og þurfa því að gera allt saman. Sælir síamstvíburar Bob og Walt Tenor hafa þó ekki látið fötlun sína halda aftur af sér og eru lifandi sönnun þess að tveir geta verið betri en einn og að fjór- ar hendur vinna hraðar en tvær. Þeir eru frábærir íþróttamenn, reka vinsælan skyndibitastað í heimabæ sínum og eru frægir fyrir hamborgarana sína, sem þeir grilla vitaskuld á mettíma. Málin flækjast þegar Walt bít- ur það í sig að hann vilji verða leikari og langar að freista gæf- unnar í Hollywood. Þeir deila sömu lifrinni en Walt eldist mun hraðar en Bob og finnst hann því vera á síðasta séns. Þar sem þeir bræður sóru þess dýran eið í æsku að víkja aldrei hvor frá öðr- um verður Bob að fylgja bróður sínum til Hollywood. Grýtt framabraut Í Los Angeles kynnast þeir bræður nágranna sínum, hinni vægast sagt kynþokkafullu April, sem Eva Mendes leikur. Hún er einnig að brölta á framabrautinni og kemur bræðrunum í kynni við subbulegan umboðsmann sem hefur aðeins áhuga á að koma Walt í klámmyndir. Málin taka svo heldur betur kipp í rétta átt þegar söng- og leikkonan Cher ræður Walt til sín í nýjan sjónvarpsþátt sem hún vill endilega að mis- heppnist. Áætlunin gengur þó ekki upp, Walt slær í gegn og bræðurnir verða frægir á auga- bragði. Bob finnur ástina í millitíðinni og bræðurnir standa því að lokum frammi fyrir erfiðri og afdrifa- ríkri ákvörðun. Kostulegt persónugallerí Farrelly-bræður byggja mynd- ir sínar á jákvæðum persónum sem eru þó haldnar ýmsum kvill- um, andlegum eða líkamlegum, og gæta þess jafnan að velja trausta leikara til þess að koma furðu- fuglunum sínum á hvíta tjaldið. Þannig fóru Woody Harrelson og Randy Quaid á kostum í Kingpin, þar sem Harrelson lék einhentan keiluspilara og Quaid einfaldan Amish-mann. Ben Stiller, Camer- on Diaz og Matt Dillon glönsuðu síðan í gegnum There’s Some- thing About Mary og Jack Black og Gwyneth Paltrow voru litlu síðri í Shallow Hal þar sem Gwyn- eth lék offitusjúkling á eftir- minnilegan hátt. Bræðurnir voru lengi að vandræðast með hverja þeir ættu að fá til að leika Bob og Walt en duttu að lokum niður á Matt Damon og Greg Kinnear, sem þeir segja smellpassa saman. Beittur húmor Bræðurnir hafa alltaf látið pólitíska rétthugsun sem vind um eyru þjóta og gera miskunn- arlaust grín að fólki óháð kyn- hneigð, litarhætti, trúarbrögð- um eða líkamlegri fötlun. Þeir fengu hugmyndina að Stuck On You um það leyti sem þeir gerðu Dumb&Dumber en hugmyndin fékk litlar undirtektir og fáir framleiðendur höfðu áhuga á því að grínast með síamstvíbura. Bobby Farrelly leggur áherslu á að það hafi aldrei staðið til að gera grín að bræðrunum og þess var vandlega gætt við handrits- gerðina að þeir væru sigurveg- arar. Matt Damon leist ekkert of vel á að leika í grínmynd um síamstvíbura og óttaðist nei- kvæð viðbrögð. Hann skipti þó snarlega um skoðun eftir að hann las handritið sem honum fannst sætt, fullt af hlýju og drepfyndið. Kinnear er hins vegar góð- kunningi bræðranna og sló strax til. Samleikur þeirra Damons þykir þrælfínn og bræðurnir hafa greint frá því í viðtölum að það þurfi sérstaka leikara til að halda það út að hanga saman á mjöðmunum í þrjá mánuði. Þess- ir tveir geðprýðismenn fóru létt með það og skemmtu sér kon- unglega á meðan. ■ Tveir eru betri en einn EVA MENDES Aðalgellan úr 2Fast2Furious og Once Upon a Time in Mexico mætti í prufu hjá bræðrun- um. Þeir heilluðust strax og sendu hinar 50 leikkonurnar heim. BO OG WALT Una sáttir við sitt, fastir saman á mjöðmunum, þar til Walt vill fara til Hollywood og reyna fyrir sér sem leikari. Bróðir hans getur ekki annað en fylgt honum á frægðarbrautinni. LOST IN TRANSLATION Þessi rómaða mynd Sofiu Coppola er fun- heit um þessar mundir og vekur almenna hrifningu þeirra sem hafa séð hana. 30 ASHLEY JUDD Leikstjórinn Philip Kaufman segist ánægður með hve vel Andy Garcia og Ashley náðu saman á hvíta tjaldinu. Óminni á rúmstokknum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.