Fréttablaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 40
40 11. mars 2004 FIMMTUDAGUR KOSSI SMELLT Á KRISTALINN Hin ástralska Alisa Camplin, sigurvegari í skíðafimi kvenna á heimsmeistaramótinu á Ítalíu, kyssir hér kristalbikarinn sem hún fékk að launum. Skíðafimi hvað?hvar?hvenær? 8 9 10 11 12 13 14 MARS Fimmtudagur ■ ■ LEIKIR  19.15 Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur leika við Tindastól í Keflavík í átta liða úrslitum Inter- sport-deildarinnar í körfubolta.  19.15 Deildarmeistarar Snæfells keppa við Hamar í Stykkishólmi í átta liða úrslitum Intersport-deild- arinnar í körfubolta. ■ ■ SJÓNVARP  16.45 Handboltakvöld á RÚV.  17.50 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  18.20 Kraftasport á Sýn.  18.50 Heimsbikarinn á skíðum á Sýn. Nýjustu fréttir af framgöngu skíðamanna á heimsbikarmótum.  19.20 Inside the US PGA Tour 2004 á Sýn. Fréttaþáttur um bandarísku mótaröðina í golfi.  19.50 UEFA-bikarkeppnin á Sýn. Bein útsending frá fyrri leik Liver- pool og Olympique Marseille í sextán liða úrslitum UEFA-bikar- keppninnar.  22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  22.30 European PGA Tour 2003 (Dubai Desert Classic) á Sýn. Þáttur um evrópsku mótaröðina í golfi. Finnski varnarmaður-inn Sami Hyypiä hef- ur leikið 56 leiki í Evrópu- keppni með þremur félögum. Ferill hans í Evrópukeppnum hófst á Laug- ardalsvelli í ágúst 1993 þegar hann lék með MyPa Anjalankoski gegn Val í Evrópukeppni bikarhafa. Vals- menn unnu, 3-1, en Hyypiä lék aðeins seinni hálfleikinn. Hyypiä lék átta Evrópuleiki til viðbótar með MyPa og fjóra með Willem II en leikirnir með Liverpool eru orðnir 43. Hann hefur skorað fjögur mörk í Evrópukeppnum, öll fyrir Liverpool. Hyypiä skoraði gegn Leverkusen og finnska félaginu Haka í meistaradeildinni 2001 til 2002, gegn Spartak í meistaradeild- inni og gegn Auxerre í UEFA-bikarn- um í fyrra og gegn Levski fyrir tveimur vikum. ■ ■ Tala dagsins 56 Uppstokkun í leikmannahópi Rangers: Átta leikmenn á förum FÓTBOLTI „Ég þarf að láta nokkra leikmenn fara svo ég geti mótað liðið eins og ég vil,“ sagði Alex McLeish, fram- kvæmdastjóri Rangers. „Ég ræddi við leikmenn- ina í gær og gerði þeim ljóst að þeir væru ekki í mínum framtíðaráform- um og því væri betra að þeir leituðu annað.“ Ljóst er að samningar Nuno Capucho, Emerson og Christian Nerlinger við Rangers verða ekki framlengdir þegar þeir renna út í sumar. Henning Berg og Michael Mols eru líka á förum og senni- lega einnig Egil Östenstad. Ennfremur er talið ólík- legt að Frank og Ronald de Boer verði boðinn nýr samningur. Markaskorari mun vera efstur á óskalista McLeish en enn hefur enginn verið nefndur. Hins vegar mun McLeish hafa augastað á ástralska miðjumanninum Tim Cahill sem nú leikur með Millwall, Rangers vann þrefalt í fyrra en eftir tapið gegn Celtic í skosku bikar- keppninni á sunnudag er ljóst að félagið verður tómhent eftir þessa leiktíð. ■ Ólympíuleikarnir í Aþenu: Karamanlis tekur völdin ÓLYMPÍULEIKAR Costas Karamanlis, nýr forsætisráðherra Grikklands, hefur tilkynnt að hann muni hér eftir stjórna undirbúningi Aþenu fyrir Ólympíuleikana í sumar. Karamanlis verður menntamála- ráðherra á meðan á undirbúningi stendur en ráðuneytið fer með málefni Ólympíuleikanna. Ólympíuleikarnir verða settir eftir 155 daga en nú þegar eru 15 af 39 íþróttamannvirkjum fullbyggð og önnur 22 að mestu leyti, þ.e. 13 eru byggð að 90% og níu að 80%. Grikkir eru síðan í kapphlaupi við tímann um að ljúka við þakið á Ólympíuvellinum. Bygging rúm- lega 30 kílómetra samgöngukerfis fyrir neðanjarðarlestir og spor- vagna er nokkrum vikum á eftir áætlun og Karaiskaki-fótboltavöll- urinn er byggður að 70%. ■ RANGERS Celtic hefur haft gott tak á Rangers í vetur þrátt fyrir þessa til- burði Fernando Rick- sen. Rangers vann þrefalt í fyrra en fé- lagið verður tómhent eftir þessa leiktíð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.