Fréttablaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 41
FÓTBOLTI Real Madrid vann þýska liðið Bayern 1-0 í stórslag umferð- arinnar á Santiago Bernabeu leik- vanginum í Madrid. Frakkinn Zinedine Zidane skoraði sigur- mark heimamanna á 32. mínútu af stuttu færi eftir darraðadans í vítateig Bayern. Mikill hasar var undir lok fyrri hálfleiks og bjarg- aði Real þá á línu. Hvorugu liðinu tókst að skora mark í síðari hálf- leik og komst spænska liðið því áfram samanlagt 2-1, eftir að fyrri leiknum lauk með 1-1 jafn- tefli. Real lék án Ronaldo, sem var meiddur, og Roberto Carlos. Framherjinn snjalli, Raul, var aft- ur á móti í framlínunni eftir að hafa náð að hrista af sér meiðsli. Arsenal er einnig komið áfram í 8-liða úrslit eftir 2-0 sigur á spænska liðinu Celta Vigo á Hig- hbury. Thierry Henry var hetja heimanna. Hann kom Arsenal yfir eftir fimmtán mínútna leik eftir góða sendingu frá Hollendingnum Dennis Bergkamp. Henry bætti síðan öðru marki sínu við fimmt- án mínútum síðar eftir að sending frá Fredrik Ljungberg barst til hans frá varnarmanni Celta. Evrópumeistarar AC Milan unnu Spartak Prag 4-1. Filippo Inzaghi kom AC Milan yfir undir lok fyrri hálfleiks með góðu skallamarki eftir sendingu frá Cafu. Spartak Prag jafnaði metin í upphafi síðari hálfleiks með marki frá varamanninum Tomas Jun. Andrei Shevchenko kom heimamönnum aftur yfir aðeins þremur mínútum síðar með skallamarki og bætti síðan öðru marki sínu við, og því þriðja fyrir Milan, nokkru síðar með hörku- skoti. Milan bætti síðan fjórða og síðasta marki sínu við undir lok leiksins með marki frá Gattuso. Mónakó vann sigur á Lokomotiv 1-0. Lokomotiv vann fyrri leikinn 2-1 en Mónakó kemst áfram með markinu sem þeir skoruðu á útivelli. Það var Dado Prso sem skoraði mark Mónakó í upphafi seinni hálfleiks en hann hafði áður klúðrað vítaspyrnu fyr- ir heimamenn. Lokomotiv Moskva varð fyrir áfalli þegar um miðjan fyrri hálfleik þegar Dmitri Loskov var rekinn út af eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald. 41FIMMTUDAGUR 11. mars 2004 Nú bjóðum við 10 stórar rósir á 1790 kr. frá föstudegi til föstudags MIKIÐ ÚRVAL TIL FERMINGA „RÓSADAGAR“ Blóm og Gjafir Hamraborg sími 564 3032 Árbæjarblóm Hraunbæ 102 sími 567 3111 FYRIRLIÐINN FÓR FYRIR SÍNUM MÖNNUM Magnús Agnar Magnússon, fyrirliði Gróttu/KR, spilaði mjög vel gegn Val í gær. ZINEDINE ZIDANE FAGNAR SIGURMARKI SÍNU Frakkinn snjalli tryggði Real Madrid 1–0 sigur á Bayern München í gær. Grótta/KR hleypti spennu í toppslaginn í RE/MAX-deild karla í handbolta: Toppliðið skoraði ekki í 16 mínútur HANDBOLTI Grótta/KR-liðið hleypti spennu aftur í toppbaráttuna í úrvalsdeild RE/MAX-deildar karla í handbolta með því að vinna topplið Valsmanna, 23–20, á Nesinu í gær. Valsmenn voru 6–9 yfir eftir 17 mínútur en skoruðu þá ekki í heilar 16 mínútur og heimamenn komust þá þremur mörkum yfir og leiddu 12–9 í hálfleik. Valsmenn náðu að jafna leikinn en þeir komust aldrei aftur yfir og Grótta/KR sýndi styrk á spennandi lokamínútum. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR, var ánægður með sína menn en liðið var búið að tapa tveimur leikjum í röð. „Við vorum að spila virkilega góðan varnarleik, fengum líka góða markvörslu og leystum okkar sók- narleik vel á móti þeirra framlig- gjandi vörn. Við vorum bara sterkari aðilinn. Hver leikur er mikilvægur og það þarf að hafa mikið fyrir hverjum sigri. Það hefði verið mjög slæmt að tapa þriðja leiknum í röð en við rifum okkur upp á heimavelli og kláruðum þetta,“ sagði Ágúst. Gísli Guðmundsson átti frábæran leik í marki Gróttu/KR, varði 20 skot, þar af 2 víti og 10 skot Valsmanna í röð þegar þeir skoruðu ekki í 16 mínútur. Magnús Agnar Magnússon og Daði Hafþórsson skoruðu fimm mörk hver og þeir Brynjar Þór Hreinsson og Konráð Olavson gerðu fjögur mörk hver. Allir spiluðu þeir félagar mjög vel. Hjá Val skoraði Markús Máni Michaelsson og Heimir Örn Árna- son fimm mörk hvor og Hjalti Gylfason var með fjögur. „Þeir voru bara betri, það er ekki flóknara en það. Við fundum okkur ekki sóknarlega og virkuðum þreyttir. Svona er þessi deild, það eru allir að vinna alla. Við rífum okkur upp úr þessu og klárum Haukana á laugardaginn,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals. ■ Real Madrid sló út Bæjara í hörkuleik Síðari fjórum leikjunum í 16-liða úrslitum meistaradeildar Evrópu lauk í gærkvöldi. Real Madrid, Arsenal, Mónakó og AC Milan komust öll áfram. Úrvalsdeild RE/MAX-deildar karla í handbolta: Ung hetja Hauka í gær HANDBOLTI 17 ára strákur spilaði stóra rullu í 28–31 sigri Hauka á HK í Digranesi í gær. Gísli Jón Þórisson skoraði tvö af fjórum mörkum sínum í lokin og fiskaði víti eftir að HK hafði minnkað muninn í eitt mark, 26–27. Haukar höfðu annars frumkvæðið allan leikinn, leiddu 12–14 í hálfleik og komust síðan í 20–26. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Vignir Svavarsson gerði sex mörk fyrir Hauka og Jón Karl Björnsson var með fimm. Þá skoruðu Gísli, Þórir Ólafsson og Andri Stefan allir fjögur. Birkir Ívar Guðmundsson varði 19 skot, tvö víti. Andrius Rackauskas skoraði 11 mörk fyrir HK og þeir Elías Már Halldórsson, Ólafur Víðir Ólafsson og Alexander Arnarsson gerði allir þrjú. Hörður Flóki Ólafsson varði átta skot í fyrri hálfleik en Björgvin Páll Gústavsson 13 í þeim seinni. ÍR aftur á sigurbraut ÍR vann Fram í hörkuleik í Aust- urbergi 36-33. Staðan var jöfn í hálfleik 16-16. Fram komst yfir 20- 17 en ÍR-ingar komust aftur inn í leikinn eftir það. Staðan var jöfn 28-28 en þá komust heimamenn yfir og juku forskotið jafnt og þétt. Spennan og harkan var mikil í leiknum allt þar til um fimm mínútur voru eftir en þá var sigur ÍR-inga í höfn. Einar Hólmgeirsson var marka- hæstur ÍR-inga með átta mörk, Ingimundur Ingimundarson skor- aði sjö og Hannes Jónsson sex. Ólafur Gíslason varði 17 skot í markinu og var mikilvægur á loka- sprettinum. Hjá Fram var Héðinn Gilsson markahæstur með sjö mörk og þeir Arnar Sæþórsson, Stefán Baldvin Stefánsson og Valdi- mar Þórsson skoruðu hver um sig sex mörk. Egidijus Petkevicius varði 16 skot í markinu. ■ Úrvalsdeild RE/MAX: Stelmokas með tíu HANDBOLTI KA-menn unnu Stjörn- una með 32 mörkum gegn 30. KA var sterkari aðilinn frá upphafi til enda og náði mest sex marka forystu. Staðan í hálfleik var 16- 12 heimamönnum í vil. Undir lok- in náðu Stjörnumenn að klóra í bakkann og minnkuðu muninn í aðeins eitt mark þegar 30 sek- úndur voru til leiksloka. Þá inn- siglaði Einar Logi Friðjónsson sigur KA-manna með marki und- ir lokin. Stjörnumenn urðu fyrir áfalli þegar þrjár mínútur voru til leiksloka og tveir leikmenn þeirra voru reknir út af. Háði það þeim vitaskuld mikið á loka- sprettinum. Andreus Stelmokas var markahæstur í liði KA með tíu mörk, þar af skoraði hann tvö úr vítum. Arnar Atlason skoraði sjö mörk, þar af tvö úr vítum og þeir Sævar Árnason og Einar Logi Friðjónsson settu hvor um sig fimm bolta. Hans Sveinsson varði 13 skot í marki KA, þar af eitt víti. Stefán Guðnason varði tvö skot og var annað þeirra úr víti. Hjá Stjörnunni var Bjarni Gunnarsson markahæstur með átta mörk. David Kekelia skoraði sjö og þeir Arnar Theódórsson og Gunnar Ingi Jóhannsson skoruðu fimm mörk. Þar af skoraði Gunn- ar þrjú úr vítum. Guðmundur Karl Geirsson varði sjö skot í markinu, þar af eitt víti og Jacek Kowalvarði fjögur. ■ STAÐAN Í DEILDINNI Valur 8 5 1 2 19 Haukar 8 5 2 1 17 ÍR 8 4 1 3 17 KA 8 5 0 3 17 Fram 8 3 0 5 12 Grótta KR 8 4 0 4 11 Stjarnan 8 2 0 6 10 HK 8 2 0 6 9 ÚRSLIT Í DEILDINNI Í GÆR Grótta/KR–Valur 23–20 HK–Haukar 28–31 KA– Stjarnan 32–30 ÍR–Fram 36–33 ÚRSLIT Í MEISTARADEILDINNI Arsenal-Celta 2-0 (samanlagt 5-2) AC Milan-Sparta 4-1 (samanlagt 4-1) Mónakó-Lokomtiv 1-0 (samanlagt 2-2) Real M.-Bayern 1-0 (samanlagt 2-1) FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.