Fréttablaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 45
45FIMMTUDAGUR 11. mars 2004 BEN AFFLECK OG LIV TYLER Voru í stuði þegar þau mættu á frumsýn- ingu nýjustu myndar þeirra, Jersey Girl, í New York á þriðjudaginn. Pondus Jennifer Lopez ætlar ekki aðhorfa á fyrrum kærasta sinn Ben Affleck gera grín að sam- bandi þeirra í sjónvarpi. Affleck mun um helgina taka að sér gesta- stjórn í þættinum Saturday Night Live en það er hluti af kynning- arátaki fyrir myndina Jersey Girl sem Lopez og Affleck leika í. Affleck hefur þegar lýst því yfir að hann ætli að gera grín að sam- bandi þeirra og ætlar að fá Kevin Smith, leikstjóra Jersey Girl, til að taka þátt í sprellinu. Lífskúnstnerinn Martha Stewartætlar að gefa út bók um dóms- málið sem hún hefur þreytt síð- ust mánuði. Hin 62 ára sjónvarps- stjarna var í síðustu viku fundin sek um innherjasvik og fyrir að hafa hindrað framgang réttvís- innar. Hún bíður refsidóms og á allt að tíu ára fangelsi yfir höfði sér auk fésektar. „Martha ætlaði alltaf að skrifa ævisögu,“ sagði talsmaður sjónvarpsstjörnunnar. „Hún hefur haldið glósubók sem hún nýtti vel á meðan málinu stóð.“ Sjónvarpsleikarinn Robert Pa-storelli, sem lék meðal annars Eldin í bandarísku sjónvarpsþátt- unum Murphy Brown, fannst lát- inn á heimili sínu í Hollywood- hæðum. Það var aðstoðarmaður Pastorelli sem kom að honum inn á baðherbergi á heimili hans. Dánarorsökin eru talin vera of- neysla eiturlyfja en beðið er eftir niðurstöðu krufningar. Pastorelli lék meðal annars í myndunum Outrageous Fortune, Beverly Hills Cop II og Dansað við Úlfa. Gamanleikarinn Jerry Seinfeldþurfti að fresta nokkrum uppistandsgiggum þar sem Julian, eins árs sonur hans, var fluttur á sjúkrahús eftir byltu. Talsmaður Seinfelds segir að grínarinn muni halda ferðalagi sínu um Bandarík- in áfram og að sonur hans sé á bata- vegi. Stundum geri ég hluti ALVEG án þess að hugsa! Nei, nú ertu eitthvað að spila með mig! ÞÚ? Fréttiraf fólki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.