Fréttablaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 46
Hrósið 46 11. mars 2004 FIMMTUDAGUR Ég er að smíða lítinn útvarps-sendi á miðbylgju. Þar er notuð styrkmótun, öðru nafni AM. Þótt flest útvörp séu nú á FM þá notar RÚV enn AM á nýlegum lang- bylgjusendum sínum að Gufuskál- um og Eiðum, og erlendis er ekkert lát á notkun miðbylgjunnar þó svo- kölluð FM-bylgja hafi fyrir löngu bæst við,“ segir Kristmundur Guðmundsson sem er á þriðja ári í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands en hann er önnum kafinn við að ljúka hönnunarverk- efni sem hann ætlar að sýna á námskynningu í Náttúrufræðihús- inu, Öskju, á sunnudag. Fjórir nemendur tóku loftnetið að sér sem hönnunarverkefni og ætla að hengja það upp í opna rýminu í Öskju. Loftnetið er skermað af húsinu og sendirinn er ekki nema 1 W, enda bara stefnt að sendingu innanhúss. „Við fengum leyfi Póst- og fjarskipta- stofnunar fyrir svona sýnikennslu ef svo mætti segja, og ekki stefnt að því að sendirinn nái út í bæ,“ segir Kristmundur og bætir við að það ætti þó að heyrast í útvarpinu í bílum á stæðinu fyrir utan húsið. „Við hvetjum líka gesti til að hafa með sér ferðaútvarp með mið- bylgju til hlusta á inni í húsinu. Hvað varðar stillingar þá er mið- bylgjan gjarnan merkt MW eða AM á útvarpstækjum og við send- um á 999 kHz, eða sem næst 1 MHz. Það jafngildir 300 m bylgju- lengd og er því nokkurn veginn á miðri miðbylgjunni“. ■ Nám KRISTMUNDUR GUÐMUNDSSON ■ er að ljúka við smíði lítils útvarps- sendis sem verður til sýnis á náms- kynningu í Öskju á sunnudaginn. ... fá skipverjar á Baldvini EA fyrir að muna vel þjálfunina í Sjómannaskólanum og að koma sér án fums og fáts upp í TF-Líf án sigmanns. Innanhússútvarp í Öskju í dag Liam Neeson í partíi á Íslandi Hvað verður um peninga Sigurgeirs? Aron Pálmi þakkar Alþingi stuðninginn sjónvarpsdagskráin viðtöl greinar verðlaunagátur pistlar staðreyndir staðleysur Auglýsingasímar 515 7518 og 515 7585 birta M E S T L E S N A V I K U B L A Ð Á Í S L A N D I 110.000 lesendur frítt með Fréttablaðinu á föstudögum Lárétt: 1 steinn, 5 skógardýr, 6 fyrirtæki, 7 átt, 8 þvottur, 9 þykkildi í lófa, 10 verk- færi, 12 mjólkurafurð, 13 eyja, 15 tveir eins, 16 tölustafur, 18 náskyld. Lóðrétt: 1 erfitt úrlausnarefni, 2 herma eftir, 3 fimmtíu og einn, 4 ljórinn, 6 byrði, 8 að, 11 ódugleg, 14 eins um t, 17 í röð. Lausn. Lárétt: 1vala,5api,6bl,7na,8tau,9 sigg,10al,12lgg,13mön,15ii,16átta, 18náin. Lóðrétt: 1vandamál,2apa,3li,4glugg- inn,6baggi, 8til,11löt,14ntn,17aá. 1 7 8 9 10 11 13 16 17 18 14 15 12 2 3 4 5 6 ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Haraldur Benediktsson. Porto. Baldvin Þorsteinsson EA. Skilaboð frá kærleiksríkum stað Ég hef verið að veita tugum efekki hundruðum manns fríar upplýsingar og ráðgjöf á undan- förnum árum. Nú er ég bara að pakka þessu inn til að hafa örlitlar tekjur af þessu,“ segir Júlíus Júlí- usson athafnamaður á Dalvík um nýja símaþjónustu sína. Þjón- ustan er tvískipt og er annars vegar um að ræða kærleikslínu og hins vegar skemmti- og menning- arráðgjöf. „Ég er búin að fá fullt af skrán- ingum,“ segir Júlli um skemmtiráðgjöfina sína. „Þetta virkar þannig að fólk, alls staðar af á landinu sem er að skipuleggja einhvers konar skemmtun, hvort sem það er barnaafmæli eða jafn- vel árshátíð og vantar skemmti- atriði getur hringt og fengið upp- lýsingar um trúða, veislustjóra, kóra eða hvað annað sem óskað er eftir. Einnig reyni ég að safna að mér upplýsingum um viðburði á landinu, því ég mun einnig veita ráðgjöf við að skipuleggja við- burði eða skemmtiferðir.“ Júlli hefur ágæta reynslu af slíkum skipulagningum en meðal þess sem hann hefur tekið að sér er hinn árlegi Fiskidagur á Dalvík, sem er ein stærsta veisla lands- ins, fyrir utan menningarnótt í Reykjavík. Kærleikslína Júlla hefur nú verið starfrækt í þrjár vikur og hefur að hans sögn gengið mjög vel. „Það er mikið af einmana fólki á Íslandi,“ segir hann en á meðal þess sem kærleikslínan býður upp á er andleg leiðsögn, hughreysting og fyrirbænir. „En þetta er ekki bara fyrir einmana fólk. Ég hef til dæmis verið mikið í draumráðningum. Margir þeirra sem hringja leiðast út í létt spjall og vilja létta á sér með eitthvað og fá skilaboð eða ráðgjöf.“ Júlli vill lítið segja til um hvaðan ráðgjöfin kemur nema að hún komi frá afar kærleiksríkum stað. „Það er ekkert leyndarmál að fyrir 15 árum síðan datt þetta inn hjá mér og hefur síðan sótt á mig og þróast,“ segir hann um andlega hæfileika sína. „Ég hef verið að sinna þessu í gegn um kærleiksvefinn á heimasíðu minni í mörg ár og sinnt þar hundruðum bréfa. Margir hafa samband aftur og aftur og ætli það segi ekki sitt,“ segir hann að lokum. ■ KRISTMUNDUR GUÐMUNDSSON Smíðar miðbylgjusendinn sem mun senda út í Öskju á sunnudaginn. Imbakassinn Ok, HVER kastaði hand- sprengjunni? JÚLÍUS JÚLÍUSSON Stórhugi frá Dalvík sem er að koma af stað nýrri þjónustu í símaráðgjöf. Hann hefur í mörg ár haldið úti vefnum julli.is Í símanum JÚLÍUS JÚLÍUSSON ■ Rekur kærleikslínu og skemmtiráðgjöf.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.