Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 42 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Íþróttir 38 Sjónvarp 44 FÖSTUDAGUR ● 60 ára í dag ▲ SÍÐA 18 Fær ókeypis strætókort Karólína Lárusdóttir: ● hárið ● fermingardagur baltasars ▲ SÍÐUR 20–27 fermingar Ekki búnir að velja ritningargreinar Einar og Jón Gunnar: ● pistill guðjóns bergmann▲ SÍÐUR 30–31 heilsa o.fl. Hreyfiland mæðra og barna Krisztina Agueda: FRAMADAGAR Í HÁSKÓLANUM Framadagar verða haldnir í Náttúrufræði- húsi Háskóla Íslands í dag. Þar kynna ým- is fyrirtæki starfsemi sína fyrir möguleg- um framtíðarstarfsmönnum. Dagskráin stendur frá klukkan 11 til 18, en það er Alþjóðafélag háskólanema sem stendur að Framadögum. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 12. mars 2004 – 71. tölublað – 4. árgangur RÁÐHERRA Á STRANDSTAÐ Um- hverfisráðherra kynnti sér aðstæður við strandstað Baldvins Þorsteinssonar í gær. Sjópróf verða haldin í Héraðsdómi Norður- lands eystra í næstu viku. Sjá síðu 8 og 10 GÖTUSMIÐJAN FLYTUR Fyrirhugað er að starfsemi Götusmiðjunnar, sem nú er að Árvöllum á Kjalarnesi, verði flutt að Gunnarsholti í Rangárvallasýslu. Sjá síðu 2 EÐLILEG NÁLARFÖR Nálarför sem fundust við krufningu á höfði barns, sem lést eftir að hafa verið tekið með bráða- keisaraskurði á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja, eru eftir meðferð á Vökudeild Land- spítalans. Sjá síðu 4 KYNSLÓÐASKIPTI Segja má að kyn- slóðaskipti hafi orðið í Flugleiðum á aðal- fundi í gær. Nýr stjórnarformaður Flugleiða boðar skarpari fókus á rekstur. Sjá síðu 6 JERÚSALEM, AP Öryggisráðgjafar Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels, mæla með því að Ísrael- ar dragi sig nær alfarið frá Gaza-svæðinu og allt að 24 land- nemabyggðum á Vesturbakkan- um. Einhliða brotthvarf Ísraela er hugsað sem leið til að skilja að Ísraela og Palestínumenn ef ekki semst um frið. Yasser Arafat, leiðtogi Palest- ínumanna, tók jákvætt í brott- hvarf Ísraela frá Gaza-svæðinu en sagði að það yrði að haldast í hendur við að Ísraelar drægju sig frá Vesturbakkanum. Silvan Shalom, utanríkisráð- herra Ísraels, fundaði með Hosni Mubarak Egyptalandsforseta í gær. Ísraelar og Palestínumenn vilja báðir að Egyptar komi að ör- yggismálum á Gazasvæðinu þegar Ísraelar hverfa á braut. Egyptar segja að ekki komi til greina að senda egypska hermenn á svæðið en segjast munu tryggja landa- mæri Egyptalands og Gaza til að tryggja að ofbeldi breiðist ekki út. Shalom kvaðst bjartsýnn að fundi loknum. ■ 52%74% 1 2 . M A R S T I L 1 8 . M A R S 2 0 0 4birta Sjónvarpsdagskránæstu7daga vikulegt tímarit um fólkið í landinu ÚTBREIDDASTA TÍMARIT LANDSINS - 96.000 EINTÖK Málningadagar Innimálning, Jotaproff 7% gljástig, 10 lítra 7119866-74 40% Allt að afsláttur 6.990 4.99 0 Svefn og svefnleysi Sumartískan Með málverkasýningu á tíræðisaldri Aldrei of seint að læra Listdansari með tvo vinstri fætur Ásgeir Tómasson og kraftaverk í New York Ljúffengir réttir á Patreksdegi Bessastaðir meira aðlaðandi en Kreml Natalía Wium, eiginkona Ástþórs Magnússonar N R . 1 0 . 2 0 0 4▲ Nadia Wium eiginkona Ástþórs Magnússonar birta ● svefn og svefnleysi ● sumarkápur LÆGIR Á MORGUN í Reykjavíkinni en allhvasst í dag. Skaplegt veður á Norður- landi en þungbúið. Súld eða rigning, síst norðan til. Áfram milt í veðri en kólnar eftir helgi. Sjá síðu 6 Fylgir Fréttablaðinu dag Ríkið sýknað af 28 milljóna króna kröfu Hæstiréttur hnekkti í gær dómi héraðsdóms sem fallist hafði á kröfur foreldra heilaskaddaðrar stúlku sem varð fyrir súrefnisskorti í fæðingu. Ekki þótti sýnt að starfsfólk fæðingardeildar hefði gert mistök. Ísraelar og Egyptar ræða öryggismál á Gazasvæðinu: Fara frá stærstum hluta Gaza DÓMSMÁL Hæstiréttur sýknaði í gær íslenska ríkið af kröfu for- eldra sem dæmdar höfðu verið rúmar 28 milljóna króna bætur í héraðsdómi vegna heilaskaða sex ára dóttur þeirra sem hún hlaut vegna súrefnisskorts í eða við fæðingu. Stúlkan er fjölfötluð og í dómi héraðsdóms segir: „Vart er hægt að hugsa sér meiri skerðingu á getu til að njóta lífsins eins og heil- brigðir menn.“ Hún hefur verið úrskurðuð 100 prósent öryrki og í dómnum segir enn fremur að hún búi við 100 pró- senta varanlegan miska. „Hún er ósjálfbjarga og upp á aðra komin um alla hluti.“ Stúlkan var tekin með bráða- keisaraskurði á Landspítala - há- skólasjúkrahúsi. Hún greindist með ígerð í lungum strax eftir fæðingu og var brugðist við henni samstund- is. Erfiðleikar komu hins vegar upp við þræðingu æðaleggjar og leituðu foreldrar stúlkunnar síðar sér- fræðiálits á því hvort þau vand- kvæði hefðu getað orsakað súrefn- isskortinn er olli heilaskaðanum. Sérfræðingar álitu að ástæða gæti verið til að ætla að svo hefði orðið. Foreldrum stúlkunnar voru í kjölfarið dæmdar um 28 milljóna kr. bætur í héraðsdómi á þeim for- sendum að líkamstjón hennar staf- aði af mistökum starfsmanna Landspítala við fæðingu stúlkunn- ar og eftirfarandi læknismeðferð. Í niðurstöðum Hæstaréttar var fallist á að heilaskemmdir stúlk- unnar samræmdust því að hún hefði orðið fyrir súrefnisskorti. Hins vegar var dómi héraðsdóms hnekkt á því að ekki þótti sýnt að súrefnisskaða stúlkunnar mætti rekja til mistaka starfsfólks á fæð- ingardeild. Foreldrar stúlkunnar vildu ekki tjá sig um málið og ekki náðist í lögmann þeirra. sda@frettabladid.is LÍK FÓRNARLAMBA TALIN Versta hryðjuverkaárás í sögu Spánar varð þegar sprengjur sprungu á þremur lestarstöðvum í Madríd í gærmorgun. Í gærkvöld var talið að um 200 manns hefðu látist í sprengingunum og 1.200 manns særst. Talið er að aðskilnaðarhreyfing Baska (ETA) beri ábyrgð á árásunum, en enn hefur enginn lýst ábyrgð á þeim. Sýn og Skjár 1: Barist um boltann FJÖLMIÐLAR Mikil óvissa ríkir um hvort Stöð 2 og Sýn haldi sýningar- rétti á ensku knattspyrnunni næstu þrjú árin. Keppinautur stöðvanna um sýningarréttinn er Skjár 1 en samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins er tilboð Skjás 1 í samninginn hærra en Stöðvar 2 og Sýnar. Sigurður G. Guðjónsson, út- varpsstjóri Íslenska útvarpsfélags- ins, segir að tilboð félagsins hafi hljóðað upp á tvö hundruð milljónir króna en kostnaður við útsending- arnar nemi alls yfir fjögur hundruð milljónum. Hann segir að ef til þess komi að Stöð 2 og Sýn missi sýning- arréttinn verði lögð áhersla á að bjóða upp á annað íþróttaefni í stað- inn. Magnús Ragnarsson, sjón- varpsstjóri Íslenska sjónvarpsfé- lagsins, sem rekur Skjá 1, vildi ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið. ■ TÍMAMÓTAFUNDUR Egypski forsetinn og ísraelski utanríkisráðherrann ræddu öryggi á Gaza á fyrsta fundi æðstu stjórnmálamanna landanna tveggja í tæp þrjú ár. Sprengjuárás í Madríd: Um 200 taldir látnir MADRÍD Jose Maria Aznar, forsætis- ráðherra Spánar, lofaði því í gær- kvöld að þeir sem bæru ábyrgð á hryðjuverkaárásunum í Madríd í gærmorgun yrðu handteknir og þeim refsað. AP-fréttastofan greindi frá því í gærkvöld að Al Kaída hefði sent arabísku dagblaði í London skilaboð þar sem samtökin lýstu ábyrgð á árásunum, sem kostuðu um 200 manns lífið. Óvíst er hvort þetta eigi við rök að styðjast. Í gær dró Aznar ekki dul á þá skoðun sína að aðskiln- aðarhreyfing Baska (ETA) bæri ábyrgðina. Forsvarsmenn ETA hafa hins vegar neitað því. Sigríður Snævarr, sendiherra Íslands á Spáni, með aðsetur í Frakklandi, segir að vitað hafi verið um tólf Ís- lendinga í borginni í gær og ekkert benti til þess að þá hefði sakað. Forseti íslands hefur sent Spánarkonungi samúðarkveðjur. Sjá nánar bls. 2 M YN D IR /A P

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.