Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 6
6 12. mars 2004 FÖSTUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 70,87 0,62% Sterlingspund 127,3 -0,69% Dönsk króna 11,61 -0,06% Evra 86,49 -0,07% Gengisvísitala krónu 120,21 0,08% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 486 Velta 18.501 milljónir ICEX-15 2.513 0,69% Mestu viðskiptin Íslandsbanki hf. 1.119.392 Landsbanki Íslands hf. 491.778 Kaupþing Búnaðarbanki hf. 481.390 Mesta hækkun Líf hf 3,77% Marel hf. 3,43% Landsbanki Íslands hf. 2,67% Mesta lækkun SÍF hf. -2,47% Flugleiðir hf. -1,32% Medcare Flaga -1,08% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.312,7 0,1% Nasdaq* 1.979,9 0,8% FTSE 4.445,2 -2,2% DAX 3.904,9 -3,5% NK50 1.411,5 -0,9% S&P* 1.125,6 0,1% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hvað heitir staðurinn þar sem Bald-vin Þorsteinsson EA strandaði? 2Hvað heitir maðurinn sem sakaður erum hrottaleg morð og nauðgun í Belg- íu? 3Hvað heitir argentínski tangódansar-inn sem er á leiðinni til landsins? Svörin eru á bls. 46 Breytingar á lögum um sjóntækjafræðinga: Mega mæla sjón SJÓNMÆLINGAR „Þetta er auðvitað mjög mikill sigur fyrir okkur. Þetta er það sem við höfum verið að berjast fyrir síðastliðin 25 til 30 ár,“ segir Kristinn Kristins- son, formaður Félags sjóntækja- fræðinga, um nýsamþykkta laga- breytingu sem veitir sjóntækja- fræðingum heimild til að mæla sjón og fullvinna gleraugu og snertilinsur. Áður máttu sjóntækjafræð- ingar aðeins selja gleraugu eftir forskrift frá augnlækni en þegar nýju lögin taka gildi 15. júní næstkomandi fá um 90 prósent starfandi sjóntækjafræðinga á Íslandi heimild til að mæla sjón. Þeir mega þó ekki mæla sjón hjá fólki sem aldrei hefur farið til augnlæknis auk þess sem ráð- herra getur sett reglur um að börn undir ákveðnum aldri verði að fara til augnlæknis. Að sögn Kristins eru þessar breytingar nokkurn veginn í samræmi við það sem þekkist víðast hvar ann- ars staðar í Evrópu. Kristinn segir það ástæðu- laust að hafa áhyggjur af því að tíðni augnsjúkdóma muni hækka í kjölfar lagabreytingarinnar. „Við erum mjög dugleg við að benda fólki á að fara til augn- læknis. Það er okkar ósk að það verði meira samstarf á milli sjón- tækjafræðinga og augnlækna, líkt og þekkist annars staðar,“ segir Kristinn. ■ Ný stjórn Flugleiða boðar nýjar áherslur Segja má að kynslóðaskipti hafi orðið í Flugleiðum á aðalfundi í gær. Nýr stjórnarformaður Flugleiða boðar skarpari fókus á flugrekstur með alþjóðlega útrás í flug- og flutningastarfsemi. VIÐSKIPTI Nýir eigendur tóku form- lega við stjórnartaumum Flug- leiða í gær. Nýr stjórnarformaður Flugleiða, Hannes Smárason, boð- aði að félagið myndi leggja aukna áherslu á flugrekstur með það að markmiði að nýta sóknarfæri í þeim rekstri. „Við teljum að sókn- arfærin nú liggi flugmegin í rekstri félagsins,“ sagði Hannes á aðalfundinum. F e r ð a þ j ó n - usta hefur verið ríkur þáttur í starfsemi Flug- leiða og út úr orðum nýs s t j ó r n a r f o r - manns má lesa að í nánustu framtíð horfi menn til flug- rekstrar og flutninga fremur en til ferðaþjónustunnar. Hannes vék þó ekki beinum orðum að ferðaþjónustunni en ræddi þess meira hversu vel félagið væri í stakk búið að takast á við sóknar- færi í flug- og flutningarekstri á alþjóðavettvangi. Samkvæmt heimildum er ein- hugur um nýjar áherslur í nýrri stjórn Flugleiða. Líklegt er talið að litið verði til möguleika á að selja þætti ferðaþjónustunnar svo sem bílaleigu og hótelrekst- ur. Segja má að ný kynslóð hafi tekið við í Flugleiðum. Úr stjórn- inni hverfur nú Hörður Sigur- gestsson, sem gegnt hefur for- mennsku í stjórninni í tvo áratugi og starfaði hjá félaginu við stofn- un þess. Auk hans hættu stjórnarmennirnir Grétar Br. Kristjánsson, varaformaður sem setið hefur í stjórn Flugleiða í 30 ár, Einar Þór Sverrisson, Garðar Halldórsson, Ingimundur Sigur- pálsson og Jón Ingvarsson. Áfram eru í stjórninni Bene- dikt Sveinsson, Jón Ásgeir Jó- hannesson og Pálmi Haraldsson. Nýir í stjórn eru Hannes Smára- son, Hreggviður Jónsson, Jón Helgi Guðmundsson og Ragnhild- ur Geirsdóttir. Ragnhildur er fulltrúi starfsmanna í stjórninni. Samþykkt var á aðalfundi að fækka stjórnarmönnum úr níu í sjö. Flugleiðir skiluðu í fyrra næst- bestu afkomu í þrjátíu ára sögu sinni. Hagnaður félagsins var 1,1 milljarður króna. Lausafjárstaða félagsins hefur aldrei verið sterk- ari. Hörður Sigurgestsson stjórn- arformaður hættir í stjórn eftir 30 ára samleið með fyrirtækinu. Hörður þakkaði samstarfsfólki sínu gegnum tíðina. Hann sagði að í ljósi breytinga á eignarhaldi félagsins sem endurspegluðu breytingar sem orðið hafa í ís- lensku viðskiptalífi væri eðlilegt að breytingar yrðu á stjórn Flug- leiða. Hann flytti því skýrslu stjórnar í síðasta sinn.. „Það hefur verið ævintýri líkast að hafa átt hlutdeild að þróun flugs og ferða- þjónustu á Íslandi síðustu þrjátíu árin. Oft hefur blásið á móti, en félagið hefur ávallt náð til lands,“ sagði Hörður og bætti því við að árangurinn hefði ekki verið sjálf- gefinn. Hann þakkaði sérstaklega samstarfið við Sigurð Helgason, forstjóra félagsins, sem hann sagði hafa verið sérlega náið og byggst á trúnaðartrausti. „Það fylgir því viss söknuður að stíga frá borði. Það skiptir mig miklu að vita að Sigurður stendur áfram í stafni.“ haflidi@frettabladid.is Augnlæknar ósáttir: Hætta á augnskaða SJÓNMÆLINGAR „Að okkar mati er þetta skref aftur á bak hvað varðar augnheilsu landsmanna,“ segir Kristján Þórðarson, formaður Fé- lags augnlækna, um lagabreytingu sem veitir sjóntækjafræðingum heimild til að mæla sjón. Kristján vill að ráðherra setji takmarkanir á heimildir sjóntækjafræðinga. Hann óttast að annars muni færri leita til augnlæknis og ýmsir sjúkdómar uppgötvast mun síðar en ella. „Við vorum með besta kerfið en eins og málin standa núna held ég að við munum sjá aukningu í augn- skaða á næstu árum,“ segir Kristján. ■ Hæstiréttur: Prófessorar fá nýjan dóm DÓMSMÁL Hæstiréttur felldi í gær þann dóm að héraðsdómur Reykja- víkur þyrfti að taka upp á ný mál hóps prófessora við Háskóla Íslands sem höfðuðu mál vegna meðferðar ríkisins á launum úr ritlaunasjóði. Prófessorarnir halda því fram að ritlaun séu hluti af almennum laun- um og því eigi skattaleg meðferð ekki að vera líkt og um verktaka- starfsemi sé að ræða. Í úrskurði segir að sá annmarki sé á dómi héraðsdóms að niðurstað- an sé órökstudd en ríkið var þar sýknað af kröfum prófessoranna. ■ KRISTINN KRISTINSSON „Sjónmælingar eru okkar sérsvið en ekki sérsvið augnlækna. Það má því segja að þeir hafi verið inni á okkar verksviði,“ segir Kristinn Kristinsson, formaður Félags sjón- tækjafræðinga. KYNSLÓÐASKIPTI Nýir stjórnarmenn taka nú við taumunum í Flugleiðum. Vænta má aukinnar áherslu á alþjóðlegan flug- og flutningarekstur. Minni áhersla verður lögð á eignarhald í innlendum ferðaþjónustufyrirtækjum svo sem hótelum og bílaleigum. „Við teljum að sóknarfær- in nú liggi flugmegin í rekstri félags- ins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.