Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 10
10 12. mars 2004 FÖSTUDAGUR VILJA FRIÐ Á KÝPUR Konur úr röðum hvort tveggja Kýpur- Grikkja og Kýpur-Tyrkja fóru í kröfugöngu í gær til að þrýsta á um árangur í viðræðum um að sameina Kýpur og tryggja frið á eynni til frambúðar. Björn Ingi Hrafnsson varaþingmaður Framsóknar: Gagnrýnir borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans STJÓRNMÁL Málflutningur Stefáns Jóns Hafstein í Silfri Egils fyrr í vikunni er ekki til þess fallinn að styrkja samstarfið innan Reykja- víkurlistans að mati Björn Inga Hrafnssonar, varaþingmanns Framsóknarflokksins í Reykjavík, samkvæmt skrifum hans á blogg- síðu sinni. „Ég held ég geti fullyrt að ég hafi verið ósammála borgarfull- trúanum mínum í öllum grund- vallaratriðum,“ segir Björn. „Ég er ósammála áliti hans á stefnu ríkisstjórnarinnar í um- hverfismálum, ég er ósammála því að hér sé farið með hernaði gegn landinu, ég er ósammála því að ríkisstjórnin viti ekki hvað hún er að gera með uppbyggingu lög- gæslunnar.“ Að sögn Stefáns Jóns minnist hann þess ekki að borgarmálin hafi komið til umræðu í þættinum. „Það hefur alltaf verið skilning- ur meðal félaga og bandamanna Reykjavíkurlistans að okkur geti greint á um þjóðmál án þess að það hafi nokkur áhrif á samstarfið í borginni,“ segir Stefán Jón. „Samstarfið í Reykjavíkurlistan- um er með eindæmum gott um þessar mundir og mikil eindrægni milli flokka og óháðra. Ef Björn Ingi fer á þing geri ég alls ekki kröfu um að hann ráðfæri sig við mig um skoðanir sínar áður en hann talar fyrir þeim,“ segir Stefán Jón. ■ N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 9 0 6 2 / S IA .IS Misjöfn refsing: Drukkinn í þingsal SYDNEY, AP Eitt er að þingmaður mæti fullur í þingsal og annað að einhver bendi á það. Og á fylkis- þinginu í Nýja Suður-Wales í Ástral- íu virðist það síðarnefnda öllu al- varlegra mál. Nokkrum klukkustundum eftir að þingmenn höfnuðu frumvarpi græningja um að banna drukknum þingmönnum aðgang að þingsalnum var einum þingmanni bannað að mæta á þingfundi í tvo daga. Afbrot hans var að benda á að annar þing- maður væri drukkinn, og notaði reyndar blótsyrði við lýsinguna. Fyrir það fékk hann að fjúka en sá drukkni fékk aðeins tiltal. ■ Lík til rannsókna: Sprengd í loft upp BANDARÍKIN, AP Bandaríkjaher sprengdi sjö lík í loft upp við til- raunir á jarðsprengjum. Líkin höfðu upphaflega verið gefin til læknis- fræðirannsókna við háskóla í Tul- ane en þar sem skólinn fær nær þrefalt fleiri lík árlega en hann þarf að nota samdi hann við fyrirtæki um að dreifa aukalíkum til annarra stofnana. Það sem stjórnendur skólans vissu ekki var að fyrirtækið seldi líkin áfram til hersins, sem klæddi þau í hlífðarbúnað og sprengdi í loft upp til að meta gæði búning- anna. ■ STEFÁN JÓN HAFSTEIN Segir samstarfið í Reykjavíkurlistanum með eindæmum gott um þessar mundir. Voru mílu frá landi Líklegt er að Baldvin Þorsteinsson EA hafi bakkað frá landinu og inn í nótina. Veiðarfærin festust hugsanlega í öllum skrúfum skipsins. Skipstjóri Bjarna Ólafssonar AK segir mikla pressu vera á mönnum og þeir alltaf að teygja sig lengra og lengra. STRAND Nokkur skip voru við loðnuveiðar rúmri sjómílu eða tveimur kílómetrum undan Skarðsfjöru nóttina þegar Bald- vin Þorsteins- son EA strand- aði. Þegar Bald- vin fékk veiðar- færin í skrúf- una voru skipin að hætta veið- um hvert af öðru vegna veðurs en Súlan EA kastaði þó á eftir Baldvini. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru allar líkur á að Baldvin hafi bakkað frá landinu og inn í nótina með þeim afleið- ingum að hún festist í aðalskrúfu skipsins og líklega hliðarskrúfum líka. Líklegt er að nótin hafi verið full af loðnu og belgst út frá skip- inu, sem gerir veiðarnar erfiðar, sérstaklega þegar vindur er sterkur og skip rekur mikið. Að- stæður voru þannig að það var á mörkunum að það væri hægt að vera við veiðar en eins og einn viðmælandi blaðsins orðaði það „þá er þetta alltaf matsatriði hjá hverjum og einum“. Skipin sem voru á miðunum ásamt Baldvini voru Bjarni Ólafs- son AK, Hólmaborgin SU, Súlan EA, Sunnutindur SU og færeyska skipið Svanur. Gísli Runólfsson, skipstjóri á Bjarna Ólafssyni AK, sem reyndi að draga Baldvin Þorsteinsson EA af strandstað án árangurs, segir að strand Baldvins sé áminning til skipstjóra á öðrum skipum um að fara varlega. Þegar Fréttablaðið náði tali af Gísla var Bjarni Ólafs- son í vari við Vestmannaeyjar þar sem bræla var á miðunum. „Þetta er reyndar búin að vera mjög erfið vertíð,“ segir Gísli. „Loðnan kom seint og það er mik- ill kvóti eftir og mikil pressa á mönnum. Aðstæður hafa verið mjög erfiðar undanfarið út af sunnanáttinni. Ég man ekki eftir að menn hafi verið við veiðar í svona slæm- um veðrum. Loðnan er mjög nálægt landi og menn eru alltaf að teygja sig lengra og lengra á eftir henni. Það má ekkert út af bregða, þá fer eins og fór með Baldvin. Það hefði svo sem hver sem er getað lent í þessu.“ Aðspurður hvort skipstjórar væru að taka of mikla áhættu með því að sækja loðnuna svona langt upp að landi í þessari vind- átt segir Gísli: „Eru menn ekki alltaf að taka áhættu í þessu?“ Gísli segist ekkert sérstaklega bjartsýnn á að hann nái upp í loðnukvótann á þessari vertíð. „Ég reikna með að við eigum eftir svona fjóra túra. Ég sagði við strákana að þetta yrði líklega búið 1. apríl.“ trausti@frettabladid.is „Það hefði svo sem hver sem er getað lent í þessu. Sjópróf haldin í næstu viku Sjópróf vegna strands Bald-vins Þorsteinssonar EA verða líklega haldin í næstu viku. Útgerðin sjálf mun fara fram á sjópróf en lögreglustjór- inn mun ekki gera það. Því liggur fyrir að ekki er grunur um saknæmt atferli í málinu. Sigurður Gunnarsson, sýslu- maður í Vík, segir að sjóprófin verði haldin í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Samherji muni senda beiðni um að sjó- próf fari fram annað hvort í dag eða á mánudaginn. Hann segir að nákvæm dagsetning sjóprófanna liggi ekki fyrir. Rannsóknarnefnd sjóslysa er þegar byrjuð að safna gögnum um strand Baldvins Þorsteins- sonar EA. Nefndin rannsakar orsakir strandsins en tilgangur þeirrar rannsóknar er ekki að skipta sök eða ábyrgð. Mark- mið rannsóknarinnar er fyrst og fremst að komast að því hverjar orsakir strandsins voru til þess að koma í veg fyrir að slys af sömu eða sambærileg- um orsökum endurtaki sig. Í rannsókn sinni styðst nefndin við gögn um strandið og þá getur hún kallað menn í viðtal um málið. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM ELLILÍFEYRIRINN LÆKKAR Þýska þingið samþykkti í gær að lækka eftirlaun úr 53 prósentum í 46 prósent af launum fyrir árið 2030. Með því á að bregðast við hækkandi framlögum þegar sí- fellt fleiri fara á eftirlaun. Vonir standa til að Þjóðverjar fari síðar á eftirlaun en verið hefur. ■ Evrópa

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.