Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 11
WASHINGTON, AP „Þessir menn eru sá óheiðarlegasti og lygnasti hóp- ur fólks sem ég hef nokkurn tíma vitað um,“ sagði John Kerry, verð- andi forsetaefni demókrata, við mann einn að loknum kosninga- fundi í Chicago og fékk nokkrar skammir fyrir. Ekki frá þeim sem hann sagði þetta heldur þeim sem heyrðu ummæl- in í sjónvarpi en myndatökumað- ur sem stóð að baki Kerry tók allt sem hann sagði upp, hon- um að óvörum. Stjórnmála- menn hafa farið varlega í að saka keppinauta sína um lygar og því reyndu starfsmenn kosningabar- áttu Kerrys að draga úr ummæl- um hans og sögðu að þau ættu ekki nákvæmlega við um George W. Bush sjálfan heldur um gagn- rýnendur Kerrys úr röðum repúblikana. Einn stjórnmálamað- ur fór flatt á því að saka Bush um lygar, reyndar ekki núverandi for- seta heldur föður hans. Það var í forkosningum repúblikana 1988 þegar Bob Dole sagði við George Bush: „Hættu að ljúga um feril minn,“ og var eftir það kallaður reiði maðurinn í kosningabarátt- unni. George W. Bush hefur reyndar sjálfur farið flatt á því sem hann hefur sagt þegar hann taldi enga heyra til nema viðmælendur sína. Í kosningabaráttunni fyrir fjórum árum kallaði hann einn fréttamann fífl í spjalli við Dick Cheney en gerði sér ekki grein fyrir að kveikt var á hátalara sem hann stóð við. Hann sagðist síðar sjá eftir því að fólk hefði heyrt í honum en baðst ekki af- sökunar á ummælunum sjálfum. Frægasta dæmið er þó þegar Ronald Reagan Bandaríkjaforseti var að hita upp fyrir ræðu: „Kæru landsmenn. Það gleður mig að geta sagt við ykkur að ég hef und- irritað löggjöf þess efnis að banna tilveru Rússlands að eilífu. Við hefjum sprengjuárásir eftir fimm mínútur,“ sagði hann þegar kjarn- orkuógnin vofði enn yfir fólki. Þetta voru ekki einu ummælin sem fóru lengra en hann ætlaði í fyrstu. Hann kallaði leiðtoga Pól- lands „hóp einskis nýtra aum- ingja“ og sagði efnahag Banda- ríkjanna „djöfulsins klúður“. ■ SAGT INNANLANDS Bermúdaskál Davíð Oddsson, þá nýlega orðinn forsæt- isráðherra, mátti lengi kenna á háðsglós- um eftir að Bermúdaskálarræðu hans var útvarpað. Þá stóð Ómar Ragnarsson nærri honum og tók upp hvert orð for- sætisráðherra. You ain’t seen nothing yet Það varð Össuri Skarphéðinssyni, for- manni Samfylkingar, ekki til framdráttar þegar hann húðskammaði forsvarsmenn Baugs í bréfi fyrir að segja bróður sínum upp. Honum var álasað fyrir að hafa í hótunum við menn í krafti stöðu sinnar. FÖSTUDAGUR 12. mars 2004 Blaðbera tilboð 2 fyrir 1 Ísbúðin Kringlunni og Ísbúðin Álfheimum Blaðberaklúbbur Fréttablaðsins er fyrir duglegasta fólk landsins. Allir blaðberar okkar eru sjálfkrafa meðlimir í klúbbnum og fá tilboð og sérkjör hjá mörgum fyrirtækjum. Vertu með í hópi duglegasta fólks landsins. Ísbúðin Álfheimum Ísbúðin Kringlunni mangó keflavík park15% tex mex 20% cos 15 % afsláttur Kiss kringlunni 15 % afsláttur Bíókortið - frítt í bíó, áunnið á vissum tímabilum Sérkjör hjá Bónusvideo Ýmis tilboð frá BT Sérkjör hjá Pizza 67, Háaleitisbraut 15% afsláttur hjá eXs Kringlunni Blaðberi mánaðarins valinn Sumargjöf til þeirra sem hafa starfað lengst ... og margt fleira Ísbúðin Álfheimum og Ísbúðin Kringlunni býður blaðberum Frétt ehf. 2 fyrir 1 af ísum mánudaga og þriðjudaga. Tilboð fæst aðeins afgreitt gegn framvísun pakkamiða. Við segjum fréttir Gúmmíbáti stolið á Vatnsenda: Eigendurnir í fasta svefni ÞJÓFNAÐUR Zodiac-gúmmíbáti á kerru var stolið fyrir utan íbúðar- hús á Vatnsenda aðfaranótt fimmtu- dags þegar eigendurnir voru í fasta- svefni. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu. „Mér finnst voðalega skrítið að fólk geti keyrt í gegnum bæinn með bát á kerru um miðja nótt án þess að nokkur taki eftir því,“ segir Sigurð- ur Ingi Sigmarsson, einn eigenda bátsins. Að sögn Sigurðar Inga er báturinn um fjögurra metra langur og 1,8 metrar á breidd. „Verðmæti bátsins og vagnsins er ekki undir hálfri milljón.“ Sigurður segir það alveg öruggt að hann muni þekkja bátinn aftur ef hann sjái hann. ■ Óheiðarlegir og lygnir John Kerry gætti ekki nógu vel að sér þegar hann ræddi við kjósanda án þess að vita að myndbandsupptökuvél væri í gangi. Sjónvarpsáhorfend- ur horfðu því upp á frambjóðandann lýsa andstæðingum sem lygurum. STOLINN BÁTUR Þessum tíu manna gúmmíbáti var stolið þar sem hann stóð fyrir utan heimili Sigurðar Inga Sigmarssonar á Vatnsenda. JOHN KERRY Í CHICAGO Þegar einn verkamannanna í stálsmiðju í Chicago hvatti Kerry til að gefa ekki eftir í baráttunni sagði frambjóðandinn enga hættu á því, þó að sér þætti óhugnanlegt hversu lygnir og óheiðarlegir repúblikanarnir væru. „Við hefjum sprengjuárás- ir eftir fimm mínútur. GEORGE W. BUSH Fór ófögrum orðum um fréttamann þegar hann hélt að enginn heyrði til.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.