Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 14
12. mars 2004 FÖSTUDAGUR Íranar ætla að halda áfram kjarnorkuáætlun sinni: Halda áfram að auðga úran ÍRAN, AP Ali Shamkhani, varnar- málaráðherra Írans, segir Írana munu halda áfram að auðga úran þegar mál landsins gagnvart Al- þjóða kjarnorkumálastofnuninni hafa verið leidd til lykta. Hann seg- ir það gert til borgaralegra nota en ekki til að koma upp kjarnorku- vopnum. Shamkhani viðurkenndi að Íran- ar hefðu komið sér upp búnaði til að auðga úran, en ekki þannig að hægt væri að nota það í kjarnorkuvopn. Hann segir algengt að fyrirtæki sem vinni að varnarmálum framleiði ein- nig hluti til borgaralegra nota. Fulltrúar Alþjóða kjarnorku- málastofnunarinnar fundu teikning- ar hjá Írönum um búnað til að auðga úran sem nota má í kjarnorkuvopn og hafa rætt við þá um tilurð teikn- inganna. Íranar létu ekki vita af þeim í skýrslu sinni um kjarnorku- áætlun sína. Pirouz Hosseini, fulltrúi Írans hjá Alþjóða kjarnorkumálastofn- uninni, sagði í gær að Bandaríkja- menn gengju hart fram gegn Íran vegna þess að þeir gætu ekki sætt sig við mistök sín í Írak. „Banda- ríkjamenn gerðu mistök í Írak og svo virðist sem það verði erfitt fyrir þá að sætta sig við önnur mis- tök,“ sagði hann og vísaði til þess að engin gjöreyðingarvopn hafa fundist í Írak. ■ Stormasamt tilhugalíf sjávarútvegsrisanna VIÐSKIPTI Sölufyrirtækin SÍF og SH hafa hvað eftir annað verið orðuð við sameiningu. Fyrirtækin voru lengi samofin valdahlutföll- um íslensks viðskiptalífs, þar sem SH tilheyrði Kolkrabbanum og SÍF Sambandsblokkinni. SÍF í nú- verandi mynd varð til þegar gamla SÍF sameinaðist Íslenskum sjávarafurðum, sem var í eigu Sambandsins. Félögin hafa í lang- an tíma verið langveltumestu ís- lensku fyrirtækin. Hvort um sig með veltu rétt undir 60 milljörð- um. Margvíslegir hagsmunir tengj- ast þessum fyrirtækjum. Flutn- ingahagsmunir skipafélaga eru þar stærstir. Þeir hagsmunir hafa oftar en ekki þvælst fyrir þegar menn hafa hugað að sameiningu. Síðastliðinn fimmtudag hafði Landsbankinn gengið frá sam- komulagi við fjárfesta undir for- ystu Róberts Guðfinnssonar, stjórnarformanns SH, um kaup á hlut bankans í SH. Með Róberti í hópnum voru Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, Baldur Guðnason og Sindri Sindrason. Allt stjórnar- menn í Eimskipafélaginu og fjár- festingarfélagi þess Burðarási. Sindri fjárfesti í haust í dönsku matvælafyrirtæki og Baldur fjár- festi í frönsku matvælafyrirtæki fyrir skömmu. Björgólfur Guð- mundsson, formaður bankaráðs Landsbankans sneri við blaðinu og hafnaði sölunni á laugardag. Ís- landsbanki ákvað þá að selja sinn hlut til SÍF. Tortryggni milli banka Í ágúst í fyrra beittu Lands- bankinn og Íslandsbanki sér sam- eiginlega fyrir sameiningu fyrir- tækjanna, gegn vilja Ólafs Ólafs- sonar, stjórnarformanns SÍF. Bankarnir voru langþreyttir á óvissu um fyrirtækin. Fyrir lá að mikil hagræðing gæti orðið af sameiningu. Halldór J. Kristjáns- son, bankastjóri Landsbankans, lýsti því þá yfir að sameina bæri fyrirtækin með góðu eða illu. Stefnan var sett á sameiningu SH og SÍF og síðan átti að byggja upp stórt alþjóðlegt sölufyrirtæki með sameiningum í Kanada og hugsan- lega víðar. Ólafur Ólafsson varð æfur. Út á við sótti hann rök í þjóðerniskennd Íslendinga og vís- aði til mikilvægis þess að Íslend- ingar hefðu forræði í sjávarút- vegi. Margir töldu þó að Ólafur mæti stöðuna þannig að SÍF væri veikari aðilinn. Ólafur er stjórn- arformaður Samskipa og ekki óvarlegt að ætla að hann hafi einnig horft til þeirra hagsmuna. Dalvegur 6-8 · 201 Kópavogur Sími 535 3500 · Fax 535 3519 arnisi@kraftvelar.is www.komatsu.is fyrir traktorsgröfur Ver› á›ur 490.000,- án vsk. Ver› nú 340.ooo,- án vsk. T I L B O ‹ FISKBÚÐIN HAFBERG G N O Ð A R V O G I 4 4 S . 5 8 8 8 6 8 6 TÚNFISKSTEIKUR RISAHÖRPUSKEL Á SPJÓTI STEINBITSSTEIKUR M/HVÍTLAUK OG SÍTRÓNUPIPAR Margoft hefur verið reynt að leita leiða til þess að sameina sölufyrirtækin SÍF og SH. Það hefur reynst flókið og erfitt. Kaup SÍF í SH kunna að setja þá þróun aftur af stað. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G U N N AR V . A N D RÉ SS O N EFTIRSÓKNARVERT SJÁVARGÓÐGÆTI Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra gæðir sér á íslenskum sjávarréttum í höfuðstöðvum SÍF. Mikil reynsla og þekking á sölu íslenskra sjávarafurða liggur hjá stóru sölusamtökunum SÍF og SH. Lengi hafa menn horft til möguleika á að beita afli fyrirtækjanna sameiginlega. Fréttaskýring HAFLIÐI HELGASON ■ skrifar um samskipti sjávarútvegs- sölufyrirtækjanna SH og SÍF. ÍRANSKI VARNARMÁLARÁÐHERRANN Staðfestir að kjarnorkuáætlun Írana hafi komið inn á borð varnarmálaráðuneytisins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.