Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 16
Það hefur verið skammt stórrahögga á milli hjá skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar að undanförnu. Skyndilega virðist sem allar flóð- gáttir hafi opnast eftir langvarandi stöðnun og kyrrstöðu. Kynntar hafa verið tillögur um raunhæfa og rót- tæka uppbyggingu í Kvosinni og nýtt hverfi á Slippsvæðinu. Færsla Hringbrautar hefur verið boðin út. Tilkynnt hefur verið að blessunar- lega sé hætt við uppbyggingu hafn- arsvæðis á Geldinganesi – enda þeg- ar nóg til af höfnum og vænlegum hafnarstæðum öðrum á höfuðborg- arsvæðinu. Og síðan er það Sunda- brautin – hvar á hún að liggja? Skipulagsnefnd vill að hún komi upp hjá Holtagörðum en Vegagerðin vill að hún fari framhjá Húsasmiðjunni. Það er erfitt að sjá í hverju munur- inn liggur en það er ekki hægt að gruna annað en að borgaryfirvöld óttist að eftir því sem umferð inn í bæinn færist austar sé hætt við að verslun og viðskipti geri það einnig – færist austar og sunnar á höfuðborg- arsvæðinu; í átt að Smáralind. Í sjálfu sér er það ágætt að borg- aryfirvöld gæti að þröngum hags- munum Reykjavíkur. En það væri þó betra að þau horfðu til höfuðborgar- svæðisins sem heildar og tækju for- ystu um að aðrar sveitarstjórnir á svæðinu gerðu það einnig. Það getur ekki verið annað en tímaspursmál hvenær skipulagsmál á svæðinu verða flutt í einhvers konar samráð allra sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu. Það er komið nóg af skrítnu sambandsleysi milli hverfa sem liggja hlið við hlið og ójafnvægi í þróun byggðarinnar. Nágranna- sveitarfélög Garðabæjar þyrftu til dæmis að taka í hnakkadrambið á sveitarstjórninni þar og fá hana til að fylgja nágrönnum sínum í þróun byggðar til austurs. Kópavogur er á leið austur fyrir Elliðavatn og Hafn- arfjörður farinn að umkringja álver- ið í Straumsvík á meðan Garðabær kemst ekki lengra austur en að Reykjalundi. Hvar Sundabraut verð- ur lögð má ekki ráðast af þröngum hagsmunum. Með byggð í Geldinga- nesi munu aðeins líða fáein ár þar til farið verður að horfa til uppbygging- ar Viðeyjar. Þar er kjörið byggingar- land; bæði vegna legu og eins af sögulegum ástæðum. Það er í raun hneisa að Viðey sé í eyði. Uppbygg- ing miðbæjarins og Vatnsmýrarinn- ar og uppfyllingar við Örfirisey og tengsl þaðan út í byggðina á Sundun- um í Viðey og Geldinganesi gæti endurnýjað byggðastæði Reykjavík- ur og flutt miðkjarna byggðarinnar á höfuðborgarsvæðinu nær miðbæn- um – þar sem hann á heima. Það væri gleðilegt ef ákvörðun um lagningu Sundabrautar yrði tek- in í einhverju slíku samhengi – frem- ur en af þrengri hagsmunum eða að henni sé einfaldlega skellt niður þar sem það er ódýrast. Það er ef til vill frekt að óska eftir meiri stórhug af borgaryfirvöldum þegar þau eru loks vöknuð full af framkvæmda- gleði – en það er nú einu sinni svo að um leið og byrjað er að vinna opnast enn fleiri tækifæri. ■ Nú velta menn því fyrir sér áhinum pólitísku vefsíðum hvort og þá hvenær verði af hin- um boðuðu skattalækkunum sem ríkisstjórnarflokkarnir lögðu áherslu í kosningabarátt- unni. Borgar Þór Einarsson skrifar til dæmis á deiglan.com í gær og ekki verður annað séð en að Borgar hafi talsverðar áhyggjur af því hvort af þessum skattalækkunum verður. Og hann styður þær áhyggjur nokkrum rökum: „Bæði fjár- málaráðherra og forsætisráð- herra hafa lýst því yfir að skattalækkanir myndu verða lögfestar þegar kjarasamningar lægju fyrir og þeir væru innan skynsamlegra marka,“ skrifar Borgar. „Hins vegar kvað við nýjan tón hjá utanríkisráðherra, formanni Framsóknarflokksins, í kvöldfréttum Sjónvarpsins nú í vikunni þar sem hann sagði að svo gæti farið að lögfesting skattalækkana yrði látin bíða til hausts.“ Framsókn dragbítur? Borgar, sem er sjálfstæðis- maður, hefur þannig áhyggjur af Framsóknarflokknum í þessu sambandi, og er spurning hvort þessi skrif séu á einhvern hátt lýsandi fyrir titring sem hugsan- lega er að myndast í röðum sjálf- stæðismanna vegna forsætisráð- herraskipta í haust. Borgar skrifar: „Ef marka má þessa yfirlýsingu verðandi forsætis- ráðherra og formanns Fram- sóknarflokksins er ljóst að flokkurinn er að verða dragbítur á flest þau mál sem til framfara horfa í stjórnarsamstarfinu. Það getur ekki verið geðslegt fyrir sjálfstæðismenn til þess að hugsa, að þjóna sem burðarvirki í ríkisstjórn undir forsæti Fram- sóknarflokksins við slíkar kring- umstæður.“ Á heimasíðu Vefþjóðviljans, www.andriki.is, er ekki laust við að greina megi kaldhæðnislegan tón í umfjöllun pistlahöfundar um skattamál: „En um leið og skattgreiðendur hafa nú glaðst yfir auknum ríkisútgjöldum eru þeir hryggir yfir að þau skyldu ekki verða enn meiri,“ segir pistlahöfundur. „Sumir hafa nefnilega lent í því að við lestur skattskýrslu sinnar hafa þeir áttað sig á því að þeir þurfa að halda eftir nokkru af því fé sem þeir hafa aflað og þeim er það vitaskuld óskapleg raun. Það er að vísu bót í máli að þeir geta drifið sig út í næstu verslun og keypt eitthvað til að koma á að giska fimmtungnum af því sem eftir er í hendur ríkisins. Þetta er þó langt í frá nóg fyrir þá sem vilja ólmir berjast gegn eigin ómenningu og forða fjármunum sínum úr eigin greipum. Þeim skal þó bent á að hægt er að bæta hlutfallið verulega með því að eyða peningunum í áfengi, bensín, bíla eða aðra óþarfa lúx- usvöru. Með því að kaupa slíkar vörur má losna við ríflega helm- ing þess sem ríki og sveitarfélög taka ekki með beinum sköttum, þannig að með góðum vilja og einbeittri skapfestu er hægt að tryggja að drjúgur helmingur þess fjár sem menn afla fari þangað sem féð á heima, það er að segja til hins opinbera.“ ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um Sundabraut og skipulagsmál í Reykjavík. Hlerað á Netinu ■ Greina má vaxandi áhyggjur af því á Netinu að ríkisstjórnin ætli að bakka með skattalækkanir. 16 12. mars 2004 FÖSTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Það var fróðlegt að lesa fréttirúr þinginu í blöðum gærdags- ins. Svo virðist sem óvenjuleg ein- drægni hafi gripið þingmenn og lítinn mun var að sjá á málflutn- ingi stjórnar og stjórnarandstöðu. Þetta átti í það minnsta við um tvö mál sem rædd voru ogþau snerta hvort með sínum hætti allan al- menning í landinu. Málin eru vissulega ólík, en bæði vekja þau þó ákveðinn óhug og kvíða. Aron Pálmi Fyrra málið er mál íslenska drengsins, Arons Pálma Ágústs- sonar, sem dæmdur var barnung- ur í 10 ára fangelsi í Texas fyrir kynferðisafbrot. Halldór Ás- grímsson hafði augljóslega allan þingheiminn (og þjóðina) að baki sér þegar hann kvartaði undan samskiptum við yfirvöld i Texas og lýsti áformum og tilraunum til að fá drenginn framseldan til Ís- lands af mannúðarástæðum. Það er átakanlegt að horfa upp á af- leiðingar fanatíkur, heimsku og tvöfalds siðgæðis í Texas. Hvern- ig svokallað réttarkerfi hefur hlaupið eftir dægurvindum og trúir því að flókin samfélagssann- leikur geti einskorðast við eina vídd og þannig opinberað skefja- lausan skort á sjálfsgagnrýni og íhygli. Einnarvíddarhugsunin er svart/hvít og hættuleg, eins og þetta íslenska barn hefur fengið að reyna. Að sama skapi er hugg- un í því að íslenskir stjórnmála- menn skuli kunna að snúa bökum saman þegar mikið liggur við. Það sorglega er þó að skaðinn er að verulegu leyti skeður í Texas – það er búið að ræna Aron Pálma æskunni og hann á aldrei eftir að bíða þessarar reynslu bætur hvernig sem fer. Samstíga fóstbræður Öfugt við Texasmálið er hitt álitaefnið, sem menn urðu svo merkilega samstiga um á Alþingi, enn ekki komið fram. Í það minnsta eru neikvæðar hliðar þess ekki enn komnar fram og koma vonandi aldrei fram. Þetta eru skuldamál þjóðarinnar. Óhjá- kvæmilegt er annað en leggja við hlustir þegar þeir fjandvinir Dav- íð Oddsson og Steingrímur J. Sig- fússon verða sammála um eitt- hvað annað en Evrópumál. Þessir tveir menn voru eins og síamství- burar í þessari skuldaumræðu, sem Steingrímur bryddaði upp á og Davíð botnaði. Milliraddir komu úr öllum öðrum flokkum þannig að úr varð heildstæð varn- aðarhjómkviða vegna skuldasöfn- unar. Almennt er ekki ástæða til þess að fara úr límingunum þegar einn reykskynjari fer að ýla. Þeg- ar allir reykskynjararnir í húsinu fara að væla samtímis er hins vegar ástæða til að skoða hvað er í gangi. Tölurnar eru enda um- hugsunarverðar. Skiptir þá ekki máli þótt menn séu almennt hlynntir sem frjálsustu og vax- andi fjármagnsflæði til og frá landinu og jafnvel talsmenn þess að fjármagnsviðskipti milli landa séu bæði mikil og blómleg. Stein- grímur benti á að skuldir þjóðar- búsins næmu 100% af landsfram- leiðslu og Davíð fóstbróðir hans dró það fram að viðskiptabank- arnir hefðu á einu ári tekið að láni erlendis 300 milljarða króna, sem að verulegu leyti væru á breyti- legum vöxtum, og þessir peningar væru síðan endurlánaðir hér. Skuldirnar eru fyrst og fremst að hlaðast upp hjá fyrirtækjum og heimilum í landinu og hjá sveitar- félögum. Ríkið sem slíkt er ekki sökudólgurinn að þessu sinni. Það þarf ekki miklar breytingar á pen- ingamörkuðum í útlöndum til að vaxtabreytinga verði vart hér á landi. Þegar efnahagsstaðan er ekki sterkari en hún er, með sjáv- arútveg í vaxandi erfiðleikum og fjölga gjaldþrota bæði í þeirri grein og öðrum, er eðlilegt að menn spyrji hvort ekki sé verið að leika sér að eldinum. Vissulega berast líka fréttir af ofsagróða og velgengni, en gallinn við þær fréttir er að þær virðast flestar koma úr „matador“ efnahagslíf- inu þar sem menn kaupa, selja, umbreyta og yfirtaka án þess að sjáanlega sé verið að búa til nein stórkostleg ný verðmæti. Nú, eða þá úr bankakerfinu sjálfu. Excel-trúboðið Íslendingar eiga glæsilegan hóp athafnamanna, sem kunna margt fyrir sér og virðast vera að gera það gott. Þeir eru hvergi bangnir við að taka áhættu og tefla djarft, enda hafa þeir marg- ir hverjir uppskorið ríkulega fyrir snilld sína og hugdirfð. Al- mannavarnaflaututónninn frá Alþingi er þó hljómsterkur og sannfærandi. Upp í hugann koma dæmi um hvernig excel-kynslóð- ir athafmanna – excel-trúboðið – hafa haft rangt fyrir sér. Nægir að minna á vatnsgreiddu verð- bréfapiltarna, sem við vorum öll svo stolt af, sem þó áttuðu sig ekki á hvernig hlutabréfamark- aðurinn virkaði og héldu að bréf gætu einungis hækkað. Eða mennirnir sem voru svo sann- færðir um að eftirlitskerfið með bókhaldinu hjá Símanum væri pottþétt – þangað til upp komst um stórfelldan fjárdrátt. Ein- hvern veginn virðist sem excel- hugmyndafræðin sé hugmynda- fræði velgengninnar, hugmynda- fræði hagnaðarins. Hún fái menn til að einblína á dægurgróðann og trúa því að flókinn samfélags- sannleikur geti einskorðast við eina vídd – vöxtinn. Þannig opin- bera menn í raun skefjalausan skort á sjálfsgagnrýni og al- mennri íhygli, en bara á öðrum sviðum en menn gera í Texas. Einnarvíddarhugsunin er svart/hvít og hættuleg, hvort sem hún gerir vart við sig í Am- eríku eða á Íslandi. ■ Þvílík samþykkt Fjóla Felixdóttir skrifar: Ég vaknaði einn morgun, mag-inn þurr og sár, og myrkur fyrir augum. En hvað nú? Allt í einu glenni ég upp skjáinn og sperri eyru. Hvað er að gerast? Nú ætluðu verkalýðsformenn að fara í alvöru kjaraviðræður fyr- ir umbjóðendur sína. Nú skyldi farið fram á 130 þúsund krónur í lágmarkslaun. Loksins, loks- ins, vöknuðu þeir af svefni hinna „réttlátu“ þessar elskur hugsaði ég. En framkvæmdin varð allt önnur en ég hugði í fyrstu. 4% þarna, 4% þarna og svo fram- vegis. Útkoman við undirskrift varð í kringum 108 þúsund, eftir 3,5-4 ár. Þvílík samþykkt! Það dimmdi snarlega fyrir augum mér aftur. Það voru þó sex formenn aðild- arfélaga sem létu vera að skrifa undir slíka fornaldarsamninga. Þeir hafa þó gert sér grein fyrir því að þeir voru ekki í sjálfboða- vinnu við að gegna þessu starfi og hafa líka séð að þessi upphæð væri ekki mannsæmandi og mönnum ekki bjóðandi að lifa af slíku „snjótittlingaskít“ og það eftir þrjú til fjögur ár. Hvernig er með þá hina sem léðu hönd sína til slíks samþykkis? Hve mikla virðingu bera þeir fyrir sjálfum sér og þeim sem þeir hafa ákveðið að lifi á slíkri upp- hæð? Ég bara spyr? Virðing mín stendur alla vega á núlli gagnvart slíkum for- svarsmönnum. ■ Einnarvíddarhugsun■ Bréf til blaðsins Mun framsókn lækka skatta? HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Á deiglan.com er spurt hvort hann ætli að verða dragbítur á skattalækkanir og hvort sjálf- stæðismenn telji það geðslegt að „þjóna sem burðarvirki í ríkisstjórn undir forsæti Fram- sóknarflokksins“. Um daginnog veginn BIRGIR GUÐMUNDSSON ■ skrifar um eindrægni á Alþingi, Texas og skuldir Íslendinga. Rembingur „Þeir eru m.a.s. með Starbucks, sem er ein af fáum keðjum sem ég get verið mjög jákvæður í garð. Þar er bara besta kaffið og Frappuchinóið mar, grrrrr. Mér væri sama þó Kaffitár hyrfi af markaðnum fyrir Starbucks. Já, mér er alveg sama þó einhver reki nú upp þjóðrembingsgól. En kannski kemur Starbucks aldrei til Íslands. Það er víst svo dýrt að stofna svona.“ DR. GUNNI LÝSIR FERÐ SINNI TIL GLASGOW Á VEF SÍNUM WWW.THIS.IS/DRGUNNI. Ritstjórarnir skipta mestu máli „Morgunblaðið og íslenskur þing- heimur hafa áhyggjur af því hverjir eigi fjölmiðla á Íslandi. Menn vilja setja lög. Þannig geti stjórnmálamenn ákveðið hverjir eigi fjölmiðil. Snjallt; eftir að stjórnmálaflokkarnir settu þrjú dagblöð á hausinn og kipptu grundvellinum undan íslenskum blaðamarkaði, birtast þeir á nýj- an leik eftir að einkaframtakið hefur endurreist tvö dagblöð og vilja löggjöf.“ INGÓLFUR MARGEIRSSON Á WWW.KREML.IS Sundabraut tengist byggð í Viðey ■ Af Netinu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.