Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 17
Nú hafa sveitamenn blótað sinnþorra, eins og aðrir lands- menn, með áti á súrmeti alls kon- ar. Auk þess hafa þeir skemmt sér alveg rosalega vel með heimatil- búnum, sprenghlægilegum annál- um, tískusýningum karla í kven- mannsfötum og dansað „fram í fjós“. Síðan hafa þeir sent þessar árlegu þorrablótsfréttamyndir í blöðin, af hálfnöktum körlum í fá- tæklegum konuklæðum, ásamt myndum af nýheimtu féi af fjöll- um. Fastir liðir eins og venjulega. Og þá er tími alvörunnar kominn, nefnilega að huga að samningum um áframhaldandi „ríkisstyrki“. Einskonar heimilisiðnaður Og Guðni Ágústsson stjórnar þessu öllu. Það á að hagræða, en alls ekki of mikið. Það má alls ekki vera svo auðvelt að sinna fjós- verkum að það verði „sjálfbær“ atvinnugrein. Enga róbóta og tölvuvædd fjós takk. Og ekkert að- keypt vinnuafl. Nei, fjölskyldan skal áfram púla í svita síns andlits í fjósinu, handmjólka og moka sinn flór, annars dettur hún út úr bótagreiðslufyrirkomulaginu. Svona eins konar „heimilisiðnað- ur“. Nógu stór og velrekin fjós sem jafnvel skila bónda hagnaði, án styrkja frá ríkinu, eru ekki „inn“ hjá Guðna. Hann vill áfram- haldandi óhagkvæmar einingar sem landsmenn borga með. Að af- saka þennan gjörning með því að verið sé að sjá til þess að neytand- inn fái mjólkurafurðirnar á hag- stæðara verði er rugl og heila- þvottur, því með afnámi ríkis- styrkja, stærri búum og alls konar nýrri tækni ætti vöruverð að lækka. Á sama tíma er Baldvin nokkur Jónsson búinn að lýsa því yfir í spjallþætti hjá Gísla Marteini (21.2.) hvað hann hafi verið dug- legur í gegnum tíðina við hitt og þetta, eins og t.d. að selja íslenska fegurð og íslenskt lambakjöt. Spilltasta land Evrópu Það hlýtur að vera skemmtileg iðja fyrir eldri menn að bjástra í kringum ungar fegurðardísir, þær ljúga engu til um fegurðina, hana sjá allir. En öllu erfiðara er að koma lambakjötinu út, því þar verða menn að hagræða sannleik- anum svo um munar. Að selja „ÓMENGAÐ LAMBAKJÖT ÚR ÓSPILLTRI NÁTTÚRU“, er því miður ekki satt, þar sem íslenska jörðin er spilltasta land Evrópu og þótt víðar væri leitað og lömbin alin á fátæklegum (jafnvel sand- blásnum eða rykföllnum) háfjalla- gróðri, sem er á stöðugu undan- haldi. Auk þess hefur þessari þjóð enn ekki tekist að uppræta riðu- veikina. Skorið niður á nokkrum bæjum í einu, svona á hálfs árs fresti. Stöðugt þarf að sprauta við ormaveiki, kláða og garnaveiki. Eins gott að þetta fréttist ekki til útlanda! Þessi sífelldi áróður um ágæti þessa kjöts er sami heilaþvottur- inn og annað sem frá landbúnaðin- um kemur. Þetta eru trúarbrögð og ekkert annað. Annað kjöt er nefnilega líka gott og jafnvel betra og hollara. Háfjallagrasabragðið Útlendingar sem koma til lands- ins biðja gjarnan um lambakjöt á veitingahúsum, þetta dásamlega kjöt sem sé auglýst svo rækilega í bæklingnum þeirra. Jú, þeir fá sitt lambakjöt. En hvaða bita? Já, einmitt. Veitingamenn, á betri veitingahúsum, eru löngu hættir að þora að bjóða þeim læri, kótilettur í raspi, ofnsteiktan hrygg, saltkjöt, reykt bjúgu eða súpukjöt, svona eins og við eigum að venjast. Þeir fá það allt í haus- inn aftur svo lausnin er; olíulegnir, fituhreinsaðir (helst með flísa- töng) hryggvöðvar í hvítlauk, grill- aðir eða steiktir að hætti hússins. Og þá, en ekki fyrr, er þetta undar- lega ullarbragð (sumir nefna það hrútabragð) horfið og kúnninn far- inn að skynja „háfjallagrasabragð- ið“, sem hvítlaukurinn hefur gefið kjötinu. Namm, namm. Og þá er búnaðarþing hafið. Og mikil gleðitíðindi berast þaðan því nú á að huga að móður jörð, náttúr- unni! Nýr tónn, og það „grænn“, kominn í umræðuna. Að vísu ekki hugmynd Guðna og Ara, heldur þrýstingur frá útlöndum. En það skiptir svo sem engu máli hvaðan góðar hugmyndir koma, bara að þær komi. Beingreiðslur á útleið (?) og þessi 75% eyðimörk okkar má fara að passa sig! Frábært! Nota peningana og mannskapinn í rækt- un og landgræðslu. Eitthvað vit í því, ekki satt? ■ Um daginnog veginn MARGRÉT JÓNSDÓTTIR ■ skrifar um landbúnað. 17FÖSTUDAGUR 12. mars 2004 20%afslátturaf öllum Legokubbum % afslátturaf öllu á dönskum dögum 20 Loksins komnir aftur MAKUTA og TAKA NUVA Gildir til 14. mars eða á meðan birgðir endast. LAMBAKJÖT Að selja „Ómengað lambakjöt úr óspilltri náttúru“, er því miður ekki satt, þar sem íslenska jörð- in er spilltasta land Evrópu og þótt víðar væri leitað,“ segir Margrét meðal annars í grein sinni. Að menningarhátíðum (þorrablótum) loknum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.