Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 12. mars 2004 FÆST Í ÖLLUM HELSTU BÓKAVERSLUNUM LANDSINS Gestabók • Myndir • Skeyti VINNUSTOFA SÍBS • Hátúni 10c • SÍMI 5628500 • WWW.MULALUNDUR.IS Hvað á að gefa ferming- arbarninu mikla peninga? Fimm þús- und algengt Sumir fara í fermingarveislur áhverju ári, aðrir á margra ára fresti. Það getur því vafist fyrir þeim óvanari hversu mikla peninga á að setja í umslag ferm- ingarbarnsins, sé valkosturinn að gefa peninga. Í dag er algengt að gefa á bilinu þrjú til fimm þúsund krónur, en seinni upphæðin þykir bæði rausnarlegri og líklegri til notagildis vilji fermingarbarnið kaupa sér eitthvað eftirminnilegt fyrir peningagjöfina. Gildir þá einu hvort gefandinn sé einhleyp- ingur, hjón eða fjölskylda; upp- hæðin helst oftast sú sama, nema hvað pyngja einhleypingsins létt- ist meira miðað við tvær eða fleiri fyrirvinnur á heimili hjóna og fjölskyldna. ■ 3 eggjahvítur 150 g sykur 150 g saxaðar möndlur Eggjahvíturnar og sykurinn stífþeytt saman. Möndlunum bætt varlega í. Bakað við 175 í einum botni í ca 20 mínútur. KREM 3 eggjarauður 75 g sykur 1 poki dajm-kurl 1/4 l rjómi Rauðurnar og sykurinn þeytt saman. Dajm-súkkulaðið mulið smátt (annaðhvort í mortéli eða sett í plastpoka og steytt með kefli) og sett út í. Rjóminn þeyttur og blandað varlega saman við með sleif. Botninn settur á fat og kremið ofan á. Kakan er fryst og tekin úr frosti tveimur tímum áður en hún er borin fram. Ein góð á veisluborðið: Dajm-terta DAJM TERTA Einföld og ljúffeng. Mér þykja flestar veislur skemmtilegar.Fermingarveislur barnanna minna standa upp úr. Þau eru þrjú og svo eitt fóst- urbarn. Ég hélt þær í sal og það komu um hundrað manns. Ég var bæði með mat og tertur. Að sjálfsögðu lagði ég mikið í undir- búning því þetta er eitthvað sem skiptir máli. Maður er stoltur af börnunum sínum. Jóna Jónsdóttir Fermingarveislanmín Foreldrar Verjum tíma með börnunum okkar Hver stund er dýrmæt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.